Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2009, Side 18
Fjórtán ástæður eru fyrir því að Íslendingar ættu að sniðganga Eurovision-söngvakeppnina í ár.
Undankeppnin fyrir Euro- vision hefst um helgina. Ís-lendingar hafa kostað gríð-arlega miklu til þátttöku.
Í fyrra eyddi RÚV gríðarlegum fjár-
munum í undankeppnina sem taldi á
annan tug þátta. Nú er RÚV nánast á
hausnum og, viti menn, kostnaðurinn
fellur á almenning og starfsfólk RÚV,
sem hefur sumt verið rekið úr starfi
þrátt fyrir að hafa staðið sig vel.
Í mörg ár var eitt helsta áhyggju-efni Íslendinga að landið gæti ekki boðið upp á viðunandi hús-næði til að halda Eurovision eftir
sigur. Eurovision-draumur Íslendinga
náði hátindi við byggingu Tónlistar-
hússins við Reykjavíkurhöfn. En nú
stendur Eurovision-höllin tæplega
fokheld eins og draugahús gervigóð-
ærisins. Við höfum ekki efni á að klára
húsið. Niðurskurðarhnífur ríkisins
bitnar nú á sjúklingum, nemendum,
börnum, öldruðum og í raun öllum
Íslendingum, þegar það ætti að byrja
á vitleysu eins og
Eurovision.
Ein besta hugmynd sem Svarthöfði hefur heyrt frá því bankarnir hrundu er að Ísland segi sig frá Eurov-
ision. Upphaflega kom þessi frá-
bæra hugmynd fram í þættinum
Harma-
geddon á
X-inu 977 með
þeim rökum að Ís-
rael væri í keppninni.
Rökin fyrir brott-hvarfi Íslands úr Eurovision eru gríðarsterk, enda
í fjórtán liðum. Í fyrsta lagi
gæfum við út friðelskandi
yfirlýsingu um að með þessu
mótmælum við árásum Ísra-
ela á palestínskar fjölskyld-
ur. Í öðru lagi mótmælum
við með þessum ófyrirgef-
anlegu árásum Breta á Kaupþing og
Landsbankann þegar hryðjuverka-
lögum var beitt gegn Íslendingum. Í
þriðja lagi vegna þess að við megum
ekki taka upp evru, þrátt fyrir miklar
nauðir: „No euro, no Eurovision.“
Í fjórða lagi vegna þess að Evrópu-
sambandið stillti okkur Íslending-
um upp við vegg og sparkaði í okk-
ur liggjandi þegar efnahagskerfið
hrundi. Í fimmta lagi höfum við ekki
efni á því að vera í Eurovision, nema
að fórna á móti velferð og nauðsyn-
legri fréttaþjónustu RÚV. Við segjum
auðvitað ekki frá því opinberlega, því
það er frekar skammarlegt. Í sjötta
lagi er Eurovision ekki einu sinni
réttnefni lengur. Síðast voru fimm
af tíu stigahæstu keppendunum frá
Asíuríki. Sigurland síðustu keppni,
Rússland, er að litlum hluta í Evrópu.
Aðeins eitt af 10 stigahæstu löndun-
um var í Vestur-Evrópu. Þetta er bara
Asia-vision. Í sjöunda lagi Sjúbídú,
í áttunda lagi Angel, í níunda lagi
Núna, í tíunda lagi Tell me!, í ellefta
lagi Open Your Heart, í tólfta lagi
Heaven og í þrettánda lagi Það sem
enginn sér.
föstudagur 9. janúar 200918 Umræða
No euro, No eurovisioN
svarthöfði
spurningin
„Já og hann bager kringler og julekager,
það er smørrebrød í öll mál í Mosfellsbæ
þessa dagana,“ segir
Samúel Örn
Erlingsson
sem, eins og
dV greindi frá
í gær, hefur
tekið að sér að
kenna dönsku
í Lágafellsskóla
í Mosfellsbæ.
Bor eN Bager på
Nørregade?
sandkorn
n Guðlaugur Þór Þórðarson
heilbrigðisráðherra er nú í ólgu-
sjó niðurskurðar. Ráðherrann
hefur að
undanförnu
látið lítið
fyrir sér fara
en nú þeg-
ar honum
hefur verið
gert að skera
grimmt nið-
ur sækja að
honum læknar, hjúkrunarfræð-
ingar og sjúkraliðar sem ekki
vilja sæta því að þeirra vettvang-
ur verði skorinn niður. Þekkt
er að eitt erfiðasta embætti á
Íslandi er að vera heilbrigðis-
ráðherra. Nú mun því verulega
reyna á Guðlaug Þór.
n Brottrekstur Sölva Tryggva-
sonar og Sigurlaugar M. Jónas-
dóttur úr Íslandi í dag er víða
gagnrýnd-
ur, enda
eru þau hið
ágætasta
sjónvarps-
fólk. Fáir
skilja þó
hvernig
skipuritið á
Stöð 2 virkar.
Sigmundur Ernir Rúnarsson
er sagður vera forstöðumaður
fréttasviðs en Óskar Hrafn Þor-
valdsson fréttastjóri heyrir ekki
undir hann. Þá er Freyr Einars-
son yfirmaður þess sem kallast
„opni glugginn“ á Stöð 2 en þar
er Ísland í dag, Markaður Björns
Inga Hrafnssonar og Mannamál
Sigmundar Ernis sem þannig er
undirmaður Freys.
n Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson virðist eiga talsverða
möguleika í slagnum um hið
vanþakkaða embætti að vera
formaður Framsóknarflokks-
ins. Ekki eru mótframbjóðend-
ur hans allskostar sáttir með að
Sigmundur sé kallaður fulltrúi
grasrótarinnar. Bent er á að
Gunnlaugur Sigmundsson, fað-
ir formannsefnisins, hafi áður
verið þingmaður og nú auð-
maður. Hann hafði sig reyndar
mjög í frammi á átakafundinum
í Þjóðleikhúskjallaranum þar
sem hann mætti syni sínum til
stuðnings.
n Fortíðin geymir margar sög-
ur um völd og aðferðir Davíðs
Oddssonar seðlabankastjóra.
