Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2015, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2015, Blaðsíða 45
28.6. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 Illska hefur gegnum aldirnar verið klassískt leiðarstef í bókmenntum og listum og þá ekki síst barátta góðs og ills. Barátta sem mun líklega seint hætta að veita rithöf- undum og listamönnum innblástur. „Illskan er ógnandi og heillandi í senn. Hún er og verður drifkraftur sem maður ber óttablandna virðingu fyrir og þegar maður kynnist hreinræktuðum illmennum, eins og Hitler eða einhverjum fjöldamorð- ingjum, vekur það forvitni manns. Hvers vegna urðu þessir menn svona? Hvernig virka þeir og eru þetta yfir höfuð menn?“ segir Stefán Máni rithöfundur, sem skapað hefur ófá illmennin í skáldsögum sínum. Illskan tengist dauðanum Hann segist oft velta því fyrir sér hvort illska sé það illa sem við mennirnir gjörum eða hvort hún sé fyrirbæri sem eigi sér sjálf- stætt líf. „Trúarbragðasagan fléttast inn í þá pælingu og barátta góðs og ills. Guð og djöfullinn og allt það. Maður sem gerir eitt- hvað illt, er hann vondur að upplagi eða heltekinn af einhverri kosmískri illsku?“ spyr Stefán. Hann tengir illskuna líka við dauðann. „Við erum lifandi og óttumst dauðann. Við erum hrædd við hann, snobbum fyrir hon- um og viljum ekki tala um hann. Þetta tengjum við oftar en ekki illskunni. Lífið er gott en dauðinn vondur.“ Stefán bendir á að illskan geti snúist um sjónarhorn, ekki sé sama úr hvaða átt sé horft á hana. „Við sjáum ljón drepa kálf í dýralífsmynd. Ef við höfum kynnst ljóninu á undan og vitum að það á litla sæta unga finnum við ekki til með kálfinum en ef við höfum fylgst með kálfinum fæðast og vaxa úr grasi hugsum við illa til ljónsins. Svo má auðvitað skoða þetta í stærra samhengi. Við ræktum dýr til að slátra þeim og finnst það ekki vera illska. Síðan sjáum við mynd af einhverjum sem búinn er að skjóta hreindýr og hneykslumst á honum af því að hann er með blóð út á kinn. Samt myndum við varla skilgreina það sem illsku, í það minnsta ekki fyrr en farið væri að kvelja og „Illskan er ógnandi og heillandi í senn,“ segir rithöfundurinn Stefán Máni. Morgunblaðið/Styrmir Kári Engin heilbrigð manneskja getur verið ill pynta aumingja dýrið. Sjónarhornið getur verið lykilatriði í þessu sambandi.“ Þjónar illskunnar Spurður hvort hann hafi komist að ein- hverri niðurstöðu gegnum skrif sín um illsku og illmenni segir Stefán svo ekki vera. „Ég er hins vegar gjarn á að setja hlutina í stærra samhengi og í bókunum mínum eru mestu illmennin á bandi hins illa, þjónar illskunnar, alveg eins og gott fólk er þjónar kærleikans. Oftast eru þetta manneskjur með bresti sem líklega hafa verið ólán- samar í lífinu og hafa villst inn á hinar myrku brautir. Þær hafa tapað tengslunum við kærleikann og lífið.“ Að dómi Stefáns er Íslamska ríkið líklega þekktasta illa aflið í heiminum í dag. „Þeir laða mikið að sér reitt ungt fólk sem alist hefur upp í fátækt og niðurlægingu og fer fyrir vikið að hata allt og alla. Brotið fólk og beygt er stundum tilbúið að gefa sig hinu illa á vald. Þannig finnur það tilganginn og eitthvað til að trúa á enda þótt þessi sam- tök séu bara illska, yfirgangur og ógeð.