Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2009, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2009, Blaðsíða 30
fimmtudagur 8. janúar 200830 Fólkið Tónlistar- og blaðamaðurinn, Birgir Örn Steinarsson, og eig- inkona hans, Kolbrún Magn- ea, eignuðustu stúlkubarn í lok nóvember. Stúlkan hefur hlotið nafnið Kolbrá Kría. Kolbrá bæt- ist í hóp þeirra barna sem heita sérstökum nöfnum. Andrea Ró- bertsdóttir fæddi son fyrir ekki svo löngu og hlaut hann nafn- ið Dreki Jónsson. Arnar Gauti Sverrisson skírði börnin sín Nat- alíu París og Kiljan Gauta. Dóttir Jakobs Frímanns Magnússonar og Birnu Rúnar Gísladóttur heit- ir Jarún Júlía og Nonni Tattú og fatahönnuðurinn Birta Björns- dóttir skírðu son sinn Storm. Pissað á sig úr hlátri „Við erum að gera grín að kvenleg- um pirringi, en í raun hefur þessi pirringur ekkert með aldur eða kyn að gera,“ segir Helga Braga Jónsdótt- ir leikkona. Hún, Edda Björgvins- dóttir og Björk Jakobsdóttur fara með aðalhlutverkin í uppistandinu Fúlar á móti sem frumsýnt verður í Leikfélagi Akureyrar í næsta mán- uði. Sýningin er byggð á breskum sjónvarpsþáttum sem heita Grumpy Old Women. Í kjölfarið á vinsældum þáttanna var uppistandið búið til og hefur það nú verið þýtt og staðfært af Gísla Rúnari Jónssyni. „Þetta er nokkurs konar hugar- ástand sem fólk fer í. Svona eins og þegar fólk stendur úti í búð að skila ávextinum og segir „hvers konar þjónusta er þetta?“ Þetta er ógeðs- lega fyndið ástand og við gerum óspart grín að því,“ segir Helga hlæj- andi. Hún tekur það fram að fólk átti sig ekki alltaf á því þegar það er komið í grömpí gírinn. „Fólk heldur að það sé voða ljúft og að ekkert fari í taugarnar á því. En svo er ekki. Það er hægt að gera endalaust grín að þessi ástandi og fæst fólk kannast við það að haga sér svona, “ segir Helga og bætir við að það verði sungið og dansað einnig á sýningunni. Stöllurnar þrjár skemmta sér stórkostlega vel saman að sögn Helgu á Akureyri. „Við erum í al- gjörum tryllingi hérna.“ Edda Björg- vins hefur sett Helgu á heilsukúr við misgóðar undirtektir. „Ég fæ ekkert að borða allan daginn. Hún býr til handa mér göróttan drykk á morgn- ana og svo fæ ég ekkert að borða fyrr en í kvöldmat,“ útskýrir Helga í hálf- gerðu gríni. Aðspurð hvort kílóin fjúki ekki af henni er Helga fljót að svara: „Það er svolítið skrýtið hvað það gerist hægt.“ Syningin er ekki einungis fyrir konur, þvert á móti útskýrir Helga. „Við vorum með samlestur og voru karlmenn einungis viðstaddir. Þeir hlógu ógeðslega mikið. Þetta er svona jollí, jollí kóla-sýning. Það munu allir vera gargandi hérna í salnum. Þetta er svona pissa á sig-sýning,“ segir Helga og hlær. Hægt verður að kaupa pakkatil- boð norður og innifalið í því er flug, gisting, út að borða og miði á sýning- una. Leikkonurnar Helga Braga Jónsdóttir, Björk Jakobsdóttir og Edda Björgvinsdóttir leika í verkinu Fúlar á móti sem frumsýnt verður hjá Leikfélagi Akureyrar í næsta mánuði. Helga segir þær stöllur skemmta sér stórkostlega saman. „Við erum í algjörum tryllingi.“ Eins og DV greindi frá skömmu fyrir jól íhugaði Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Monitor, tónlistarmaður og fyrrverandi blaðamaður á 24 stundum, að bjóða sig fram sem formann Framsóknarflokksins. DV hefur það hins vegar eftir nánum vini Atla Fannars að hann sé að verða af- huga framboðinu þar sem svo margir trúð- ar séu að bjóða sig fram sem formenn flokksins. Einnig segir vinurinn að hann telji Atla óttast það að allir þessir trúðar séu fyndnari en hann sjálfur sem skelfi hinn annars hnyttna ritstjóra töluvert. Ekki er vitað hverja Atli telur vera trúð- ana innan flokksins en undanfarið hafa þjóðþekktir Íslendingar flykkst í flokkinn. Sem dæmi má nefna Jónínu Ben, Guð- mund Steingrímsson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fréttamann og skipulags- hagfræðing. Í viðtali við DV í desember sagði Atli meðal annars: „Framsókn varð fyrir val- inu hjá mér því það er sá flokkur sem þarf sem mest á því að halda. Svo fékk ég eins og svo margir uppsagnarbréf fyrir rúmum mánuði og sá að þeir einu sem væru að fara að ráða einhvern í vinnu væru stjórn- málaflokkarnir í janúar sem ætla að halda flokksþing. Ég sá að ef maður ætlaði að fá fasta vinnu og fastar tekjur þyrfti maður einfaldlega að miða til himins og stökkva á eitthvað almennilegt.“ Nú er hins vegar komið á hreint að Monitor mun halda áfram að koma út á ár- inu, þó ekki eins oft og á síðasta ári og því mun Atli ekki þurfa að takast á við atvinnu- leysi á næstunni. Vefsíðan monitor.is verð- ur að auki efld til muna, jafnt efnis- og út- litslega. trúðar í Framsókn Afhuga framboði til formanns Framsóknar Samkvæmt heimildum dV er það sökum þess hversu margir trúðar séu í flokknum. Mynd Hörður SvEinSSon kolbrá kría komin í heiminn Atli FAnnAr BJArkASon er orðinn AFHugA FrAmboði tiL FormAnns FrAmsóknAr: Uppistand á akUreyri: Stjörnubloggarinn og fréttakon- an Ellý Ármanns hefur sagt skilið við hið geysivinsæla netsamfélag facebook.com. Ellý hafði verið mjög virk á Facebook um langt skeið og átti yfir 1.000 vini. Vin- sældir síðunnar hafa aldrei verið meiri en annar hver Íslendingur virðist vera partur af netsamfé- laginu góða. Ellý gaf engar skýr- ingar á síðu sinni áður en síða hennar hvarf af vefnum en ætla má að blaðakonan hafi verið orðin þreytt á fésbókinni góðu. horFin aF Facebook Fúlar á móti „Þetta er svona pissa á sig-sýning.“ Þrjár fyndnar Sýningin fúlar á móti er fyrir konur sem og karla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.