Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2009, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2009, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 8. janúar 2009 19 „Þetta er sjálfsvarnaríþrótt ættuð út frá því sem Bruce Lee startaði á sínum tíma og kallaði Scientific street fighting. Ég hef einmitt æft með annarri kynslóð af Bruce Lee nemendum og þessi íþrótt bygg- ist á rökhyggju í bardaga en ekki er gengið út frá stílum. Þetta geng- ur allt út á virkni í sjálfsvörn og það að æfingarnar virki í raunveruleik- anum. Formennskunni er haldið í lágmarki og við erum ekki í nein- um búningum eða slíku,“ segir Egill sem sjálfur hefur stundað bardaga- íþróttir frá barnsaldri. „Ég byrjaði í karate en hætti fljótlega því ég fann að það var ekki að virka fyrir mig. Eftir það fór ég í hnefaleika sem hentuðu mér betur.“ Æfingarnar sannreyndar Í Scientific Fighting öðlast fólk hvorki gráður né belti líkt og í öðr- um sjálfsvarnaríþróttum. „Ég er persónulega á móti öllu svoleiðis. Þetta er svo persónubundin íþrótt og maður þarf bara að halda sér vel við. Þessar gráður erum við ekkert að nota. Við höfum til dæmis feng- ið í heimsókn til okkar svartbelt- inga í karate og þeim hefur verið pakkað saman af strákum sem hafa verið í fjóra mánuði að æfa hjá mér. Þetta snýst fyrst og fremst um það að sannreyna hlutina og það skiptir svo miklu máli að fólk fái að hoppa svolítið út í djúpu laugina og synda aðeins en ekki vera bara að æfa sig í sundtökunum á bakkanum. Mað- ur vill sannreyna það sem maður er að æfa.“ Vantar stelpur í íþróttina Fólk á öllum aldri stundar Scent- ific fighting og viðurkennir Egill að hann væri sannarlega til í að fá fleiri stelpur í íþróttina. „Ég myndi vilja sjá fleiri stelpur í tímum. Þær eru ekki nógu duglegar að koma og eins og heimurinn er orðinn í dag er sérstaklega mikil þörf fyrir þær að læra sjálfsvörn. Ég skil ekki af hverju þær eru svona hræddar við að mæta. Þetta er nokkuð sem þær verða ekki sviknar af og þær fá alltaf að ganga úr skugga um að það sem þær eru að læra virkar,“ segir hann og skorar hér með á stelpurnar að mæta í Scientific Fighting til sín. enginn misnotað kunnáttuna Aðspurður hvort hann hafi aldrei lent í því að nemendur hans misnoti kunnáttu sína í bardagaíþróttinni er hann fljótur að svara neitandi. „Ég hef aldrei komist að því að einhver misnoti þetta. Ég fæ til mín þessa yndislegustu pilta og þegar þessir tarfar eins og ég kalla koma endast þeir svo stutt því þeir þola ekki að tapa á móti minni gæjum. Nánast undantekningalaust mæta þeir bara einu sinni og það eru kanski týpurn- ar sem færu að slást niðri í bæ og misnota kunnáttuna.“ kýlir niður egó ekki einstakling Egill minnist á það að ef fólk sé ekki nógu heilsteypt endist það stutt í Scientific Fighting. „Eins og Bruce Lee sagði sjálfur, maður er aldrei að kýla einstaklinginn heldur er mað- ur alltaf að kýla egóið þeirra og þeir sem eru ekki nógu heilsteyptir og ekki niðri á jörðinni endast mjög stutt. Þetta er nokkuð hart sport en allir strákarnir sem eru hjá mér núna eru svo ljúfir. Ég held satt best að segja að ef fólk vissi ekki hversu færir þeir væru í bardagaíþróttinni myndi það aldrei búast við því að þeir gætu verið svona harðir af sér. Við leggjum mikla áherslu á dreng- skap og góðan anda í hópnum.“ Fyrsta Scientific Fighting-nám- skeið ársins hófst síðastliðinn mánudag en æft er þrisvar í viku, mánudaga, miðvikudaga og föstu- daga. Hægt er að skrá sig og fá nánari upplýsingar á heimasíðu Heilsuakademíunnar, ha.is. krista@dv.is Í Heilsuakademíunni í Egilshöll er nú kennd sjálfsvarnar- íþrótt sem kallast Scientific Fighting. Kennari íþróttarinnar er Egill Örn Egilsson sem segir rökhyggjuna í fyrirrúmi í þessari tegund bardagaíþróttar. Byggist á kenningum Bruce lee Frumkvöðull Scientific Fighting á Íslandi Egill segir þessa tegund af bardagaíþrótt byggjast á rökhyggju en ekki stílum og vill fleiri stelpur í íþróttina. Nemendur sannreyna æfingarnar Í Scientific Fighting berst fólk og sannreynir æfingarnar í tilheyrandi hlífðarbúnaði. Upphafsmaður Scientific street fighting Scientific Fighting bardagaíþróttin byggist á því sem Bruce Lee byrjaði að stunda og kalla Scientific Street Fighting. Stafganga í laugardal stafg anga áhrif arík leið til lík amsr ækta r Stafgöngunámskeið hefjast 13. janúar n.k. guðný aradóttir, stafgönguþjálfi, sími: 616 85 95. Jóna H. BJarnadóttir, stafgönguþjálfi, sími: 694 35 71. ByrJendanámSkeið: Þriðjudaga & fimmtudaga, kl. 17:30. framHaldSHópur: Þriðjudaga & fimmtudaga, kl. 17:30. Skráning & nánari upplýSingar á: www.stafganga.is ROPE YOGA KATRÍN SIGURÐARDÓTTIR NÝ NÁMSKEIÐ HEFJAST 05. JAN. MORGUN, HÁDEGIS OG KVÖLDTÍMAR. LEIÐBEINANDI ER KATRÍN SIGURÐARDÓTTIR ROPEYOGA OG HATHAYOGAKENNARI. ROPE YOGA Í BAÐHÚSINU BRAUTARHOLTI 20 UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 821-1399 www.kata.is Byggð á tilfinningavinnu og slökunaröndun. Sjálfshjálparbók. Námskeið fyrir fagfólk og aðra. Þaulreynd og árangursrík sjálfstyrking! Sjá nánar www.baujan.is Sími 699 6934 Baujan, sjálfstyrking Nýr kostur í DV eru þjónustuauglýsingar. Það borgar sig að auglýsa í DV! ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR Hringdu í síma 515 5550 og byrjaðu strax í dag!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.