Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2009, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2009, Síða 24
fimmtudagur 8. janúar 200824 Ættfræði 60 ára í dag 30 ára n Wongjan Duangtapha Írabakka 28, Reykjavík n Maria Kathleen O Malong Silfurtúni 8, Garður n Mariusz Kalinowski Þingskálum 8, Hella n Kári Örn Úlfarsson Skeljagranda 5, Reykjavík n Oddur Hrannar Oddsson Austurgötu 6, Styk- kishólmur n Jóhannes Karl Sigursteinsson Hörðukór 3, Kópavogur n Grétar Páll Bjarnarson Arnarási 16, Garðabær n Arnar Páll Unnarsson Hjallabraut 21, Hafnar- fjörður n Bernharð Arnarson Auðbrekku 1, Akureyri n Andri Lindberg Karvelsson Álmskógum 11, Akranes n Hrefna Dóra Jóhannesdóttir Heimalind 3, Kópavogur n Katarzyna Tarach Ólafsvegi 30, Ólafsfjörður n Jóhann Björn Skúlason Huldubraut 11, Kópavogur n Ásmundur Gíslason Kambsvegi 23, Reykjavík 40 ára n Pedro Vazquez Precedo Grettisgötu 62, Reykjavík n Jerzy Pawel Kielbasa Smiðjuvegi 68, Kópavogur n Gunnar Svavar Friðriksson Fléttuvöllum 12, Hafnarfjörður n Unnsteinn Alfonsson Rauðalæk 11, Reykjavík n Ísleifur Árnason Tröllhólum 15, Selfoss n Björn Leifur Þórisson Hólatúni 12, Akureyri n Valgeir Páll Guðmundsson Laugarholti 3c, Húsavík n Ástríður Vala Gunnarsdóttir Miðfelli 3, Egilsstaðir n Steinar Helgason Sæviðarsundi 58, Reykjavík n Anna Snjólaug Eiríksdóttir Sandabraut 13, Akranes n Daníel Erlingsson Furuvöllum 15, Hafnarfjörður n Vilborg Þórarinsdóttir Bjarkarlundi 6, Akureyri 50 ára n Zbigniew Jan Puchala Oddabraut 15, Þorlákshöfn n Kristjana Harðardóttir Grundargerði 22, Reykjavík n Olga Magnúsdóttir Ósi 3, Akranes n Steindór Rúnar Ágústsson Hverfisgötu 66a, Reykjavík n Þorgrímur Þráinsson Tunguvegi 12, Reykjavík n Júlíus Pétur Ingólfsson Smáraflöt 5, Akranes n Helga Jónsdóttir Geitlandi 6, Reykjavík n Halldór Guðnason Sólheimum 23, Reykjavík n Helgi Erlendsson Fannafold 72, Reykjavík n Vilborg Jónsdóttir Blöndubakka 15, Reykjavík n Ólafur B Guðmannsson Ólafsgeisla 15, Reykjavík n Ólafur Rúnar Björnsson Jörundarholti 44, Akranes 60 ára n Magnús Gíslason Skipalóni 26, Hafnarfjörður n Benedikt Skarphéðinsson Frostaskjóli 87, Reykjavík n Eyþóra V Kristjánsdóttir Sautjándajúnítorgi 1, Garðabær n Helga Gylfadóttir Holtagerði 1, Kópavogur n Sigurður Styrmisson Reynilundi 4, Akureyri n André Bachmann Sigurðsson Hábergi 20, Reykjavík n Geirþrúður Sigurðardóttir Holtateigi 52, Akureyri n Marín Pétursdóttir Kaplaskjólsvegi 50, Reykjavík n Kristín Jónsdóttir Háteigi 6, Akranes n Ester Steindórsdóttir Skálateigi 3, Akureyri n Indriði Kristinsson Selvogsbraut 29, Þorlákshöfn n Magnús Sigurðsson Akurgerði 7, Vogar n Anna María Jónsdóttir Barðastöðum 51, Reykjavík n Anita L Þórarinsdóttir Hlíðarenda, Fosshóll n Björn Guðmundsson Strandgötu 81, Hafnar- fjörður