Fréttablaðið - 15.07.2015, Side 46

Fréttablaðið - 15.07.2015, Side 46
15. júlí 2015 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 30 BESTI BITINN SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hjalti Egilsson hjalti@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir svansi@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Ákveðið hefur verið að hætta notk- un bekkjabíla á Þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum þetta árið. Það er óhætt að segja að þessi ákvörðun hryggi marga aðdáend- ur hátíðarinnar enda telja flestir bekkjabílana hafa verið mikilvæg- an part af upplifuninni sem fylgir Þjóðhátíð. Hildur Jóhannsdóttir Eyjameyja ákvað að taka málin í sínar hend- ur og byrjaði með undirskriftalista þar sem brotthvarfi bekkjabílanna er mótmælt. „Við fáum ekki leyfi frá lögreglu- stjóranum fyrir að hafa bílana hérna þar sem þetta eru vöruflutn- ingabílar sem eru ekki ætlaðir fyrir fólksflutning. Málið er að það eru ekki til nein lög um bekkjabílana og það er enginn vilji fyrir því að keyra neitt í gegn sem gæti veitt okkur undanþágu fyrir að starfrækja þá þessa einu helgi á ári. Það hafa nú þegar verið settar hraðatakmark- anir og fjöldatakmarkanir á bílana til þess að gæta að öryggi farþega. Þetta er mikið óréttlæti fyrir okkur sem höldum upp á Þjóðhátíð en við höfum heyrt að það verði bekkja- bílar á Akureyri um verslunar- mannahelgina og svo eru hjólabílar í Reykjavík,“ segir Hildur en hún starfar sem sjálfboðaliði á Þjóðhá- tíð ár hvert. Páley Borgþórsdóttir, lögreglu- stjóri í Vestmannaeyjum, segir lítið við þessu að gera en að það hafi legið fyrir í mörg ár að bekkjabíl- ar yrðu ekki notaðir til fólksflutn- inga til frambúðar. Aðspurð hvort hægt sé að breyta þessu með lögum eða reglugerðum segir Páley að það þurfi löggjafann til þess að breyta lögum og ráðherra til að breyta reglugerð. „Það gilda lög um fólks- flutninga sem eru frá 2001 og reglu- gerð frá 2002. Samkvæmt þeim þarf að sækja um rekstrarleyfi hjá Sam- göngustofu til þess að mega aka far- þegum en mér vitanlega hefur það ekki verið gert. Þessi farartæki eru ekki ætluð til fólksflutninga og þess vegna teljum við að strætisvagn sé talsvert öruggari kostur. Mér skilst að slíkur vagn taki 90 manns en bekkjabíll 35 manns. Fyrirhugað er að vera með fjóra strætisvagna en í fyrra voru aðeins þrír bekkjabílar sem önnuðu engan veginn flutnings- þörfinni. Það eru líka fleiri kostir við strætisvagnana, þeir eru lægri svo aðgengi fyrir fatlaða er betra og það sama má segja um fólk með barnavagna og aðra farþega. Þessi breyting verður vonandi til þess að auka þjónustu við gesti hátíðarinnar með öryggið í fyrirrúmi. Það er auð- vitað einhver eftirsjá í rómantíkinni við bekkjabílana en við erum aðeins að framfylgja lögum.“ Þjóðhátíðarnefnd harmar að það sé komið að endalokum bekkjabíls- ins og segir að viðbrögðin við und- irskriftasöfnuninni hafi ekki komið á óvart. „Vestmannaeyingum er annt um bekkjabílana og þá hefð sem er í kringum þá. Þeir hafa þó verið full- reyndir og staðreyndin er sú að bekkjabílarnir anna alls ekki eftir- spurninni og þess vegna er ljóst að það þarf að leita á ný mið. Annars er vert að taka fram að við komum ekki nálægt þessari ákvörðun en hún fellur undir embætti lögreglu- stjórans,“ segir Hörður Orri Grett- isson sem situr í þjóðhátíðarnefnd. gunnhildur@frettabladid.is Berjast fyrir bekkja- bílunum á Þjóðhátíð Margir eru sárir yfi r því að þessi gamla hefð, sem má rekja aft ur til ársins 1930, sé að leggjast af. Settur hefur verið í gang undirskrift alisti þar sem þessari ákvörðun er mótmælt og á aðeins einum degi höfðu 1.300 skrifað undir. Það verða fjórir strætisvagnar en bekkjabílarnir í fyrra voru aðeins tveir og það annaði engan veginn eftirspurn. Strætis vagnarnir eru líka lægri svo að það er aðgengi fyrir fatlaða og barnavagna. