Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2009, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2009, Blaðsíða 25
Ísland varð að sætta sig við fjórða sæti á minningarmótinu um Staff- an Holmquist í Svíþjóð eftir fjög- urra marka tap um bronsið í gær gegn Túnis, 35-31. Annan leikinn í röð lék Ísland góða vörn og aft- ur var Björgvin Páll góður í mark- inu. Ragnar Óskarsson bættist við langan meiðslalista íslenska liðs- ins snemma í fyrri hálfleik. Enginn Aron Pálmarsson var heldur vegna meiðsla né Einar Hólmgeirsson og var íslenska liðið því þreytt og fálið- að undir lokin. Þar tóku Túnisarnir völdin og fóru að síga fram úr. Gott forskot að engu Túnis byrjaði betur í gær en strák- arnir okkar rönkuðu fljótt við sér. Að þessu sinni var það ekki Logi Geirs- son sem tók völdin heldur Ásgeir Örn Hallgrímsson. Ásgeir átti fanta- góðan leik í fyrradag gegn Egyptum og byggði heldur betur á því í gær. Ásgeir var markahæstur ásamt Loga með sex mörk og dreif íslenska lið- ið áfram eins langt og það komst. Íslenska sóknin var fín og var mun duglegri að finna Róbert Gunnars- son á línunni sem var með mjög góða nýtingu að vanda. Þegar þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleik voru Íslendingar með tögl og hagldir í leiknum, fimm mörkum yfir, 14-9, og með boltann. Fyrir tilstilli algjörs klaufaskapar og stundar einbeitingarleysis skor- uðu Túnisar fjögur mörk gegn einu, þar af eitt mark um leið og hálfleiks- flautan gall, og var munurinn kom- inn niður í tvö mörk í hálfleik, 15- 13. Dauðafærin dýrkeypt Sóknarleikurinn var með því slak- asta í seinni hálfleik þar sem mörg mistök voru gerð og leikkerfin virt- ust ganga brösuglega. Ísland þar auðvitað ekki með „pjúra“ leik- stjórnanda eftir að Ragnar fór út af og reyndu Logi og Ásgeir Örn að stýra sóknarleik liðsins. Ungu strák- arnir Rúnar Kárason og Sigurbergur Sveinsson fengu báðir drjúgan spil- tíma en spiluðu ekki vel. Báðir voru með slæma skotnýtingu og gerðu of marga tæknifeila. Ísland hélt þó forystunni tæplega og fékk nokkur tækifæri til að snúa leiknum algjörlega við sér í hag. Dýr- mæt dauðafæri voru misnotuð þeg- ar Ísland hefði getað komist í þriggja marka forystu og það beit strákana í rassinn á endanum þegar Túnis komst yfir, 26-25. Erfitt í endann Þegar Ísland mætti Túnis á heims- meistaramótinu í Þýskalandi 2007 var það seiglan sem skilaði góðum sigri. Túnisarnir voru orðnir dauð- uppgefnir undir lok leiksins og sigldi þá íslenska liðið fram úr. Í gær var dæminu snúið við. Túnisar áttu nóg eftir og juku forskotið undir lokin þegar íslenska liðið var alveg búið á því. Fjögurra marka sigur gefur ekki alveg rétta mynd af leiknum en mis- tökin og meiðslin voru Íslandi dýr- keypt í gær. Ísland heldur nú til Danmerkur og tekur þátt í sterku fjögurra landa móti með Danmörku, Rúmeníu og Bosníu-Hersegóvínu. Hreiðar Levy Guðmundsson varð fyrir því óláni að rekast fast á markstöngina undir lok leiksins í gær og var sárþjáður. Ísland hefur því misst fjóra menn í meiðsli eftir að á mótið var komið en fyrir fram eins og oft hefur komið fram eru sex leikmenn liðsins frá Ólympíuleik- unum nú þegar frá vegna meiðsla. fimmtudagur 8. janúar 2008 25Sport Óli Stef búinn að Semja Þýska handknattleiksfélagið rhein-neckar Löwen greinir frá því á heimasíðu sinni að íþróttamaður ársins, Ólafur Stefánsson, sé búinn að semja við félagið til tveggja ára. Ólafur mun klára tímabilið á Spáni með meistaraliðinu Ciudad real en leikur með rhein-neckar frá og með næsta hausti. „Þýska deildin hefur þróast mikið á undanförnum fimm árum og því bíða mín nýjar og spennandi áskoranir þar,“ segir Ólafur á heimasíðu rhein-neckar en Ólafur lék með Wuppertal og magdeburg í Þýskalandi áður en hann hélt til Spánar. „Þetta