n Peter Radovan Jan Vosicky Öldugötu 7, Reykjavík 70 ára n Lilja Þorleifsdóttir Blikahólum 2, Reykjavík n Sigurður Sigurðsson Ársölum 3, 0902, Kópavogur n Ásta Ólafsdóttir Miðengi 15, Selfoss 75 ára n Einar L Benediktsson Borgarheiði 25, Hveragerði n Guðjónína Sigurðardóttir Garðabraut 5, Akranes 80 ára n Haukur Hafliðason Prestastíg 9, Reykjavík n Jón Sigurður Eiríksson Fagranesi, Sauðárkrókur André BAchmAnn tónlistarmaður og vagnstjóri André fæddist í timuburhúsinu Steinhólum við Kleppsveg í Reykja- vík sem nú hefur verið flutt suður fyr- ir Straumsvík. Hann ólst síðan upp í Reykjavík og var í Laugarnesskóla. André hefur m.a. unnið við geðdeild Barnaspítalans, verið aðstoðarmað- ur sjúkraþjálfara við Borgarspítal- ann, unnið við auglýsinga- og mark- aðsdeild DB, DV og Vikunnar og við auglýsingadeild Tímans. Þá hefur hann verið vagnstjóri hjá SVR (síðar Strætó) frá 1992. André hefur spilað á trommur og sungið með ýmsum danshljómsveit- um frá 1972, s.s. Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar (Steina spil), Aríu, Hljómsveit André Bachmann og loks hljómsveitinni Gleðigjöfum sem enn leikur fyrir dansi en nefnist nú Hljómsveit Andra Bachmann. And- ré gaf út diskana Gleðigjafinn, And- ré Bachmann, Til þín, 1995, og Með kærri kveðju, 2007. Þá hefur hann verið að gefa út hljómdiska til styrkt- ar Barnaspítala Hringsins, Styrktar- félags vangefinna og Sjálfsbjargar – Landssambands. Auk þess hefur hann haldið jólahátíðir fyrir fatlaða árlega í tuttugu og sex ár. André skipulagði dægurlaga- keppnina Landslagið, skipulagði, ásamt Kiwanisklúbbnum Viðey styrktardansleik vegna sundlaug- arbyggingar fyrir fatlaða í Reykja- dal, skipulagði Kántrýhátíð, ásamt Magnúsi Kjartanssyni, á Hótel Sögu til styrktar Hallbirni í Kántrýbæ og gaf út fyrir tíu árum, ásamt Árna heitnum Scheving og Þorgeiri Ást- valdssyni, diskinn Maður lifandi, til styrktar þroskaheftum í tilefni fjöru- tíu ára afmælis Styrktarfélags vangef- inna. Hann hefur auk þess komið að ýmsum öðrum einstökum styrktar- málefnum í gegnum tíðina. Fjölskylda André kvæntist 26.7. 1975 Emilíu Ásgeirsdóttur, f. 18.6. 1951, ritara hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Hún er dóttir Ásgeirs Þórarinssonar, f. 4.9. 1924, d. 28.9. 1981, vörubílstjóra á Selfossi, og k.h., Margrétar Karls- dóttur, f. 28.7. 1931, húsmóður. Börn André og Emilíu eru Íris Eva Bachmann, f. 13.7. 1974, stuðn- ingsfulltrúi og nemi við KHÍ en börn hennar eru Emilía Ásgeirsdótt- ir og Ágústa Ýr Ásgeirsdóttir; Ás- geir Bachmann, f. 7.6. 1976, versl- unarstjóri í BYKO en kona hans er Guðrún Jóhannesdóttir og eru börn þeirra Anna Kolbrún, Andrea Rakel Bachmann og Benedikt Elí; André Bachmann, f. 12.5. 