Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2009, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2009, Side 14
S aga Finns Ingólfssonar frá því hann var ráðherra og síðar seðlabankastjóri er margþætt. Segja má að því fjær sem hann hefur kom- ist frá áberandi embætti ráðherrans, því minna hefur farið fyrir honum í umfjöllun fjölmiðla. Finnur hefur siglt eins og kafbátur undir radar í sínum viðskiptum. Ekkert haldbært hefur komið fram í dagsljósið sem sýnir fram á eitthvað misjafnt í hans kaupum og gerðum þótt orðrómur sé sífellt í gangi um að sú sé raunin. Á stjórnmálasviðinu var hann líka háll sem áll og átti að margra mati afar góðan möguleika á að verða formaður Framsóknarflokksins með tíð og tíma, ef hann einfaldlega hefði áhuga á því. En skömmu fyrir árþúsundamót- in, eftir að hafa verið iðnaðar- og viðskiptaráðherra í rúm fjögur ár, sigldi Finnur á brott úr pólitíkinni, hafði frekar skamma viðdvöl í Seðla- bankanum, áður en hann stakk sér á bólakaf í góðærisölduna sem þá var að rísa. Það er kunnara en frá þurfi að segja að henni hefur nú skolað á land og strandstaðurinn er blóð- ugur og brotum þakinn. Hvað ná- kvæmlega gerðist er auðvitað enn óljóst. En þó dylst engum að Finnur er einn þeirra sem beið skipbrot. Brask án eftirlits Ekki eru allir jafnsannfærðir um heiðarleika Finns í viðskiptum en sjálfsagt gildir oftar en ekki að þau kunna að vera lögleg þótt sumum finnist þau hafa verið siðlaus. Aug- ljóst er til dæmis að margir sem haft hafa rænu á því að koma sér í stjórn- ir gildra sjóða, sem þeir stýra án þess að eiga hlut í, hafa jafnframt komist í lykilstöðu til þess að skara eld að eigin köku. Aðferðin er eftirfarandi: A situr í stjórn sjóða en stofnar jafnframt einkahlutafélag. Sem stjórnarmaður getur A tekið ákvörðun um að selja hluta eigna sjóðsins, segjum hluta- bréf í hlutafélaginu X. Salan leiðir til lækkunar á hlutum í X á markaði. A lætur einkahlutafélag sitt kaupa í X á lágu gengi. Nokkur tími líður og A tekur nú ákvörðun ásamt stjórn- armönnum og jafnvel öðrum utan sjóðsins um að kaupa hluti í X. Við það hækkar gengi X á markaði. Á þeim tímapunkti lætur A einkahluta- félag sitt selja hluti sína í X. A getur innleyst hagnað eða veðsett stækk- andi eign sína í X til annarra um- svifa í hagnaðarskyni. Meginatriðið er að stjórnarmenn eru í aðstöðu til þess að fikta með gengi hlutabréfa í tengdum viðskiptum á litlum mark- aði, sjálfum sér til hagsbóta. „Framsóknarmafían“ Í mars á síðasta ári var Finnur kjör- inn nýr stjórnarformaður í Sam- vinnusjóðnum og Andvöku. Úr stjórninni gekk Þórólfur Gíslason, viðskiptafélagi Finns úr S-hópnum svonefnda. Sverrir Hermannsson, fyrrver- andi bankastjóri Landsbankans og ráðherra á árum áður, skrifaði eftir- farandi í Morgunblaðsgrein 12. okt- óber síðastliðinn, fáeinum dögum eftir bankahrunið: „Við sölu Landsbankans notuðu framsóknarrummungar tækifær- ið og létu selja sér hlutabréf bank- ans í Vátryggingarfélagi Íslands með a.m.k. 5 – fimm – milljarða af- slætti. Seldu síðan þrem árum síðar með 25 – tuttuguogfimm – milljarða króna ágóða.“ Og Sverrir hélt áfram: „En það á ekki að finna sökudólga. Framsókn- armafían á að fá að njóta ávaxta erf- iðis síns við að hramsa til sín auðæfi. Finnur, Helgi S., Halldór, Þórólfur og co. eiga að vera velkomnir að sjálf- töku sinni.“ Þarna á Sverrir við auk Finns áð- urgreindan Þórólf Gíslason, Halldór Ásgrímsson og Helga S. Guðmunds- son, sem Sverrir kallaði í annarri grein um sölu VÍS „sérlega senditík Finns Ingólfssonar“. Um sölu á eignarhlut Lands- bankans í VÍS skrifaði Sverrir í þeirri sömu grein 17. nóvember 2004: „Um söluna önnuðust bankaráðsmenn- irnir Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks- ins, og Helgi Guðmundsson, sérleg senditík Finns Ingólfssonar. Kaup- andi var svokallaður S-hópur...