Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2009, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2009, Blaðsíða 10
að miklu leyti framleiddar hér en hækkuðu þó um meira en helming í verði. Bændur búa þó við þá stað- reynd að aðföng til ræktunar, eins og til dæmis áburður, hafa hækkað mik- ið í verði. Laxinn lækkaði Eftir standa fimm vörur af fjórtán sem hækkuðu um meira en helm- ing, eða meira en um 50 prósent. Hrísgrjón hækkuðu um 83,5 pró- sent í verði og hveiti um 74 prósent. Þá hækkuðu bruður, sem eru korn- meti, um 72 prósent. Loks hækkaði molasykur og Coca Cola í stórri dós um helming, eða rétt rúmlega 50 prósent. Þrátt fyrir að matvara hafi að jafnaði hækkað um 30 prósent á síð- asta ári, hækkuðu ekki allar vöru- tegundir. Þannig lækkaði kílóverð á laxi um 14 prósent, eða úr 1.049 krónur í 903. Lambalæri með beini lækkaði um 10 prósent í verði og franskbrauð um 5 prósent. Kjöt og fiskur hækkaði lítið Almennt hækkaði kjöt- og fisk- meti ekki meira en um 10 prósent og kostaði nánast það sama í nóv- ember 2007 og í nóvember 2008. Á því eru þó nokkrar undantekning- ar. Þannig hækkaði slægð og haus- uð ýsa um 46 prósent, frystar rækjur um 36 prósent og frosinn kjúklingur um nær 27 prósent. Þegar þetta er tekið saman sést að kjöt og fiskur hækkaði minnst af allri matvöru í fyrra. Ávextir, græn- meti, kornmeti og annað meðlæti er hins vegar í mörgum tilvikum orðið hlutfallslega dýrara en áður. fimmtudagur 8. janúar 200810 Neytendur Dísilolía el d sn ey t i Grafarvogi verð á lítra 141,4 kr. verð á lítra 165,8 kr. Skeifunni verð á lítra 139,8 kr. verð á lítra 164,2 kr. Akranesi verð á lítra 141,1 kr. verð á lítra 165,8 kr. bensín Neskaupstað verð á lítra 137,7 kr. verð á lítra 162,1 kr. Barðastöðum verð á lítra 137,8 kr. verð á lítra 162,2 kr. Eyrarbakka verð á lítra 139,8 kr. verð á lítra 164,2 kr. Skógarseli verð á lítra 139,9 kr. verð á lítra 164,3 kr. umsjón: Baldur guðmundsson, baldur@dv.is / neytendur@dv.is Ávextir og grænmeti eru á meðal þeirra vöruflokka sem mest hækkuðu í verði á síðasta ári. Perur, epli og appelsínur hækkuðu yfir 100 prósent í verði samkvæmt Hagstofu Ís- lands. Matvara hækkaði að jafnaði um 30 prósent en kjöt- og fiskmeti hækkaði minnst í verði og er því hlutfallslega ódýrara en áður. Kjöt og fisKur hæKKa minnst Ávextir, grænmeti, hveiti og hrísgrjón eru þeir vöruflokkar sem mest hækk- uðu í verði á nýliðnu ári, samkvæmt vísitöluútreikningum Hagstofunn- ar. Þar sést að á tímabilinu nóvem- ber 2007 til nóvember 2008 hækkuðu fjórtán vörutegundir um meira en fimmtíu prósent í verði. Þetta miðast við meðalverð á landinu öllu. Perur hækkuðu um 161% Samkvæmt útreikningum Hagstof- unnar hækkaði matvara að jafnaði um 30,2 prósent í verði á áðurnefndu tímabili. Matarkarfan er því liðlega þriðjungi dýrari nú en hún var fyr- ir miðju ári. Ávextir og grænmeti eru áberandi þegar skoðað er hvaða verðflokkar hækkuðu mest í verði. Sú vörutegund sem langmest hækkaði í verði á tímabilinu nóv- ember 2007 til nóvember 2008 var perur. Kílóverð