Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2015, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2015, Blaðsíða 46
F áum sem leið eiga hjá myndi detta í hug að reisulegu hvítu húsin við þjóðveginn á miðri Sval- barðsströnd, Eyjafirði, væru í raun listasafn á heims- mælikvarða. Nú eru tuttugu ár lið- in síðan Safnasafnið var stofnað og hefur það safnað um 5.500 liste- verkum á þeim tíma, en það eign- aðist nýlega fjölmörg verk eftir Þórð heitinn Valdimarsson, sem einnig var þekktur sem Kíkó Korr- író. Í Safnasafninu eru verk eftir hátt í 240 myndlistarmenn, þar af eftir um 100 sem gengu mennta- veginn í myndlistinni. „Sérstaða Þórðar sem myndlist- armanns er rómantík, erótík og kómík sem fram kemur í verkum hans,“ segir Níels Hafstein, sem stofnaði safnið á sínum tíma ásamt Magnhildi Sigurðardóttur. „Ég hef fylgst með alþýðulist bæði í Evr- ópu og Ameríku og aldrei heyrt um annan eins fjölda verka í lík- ingu við þetta, þótt menn séu víða iðnir við sína list. Þetta eru líklega um hundrað og þrjátíu þúsund skissur og teikningar og fimmtán skúlptúrar úr járni, sem enginn hafði heyrt um áður,“ segir hann um verk Þórðar. Úr þeim 50 köss- um og möppum sem geyma verkin ætlar Níels að búa til innsetningu um ævistarf listamannsins, sem telst til nýjunga þegar alþýðulist er annars vegar. Þá er sumarsýning Safnasafns- ins í veglegri kantinum í ár, enda um stórafmælissýningu að ræða, og fjölmörgum myndlistarlista- mönnum bregður fyrir. „Þegar við stofnuðum safnið voru örfáir einstaklingar í landinu sem höfðu áhuga á að eiga alþýðu- list og söfnuðu henni. Þeir fáu voru ekki það öflugir að þeir gætu forðað frá glötun því sem við töld- um að væri í hættu,“ segir Níels um stofnun safnsins. Hann segir orðið „alþýðulist“ til aðgreiningar frá „nútímalist“ vera að falla úr gildi. „Við drögum smátt og smátt úr notkun orðsins, en almennt séð má segja að al- þýðulistamaður sé sá sem skapar myndlist án þess að vera til þess menntaður, þótt það sé ekki algilt, því margir fara í gegnum skóla án þess að glata einlægni sinni.“ Einnig megi færa rök fyrir því að alþýðulist sé staðbundin, á með- an nútímalist sé algildari og víð- feðmari. „Alþýðulistamaðurinn leit- ar gjarnan innblásturs í nærumhverfi sitt, í landið, fólkið í landinu, þjóðsögur, ýmis gömul minni og fleira. Nútímalistamað- urinn leitar hinsvegar hugmynda um allan heim og tekur sér stefnu í alþjóðlegan hugmyndaheim.“ Frjóir tímar en fjandsamlegir Níels var eins og áður sagði annar stofnenda Safnasafnsins, en til að rekja sögu þess til hlítar þarf að líta um öxl til ársins 1978, þegar Nýlistasafnið í Reykjavík var stofnað, en Níels var upphafs- maður að stofnun þess. „Á sínum tíma þegar við stofn- uðum Nýlistasafnið var það tillaga mín að við tækjum inn söfnun al- þýðulistar í skipulagsskrána til að gæta jafnræðis. Við settum upp nokkuð margar sýningar á alþýðu- list í Nýlistasafninu en það var bara tímaspursmál hvenær því þyrfti að hætta, vegna þess að það voru svo margir um hituna sem þurftu að sýna.“ Níels lýsir fyrstu árum Ný- listasafnsins sem frjóum tímum fyrir nútímalist en jafnframt fjand- samlegum. „Við þurftum að berjast fyrir viðurkenningu, því verkin okkar voru ekki keypt til Lista- safns Íslands og það var mjög erf- itt að fá sýningarsal. Allt sem var nýtt var litið hornauga. Þess vegna fannst mér við ekki geta útilokað alþýðulistamenn sem áttu engan bakhjarl. Það var okkar að berjast fyrir þetta fólk líka.“ Komu til að fussa og sveia Í árdögum sínum var Nýlistasafnið til húsa í Mjölnisholti, þar sem leigt var herbergi undir safneign- ina. Þegar safnið opnaði fyrst sýn- Sumarsýning Safnasafnsins í ár er í veglegri kantinum, en um er að ræða stórafmælissýningu þar sem margir alþýðu- og nútímalistamenn sýna verk sín. Hér hlýðir safngestur á hljóðverk á sýningunni. Níels Hafstein, annar stofnenda Safnasafnsins og upphafsmaður að stofnun Nýlistasafnsins í Reykjavík, hefur bætt dyggilega við íslenska safnaflóru. Tuttugu ár af íslenskri alþýðulist SAFNASAFNIÐ, SAFN ALÞÝÐULISTAR Á ÍSLANDI, FAGNAR TUTTUGU ÁRA AFMÆLI SÍNU Í ÁR. NÝLEGA BARST ÞVÍ STÆRÐARINNAR VIÐBÓT ÚR DÁNARBÚI ÞÓRÐAR VALDIMARSSONAR, SEM GEKK UNDIR LISTA- MANNSNAFNINU KÍKÓ KORRÍRÓ, EN SAFNEIGNIN HÝSTI ÞÁ UM 5.500 LISTAVERK. ÚR VERKUM ÞÓRÐAR HYGGST NÍELS HAFSTEIN, ANNAR STOFNENDA SAFNASAFNSINS OG HELSTI FORSPRAKKINN BAKVIÐ STOFNUN NÝLISTASAFNSINS Í REYKJAVÍK, GERA INNSETNINGU UM ÆVISTARF LISTAMANNSINS. HANN SEG- IR AÐ FJÖLMÖRG LISTAVERK HEFÐU GLATAST HEFÐI SAFNASAFNIÐ EKKI KOMIÐ TIL Á SÍNUM TÍMA. Matthías Tryggvi Haraldsson mth@mbl.is * Það var næstum eins og menn semmáluðu abstrakt hér um bil þrjátíuárum seinna en var gert í Evrópu hefðu litið á það sem endapunkt á listinni. Viðtal 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.6. 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.