“ Umsýsla fjármagns annarra Sigurður G. Guðjónsson lögfræðing- ur hefur sýnt málefnum Samvinnu- trygginga áhuga. Það er óvirkt trygg- ingarfélag og sjóðir þeirra í raun eign fyrrum tryggingarhafa. Sigurð- ur ritaði grein í Morgunblaðið 25. mars á nýliðnu ári og sagði meðal annars: „Á aðalfundi Eignarhaldsfélags- ins Samvinnutrygginga 2007 ákváðu nokkrir umboðslausir framsóknar- og samvinnumenn, þ.á m. tveir af fyrrum viðskiptaráðherrum Fram- sóknarflokksins, Finnur Ingólfsson og Valgerður Sverrisdóttir, að flytja eignir og skuldir Samvinnutrygg- inga í hlutafélag ... (Gift). Eigið fé Giftar var við stofnun 30 milljarðar króna. Upplýst var að helstu eignir Giftar væru, annars vegar um 5,42 prósenta hlutur í Exista hf., og hins vegar óbeinn eignarhlutur í tæpum þriðjungshlut í Icelandair Group hf., gegnum Langflug ehf. Þess var þó ekki getið í fréttum af aðalfundi Eignarhaldsfélags Samvinnutrygg- inga að meðeigandi að Langflugi væri FS7 ehf., félag í eigu Finns Ing- ólfssonar. Finnur losaði sig út úr þessu samkrulli við Gift með ævin- týralegum hætti í lok ágúst og byrjun september 2007.“ Sigurður segir að umboðslausir menn, þeirra á meðal Finnur, hafi ráðskast með hluti Giftar og með- al annars keypt stóran hlut í Kaup- þingi sem síðar átti eftir að þurrkast út. Fyrrum tryggjendur Samvinnu- trygginga, hinir raunverulegu eig- endur, bíða eftir hlutum sínum, sagði Sigurður og kvaðst „vona að hinir umboðslausu framsóknar- og samvinnumenn hafi ekki verið and- vaka um páskana vegna augljósrar rýrnunar eiginfjár félagsins. Meðal annars vegna heimildarlausra við- skipta við FS7 ehf. Og hins vegar kaupa á hlutum í Kaupþingi banka hf.“ Ljóst er nú að Gift er gjaldþrota og fyrrum tryggjendur, upphaflega um 50 þúsund að tölu, fá ekki neitt í sinn hlut. Engir hluthafar gátu haft eftirlit með Finni, Þórólfi eða öðrum sem fóru með fjármuni Giftar, því ekki var um hlutafélag að ræða. Enginn gat haft uppi mótmæli væri hann ósáttur við hegðun Finns og annarra stjórnarmanna, eins og Bjarni Ól- afsson, blaðamaður Morgunblaðs- ins, benti á í úttekt sinni skömmu fyrir jól. Hefur tapað miklu Finnur á eignarhaldsfélagið FS7 og Frumherja hf. sem hann keypti af Óskari Eyjólfssyni sumarið 2007. Þá var Jafet S. Ólafsson settur sem stjórnarformaður í félaginu. Hann situr einnig í stjórn Giftar. Heimildarmaður sem DV ræddi við í vikunni segist hafa trú á Frum- herja. Það hafi styrka tekjumyndun, ekki síst í ljósi þess að ef viðskipta- vinirnir komi ekki kemur lögreglan bara með þá. Auk þess sé fyrirtæk- ið vel uppbyggt með talsvert mikla starfsemi. Frumherji starfrækir fag- gilda starfsemi á sviði skoðana og prófana á ýmsum sviðum, svo sem skoðana á bifreiðum, skipum og raf- magni og löggildinga á mælitækjum. Til viðbótar sér fyrirtækið um öll ökupróf á landinu og sinnir notkun- armælingum á raforku, heitu vatni og köldu vatni fyrir orkuveitur. Gera má ráð fyrir því að Finnur hafi tapað verulegum verðmætum á falli bankanna. „Ég reikna með að hann hafi tapað því sem hann fór með inn í Glitni og Icelandair. Nettó- staðan hans núna sé því á núlli eða neikvæð, eins og allra hinna,“ seg- ir annar ónafngreindur heimildar- maður DV, sem starfað hefur innan viðskiptaheimsins í mörg ár, en þeir sem blaðið hefur rætt við síðustu daga hafa ýmist ekki viljað ræða um Finn eða óskað eftir nafnleynd. „Ríkidæmið“ orðum aukið Stofninn í eign Finns var VÍS. Að sögn eins heimildarmanns hefur misskilnings gætt í umræðu manna um peningastöðu Finns vegna eign- ar hans í VÍS. Þegar