Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2009, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2009, Page 17
veru. Það þing sem núna situr ber þá ábyrgð að koma fram með þá ein- földu stjórnarskrárbreytingu sem heimilar þá einföldu breytingu sem heimilar ríkinu að ganga til samninga við fjölþjóðlegar stofnanir um lausn okkar mála. Textinn að þeirri breyt- ingu er tilbúinn. Enginn hefur orð- að það betur en Magnús Thoroddsen lögmaður. Önnur breytingin felur í sér heimild til að ganga til samninga um að deila megi fullveldinu með öðrum þjóðum. Hin breytingin á að kveða upp úr um að auðlindir þjóð- arinnar séu ævarandi sameign þjóð- arinnar. Síðan göngum við til kosn- inga. Helsta kosningamálið verður ESB-málið. Þjóðin lýsir vilja sínum um það hvort hún vilji hefja aðildar- ferlið. Verði það svo mynda þeir rík- isstjórn sem að því vilja standa. Síð- an þarf að gera samningana og leggja þá fyrir þjóðina. Þetta er málið í hnot- skurn.“ Ertu gallhart þeirrar skoðunar að þetta geti verið lausn á bráðavanda þjóðarinnar, til dæmis varðandi skelfilegan gjaldeyrisvanda? „Já, það er rétt. Menn geta reynt að finna sér undankomuleiðir; tuðað eitthvað um norsku krónuna eða um dollar. Hvorugt stenst skoðun og er ekki framtíðarlausn. Þetta er aðferð til að víkja sér undan því að horfast í augu við staðreyndirnar. Ég minni á það sem Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svía, sagði: Hætt- ið þessum veruleikaflótta. Hættið að fela og fegra ástandið. Það kemur allt í bakið á ykkur.“ Sjálfstæðisflokkurinn ekki stjórntækur Þú gagnrýnir Sjálfstæðisflokkinn hart og telur hann ekki lengur stjórntækan vegna ákvarðanatökufælni sem að sínu leyti stafi af innanflokksátökum. Ertu þar með að segja að Sjálfstæð- isflokkurinn eigi ekki erindi lengur í ríkisstjórn? Ertu að mæla með rauð- grænu bandalagi? „Ég lít svo á að Sjálfstæðisflokk- urinn sé óstjórnhæfur og ekki stjórn- tækur. Ég hef enga trú á að hann leysi sín mál á landsfundinum í lok mán- aðarins. Það er í samræmi við gerð flokksins og núverandi klíkumynd- un að um það getur ekki orðið nein sátt. Yfir þetta reyna menn að breiða. Ný tilraun til flótta frá veruleikan- um með hugmyndum um tvenn- ar kosningar eða eitthvað í þá veru. Kjósa um að kjósa um að kjósa eða eitthvað svoleiðis. Frestun. Það þýð- ir að það verður að spyrja hvaða aðr- ir stjórnarmyndunarmöguleikar séu fyrir hendi. Þjóðin sýnir nú í örvænt- ingu sinni verulegt fylgi við vinstri- græna. Og menn segja sín í millum að VG sé á móti öllu. Ég vona að VG sé ekki á móti þjóðinni. Ef þjóðin segir það í kosningum að hún vilji þá frambúðarlausn sem felst í samning- um við Evrópusambandið má spyrja hvort VG ætli að standa gegn því. Eru þau tilbúin að sýna þann þegnskap að handjárna ekki sína stuðnings- menn sem margir eru fylgjandi aðild að ESB? Græna pólitík er til dæmis hvergi rökréttara eða betra að reka en í alþjóðlegri samvinnu. Græn pólitík er alþjóðapólitík. Ef þau sýna þann þegnskap að handjárna ekki sitt fólk og lýsa því yfir að þau muni beygja sig fyrir þjóðarvilja, því skyldi þá Samfylkingin ekki getað unnið með VG? Ekki er Bandaríkjaher lengur að þvælast fyrir slíku samstarfi.