Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2009, Qupperneq 9
föstudagur 9. janúar 2009 9Fréttir
20–90%
LAGER
ÚTSAL
A
Um sjálfan sig
„Það er gamalt máltæki í tennessee – ég veit það er í texas, sennilega í
tennessee – sem segir, blekktu mig einu sinni, skammastu..., skammastu þín.
Blekktu mig – þú verður ekki blekktur aftur.“
– Tennessee, 17. september 2002
„Þeir misvanmátu mig.“
– Arkansas, 6. nóvember 2000
„Á því leikur enginn vafi að um leið og ég var kosinn voru óveðursskýin við
sjóndeildarhringinn nánast beint fyrir ofan.“
– Washington DC, 11. maí 2001
Um Utanríkismál
Í eina og hálfa öld hafa Bandaríkin og japan myndað eitt stærsta og varanleg-
asta bandalag nútímans.“
– Tókýó, 18. febrúar 2002
„stríðið gegn hryðjuverkum innifelur saddam Hussein vegna eðlis saddams
Hussein, sögu saddams Hussein, og þess hve viljugur hann er að beita sjálfan
sig hryðjuverkum.“
– Michigan, 29. janúar 2003
„Ég held að stríð sé hættulegur staður.“
– Washington DC, 7. maí 2003
„sendiherrann og hershöfðinginn voru að upplýsa mig um – að mikill
meirihluti Íraka vill lifa í friðsamlegum, frjálsum heimi. Og við munum finna
þetta fólk og við munum koma lögum yfir það.“
– Washington DC, 27. október 2003
„Vitið þið, einn erfiðasti hluti starfs míns er að tengja Írak við stríðið gegn
hryðjuverkum.“
– Washington DC, 6. september 2006
menntUn
„sjaldan er spurt: Er börnin okkar að læra?“
– Suður-Karólína, 11. janúar 2000
„Lestur er grundvöllur alls náms.“
– Virginía, 28. mars 2000
„sem ríkisstjóri texas hef ég sett háa staðla fyrir almenningsskólana okkar og
ég stenst þá staðla.“
– CNN-sjónvarpsstöðinni, 30. ágúst 2000
efnahagsmál
„Þetta eru greinilega fjárlög. Það eru margar tölur í þessu.“
– Fréttastofa Reuters, 5. maí 2000
„Ég skil vöxt lítilla fyrirtækja. Ég var eitt slíkt.“
- New York Daily News, 19. febrúar, 2000
Ýmislegt
„Ég veit að maður og fiskur geta lifað saman í sátt og
samlyndi.“
- Michigan, 29. september 2000
„fjölskyldur eru þar sem þjóð okkar finnur von,
þar sem vængir fá drauma.“
- Wisconsin, 18. október 2000
„Ég verð löngu horfinn á braut þegar einhver
snjöll manneskja kemst loks að því hvað átti sér
stað inni á forsetaskrifstofunni.“
- Washington DC, 12. maí 2008
Bushismi
vestra. Í þessu tilfelli var um að ræða
spaugsyrði um að Bush hefði ekki
hugað að útgönguleið, sem er eitt af
því sem honum hefur verið núið um
nasir vegna stríðsins í Írak.
ekki má gleyma Póllandi
Sé horft til þess hve Bush hefur oft
hnotið um eigið tungumál má furðu
sæta hve smásmugulegur hann gat
verið þegar aðrir áttu í hlut. Eitt gott
dæmi um slíkt átti sér stað þegar
hann sóttist eftir endurkjöri 2004.
John Kerry, andstæðingur Bush,
gerði þá grín að þeirri skoðun að
Bush hefði ráðist inn í Írak með full-
tingi víðtæks stuðnings á heims-
vísu.
Kerry sagði að innrásin hefði ver-
ið gerð af hálfu Bretlands og Ástral-
íu, auk Bandaríkjanna. „Það er ekki
stórfenglegt bandalag. Við getum
gert betur,“ sagði Kerry.
Það er nánast mögulegt að sjá
brosið fæðast á andliti Bush þegar
hann gerði sér grein fyrir því að Kerry
hafði gert mistök. „Hann gleymdi
Póllandi,“ galaði Bush, eins og það
gerði allan gæfumuninn. Fyrr en
varði varð „Þú gleymdir Póllandi“ að
slagorði gegn Bush og prýddi boli og
stuðaralímmiða.
En mismæli Bush eru mismun-
andi því á meðan hægt er að skilja
hvað hann vildi segja í sumum til-
fella er um að ræða óskiljanlegt bull
í öðrum.
lok, lok og læs Bush þurfti að leita
annarrar útgönguleiðar.
í félagsskap barna „sjaldan er spurt: Er börnin okkar að læra?“
Arfleifð Bush
george W. Bush „Vitið
þið, einn erfiðasti hluti
starfs míns er að tengja
Írak við stríðið gegn
hryðjuverkum.“