tryggingarfélag- ið flaggaði eignarhlut sínum í Kaup- þingi hafi nafni Finns alltaf verið flaggað vegna flöggunarreglna þar sem hann var ábyrgðarmaður fyr- irtækisins. Af þessum sökum hafi margir haldið að Finnur ætti fleiri, fleiri milljarða. Það hafi verið orð- um aukið þótt hann hafi vissulega átt kauprétt á bréfum í VÍS og náð að ávaxta sitt pund vel þegar Exista keypti allan hlutinn í VÍS árið 2006. Talið er að Finnur hafi verið með í kringum tvær milljónir að meðaltali í mánaðarlaun hjá VÍS þau fjögur ár sem hann starfaði þar. Tilhneigingin hefur einnig verið að stilla saman Finni og félaga hans í S-hópnum, Ólafi Ólafssyni fyrr- verandi stjórnarfomanni Samskipa, í sambandi við eignir og meint rík- idæmi. Einn heimildarmanna DV segir fjarstæðu að tala um þá hlið við hlið, eins og þeir hafi verið álíka auðugir. Himinn og haf hafi verið á milli þeirra, þó það sé kannski orðið að lækjarsprænu nú. Bendlaður við „þjóðarrán“ Finnur hefur verið gagnrýndur harð- lega fyrir aðkomu hans að einka- væðingu Búnaðarbankans árið 2002. Bankinn var seldur S-hópnum sem Finnur var í forystu fyrir ásamt Ólafi í Samskipum, og Þórólfi Gísla- syni, kaupfélagsstjóra á Sauðárkróki. Sumir hafa notað orðið „þjóðarrán“ yfir söluna en að mati margra er Finnur höfuðpaurinn í viðskiptun- um. Gagnrýnin hefur meðal annars komið úr ranni Ríkisendurskoðunar en fundið var að sölu Búnaðarbank- ans í skýrslu sem unnin var af starfs- mönnum hennar. Finnur er sakað- ur um að hafa fyrst og fremst gætt hagsmuna Framsóknarflokksins og þannig hafi hann og hans félagar fengið bankann á of lágu verði. Í grein um Finn sem birt var í Mannlífi fyrir fjórum árum var S- hópnum lýst sem nokkuð fljótandi viðskiptablokk með tveimur stólp- um, títtnefndum Ólafi og Þórólfi. Finnur hafi svo verið milliliður í átökum þeirra tveggja; eins konar sáttasemjari og arkitekt að því hver fengi hvað innan hópsins. Skiljanleg tortryggni Innan S-hópsins voru leifar af gamla Sambandinu og nokkrir aðilar komu að honum. Peningarnir lágu þó fyrst og fremst hjá Keri, móður- félagi Olíufélagsins, og VÍS sem áttu í gagnkvæmum eignatengslum. Það eru aðalfélögin á bak við kaupin, ásamt Samvinnulífeyrissjóðnum og Samvinnutryggingum. Þýski fjár- festingabankinn Hauck & Aufhauser kom með fé á lokametrunum í gegn- um félagið Eglu, þótt uppi séu efa- semdir um að fyrirtækið hafi nokk- uð komið við sögu. Félagið Andvaka kom einnig nærri kaupunum, og þá er enn ógetið Hesteyrar sem er í helmingseigu Skinneyjar-Þinga- ness, fjölskyldufyrirtækis Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi forsætis- ráðherra og formanns Framsóknar- flokksins. Fiskiðjan Skagfirðingur, í eigu Kaupfélags Sauðárkróks, á hinn helminginn. Ýmislegt kyndir undir tortryggni gagnvart S-hópnum. Eitt af því er sú staðreynd að hagfræðingurinn Steingrímur Ari Arason sagði sig úr einkavæðingarnefnd á sínum tíma og mótmælti vinnubrögðum henn- ar. Hann sagði tortryggni almenn- ings gagnvart ferlinu skiljanlega og föstudagur 9. janúar 200914 Helgarblað Vinir Halldór Ásgrímsson er náinn vinur finns. „Ég hef litið á mig sem nokkurs konar uppeldisson hans í pólitíkinni. Halldór hefur stutt mig vel í öllum málum sem ég hef unnið að,“ sagði finnur eitt sinn í viðtali. Með æskuástinni Eiginkona finns, Kristín Vigfúsdóttir hjúkrunarfræð- ingur, er æskuástin hans. saman eiga þau tvær dætur og einn son. MYND GUNNaR GUNNaRSSoN Engir hluthafar gátu haft Eftirlit mEð finni, Þórólfi Eða öðrum sEm fóru mEð fjár- muni giftar, Því Ekki var um hlutafélag að ræða. Enginn gat haft uppi mótmæli væru ÞEir ósáttir við hEgð- un finns og annarra stjórnarmanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.