á perum hækaði úr 141 krónu í 342 og nam hækkunin því rúmlega 161 prósenti. Appelsín- ur og epli hækkuðu einnig meira en tvöfalt, eða um 105 prósent. Vínber hækkuðu um 70 prósent en banan- ar og rúsínur um rúmlega 50 pró- sent. Agúrkur upp um 70% Fjórtán vöruflokkar hækkuðu um meira en 50 prósent í verði á þessu eina ári. Þar af voru sex tegundir ávaxta og þrjár tegundir grænmet- is. Agúrkur voru sú grænmetisteg- und sem mest hækkaði í verði, eða um 70 prósent. Hvítkál hækkaði um 64 prósent og kartöflur hækkuðu um 57 prósent í verði. Heilt yfir hækkuðu innfluttar matvörur meira í verði en þær sem framleiddar eru hérlend- is. Gengishrun íslensku krónunnar skýrir það að einhverju leyti. Þó má nefna að afurðir eins og kartöflur eru Opið lENGur - hærrA vErð Neytendasamtökin benda á heimasíðu sinni á að lengri af- greiðslutími verslana þýði að vöruverð hækki en nýverið hóf Hagkaup að hafa opið allan sól- arhringinn í verslun sinni í Skeif- unni. „Neytendasamtökin minna á að aukinn kostnaður vegna langs afgreiðslutíma fer út í verð- lagið og ekki bara í þeirri verslun sem opin er heldur einnig í öðr- um útibúum keðjunnar þar sem vöruverð er það sama í öllum verslunum. Þetta á einnig við um aðrar sólarhringsverslanir, nema það sé lagt næturálag á vöruverð en erfitt er að framkvæma slíkt þar sem hilluverð á að gilda og ekki einfalt í framkvæmd. Biðjið um þANN BEStA Í samhengi við sólarhringsopnun verslana benda Neytendasam- tökin á að þeir starfsmenn sem best þekki til tæknilegra vara, eins og heimilistækja, húsgagna og tölvuvara séu jafnan í fríi á kvöldin og um helgar. Því geti reynst erfitt að fá greinargóðar upplýsingar um dýrari vörur á þessum tímum. „Því vilja Neyt- endasamtökin mæla með því að neytendur spyrji um þann starfs- mann sem þekkir best til og fái hjá honum leiðbeiningar og upp- lýsingar um vörur áður en gengið er frá kaupum.“ n Kona hafði samband og lastaði Rúmfatalag- erinn. Hún hafði ætlað að gefa í jólagjöf spegil en þegar hún mætti í verslunina var varan búin og henni bent á að fara í aðra verslun. Þar reyndist spegillinn 3.000 krónum dýrari. Þrátt fyrir að malda í móinn fékk hún því ekki breytt. nLofið fær Te og kaffi í Smáralind. Viðskiptavinur hafði samband og sagði þjónustuna þar til fyrir- myndar. Hann hafði keypt þar dýrindis kaffi þar sem viðmótið var hlýlegt og þjónustan til eftirbreytni. sEndið lof Eða last Á nEYtEndur@dV.is BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is „Fjórtán vöruflokk- ar hækkuðu um meira en 50 prósent í verði á þessu eina ári.“ ÞAÐ SeM MeSt hæKKAÐi Nóv. 2007 tiL Nóv. 2008: ÞAÐ SeM LæKKAÐi: Perur 161% epli 106% Appel- sínur 105% hrís- grjón 84% hveiti 74% vínber 73% Bruður 73% Agúrk- ur 70% hvít- kál 64% Kart- öflur 57% Rús- ínur 55% Mola- sykur 53% Ban- anar 53% Coca- Cola 50cl dós 52% Lax 14% Lamba- læri 11% Sykur- laust appel- sín 50cl flaska 1% Lamba- læris- sneiðar 1% Í Gallerý Kjöt Kjötið hefur lítið hækkað í verði undanfarið ár. MyND KRiStiNN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.