1987, nemi í múrverki en unnusta hans er Andr- ea Ágústsdóttir. Dóttir André frá fyrra hjónabandi er Sigríður Bachmann, f. 18.11. 1969, búsett í Garði en maður henn- ar er Matthías Magnússon útgerðar- tæknir og eru börn þeirra Magnús og Hulda. Systkini André eru Jakob Bach- mann, f. 31.10. 1952, feldskeri í Sví- þjóð; Sigurður Bachmann, f. 19.5. 1954, leigubílstjóri í Reykjavík; Dóra Sigurðardóttir, f. 11.5. 1956, hús- móðir í Reykjavík; Júlíus Heiðar Sigurðsson, f. 19.5. 1958, feldskeri í Reykjavík; Sigurbjörn Bachmann, f. 5.10. 1961, leigubílstjóri í Reykjavík; Jóhannes Bachmann, f. 4.4. 1963, rekstrarstjóri í Reykjavík; Kristín Sig- urðardóttir, f. 11.11. 1968, verslunar- maður í Reykjavík. Foreldrar André: Sigurður Bach- mann Árnason, f. 29.9. 1928, d. 2.6. 1988, umsjónarmaður Sjómanna- skólans í Reykjavík, og k.h., Hulda Valgerður Jakobsdóttir, f. 4.6. 1929, húsmóðir. Til hamingju með afmælið! Þorgrímur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp til sjö ára aldurs, í Kópavogi til tíu ára aldurs og í Ól- afsvík til tvítugs. Þá var hann á bernsku- og unglingsárum í sveit á sumrin á Staðastað á Snæfells- nesi hjá afa sínum og ömmu, séra Þorgrími V. Sigurðssyni og Ás- laugu Guðmundsdóttur. Þorgrím- ur lauk stúdentsprófi frá MR 1980 og stundaði frönskunám við Sorb- onne-háskóla í París 1983-84. Þorgrímur vann við Vöruflutn- ingamiðstöðina og hjá Flugleið- um til 1983, var bílstjóri hjá Frjálsu framtaki, síðar Fróða, til 1985, var blaðamaður þar frá 1985, ritstjóri Íþróttablaðsins 1986-97, var fram- kvæmdastjóri Tóbaksvarnanefndar 1996-2004 og starfar nú fyrir heil- brigðisráðuneytið og Lýðheilsu- stöð. Þorgrímur hefur skrifað tuttugu og þrjár bækur, flestar fyrir börn og unglinga. Þorgrímur hlaut verðlaun Skólamálaráðs Reykjavíkurborgar fyrir bestu frumsömdu barnabók- ina 1990, Menningarverðlaun Visa árið 1992, Íslensku barnabókaverð- launin 1997 fyrir söguna Margt býr í myrkrinu, og menningarverðlaun Reykjanesbæjar fyrir söguna Litla, rauða húsið, 2004. Þorgrímur lék knattspyrnu með Víkingi frá Ólafsvík til 1979 og með meistaraflokki Vals til 1990 og var fyrirliði síðustu fimm árin. Hann á hundrað sjötíu og níu leiki að baki í efstu deild og lék sautján sinn- um með íslenska landsliðinu. Þor- grímur varð Íslandsmeistari 1980, 1985 og 1987 og bikarmeistari 1988 og 1990. Þá varð hann bikarmeist- ari með FH í frjálsum íþróttum 1988. Hann var kjörinn besti leik- maður Vals 1982 og 1989 og Vals- maður ársins 1990. Þorgrímur hef- ur setið í stjórn Reykjavíkurdeildar Barnaheilla, Samtaka íþróttafrétta- manna og í Félagsskiptanefnd KSÍ, sat í stjórn meðferðarheimilisins Virkisins-Götusmiðjunnar, situr í stjórn Regnbogabarna og A-lands- liðsnefndar karla í knattspyrnu. Fjölskylda Þorgrímur kvæntist 7.7. 1990 Ragn- hildi Eiríksdóttur, f. 18.1. 