“ Norðurlöndin í samvinnu innan ESB Er þá fallin kenningin um að ekki verði unnt að snúa sér að ESB nema með þátttöku Sjálfstæðisflokksins? „Það var aldrei neitt nema kenn- ing. Og vel að merkja var það Alþýðu- flokkurinn sem hafði forystu um EFTA-aðildina og síðar EES-samn- inginn. Sjálfstæðisflokkurinn var á móti EES-samningnum en sættist á stuðning gegn því verði að komast í ríkisstjórn þegar samstarfsmenn mínir fyrrverandi, Alþýðubandalag og Framsóknarflokkur, frömdu þau heimskupör að hlaupast frá EES- samningsgerðinni fyrir kosningarnar 1991. Síðan hefur Sjálfstæðisflokkur- inn linnulaust staðið í vegi fyrir því að það gæti vakist alvarleg og málefnaleg umræða um framtíðarstöðu í samfé- lagi okkar við aðrar þjóðir. Samstarf- ið við Bandaríkjamenn um varnirn- ar er enn eitt dæmið um getuleysi flokksins til þess að halda á stórum málum. Við þurfum ekkert að eyða frekari orðum um Sjálfstæðisflokk- inn. Hann er forystulaus. Hann er klofinn. Menn gantast með orð eins og heimastjórnarflokkur. Það eru vit- anlega þjóðernissinnar innan Sjálf- stæðisflokksins, það kom vel fram í samningunum um EES. Það var með naumindum að unnt var að fá hann samþykktan. Þetta var tómt basl og flokkurinn skildi aldrei um hvað mál- ið snerist. Nú er heimsmyndin gerbreytt. VG á rætur í sósíalíska vinstrinu á árum áður. Þar var varnarbandalagið við Bandaríkjamenn Þrándur í Götu samstarfs jafnaðarmanna og þeirra. Það er fyrir bí. Af hverju ætti okkur, sem viljum verja norræna velferðar- kerfið, að vera svona mikið í nöp við Evrópusambandið? Hvers konar fjar- stæða er það að telja að ESB sé eitt- hvert frjálshyggjusamsæri? Þetta er fjarstæða. VG ætti að spyrja Banda- ríkjamenn, ekki síst hægrisinnaða þar í landi, hvaða álit þeir hafi á ESB. Þeir telja að ESB sé sósíalískt sam- særi. Þeir nota hugtakið „The Eur- opean Social Model“ og fara um það hinum hörðustu orðum. Ef skoðaðir eru innviðir ríkjanna innan ESB eru þeir miklu líkari norræna módelinu en hinum villta kapítalisma í Banda- ríkjunum. Hvers vegna í ósköpunum ættu þeir sem aðhyllast sjónarmið vinstri-grænna ekki að skilja þetta?“ Menn tala um þörfina á uppstokk- un íslenska þjóðfélagsins í kjölfar bankahrunsins. Hvernig sérð þú fyr- ir þér flokkakerfið íslenska eftir slíka uppstokkun? „Ég segi bara eitt. Ef forystumenn Samfylkingarinnar og VG hafa ein- hverja framtíðarsýn og skynja kall tímans hljóta þeir að tryggja það á þessum tímamótum að forystuhlut- verki Sjálfstæðisflokksins sé lokið. Því er lokið. Hann er dæmdur úr leik. Ætla VG og Samfylkingin að fara að rífast innbyrðis eða ætla þessir flokk- ar að fylla tómarúmið og standa und- ir væntingum fólks? Sem eru þær að á rústum þessa skrípakapítalisma, sem hér þreifst, verði endurreist norrænt velferðarríki í svæðisbundnu sam- starfi Norðurlanda innan Evrópu- sambandsins. Það er leiðin,“ segir Jón Baldvin ákveðið að endingu. johannh@dv.is föstudagur 9. janúar 2009 17Helgarblað SjálfStæðiSflokkurinn dæmdur úr leik Flokkakerfi framtíðarinnar „Ætla Vg og samfylkingin að fara að rífast innbyrðis eða ætla þessir flokkar að fylla tómarúmið og standa undir væntingum fólks?“ MYND GuNNar GuNNarSSoN „ef foryStumenn Samfylkingarinnar og Vg hafa einhVerja framtíðarSýn og Skynja kall tímanS hljóta þeir að tryggja það á þeSSum tíma- mótum að foryStu- hlutVerki SjálfStæðiS- flokkSinS Sé lokið. þVí er lokið. hann er dæmdur úr leik.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.