Lífseig er sú frásögn að þegar
Almenna bókafélagið var að
riða til falls
hafi Davíð,
Kjartan
Gunnarsson
og Björn
Bjarnason,
núverandi
dómsmála-
ráðherra,
boðað Guð-
mund H. Garðarsson, þáverandi
alþingismann og stjórnarmann
í Lífeyrissjóði verslunarmanna,
til fundar við sig. Sagan segir að
þeir kumpánar hafi lagt að Guð-
mundi að lána félaginu svo rétta
mætti það af en Guðmundur
neitað. Þá hafi hann fengið skýr
skilaboð um að ferli hans sem
þingmanns myndi ljúka fljótlega
og svo varð.
LyngháLs 5, 110 Reykjavík
Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf.
Stjórnarformaður: hreinn Loftsson
framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir
ritStjórar:
jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
fréttaStjórar:
Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is
og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is
auglýSingaStjóri:
ásmundur helgason, asi@birtingur.is
dV á netinu: dV.is
aðaLnúMer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010,
áskriftarsíMi: 512 7080, augLýsingar: 515 70 50.
Umbrot: dV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: árvakur.
dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
„Ég stóð við kælinn í
Nóatúni að velja
skógardúfur í
matarboð.“
n Sigurlaug M. Jónasdóttir,
fyrrverandi þáttastjórnandi Íslands í dag, sem
frétti af uppsögn sinni á heldur óhefðbundinn
hátt. – DV.
„Ef ég ætti
leiðinlegan
karl myndi ég
örugglega
springa.“
n Vala Grand Einarsdóttir um kærastann sinn,
Baldvin Vigfússon, sem hjálpar henni í
undirbúningnum fyrir kynskiptiaðgerð. – Séð og
heyrt.
„Það er líklega
minnimáttar-
kennd.“
n Friðrik Þór Friðriksson um
hvað fékk hann til þess að velja minnimáttar-
kennd. – DV.
„Ég vil sjá lífstíðardóma
yfir landráðamönnunum
sem fluttu peningana sína
í gegnum Lúxemborg og
Cayman-eyjar.“
n Bergur Þorgeirsson, nemi og mótmælandi,
um þá auðmenn sem komu peningunum undan í
efnahagshruninu. – DV.
„Appelsínuhúð skyggir á
verðlaunaafhendingu.“
n Sagði í fyrirsögn á visir.is þar sem sást í
appelsínuhúð á læri leikkonunnar Reese
Witherspoon á People´s Choice Awards.
Hræðilegt þegar appelsínuhúð skyggir svona á
heila hátíð. – visir.is
Formaður í aftursæti
Leiðari
Eitt furðulegasta viðtal síðari tíma birtist í sjónvarpi við Ingibjörgu Sólrúnu Gílsadóttur, formann Samfylkingar. Þar mærði hún ráð-
herrann Árna Mathiesen sem sætt hefur
áfellisdómi umboðsmanns Alþingis fyrir þá
spillingu að skipa Þorstein Davíðsson sem
héraðsdómara gegn áliti mætra manna.
Lýsti formaðurinn því að hann treysti ráð-
herranum til góðra verka og ljáði ekki
máls á afsögn hans. Áður hafði Ingibjörg
Sólrún talið eðlilegt að þjóðin losnaði við
Davíð Oddsson seðlabankastjóra og með-
reiðarsveina hans. Hún hafði áður komið
fram af röggsemi og sent samstarfsflokkn-
um skýr skilaboð um nauðsynlega siðvæð-
ingu. Í viðtalinu var allt annað hljóð komið
í strokkinn. Ríkisstjórnin er að moka snjó-
skafl og ekki má trufla þá vinnu með því að
setja af menn sem hafa ofboðið þjóðinni.
Formaður Samfylkingar var í öllum atrið-
um á því að ekkert þyrfti að gera til að svæla
út óværuna sem setti Ísland á hausinn. Aug-
ljóst er að Ingibjörg Sólrún er komin í aft-
ursætið hjá Geir Haarde og Davíð Odds-
syni. Hún hefur tekið þá ákvörðun að kaupa
frið í ríkisstjórninni í skiptum fyrir réttlæti.
Hún hefur gengið til liðs við þá óvini fólks-
ins í landinu sem vilja að niðurrifsöflin hafi
forgang í uppbyggingunni. Sú afstaða for-
mannsins sem kom fram í viðtalinu hlýt-
ur að vera áfall öllum þeim sem héldu að
Samfylkingin myndi tryggja að réttlætið
næði fram að ganga. Því miður bendir flest
til þess að orðið sé til óformlegt bandalag
Davíðs Oddssonar og Ingibjargar Sólrúnar
um að ekki megi skerða völd neinna og ekki
eigi að hreyfa við neinu. Í stað þess að moka
spillingarflórinn er Ingibjörg föst í skafli
samtryggingar. Það er áfall öllum þeim sem
trúðu því að hún myndi standa vörð um lýð-
ræðið og refsa hinum seku.
reyNir TrausTasoN riTsTjóri skrifar. Ríkisstjórnin er að moka snjóskafl.
bókstafLega