Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2009, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2009, Side 7
Fréttir H u g sa s é r! Jafnrettisthing_3x39.indd 1 9/1/09 14:24:54 Guðmundur G. Gunnarsson, bæj- arfulltrúi Sjálfstæðisfélagsins á Álftanesi, spyr þeirrar spurningar á heimasíðu félagsins, hvort félagið eigi lengur samleið með Sjálfstæðis- flokknum í þeim hremmingum sem ganga yfir þjóðina um þessar mundir. „Sú spurning hlýtur að leita á okk- ur félaga í Sjálfstæðisfélagi Álftaness hvort hagsmunir okkar fari saman með Sjálfstæðisflokknum um þessar mundir,“ skrifar Guðmundur. Hann segir að ástæður þessara hugrenn- inga sinna séu meðal annars ástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar og um- ræðan um ESB. Hann segir að svo virðist vera sem raunveru- lega sé verið að reyna að koma því inn hjá almenningi að Evrópusambands- umræða og aðild að því sé einhver lausn á vanda þjóðarinnar núna. Svo sé hins vegar alls ekki. „Ekki verður séð að á næstu miss- erum verði búið að skipta út krónunni fyrir evruna. Ekki verður heldur séð að við myndum renna átakalaust í eina sæng með Evrópuþjóðum í ESB. Séu einhverjar töfralausnir til í skúffum, af hverju þá ekki alveg eins að ræða það að taka upp dollar í stað aumrar krón- unnar?“ Oddviti sjálfstæðismanna á Álftanesi hugsi: Efast um flokkinn Engin töfralausn „Þjóðin er afvegaleidd með umræðuflækju um ESB,“ segir Guðmundur. Ísfirðingur á þrítugsaldri hefur húðflúrað börn undir lögaldri án samþykkis foreldra: Húðflúraði hakakross á ungling ig fram að ekki sé ljóst hvernig við- skiptavinir Klæðningar muni taka því að JBB kaupi stóran hlut í fyrir- tækinu og að líklegt sé að „allnokkur viðskipti muni tapast“. Þess vegna er komist að þeirri niðurstöðu í minn- isskjalinu að það muni „styrkja við- skiptin“ að Gunnar verði áfram að störfum hjá Klæðningu þó að hann selji eignarhlut sinn og láti af störf- um sem framkvæmdastjóri. Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi Sam- fylkingarinnar í Kópavogi, segir að Gunnar Birgisson hafi staðfastlega lýst því yfir að hann hafi ekki unn- ið hjá Klæðningu eftir að hann seldi hlut sinn. „Þegar Gunnar átti hlut í Klæðningu fyrir 2003, og málefni fyrirtækisins voru tekin fyrir í bæj- arráði, vék hann alltaf af fundi sem tengdur aðili. Eftir að Gunnar seldi hlut sinn í fyrirtækinu hætti hann því vegna þess að hann taldi sig geta tek- ið þátt í afgreiðslu mála tengdum fyr- irtækinu eins og hver annar því fyrir- tækið kæmi honum ekki við lengur,“ segir Flosi. Hreinn neitar að tjá sig Hreinn Jónasson segist, aðspurður um fyrir hvaða eiganda Klæðning- ar ehf. hann hafi setið ársfundinn árið 2005, ekki hafa áhuga á að ræða málið við blaðamann. „Ég er löngu hættur hjá Klæðningu. Ég hef eng- an áhuga á að ræða þetta. Takk fyrir,“ segir Hreinn. Hreinn er vinur Gunnar Birgis- sonar og hefur meðal annars unn- ið fyrir hann í kosningum. Í grein í Mannlífi frá árinu 2007 er sagt að Hreinn hafi verið notaður sem lepp- ur við eigendaskiptin í fyrirtækinu og hann hafi verið sagður í hópi eig- enda fyrirtækisins og skráður sem stjórnarmeðlimur. Stuttu eftir eig- endaskiptin árið 2003 hætti Hreinn sem framkvæmdastjóri Klæðningar og Sigþór Ari Sigþórsson var ráðinn í hans stað. Ber fyrir sig bankaleynd Halldór Þorleifs Stefánsson, starfs- maður Kaupþings banka í Lúxem- borg sem skrifaði undir skjalið þar sem Hreini Jónassyni er veitt um- boð til að fara með eignarhlutinn í Klæðningu, vill ekki gefa upp fyr- ir hönd hvaða manna Hreini var veitt umboðið til að fara með eign- arhlutinn og ber fyrir sig banka- leynd. „Ég bara má ekki svara því vegna bankaleyndar. Ég hef ekkert um þetta að segja. Ég get því mið- ur ekki hjálpað þér,“ segir Halldór. Hann segir að umboðið til Hreins hafi verið veitt í nafni „okkar við- skiptavinar“. LEYNIMAKK Í KÓPAVOGI Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópa- vogs, seldi hlut sinn í verktakafyrirtæk- inu Klæðningu árið 2003, en í kjölfarið varð til leynihlutur í Klæðningu sem Kaupþing í Lúxemborg sá um. Verk- takafyrirtækið hefur unnið mikið fyrir Kópavogsbæ. Minnisblöð frá Klæðningu benda til að Gunnar Birgisson hafi unn- ið hjá fyrirtækinu eftir að hann seldi hlut sinn í því. Starfsmaður Kaupþings vill ekki segja hver átti hlutinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.