Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2009, Page 19
föstudagur 9. janúar 2009 19Umræða
Hver er konan? „Brynhildur
guðjónsdóttir, leikari og leikskáld.“
Hvað drífur þig áfram? „Bjartsýni.“
Strengdirðu einhver áramóta-
heit? „nei, ég hef það fyrir reglu að
gera það aldrei.“
Áhugamál? „Bækur, sögur, kettir,
sjór, rigning, fjölskyldan mín, Mexíkó,
dauðinn, litir og bara eiginlega allt.
allavega rosalega margt.“
Hver er fyrsta minningin þín?
„Þegar ég sturtaði niður vænu
handklæði hjá ömmu regínu og var
skömmuð alveg rosalega mikið.“
Hver er uppáhaldsmaturinn
þinn? „Mexíkóskur matur og lifur.“
Hvaða þýðingu hafa þessi
verðlaun fyrir þig? „Þetta er í fyrsta
lagi alveg ofboðsleg upphefð að fólki
finnist maður standa fyrir bjartsýni.
Ég lít á þetta sem hvatningu til að
gera meira og betur og segja fleiri
sögur.
Ég lít líka á þetta sem verðlaun fyrir
að þora að segja söguna á bak við
söguna því það er alltaf saga á bak
við sögu. Þetta hvetur mig til að setja
markið hátt. Ég var bæði stolt og
snortin þegar ég tók við þessum
frábæru verðlaunum.“
Hvað ætlarðu að gera við
milljónina? „Það er ekki hægt að
ljúga því en milljónin kom sér
vissulega mjög vel. Þessir peningar
munu skila sér til baka í þjóðfélagið,
ég á eftir að borga ýmislegt.“
Hvað er fram undan? „Við erum
byrjuð að æfa frídu sem verður
falleg sýning. Einnig leik ég tvær
sýningar af Brák í Kaupmannahöfn á
árinu ásamt fleiri frábærum
verkefnum.
Kannski leggst ég í einhverjar
þýðingar og ætli ég þýði svo ekki
frídu við tækifæri.“
Á að kjósa í vor?
„já, því stjórnin er vonlaus.“
Sara GuðmundSdóttir
33 ára í dag, afgrEiðsluKona
„Ég held að það hafi ekkert upp á sig.“
Gréta SteindórSdóttir
60 ára húsMóðir
„já, þeir sem eru við stjórnina eru búnir
að klúðra sínum málum.“
Guðmundur Hjaltalín
35 ára lagErstjóri í garra
„nei, það á alls ekki að gera. Mér finnst
ekki tími til þess að kjósa núna.“
HÁkon Svanur ÞórSSon
21 árs starfsMaður á lagEr
Dómstóll götunnar
BrynHildur GuðjónSdóttir,
leikkona og leikskáld, hlaut í vikunni
íslensku bjartsýnisverðlaunin 2008.
forseti íslands, ólafur ragnar
grímsson, afhenti verðlaunin og
verðlaunafé að upphæð 1 milljón
króna.
Stolt og Snortin
„Ég kýs ekki en mér finnst að það ætti
að kjósa. Ég er orðinn leiður á þessari
kreppu.“
maGnúS ÞröStur StefÁnSSon
15 ára nEMi
Það var vorveður og léttúði á mið-
vikudagsmorguninn; ég var nýkom-
in úr göngutúr og hlustaði á Sigurð
G. Tómasson á útvarpi Sögu eins-
og ég geri þegar færi gefst til að létta
mér stundir og fræðast nokkuð um
menn og málefni og fugla.
Ég dáðist að Sigurði þennan
morguninn sem oftar þar sem hann,
í alkunnri þolinmæði sinni, gerði
ítrekaðar tilraunir til að ræða við
einn andstuttan hlustanda sem tjáði
sig ákaft um voðaatburðina á Gaza-
svæðinu. Hlustandinn hélt með Ís-
raelsmönnum og svo mikið var
kapp hans að Sigurður, sem hefur
heilmikið fram að færa varðandi þá
ógnaröld sem ríkir í Miðausturlönd-
um, gat vart lagt heilt orð í belg vegna
þess hversu málæðið herjaði illilega
á manninn.
Mér varð á að hugsa og lái mér
hver sem vill – að það væri með ólík-
indum hversu margir Íslending-
ar sæju sig knúna til að snúa öllum
mögulegum og ómögulegum mál-
um upp í keppni; menn bókstaflega
týna sér í því að taka afstöðu með eða
á móti þegar þeir stilla öllu í lið og
velta fyrir sér hvor sé nú betri brúnn
eða rauður og þá verður vitaskuld
aukaatriði hvort báðir leika grátt og
hafa rangt við á öllum vígstöðvum;
annaðhvorteðafólk – er lítið gefið
fyrir rök og umræðu og fyrir vikið
verða allar hugmyndir þess óbæri-
lega svart/ hvítar.
Það liggur við að hægt sé fumlaust
að kalla þessa keppnisdýrkun eitt
af leiðustu þjóðareinkennum okk-
ar Íslendinga og að við séum, þrátt
fyrir allan lærdóm undangenginna
mánaða og ára og áratuga, enn þann
dag í dag lifandi dæmi um þá teg-
und keppnisgólara sem ana áfram
án nokkurrar hugsunar annarrar en
þeirrar sem hyggur á sigur hvernig
svo sem til hans er stofnað; málið er
bara að okkar lið vinni og þótt skyn-
semin sé blind og réttlætið langt á
hafi úti skiptir það engu máli. Fyrir
hrunið skipuðu menn sér til dæmis
í fylkingar með þessum auðmannin-
um og á móti hinum þótt ljóst væri
löngum að allir hefðu þeir rangt við
einsog kom svo á daginn þegar við
stóðum saman á sviðinni jörð.
Nema hvað, látum vera þótt
menn stilli sér upp í lið með eða á
móti þessari pólitíkinni eða hinni,
evrunni, krónunni, ráðamönnum
eyjunnar, Bjarna bakgreiðanda, Geir
lánlausa, Ingibjörgu þjóðvísu, sívirk-
um mótmælendum eða undirgefn-
um þolendum, rofinni kryddsíld eða
kurteisishjali. En þegar menn spyrja
sig hvort réttlætanlegt sé að börn-
um og saklausu fólki sé slátrað vegna
þessa málstaðarins eða hins og liðs-
heildarinnar auðvitað – er þá ekki
nóg komið af svo góðu? Verðum við
þá ekki að staldra við og spyrja sjálf
okkur alvarlegra spurninga – eða
erum við svo náleg Íslendingar að
hinir svívirtu verði að heita íslensk-
um nöfnum og hafa íslenskt ríkisfang
til að við getum sameinast um það í
einu liði að morð á saklausu, svöngu,
innikróuðu fólki sé voðaglæpur gegn
mannkyninu og þann glæp beri okk-
ur að fordæma?
Í sumu er ekki hægt að keppa
kjallari
viGdíS
GrímSdóttir
rithöfundur skrifar
„En þegar menn spyrja sig hvort rétt-
lætanlegt sé að börnum og
saklausu fólki sé slátrað
vegna þessa málstaðarins
eða hins og liðsheildar-
innar auðvitað - er þá ekki
nóg komið af svo góðu? “
mynDin
Svanavatnið Þessir ástföngnu svanir tóku því rólega við seltjarnarnesið þar sem þeir létu vel hvor að öðrum. Eflaust ekki í fyrsta skipti enda velja svanir sér maka fyrir
lífstíð. mynd Heiða HelGadóttir
maður Dagsins