1969, flugfreyju, klæðskera, förðunar- fræðingi og yogakennara. Hún er dóttir Eiríks Ellertssonar, löggilts rafverktaka frá Meðalfelli í Kjós, og k.h., Ólafíu Lárusdóttur, húsmóður frá Káranesi í Kjósarsýslu. Þau búa í Reykjavík. Börn Þorgríms og Ragnhildar eru Kristófer, f. 4.5. 1992; Kolfinna f. 2.9. 1996; Þorlákur Helgi, f. 1.9. 2000. Systkini Þorgríms eru Bryndís, f. 10.1. 1956, framkvæmdastjóri Far- skóla Norðurlands vestra, búsett á Sauðárkróki; Áslaug, f. 29.6. 1957, sjúkraliði í Garðabæ; Þorgerður, f. 20.3. 1961, hjúkrunarfræðingur í Garðabæ; Hermann, f. 20.7. 1968, hagfræðingur í Reykjavík. Foreldrar Þorgríms eru Þráinn Þorvaldsson, f. 2.7. 1934, múrara- meistari, og Soffía Margrét Þor- grímsdóttir, f. 24.10. 1933, kennari. Þorgrímur Þráinsson rithöfundur „Þetta er stóráfangi og leggst alveg temmilega vel í mig,“ segir Jóhannes Karl Sigurbjörnsson, eða Kalli eins og hann er kallaður, um það stórafmæli sem hann fagnar í dag en hann verð- ur þrítugur. Kalli grínast þó með það að því sem talan verður hærri vonast hann bara til þess að fólk taki ekki eftir því. „Ég lít enn út fyrir að vera 25 ára svo þetta sleppur enn þá,“ segir hann og hlær. Kalli starfar sem birtingastjóri á auglýsingastofunni Ennemm og ætl- ar sér ekki stóra hluti á sjálfan afmæl- isdaginn. Hann ætlar að geyma það þangað til á laugardaginn næsta. „Ég ætla að halda létta afmælisveislu með fjölskyldu og vinum en ekki leigja Laugardalsvöllinn, “ segir hann létt- ur og ánægður með hóflega veislu. „Þetta verður lítið og persónulegt.“ Honum dettur engin draumaaf- mælisgjöf í hug þegar hann er spurð- ur og tengir það við að eiga afmæli svona snemma á árinu. „Ókosturinn við að eiga afmæli nálægt jólunum er að maður er búinn að tæma kvótann og langar þá ekkert í neitt sérstakt,“ segir hann og bætir við að afmælis- gjöfin sé eitthvað sem iðulega kem- ur á óvart. Afmælisgjöfin í ár verður því spennandi að sjá. „Kannski ég fái eitthvað flott af útsölunum,“ segir hann og hlær. Í ljósi þess að afmælið hans er rétt eftir hátíðarnar minnist hann ekki neins afmælis sérstaklega. Hvort honum hafi einhvern tímann verið komið á óvart svarar hann neitandi. „Ég hef ekki fengið óvænta veislu enn þá. Flest mín afmæli hafa ver- ið í minni kantinum. Held að menn séu eftir sig eftir hátíðarnar og ekki almennilega komnir í gírinn aft- ur.“ Kannski óvænta afmælisveislan komi í ár. Hjá fjölskyldu Kalla er að öðru leyti lögð höfuðáhersla á að gera sér dagamun saman. „Að eyða tímanum saman og borða eitthvað gott og það gerum við á litlum sem stórum af- mælum.“ asdisbjorg@dv.is 50 ára í dag Jóhannes Karl Sigursteinsson er þrítugur í dag: Klárar Kvótann á jólunum Kalli afmælisbarn Ætlar að halda hóflega veislu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.