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum SKIPT ÚT FYRIR STRÆTÓ Bekkjabílarnir eru ómissandi partur af hátíðinni og mikil óánægja vegna þessa. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON – fyrir lifandi heimili – R e y k j a v í k o g A k u r e y r i E I T T S Í M A N Ú M E R 5 5 8 1 1 0 0 w w w . h u s g a g n a h o l l i n . i s NÝTT TWIST ÓTRÚLEGA ÞÆGILEGUR TWIST hægindastóll Tilboð: 59.990 Fullt verð: 69.990 TWIST skemill Tilboð: 24.990 Fullt verð: 29.990 ASTRO hægindastóll, Dökkgrár, kakí, appelsínugulur og dökkrauður. Verð: 59.990. Tilboðsverð: 49.990. ASTRO NÝTT Í HÖLLINNI Farið er fögrum orðum um tónlist- arhátíðina Secret Solstice í banda- ríska miðlinum The Huffington Post. Blaðamaðurinn Shawn Forno, sem skrifar greinina, spyr sig að því hvort hátíðin sé mögulega næsta stóra tónlistarhátíðin í Evrópu. Þrátt fyrir flugþreytu, svefnleysi og dýra pitsu bauð hátíðin nánast upp á allt það sem Forno leitaði eftir. Tveimur íslenskum flytjendum er sérstaklega hrósað, GusGus og Mána Orrasyni. Þá var dönsku söng- konunni MØ hrósað, ásamt hinum bandarísku Charles Bradley söngv- ara og gítarleikaranum Ledfoot. Hins vegar fá þungavigtarlistamenn á borð við Busta Rhymes og Kelis ekki góða dóma hjá honum. Forno segir þessa þriggja daga hátíð í miðnætursólinni, hina íslensku dulúð og sviðsnöfnin sem koma úr íslenskri sögu gera hátíð- ina ólíka öðrum hátíðum. Ekki spilli fyrir hve auðvelt sé að ferðast til landsins frá Bandaríkjunum, tvö íslensk flugfélög með áætlunarflug vestur um haf. Það helsta sem angraði banda- ríska blaðamanninn var af tónlist- arlegum toga. Sviðin voru of nálægt hvort öðru sem varð til þess að tón- list af öðru sviðinu gat truflað tón- listina á hinu. Þar tekur hann dæmi um að gítarleikarinn Ledfoot þurfti að keppa við teknótakta af næsta sviði og að dagskráin að degi til mætti vera betri. Forno tekur fram að tónlistin hafi þó verið góð en að hátíðin geti stækkað til muna, sérstaklega ef aðstandendur hennar yrðu frjórri í að velja tónlistarmenn, bæði fjöl- breyttari innlenda listamenn og erlenda. - glp Telur Secret Solstice geta orðið risastóra Hátíðin fær góða umfj öllun í The Huffi ngton Post. GusGus og Mána Orrasyni er sérstaklega hrósað. LOFAR GÓÐU Tónlistarhátíðin Secret Solstice gæti stækkað mikið að mati The Huffington Post. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARÍNÓ „Gló. Eða er það ekki skyndibitastað- ur? Hollt og gott. Pestóið sem þau bera stundum fram með réttunum hjá sér er fáránlega gott.“ Anna Hafþórsdóttir, aðalleikkona Webcam 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :5 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 1 -A 2 9 C 1 7 5 1 -A 1 6 0 1 7 5 1 -A 0 2 4 1 7 5 1 -9 E E 8 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 4 8 s _ 1 4 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.