Fréttablaðið - 14.07.2015, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 14.07.2015, Blaðsíða 26
14. júlí 2015 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 22 Serena hefur unnið 21 stórmótstitil á ferlinum og er sú eina– af öllum tennisleik- urum– sem hefur unnið sex titla á þremur mismunandi risamótum. 21 visir.is Meira um leiki gærkvöldsins PEPSI DEILDIN 2015 STAÐAN FH 11 7 3 1 25-12 24 KR 11 7 2 2 19-10 23 Breiðablik 11 6 4 1 18-8 22 Valur 11 6 3 2 22-14 21 Fjölnir 11 5 2 4 15-14 17 Stjarnan 11 4 3 4 13-14 15 Fylkir 11 3 5 3 13-14 14 ÍA 11 3 3 5 13-17 12 Leiknir R. 11 2 4 5 12-16 10 Víkingur R. 11 2 3 6 13-20 9 ÍBV 11 2 2 7 11-22 8 Keflavík 11 1 2 8 11-24 5 NÆSTU LEIKIR Lau. 18. júlí: 16.00 Stjarnan - ÍA. Sun.19. júlí: 17.00 ÍBV - Fjölnir. 19.15 Víkingur - Keflavík. 20.00 FH - KR. Mán. 20. júlí: 19.15 Breiðablik - Fylkir. 20.00 Leiknir - Valur. Eiríkur Stefán Ásgeirsson eirikur@frettabladid.is Mörkin: 1-0 Oliver Sigurjónsson (38.), 2-0 Arnór Sveinn Aðalsteinsson (70.). BREIÐABLIK (4-3-3): Gunnleifur Gunnleifsson 7 - Arnór Sveinn Aðalsteinsson 7, Elfar Freyr Helgason 7, Damir Muminovic 7, Kristinn Jónsson 7 - *Oliver Sigurjónsson 7, Andri Rafn Yeoman 6, Atli Sigurjónsson 5 (93. Sólon Breki Leifsson -) - Davíð Kristján Ólafsson 4 (72. Olgeir Sigur- geirsson -), Höskuldur Gunnlaugsson 6 (86. Gísli Eyjólfsson -), Arnþór Ari Atlason 6. FJÖLNIR (4-4-2): Þórður Ingason 4 - Arnór Eyvar Ólafsson 5, Bergsveinn Ólafsson 6, Atli Már Þorbergsson 6, Viðar Ari Jónsson 5 - Aron Sigurðarson 6, Guðmundur Böðvar Guðjónsson 4 (76. Illugi Þór Gunnarsson -), Gunnar Már Guð- mundsson 5, Ragnar Leósson 4 (68. Birnir Snær Ingason 5) - Guðmundur Karl Guðmundsson 5 (58. Mark Charles Magee 4), Þórir Guðjónsson 5.. Skot (á mark): 6-14 (2-8) Horn: 2-5 Varin skot: Gunnleifur 8 - Þórir 0 2-0 Kópavogsvöllur Áhorf: 1235 Ívar Orri Kristjánss. (7) Mörkin: 0-1 Magnús Þórir Matthíasson (6.), 1-1 Kristján Páll Jónsson (30.). LEIKNIR (4-3-3): Arnar Freyr Ólafsson 6 - Eiríkur Ingi Magnússon 5, Óttar Bjarni Guðmundsson 6, Halldór Kristinn Halldórsson 6, Charley Fomen 5 - Brynjar Þór Hlöðversson 5 (69. Atli Arnarsson 5), Fannar Þór Arnarsson 5, Hilmar Árni Halldórsson 5 - Kristján Páll Jónsson 7, *Ólafur Hrannar Kristjánsson 7, Kolbeinn Kárason 5 (83. Elvar Páll Sigurðsson -). KEFLAVÍK (4-3-3): Sindri Kristinn Ólafsson 6 - Sindri Snær Magnússon 5, Unnar Már Unnarsson 6, Haraldur Freyr Guðmundsson 6, Alexander Magnússon 6 (67. Bojan Stefán Ljubicic 5) - Hólmar Örn Rúnarsson 5 (46. Leonard Sigurðsson 5), Frans Elvarsson 5, Magnús Þórir Matthíasson 5 - Daníel Gylfason 5, Samuel Jimenez Hernandez 7, Sigurbergur Elísson 5. Skot (á mark): 10-8 (5-3) Horn: 6-6 Varin skot: Arnar Freyr 1 - Sindri Kristinn 3 1-1 Leiknisvöllur Áhorf: Óuppgefið Pétur Guðmundss. (5) TENNIS Þegar Serena Williams fagn- aði öruggum sigri á andstæðingi sínum í úrslitaleik einliðaleiks kvenna á Wimbledon- mótinu í tennis á laugardag sá hún til þess – og ekki í fyrsta sinn – að hennar verður minnst sem einnar allra bestu tenniskonu sögunnar. Ef ekki þeirrar allra bestu. Hún er nú ríkjandi meistari allra fjögurra stórmótanna í tennis. Það hefur enginn karl eða kona afrekað síðan hún gerði það sjálf fyrir tólf árum. Afrekið ber nú nafn henn- ar – Serena-slemman. Því má svo bæta við að hún er ríkjandi Ólympíumeistari í tenn- is, ríkjandi meistari á Atvinnumannamóta- röðinni og vitanlega efst á styrkleikalista Alþjóðatennissambandsins. Ef hún vinnur Opna bandaríska meist- aramótið í september þá mun hún leika eftir afrek Steffi Graf frá 1988 er sú þýska varð fyrsta konan til að vinna Almanaksal- slemmuna (e. Calendar Grand Slam) – vinna öll risamótin á sama árinu. Aðeins einn karl- maður hefur gert það – Ástralinn Rod Laver árið 1969. „Fyrst mér tókst að ná Serenu-slemm- unni þá líður mér ágætlega að stefna á alslemmuna,“ sagði Serena eftir sigur- inn um helgina. Í aðdraganda úrslitaleiks- ins mátti hún ekki heyra minnst á Serenu- slemmuna. S-orðið var það kallað, líkt og það myndi færa henni ógæfu að segja það upphátt. Til að auka enn á mikilvægið þá mun Serena með næsta titli jafna árangur Graf sem vann 22 stórmót á ferlinum. Serena hefur sem sagt unnið 21 stórmót en sú eina sem hefur unnið fleiri er Ástralinn Marg- aret Court sem vann flesta af sínum 24 titl- um áður en atvinnumenn máttu taka þátt í stórmótunum fjórum. Það var ekki leyfilegt fyrr en árið 1968 en þá urðu öll mótin „opin“ eins og heiti þeirra bera með sér. Þess má geta að Serena hefur unnið Opna bandaríska meistaramótið þrjú ár í röð. Hún vann það fyrst árið 1999 – sautján ára gömul. Verður betri með árunum Afrekalisti Serenu Williams er mun lengri og margþættari. Það myndi fylla þessa síðu og miklu fleiri að gera þeim öllum almenni- lega skil. En eitt þeirra er að hún er nú elsti sigurvegari á stórmóti í tennis síðan „opna“ tímabilið hófst. Roger Federer átti mögu- leika á að bæta met hennar á sunnudag en hann tapaði sínum úrslitaleik í karlaflokki gegn Novak Djokovic. Sagan sýnir að tenniskappar eftir þrítugt eiga erfitt með að halda í við sér yngri kepp- endur. Það hefur sárasjaldan gerst á und- anförnum árum að sigurvegarar stórmóta í tennis séu komnir yfir þrítugt. Sem dæmi má nefna að Roger Federer, sem hefur unnið sautján stórmót – flest allra karla frá upp- hafi – hefur unnið einn titil eftir að hann hélt upp á þrítugsafmælið sitt árið 2011. Serena Williams hefur unnið átta af 21 titli sínum eftir að hún varð þrítug. „Mér líður alls ekki eins og ég sé gömul. Þvert á móti finnst mér að ég sé enn nokkuð ung. Tæknin er að breytast og með nýjum æfingaaðferðum og öllu slíku er ferill íþróttafólks að lengjast,“ sagði hún. Lokaði sig frá umheiminum Serena hefur orðið fyrir mótlæti á ferli sínum. Nægir að nefna fjölda meiðsla sem hafa gert henni erfitt fyrir. En í ævisögu sinni játaði hún að árið 2006 hefði hún þjáðst af þunglyndi og lokað sig af frá umheimin- um svo dögum skipti. Systur hennar þurftu að grípa í taumana og það var ekki fyrr en að hún leitaði sér hjálpar fagfólks að hún náði bata. Hún keppti ekki í hálft ár og féll niður í 139. sæti heimslistans. Hún hóf árið 2007 með því að vinna Opna ástralska meistaramótið þrátt fyrir harka- lega gagnrýni á frammistöðu hennar og jafnvel holdafar. Hún þaggaði niður í hverj- um gagnrýnandanum á fætur öðrum með því að koma sér alla leið í úrslitaleikinn þar sem hún vann Mariu Sharapova, þrátt fyrir að hafa verið í 81. sæti heimslistans fyrir mótið. Á næstu fjórum árum vann hún fimm stórmót og kom sér aftur í efsta sæti heims- listans. Fleiri áföll áttu eftir að dynja yfir en sumarið 2010 steig hún á glerbrot á veitinga- stað í Þýskalandi og keppti ekki aftur það sem eftir lifði árs. Ofan á það bættust erfið veikindi og þegar hún keppti loksins aftur var liðið tæpt ár frá síðasta móti hennar. Síðan þá hefur uppgangurinn verið mikill og er staðan í dag sú að hún er einfaldlega langbesta tenniskona heims, 33 ára gömul. Betri en Jordan og Messi Pistlahöfundar beggja vegna Atlantshafs- ins hafa keppst um að hlaða Serenu lofi eftir sigurinn um helgina og Bandaríkja- maðurinn Bryan Armen Graham segir í pistli sínum í breska blaðinu The Guardi- an að þrátt fyrir öll sín afrek þurfi Serena enn í dag að synda gegn straumnum. Hún