Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2009, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2009, Blaðsíða 27
fimmtudagur 8. janúar 2008 27Sviðsljós Mickey Rourke bætist í hóp gamalla hetja í myndinni The Expendables: Hasar í öðru veldi Gamla brýnið, Mick- ey Rourke, hefur bæst við langan lista hasar- hetja í myndinni The Expendables. Sylv- ester Stallone leik- stýrir myndinni og skrifar handrit henn- ar en einnig leika í myndinni Jason Statham úr Transporter-myndunum, bar- dagameistarinn Jet Li, vöðva- tröllið Dolph Lundgren og MMA- bardagahetjan Randy Couture. Þá munu stórleikararnir Forest Whitaker og Ben Kingsley að öll- um líkindum leika í myndinni. Myndin fjallar um hóp gamal- reyndra málaliða sem eru send- ir inn í land í Suður-Ameríku til þess að koma frá völdum ill- um harðstjóra og frelsa þjóðina. Málaliðarnir eru grjótharðir og óhræddir við dauðann en þeir taka að sér verkefni sem enginn annar þorir eða kærir sig um að taka. Mickey Rourke mun leika ófrýnilegan vopnasala sem sér málaliðunum fyrir hráefni í stríð sitt. Rourke hefur vakið mikla at- hygli fyrir hlutverk sitt í myndinni The Wrestler undanfarið. Hann hefur þegar unnið til þrennra verðlauna og er einnig tilnefndur til þrennra Golden Globe-verð- launa. Rourke hefur verið sterk- lega orðaður við Óskarstilnefn- ingu fyrir hlutverkið og margir telja hann sigurstranglegan. Tökur á The Expendables hefjast í mars en þær fara fram í Brasilíu. Ekki er við öðru að bú- ast en að þessar gömlu hetjur færi hasarinn upp á hærra plan í myndinni. Mickey Rourke aldrei verið flottari! Stallone Leikstýrir, skrifar handrit og leikur eitt af aðalhlut- verkunum. Dolph Lundgren Er á meðal leikara. Allar stórstjörnurnar í Hollywood tóku sér frí yfir hátíðarnar og héldu til St. Barts í Karíbahafinu. Eyjan er ekki stór og rek- ast hinir og þessir leikararnir á hver ann- an. Daniel Craig, James Bond sjálfur, nýt- ur lífsins á frönsku eyjunni ásamt unnustu sinni, Satsuki Mitchell. Parið bauð leikar- anum Richard Gere og eiginkonu hans á skútu sína og fór vel á með þeim í sólinni. Daniel og Richard virðast ekki eiga margt sameiginlegt en undarlegasta fólk í Holly- wood hangir saman. Eiginkona Richards Gere, Carey Low- ell, lék eitt sinn Bond-stúlku í myndinni Licence to Kill. Hún og Daniel Craig höfðu örugglega eitthvað að tala um. Daniel Craig bauð Richard Gere á skútuna sína á St. Barts: Tveir töffarar daniel Craig spjallar við richard gere á skútu á St. Barts-eyju. Vinir Hver hefði trúað því að daniel Craig og richard gere ættu eitthvað sameiginlegt. Bond-spjall Carey Lowell, eiginkona richards gere, lék Bond- stúlku í Licence to Kill. Bond spjallar við gígoló Debra Messing hafði ekki fyrir því að mála sig þegar hún fór út að versla í Beverly Hills síðasta þriðjudag. Hún er vægast sagt sjúskuð og aldurinn setur mark sitt á hana. Hin 40 ára gamla leikkona bíður nú eftir Golden Globe-verðlaunaafhendingunni en hún var tilnefnd á dögunum sem besta leikkonan fyrir leik sinn í þáttun- um The Starters wife. Er þetta í sjöunda skiptið sem hún er tilnefnd. Vonandi setur hún upp andlitið á af- hendingunni 11. janúar næstkomandi. deBra í messi Staðfest hefur verið að þeir Simon Pegg og Nick Frost muni leika klaufabárðana Skapta og Skafta í væntan- legri mynd um Tinna. Steven Spielberg leikstýrir fyrstu myndinni og framleiðir ásamt Peter Jackson sem leik- stýrir þeirri annarri. Simon Pegg og Nick Frost eru þekktastir fyrir hlutverk sín í myndunum Shaun of the Dead og Hot Fuzz. Eftir á að ráða í hlutverk Tinna en Andy Serkis mun leika Kolbein Kaptein. skapti skafti&

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.