Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2015, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2015, Blaðsíða 56
„Sólstafir glitra um sumardag, sælt er á grund og tindi, kvað Guð- mundur Ingi Kristjánsson en þótt þeir glitri víða um land er ekki sömu sögu að segja af suðvestur- horninu. Þar verða menn að láta sér nægja sólstafi innst í barmi, líkt og segir í sama kvæði.“ Hann var skáldlegur inngang- urinn að frétt um tíðarfarið í Morgunblaðinu á þessum degi 1995. Sólarleysi er greinilega göm- ul saga og ný. „Sólskinsstundir á höfuðborgar- svæðinu þegar eftir lifa þrír dagar af júní eru 99 samkvæmt upplýs- ingum Veðurstofu Íslands. Að vísu rofaði til annan í hvítasunnu og 6., 7., og 20. en til samanburðar má geta að samkvæmt 30 ára með- altali sólskinsstunda fyrir nefndan mánuð vantar 62 til að því sé náð og litlar líkur til að úr rætist áður en júní er allur,“ segir ennfremur. Maí var öllu betri sólþyrstum fyrir tuttugu árum en þá brosti sólin við borgarbúum í 216 klukku- stundir. Meðalfjöldi sólskins- stunda fyrir maí var 192. Heldur hresstist fréttin undir lokin: „Ekki er útilokað að úr ræt- ist því hæðarhryggur vestur af landinu fer nú vaxandi.“ GAMLA FRÉTTIN Hvar var sólin? Sólbekkir sundstaðanna á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið mikið not- aðir í júnímánuði, sagði í myndartexta í Morgunblaðinu fyrir tuttugu árum. Morgunblaðið/Þorkell SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 2015 Kjalarnesdagar hófust síðastliðinn miðvikudag og ná hámarki nú um helgina. Um er að ræða árlega hátíð íbúa á Kjalarnesi og verður dagskrá með fjölbreyttasta móti í dag, laug- ardag. Dagurinn hefst á víðavangs- hlaupi UMFK kl. 11 og kl. 13 verður skrúðganga frá róluvellinum í Grundahverfi að félagsheimilinu Fólkvangi. Samhliða verður efnt til furðuhöfuðfatakeppni. Búist er við harðri keppni. Í tilefni af Kjalarnesdögum var efnt til ljósmyndakeppni og verða úrslit kunngjörð í Fólkvangi upp úr kl. 14 í dag. Einnig verður boðið upp á tónlistaratriði, Íris og Raggi syngja og spila og einnig Helmuth og Petra María. Þá er von á heim- sókn frá strákunum í skemmtiþætt- inum Áttunni, sem sýndur er á mbl.is. Fastlega má búast við því að þeir hlaði í „Sumartímann“ og fleiri slagara. Utandyra verður hægt að skella sér á hestbak og keppa í kassabíl- aralli, auk þess sem leiktæki verða fyrir börnin. Um kvöldið fara UMFK-leikarnir fram á róluvellinum og þar verður einnig efnt til hópgrills. Kveikt verð- ur í bálkesti og trúbador leikur og syngur meðan kraftar endast. Sjóþema verður á sunnudeginum og hefst dagskrá með sjósundskynn- ingu við Klébergslaug kl. 13. Hálf- tíma síðar verður farið í sjósund. Milli kl. 17 og 19 verður svo kajak- kennsla. Frá Kjalar- nesdögum á síðasta ári. Ljósmynd/Magnús Ingi Magnússon KJALARNESDAGAR UM HELGINA Sjósund, söngur og furðuhöfuðfatakeppni ÞRÍFARAR VIKUNNAR Humpty Dumpty barnagæla Dr. Gunni tónlistarmaður Ármann Guðmundsson tónlistarmaður Kíktu við og njó ttu þess að skoða úrvalið h já okkur Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Tonon Concept stóll Hönnuður Martin Ballendat Verð með viðarfótum kr. 79.900 stk. Fást einnig með stálfótum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.