“ Stefán er þeirrar skoðunar að engin heil- brigð manneskja geti verið ill, hún sé ein- faldlega of mennsk til þess. „Maður þarf að tapa trúnni á tilganginn og mennskuna til að gefa sig hinu illa á vald. En svo má líka spyrja hvort mennska sé yfirhöfuð til nema sem mennsk hugmynd.“ Sebold hefur bent á, að morð- ingjar, eins og Jeffrey Dahmer, séu ekki ófreskjur, heldur menn. „Sem er það óhugnanlegasta við þá.“ Óteljandi spakmæli eru til um illsku, úr öllum áttum. Mögulega átti heimspekingurinn Friedrich Nietzsche kollgátuna þegar hann fullyrti að maðurinn væri einfald- lega grimmasta skepnan á jörðinni. Bandaríski rithöfundurinn John Bradshaw segir það einkenna „góða manneskju“ að hún þekki sín takmörk. Hún þekki styrk sinn en líka „skuggann“, það er veikleik- ana. „Hún skilur með öðrum orð- um að engin góðmennska er til án illsku. Góðmennska og illska eru í raun og veru það sama en við höf- um skipt þessu upp í okkar eigin vitund. Pólariserað það,“ segir Bradshaw. Popparar hafa vitaskuld skoðun á illsku, sem öðru. Eric Burdon, söngvari bresku rokkhljómsveit- arinnar Animals, sagði einhverju sinni að innra með okkur öllum væru fræ bæði illsku og góð- mennsku sem ættu í eilífri inn- byrðis baráttu. Og hvorugt þrifist án hins. Dugar ekki að líta undan Er þetta þá mögulega spurning um viðspyrnu? Eðlisfræðingurinn Al- bert Einstein sagði að heimurinn væri hættulegur staður; ekki vegna illskunnar heldur vegna fólksins sem lætur hana viðgangast. Keim- lík ummæli eru eignuð írska heim- spekingnum og stjórnmálamann- inum Edmund Burke. Bandaríski mannréttinda- frömuðurinn Martin Luther King, yngri, talaði á svipuðum nótum. Gekk meira að segja heldur lengra. Sagði alla sem horfa aðgerðalaust upp á illskuna bera eins mikla sök og þeir sem eiga beina aðild að henni. Það dugar því ekki að líta undan. Ekki er heldur allt sem sýnist við illskuna, alltént ef marka má ummæli bandaríska rithöfundarins Gregorys Maguires: „Fólk sem þykist vera illa innrætt er yfirleitt ekkert verra en við hin … Það er fólk sem þykist vera gott, eða á einhvern hátt betra en aðrir, sem við þurfum að vara okkur á.“ Stundum dulbýr illskan sig. „Illskan er ekki áberandi, hún deil- ir rúmi með okkur og snæðir við sama borð,“ sagði enska skáldið W.H. Auden. Franska skáldið Charles Baude- laire var sannfærður um að illskan væri áreynslulaus, hún væri af- sprengi örlaganna, en gæskan væri hins vegar af listrænum uppruna. Ef til vill er bara auðveldara að vera illur en góður. Það segir alla vega bandaríski handritshöfund- urinn Scott Alexander. „Það er auðvelt að deyja, tapa og svindla. Meðalmennskan er auðveld. Haldið ykkur frá því sem er auðvelt!“ Felst illskan ef til vill í þekking- unni? Ekki ef marka má hinn bráð- unga bandaríska rithöfund Vero- nicu Roth. „Þekking er máttur. Máttur til að breyta rangt … eða rétt. Mátturinn sem slíkur er ekki illur og þar af leiðandi þekkingin ekki heldur,“ segir hún. Kanadíska skáldkonan Margaret Atwood gengur enn lengra; leggur illsku til jafns við heimsku. Það er að segja þegar horft er til útkom- unnar. Góður ásetningur? Kannski er illska mannanna tilvilj- unum háð, alltént ef marka má bandaríska skáldið T.S. Eliot en hann var þeirrar skoðunar að það sem hefði slæmar afleiðingar í þessum heimi væri yfirleitt á ábyrgð manna með góðan ásetning. Enski furðusagnahöfundurinn Terry Pratchett var hins vegar á því að rótin lægi hjá okkur sjálf- um. „Illskan sprettur fram þegar við byrjum að umgangast fólk eins og hluti,“ sagði hann. Margir tengja illskuna við völd og bandaríski heimspekingurinn Eric Hoffer benti einmitt á, að illskan heillaði oft þá veiklyndu, eða þá sem minna mega sín, enda færði hún þeim vald og styrk. Svo eru það auðvitað pening- arnir. Í huga bandaríska rithöfund- arins Marks Twains var málið ekki flókið: „Peningar eru rót alls ills.