Fréttablaðið - 14.07.2015, Page 2

Fréttablaðið - 14.07.2015, Page 2
14. júlí 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Norðaustan 5-13 m/s í dag. Víða súld eða rigning, en styttir upp vestantil á landinu þegar kemur fram á daginn. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast suðvestanlands en kaldast á annesjum norðaustanlands. VIÐSKIPTI Viðskiptaráð fagnar áformum fjármála- og efnahags- ráðherra um að afnema alla tolla aðra en matartolla fyrir árið 2017. Ráðið hvetur stjórnvöld til að afnema tolla á matvælum sömu- leiðis. Í aðgerðunum felst skattalækk- un sem leiðir til lægra vöruverðs og aukins kaupmáttar. Samkvæmt áætlun ráðsins munu breytingarn- ar draga úr útgjöldum meðalheim- ilis um 30 þúsund krónur á ári. Viðskiptaráð benti nýlega á stórauknar skatttekjur ríkissjóðs en þær hækkuðu um 59 milljarða árið 2014. Það er því fagnaðarefni að stjórnvöld skili hluta þessara viðbótartekna til baka í formi skattalækkana sem leiða bæði til aukinnar samkeppni og lægra vöruverðs. Neytendur munu njóta lægra verðs og fjölbreyttara vöruúrvals um næstu áramót eftir afnám toll- anna. Neysluskattar munu lækka um um 1,8 milljarða vegna þeirra aðgerða. Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að afnema jafnframt tolla á matvöru og samhliða því umbreyta styrkjafyrirkomulagi landbúnað- arins. Samkvæmt áætlun ráðsins myndi afnám tolla á matvæli skila meðalheimili um 76 þúsund króna sparnaði til viðbótar við þær 30 þúsund krónur sem sparast við afnám tolla á aðrar vörur. - ngy Áætlun Viðskiptaráðs sýnir að afnám tolla muni draga úr útgjöldum meðalheimilis um 30 þúsund krónur á ári: Vilja að matvælatollar hverfi einnig á braut VERSLUN Viðskiptaráð hvetur stjórn- völd til að afnema tolla á matvöru. FRAKKLAND Bastilludagurinn, þjóðhátíðardagur Frakka, er haldinn hátíðlegur í dag víða um Frakkland. Á Bastilludeginum fer fram elsta hersýning í Evrópu en hersveit- ir franska hersins, auk bandamanna Frakklands, ganga í dag fylktu liði um breiðgötuna Champs-Élysées í París. Hersýningin hefur verið haldin árlega í París frá árinu 1880 að undanskildum árunum 1940 til 1944 þegar Frakkland var hernumið af Þýskalandi. Á þeim árum fór hersýningin fram í Lundúnum undir handleiðslu de Gaulle hershöfð- ingja. Fjöldi hermanna var við æfingar fyrir hátíðarhöldin í gær en dagur- inn í dag markar upphaf frönsku byltingarinnar þegar byltingarmenn hertóku Bastillufangelsið í París árið 1789 til að komast yfir skotvopn og byssupúður. - srs Frakkar fagna þjóðhátíðardegi sínum víða um landið í dag: 226 ár frá áhlaupinu á Bastilluna SKÓGARHÖGGSBRAGUR Fúlskeggjaður liðsmaður frönsku útlendingaherdeildar- innar tekur þátt í æfingu fyrir þjóðhátíðardaginn í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP DÓMSMÁL Héraðsdómur Vestur- lands hefur dæmt Ingibjart G. Richter í hálfs árs fangelsi fyrir að hafa í vörslu sinni 106 grömm af amfetamíni. Efnin fundust við húsleit heima hjá Ingibjarti og talið er að út frá styrkleika efnanna hefði verið hægt að útbúa 227 grömm af efn- inu fyrir götusölu. Ingibjartur sagði að efnin hefðu verið til eigin nota en ekki til sölu og dreifingar líkt og fram kom í ákæru. - ih Tekinn með amfetamín: Dæmdur í hálfs árs fangelsi DÓMSMÁL Sautján ára hollensk stúlka sem sat í gæsluvarðhaldi í Kópavogsfangelsi ásamt móður sinni vegna fíkniefnasmygls er farin heim til Hollands. „Faðir hennar kom að sækja hana til Íslands,“ segir Kristín Þyrí Þor- steinsdóttir, félagsmálastjóri Sand- gerðisbæjar, sem fylgdi stúlkunni eftir í gæsluvarðhald eftir að lagt var hald á tæplega tuttugu kíló af fíkniefnum í farangri mæðgnanna í byrjun apríl. Um er að ræða eitt stærsta fíkni- efnamál hér á landi í lengri tíma. Stúlkan sat í gæsluvarðhaldi frá 3. til 20. apríl en þá var hún sett í far- bann. „Ég fylgdi henni eftir í gæslu- varðhald sem fulltrúi barnavernd- arnefndar Sandgerðis og var með henni til þess að gæta réttinda hennar því lögreglan gætir hags- muna ríkisins,“ segir Kristín. Hún bætir við að í Barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna sé mælst til þess að börn sitji ekki í fangelsi með fullorðnum. „Stelpan sýndi skýr- an vilja til að fylgja móður sinni og vistast í fangelsi. Við þurftum að skera úr um það hvort hún ætti að fylgja móður sinni eða vistast á Stuðlum sem hefði verið hitt úrræð- ið. Við færðum rök fyrir því að hún færi með móður sinni.