lið ætlar að velta stórliði Kiel af stalli og fyrir sjálfan mig verður einnig frábært að vinna með þjálfara eins og noka Serdarusic,“ segir Ólafur. Það hefði þótt óhugsandi um jólin að Boston Celtics gæti tapað 5 af 7 leikj- um eftir að hafa unnið 19 leiki í röð og bætt 27 ára gamalt félagsmet í leiðinni. Liðið hafði unnið í alls 27 leikjum og tapað aðeins 2 leikjum á tímabilinu þegar liðið mætti Los Angeles Lakers á útivelli þar sem heimamenn unnu sannfærandi sigur. Eftir það hefur lið- ið aðeins unnið 2 leiki, tapað 5, nú síðast fyrir Charlotte í framlengdum leik, 114-106. Það er engu líkara en að erkifjendurnir í LA Lakers hafi náð að draga úr meistaramætti Celtics. Þetta veit á gott fyrir Lakers í úrslitakeppn- inni í vor. Hin fantagóða vörn Boston hefur gefið eftir og máttarstólparnir þrír; Ray Allen, Kevin Garnett og Paul Pi- erce hafa ekki náð að smella eins vel saman með samherjum sínum og þeir gerðu í haust. Þjálfari Boston, Dov Rivers, seg- ir öll lið leggja kapp á að sigra Celt- ics núna. „Við sögðum liðinu okkar að við þyrftum að leika 82 úrlitaleiki á þessu tímabili. Í hvert skipti sem við spilum mun andstæðingurinn leggja allt undir. Þegar við erum ekki andlega tilbúnir í þann slag þurfum við heppni og alls konar tilþrif til að vinna,” sagði þjálfarinn sem leitast við að koma lærisveinum sínum aftur á sigurbraut. swaage@dv.is NBA-meistararnir hafa tapað 5 af síðustu 7 leikjum: bOStOn Í bUllinU Haye þarf að bÍða Breska vonarstjarnan í hnefaleikum, david Haye, gæti þurft að bíða eftir titilbardaga þar sem Klitschko-bræð- ur báðir munu verja beltin sín gegn öðrum áskorendum fyrr á árinu. david Haye fór létt með þrælgóðan boxara,monte Barett í desember og fréttir bárust að samkomulag hefði náðst við eldri bróðurinn Vitali Klitschko um risabardaga á Wembley í júní. Vitali þarf samt sem áður að mæta næsta áskoranda í röðinni hjá WBC, Kúbverjanum juan Carlos gomez, og mun sá bardagi fara fram í lok mars. Haye þarf því að bíða þeirra úrslita til að vita hvort hann muni fá tækifærið gegn Klitschko. DaUðSfall Í Dakar franski mótorhjólakappinn Pascal terry fannst látinn, þremur dögum eftir að hans var saknað dakar-rallinu í Suður-ameríku. terry var 49 ára gamall skilaði sér ekki á sunnudaginn þegar ekið var á milli Santa rosa og Puerto madryn. Hann fannst á mjög afskektum stað, var hjálmlaus og hafði leitað sér skjóls með vatn og mat. Lögregla eru að rannsaka tildrög dauðsfallsins. terry er sá fyrsti sem týnir lífi í þessari keppni í ár sem byrjaði 3. janúar í Buenos aires og endar á sama stað þann 17 janúar. fleiri ökumenn hafa lent í hremming- um og liggja breski ökumaðurinn Paul green og aðstoðarmaður hans matthew Harrison alvarlega slasaðir sá sjúkrahúsi eftir bílveltu á laugardaginn. umSjÓn: tÓmaS ÞÓr ÞÓrðarSon, tomas@dv.is / SVeinn Waage, swaage@dv.is Íslenska landsliðið í handbolta endaði í fjórða sæti á minningarmótinu í Svíþjóð eftir tap gegn Túnis um bronsverðlaunin í gær, 35-31. Ísland hafði yfirhöndina stærri hluta leiksins og lék aftur góða vörn. Ísland missti enn einn mann í meiðsli þegar Ragnar Ósk- arsson fór út af snemma í fyrri hálfleik. Fáliðaðir Íslendingar héldu ekki út Vonbrigði Árangurinn á mótinu er vonbrigði þó strákarnir hafi spilað á köflum mjög vel. mynD ÁsGEir ÍSlanD - túniS 31-35 mörk Íslands: Ásgeir Örn Hallgríms- son 6, Logi geirsson 6/2, róbert gunnarsson 5, rúnar Kárason 4, Vignir Svavarsson 4, Sturla Ásgeirs- son 2, Sigurbergur Sveinsson 2, ingimundur ingimundarson 1, Þórir Ólafsson 1. Varin skot: Björgvin Páll gústavsson 16/2 TÓmAs ÞÓr ÞÓrÐArsOn blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Heilög þrenning ray allen, Kevin garnett og Paul Pierce.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.