“ Þær systur, illskan og sið- blindan, hafa lengi átt samleið og mörg helstu illmenni sögunnar hafa átt það sammerkt að iðrast ekki gjörða sinna. Jafnvel þótt tug- ir, þúsundir og jafnvel milljónir manna hafi legið í valnum af þeirra völdum. Siðblindir eiga sem kunn- ugt er vont með að setja sig í spor annarra og gera sér grein fyrir af- leiðingum gjörða sinna. Harmleikur eða tölfræði? Orð Jósefs Stalíns, leiðtoga Sov- étríkjanna, súmmera þetta ágæt- lega upp: „Eitt dauðsfall er harm- leikur, dauði einnar milljónar er tölfræði.“ Adolf Hitler, foringi nasista í Þýskalandi, óttaðist heldur ekki af- leiðingar sinna gjörða. „Við þurfum ekki að óttast dóm sögunnar. Ég meina, hver er að tala um útrým- ingu armensku þjóðarinnar í dag?“ sagði hann á sinni tíð. Samverkamaður hans, Adolf Eichmann, mælti að hildarleiknum loknum, það er Helförinni og seinni heimsstyrjöldinni: „Til að taka þetta saman verð ég að segja að ég iðrast einskis.“ Sumir töldu sig hreinlega vera að gera rétt, svo sem Pol Pot, leið- togi Kambódíu. „Ég vil að þið vitið að allt sem ég gerði var fyrir land mitt,“ sagði Pot en áætlað er að fjórðungur kambódísku þjóðarinnar hafi týnt lífi af hans völdum. Svo er það hatrið, það vill villa mönnum sýn. „Bandaríkjamenn eru hinn mikli Satan, særði snák- urinn,“ sagði Ayatollah Khomeini, æðstiklerkur í Íran. Og Robert Mugabe, forseti Simbabve, er ekki hrifinn af hvíta manninum. „Eini hvíti maðurinn sem þú getur treyst er dauður hvítur maður.“ Þá geta gjörðir auðvitað verið lausnamiðaðar. Eins og hjá fyrr- nefndum Stalín. „Dauðinn er lausn allra vandamála,“ sagði hann. „Enginn maður – enginn vandi.“ Kærleikurinn mun sigra Margir hafa reynt að rýna inn í huga raðmorðingja. Einn sá fræg- asti, Bandaríkjamaðurinn Ted Bundy sem myrti a.m.k. 35 konur, lýsti tilfinningunni sem hlýst af því að taka annað líf með þessum hætti: „Maður horfir í augun á fórnarlambinu meðan öndin yf- irgefur líkamann. Á því augnabliki er maður guð.“ Fyrir dómi sagði norski fjölda- morðinginn Anders Behring Brei- vik: „Ég gengst við gjörðum mín- um en ekki sektinni. Ég gerði þetta af nauðsyn.“ Margt af því sem hér hefur kom- ið fram er eflaust ekki uppörvandi. Enginn virðist búa að meðulum til að lækna illsku. Þó má hugga sig við orð spænska rithöfundarins Miguels de Cervantes: „Hvorki gæska né illska duga að eilífu; hafi illskan ráðið ríkjum lengi hlýtur að styttast í gæskuna.“ Alltaf má líka leita til indverska friðarsinnans Mahatmas Gandhis. „Þegar ég örvænti,“ sagði hann, „minnist ég þess að í gegnum sög- una hafa sannleikurinn og kærleik- urinn alltaf farið með sigur af hólmi. Uppi hafa verið harðstjórar og morðingjar, sem um tíma hafa virst ósigrandi, en á endanum bíða þeir ætíð lægri hluti. Munið það – ætíð.“ Adolf Hitler Jeffrey Dahmer Jósef Stalín Ted Bundy Pol PotAnders B. Breivik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.