“ Tálbeituaðgerð var beitt eftir handtöku þeirra mæðgna sem leiddi til þess að íslenskur maður var handtekinn á herbergi á Hótel Fróni í Reykjavík. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald en var látinn laus tveimur vikum síðar. Móðir stúlkunnar er enn í gæsluvarðhaldi. „Það er vegna rannsóknarhagsmuna og öryggis- Hollenska stúlkan far- in heim til föður síns Sautján ára hollensk stúlka sem sat í gæsluvarðhaldi hér á landi ásamt móður sinni vegna fíkniefnasmygls er farin heim til Hollands. Mæðgurnar voru teknar með tæp- lega tuttugu kíló af fíkniefnum. Barnaverndaryfirvöld gættu hagsmuna stúlkunnar. KEFLAVÍK Um er að ræða eitt stærsta fíkni- efnamálið hér á landi í lengri tíma. ➜ Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvenær aðalmeðferð fer fram. ins vegna. Þarna eru gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir í húfi og öruggara fyrir hana að vera í fang- elsi,“ segir Guðmundur og bætir við að stúlkan hafi ekki verið ákærð því það þótti ekki líklegt til sakfell- is. „Það var svo margt sem benti til þess að hún hefði ekki vitað af efn- unum,“ segir Guðmundur. „Eftir að stúlkan var sett í far- bann fór hún í vistun á vegum barnaverndaryfirvalda. Við fund- um fyrir hana fjölskyldu og fylgd- um henni eftir með sálfélagslegum stuðningi og umgengni við móður sína,“ segir Kristín og bætir að stúlkan hafi verið í áfalli og þurft faglega aðstoð. Íslensk barnaverndaryfirvöld voru í góðu sambandi við föður stúlkunnar og barnaverndaryfir- völd í Hollandi á meðan stúlkan var á Íslandi. „Barnavernd í Hollandi kannaði aðstæður hjá föður hennar og sendi okkur staðfestingu á því að það væri ekkert því til fyrirstöðu að barnið færi til hans.“ nadine@frettabladid.is F RÉ TT AB LA Ð IÐ /A N TO N B RI N K JEMEN Flugher Sádi-Arabíu felldi 21 óbreyttan borgara í loftárás- um á San’a, höfuðborg Jemens, í gærmorgun. Fimmtán hús hrundu við sprengingarnar. Tveir dagar eru síðan Sameinuðu þjóð- irnar tilkynntu um vopnahlé sem Sádi-Arabía virðir ekki. Herlið Sádi-Araba og banda- manna þeirra hefur varpað sprengjum á yfirráðasvæði fyrr- verandi forseta Jemens, Alis Abdulla Saleh, frá því í mars. - þea Borgarastyrjöld í Jemen: Felldu 21 í loft- árásum á San’a SVEITARSTJÓRNARMÁL Starfsmenn Fjölskylduþjón- ustu Hafnarfjarðar lýsa yfir þungum áhyggjum af breytingum á nýsamþykktu stjórnskipulagi Hafnar- fjarðar. Í ályktun frá starfsmönnum Fjöl- skylduþjónustunnar kemur fram að skipulagsbreytingar þjónust- unnar undanfarin fimm ár hafi þegar skilað betri þjónustu til bæjar búa og aukinni hagkvæmni. Í ljósi fyrri árangurs þjónust- unnar er nýju skipulagsbreyting- unum mótmælt harðlega. Fjórum starfsmönnum hefur verið vikið úr starfi, þrír færðir undir önnur svið og ekki fæst ráðið í afleysingastörf fyrir tvo starfsmenn sem eru í fæðingarorlofi. Starfsmenn fjölskyldusviðs telja að skipulags- breytingarnar séu illa ígrundaðar og að trúnaður á milli starfsmanna og stjórnenda bæjarins hafi beðið hnekki. Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og formaður fjölskylduráðs bæjar- ins, segir allar ábendingar vel þegnar. „Ég hef rætt við bæjarstjóra og sviðsstjóra Fjölskylduþjónust- unnar og þetta verður bara skoðað. Þau munu setj- ast niður með starfsfólkinu og það er í góðum far- vegi með að ræða málin betur.“ - srs Starfsmenn Félagsþjónustu Hafnarfjarðar telja breytingar illa ígrundaðar: Gagnrýna breytingar harðlega GUÐLAUG KRIST- JÁNSDÓTTIR HAFNARFJÖRÐUR Starfsmenn Fjölskylduþjónustunnar segja hagræðingu þegar hafa skilað sér. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VEÐUR SJÁ SÍÐU 16 VIKINGASUSHI ÆVINTÝRASIGLING Upplifðu gersemar Breiðafjarðar FERJAN BALDUR Bein leið til Vestfjarða FLATEY Eyjan þar sem tíminn stendur kyrr www.saeferdir.is sími 433 2254 ➜ Íslenski maðurinn og móðirin voru ákærð. ➜ Milliþinghald verður haldið í lok mánaðarins að sögn Huldu Maríu Stefánsdóttur saksóknara, sem sækir málið. ➜ Málið var þingfest þann 9. júlí síðastliðinn. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :5 9 F B 0 3 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 0 -F F A C 1 7 5 0 -F E 7 0 1 7 5 0 -F D 3 4 1 7 5 0 -F B F 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 3 2 s _ 1 3 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.