sé þeldökk kona, af fjölskyldu Votta Jehóva í íþrótt þar sem langflestir innan hennar og utan eru hvítir á hörund. Hann gengur svo langt að fullyrða að Serena Williams sé ekki lengur í sama flokki og yfirburðaíþróttamenn eins og Michael Jordan, Wayne Gretzky og Lionel Messi. Hún sé í flokki með Muhammed Ali og Jackie Robinson – þeldökkum íþrótta- mönnum sem njóta sérstöðu í bandarískri sögu og þjóðfélagi fyrir áhrif sín innan sinn- ar íþróttar og utan. Fáir, ef nokkrir, íþróttamenn hafa haft jafn mikla yfirburði í sinni íþrótt og hún hefur haft í tæpa tvo áratugi. Serena Willi- ams er enn að endurskrifa sögubækurnar og síðasti kaflinn hefur ekki enn verið rit- aður. Íþróttakona í allra hæsta gæðafl okki Afrek Wimbledon-meistarans Serenu Williams í tennis þykir stórkostlegt. Hinn 33 ára gamla Williams á einstakan keppnisferil að baki og er fyrir löngu búin að skrá sig á spjöld sögunnar. Hún er einn merkasti íþróttamaður samtímans og er ekki hætt. BROSMILD Serena fagnar sínum fyrsta sigri á Wimbledon síðan 2012. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FÓTBOLTI Berglind Björg Þorvalds- dóttir hefur verið í miklu markastuði að undanförnu en hún hefur skorað í fjórum leikjum Fylkis í röð. Hún byrjaði á því að skora þrennu í 4-0 sigri á Aftureldingu 29. júní og endurtók svo leikinn í bikarleik gegn Grindavík þremur dögum seinna. Berglind skoraði svo eitt mark í 1-3 sigri Fylkis á KR í deildinni 7. júlí og þremur dögum síðar gerði hún tvö mörk í 0-4 sigri á Þrótti. Alls gera þetta níu mörk á aðeins tólf dögum. „Það er komið bullandi sjálfstraust í liðið og við erum að spila mjög vel saman. Það er að skila þessum mörkum,“ sagði Berglind um mark- heppni sína í undanförnum leikjum. Hún skipti yfir í Fylki frá Breiðabliki fyrir tímabilið og er ánægð með lífið í Árbænum. „Þetta hefur verið mjög skemmti- legt. Það er mikil stemning í Fylki og góður andi í hópnum,“ sagði Berglind sem glímdi við erfið meiðsli aftan í læri í fyrra. Fylkiskonur geta unnið sinn fimmta leik í röð í kvöld þegar þær sækja Selfoss heim. Leikurinn leggst vel í Berglindi: „Við unnum Selfoss í fyrstu umferðinni og þekkjum vel til þeirra. Við þurfum að spila vel og vera harðar og þá eigum við góða möguleika.“ - iþs Berglind með níu mörk á tólf dögum Í STUÐI Berglind er næstmarkahæst í Pepsi-deildinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MMA Sigurinn á Brandon Thatch á mögnuðu bardagakvöldi í Las Vegas á laugardaginn skilar Gunnari Nelson upp um fjögur sæti á styrk- leikalista UFC. Gunnar er nú kominn upp í 11. sætið á styrkleikalista UFC í sínum þyngdarflokki sem er veltivigt. Í 10. sætinu er Rick Story, sem er sá eini sem hefur unnið sigur á Gunnari í greininni, og í því níunda er Stephen Thompson sem kemur nýr inn á listann. Thomp- son þessi gersigraði Jake Ellenberger á bardagakvöldi á vegum UFC á sunnudaginn en líklegt þykir að hann verði næsti mótherji Gunnars í Dublin í október. Írinn kjaftfori Conor McGregor, æfingafélagi Gunnars, er kominn upp í efsta sætið á styrkleikalistanum í fjaðurvigt- inni en hann bar sigurorð af Chad Mendes á UFC 189 á laugardaginn. - iþs Gunnar í 11. sætinu FYRSTA MARKINU FAGNAÐ Oliver Sigurjónsson fagnar marki sínu gegn Fjölni sem var jafnframt hans fyrsta í efstu deild á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SPORT 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :5 9 F B 0 3 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 0 -F F A C 1 7 5 0 -F E 7 0 1 7 5 0 -F D 3 4 1 7 5 0 -F B F 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 3 2 s _ 1 3 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.