Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2009, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2009, Blaðsíða 22
mánudagur 19. janúar 200922 Fólkið Á forsíðu nýjasta Séð og heyrt má lesa um Matthías Imsland, forstjóra Iceland Express, og unnustu hans, Sunnevu Torp. En nú rétt fyrir jól eignuðust þau dreng saman. Sunneva vinnur sem flugfreyja hjá Iceland Ex- press auk þess sem hún er andlit flugfélagsins. Sunneva útskrif- aðist úr Verzlunarskólanum á sínum tíma og seinna meir úr sálfræði við Háskóla Íslands. Á menntaskólaárunum þótti Sunneva mikil fegurðardrottn- ing og kvenkostur og nældi hún sér í sjarmatröllið Þorvald Dav- íð Kristjánsson leikara, en þau voru saman í nokkra mánuði á menntaskólaárunum. Þorvald- ur býr nú úti í New York þar sem hann leggur stund á leiklistar- nám við hinn fræga Julliard- skóla. Gullöldin endurvakin Hver man ekki eftir gömlu góðu tím- unum á Skjá einum þegar Árni Þór og Kristján Ra réðu ríkjum? Íslensk dagskrárgerð blómstraði á skján- um á fyrstu árum stöðvarinnar og var hver stjarnan á fætur annarri við stjórnvölinn. Egill Helgason, blaðamaður á sín- um tíma, byrjaði með Silfur Egils og varð stjarna á einni nóttu. Skjár einn fékk einnig lífsstílsdrottninguna Völu Matt til liðs við sig og hóf Innlit-Útlit göngu sína. Björn Jörundur og Inga Lind Karlsdóttir voru með vikulegan þátt sem kallaðist Út að borða með Íslendingum. Spjallþáttadrottningin Sirrý stjórnaði vinsælustu þáttunum á Skjá einum, en vikulega fékk hún til sín gesti sem töluðu hreint út. Dóra Takefusa stjórnaði um tíma ásamt hinum og þessum stefnumótaþætt- inum Djúpu lauginni og naut sá þáttur mikilla vinsælda, enda fyrstur sinnar tegundar hér á landi. Með tímanum snarminnkaði inn- lend dagskrárgerð og fyrir aðeins nokkrum mánuðum, sagði Skjár einn öllum starfsmönnum upp. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri RÚV, kom ítrekað fram í fréttum með að það vanti sanngjarnt sam- keppnisumhverfi á fjölmiðla- markaði. Skjár einn fór í heljar- innar auglýsingarherferð til þess að bjarga stöðinni. Bjartari tímar virðast vera fram undan hjá Skjá einum, en undanfarna daga hefur Skjár einn fengið stjörnur til liðs við sig rétt eins og á blómaskeiði stöðvarinnar. Jón Jósep Snæ- björnsson, söngvari Í svört- um fötum, hóf sjónvarpsferil sinn í skemmtiþættin- um Singing Bee. Skjár einn hefur ákveðið að halda kappanum um borð og mun hann koma til með að stýra fjölskyldu- og skemmtiþættinum Fyndnar fjölskyldu- myndir sem verð- ur í anda Amer- ica’s Funniest Home Videos. Þá mun Káta Maskínan, menning- arþáttur Þorsteins Joð, flytja sig frá RÚV yfir á Skjá einn og Sölvi Tryggva- son, fyrrverandi þáttastjórnandi Íslands í dag, stjórna þættinum Málefni ásamt Gunnhildi Örnu Gunnars- dóttur blaðamanni. Þáttur- inn verður sýndur einu sinni í mánuði. Einn- ig mun förðunarmeist- arinn Karl Berndsen stýra lífsstílsþætti í anda How to Look Good Naked. Óhætt er að segja að gullald- artími Skjás eins sé endurvakinn. hanna@dv.is Stjörnurnar skinu skært á blómaskeiði Skjás eins fyrir nokkrum árum. Á síðastliðnum árum hefur innlend dagskrárgerð dalað verulega og um tíma leit allt út fyrir að Skjár einn væri að syngja sitt síðasta. Svo virðist sem bjartari tímar séu fram undan á stöð- inni og eru nokkrar af helstu sjónvarpsstjörnum landsins gengnar til liðs við stöðina. Fyrrverandi fegurðardrottningin Hrafnhildur Hafsteinsdóttir og eiginkona Bubba Morteins sást á dögunum í barnavöruverslun í borginni þar sem hún hugaði að komu erfingja þeirra hjóna en þau eiga von á sínu fyrsta barni saman með vorinu . Ætla má að hreiðurgerðin sé farin að gera vart við sig hjá Hrafnhildi enda farið að síga á seinni hluta meðgöngunnar. Þau Hrafn- hildur og Bubbi gengu í það heilaga síðasta sum- ar og skömmu síðar bárust fregnir af því að Hrafnhildur bæri barn undir belti. Þau hjón- in hafa komið sér vel fyrir við Meðalfellsvatn en þar byggðu þau draumahúsið rétt áður en að kreppan skall á. Það verður án efa nóg að gera á heimili Hrafnhildar og Bubba í fæðingarorlofinu en fyrir á Hrafnhildur dóttur á fjórða ári og sjálfur á Bubbi þrjú börn úr fyrra sambandi. HrafnHildur í HreiðurGerð Með forstjóra í stað leikara HrafnHildur Hafsteinsdóttir undirbýr komu erfingjanS: Stjörnurnar Snúa aftur á SkjáEinn: Eftir að kviknaði í á Kleppsveg- inum aðfaranótt föstudags voru að minnsta kosti tveir tónlist- armenn með fyrstu mönnum á vettvang. Annars vegar tón- listarmaðurinn Ólafur Arnalds og hins vegar Arnar Halldórs- son sem þekktastur er fyrir að hafa verið í hljómsveitinni The Boys. Arnar var á leið heim úr gleðskap í miðbænum og segir í viðtali við Vísi að hann hafi heyrt öskur og læti, sett klút fyrir andlit sitt og ætt inn í húsið til að aðstoða skelfingu lostið fólk við að komast út úr brennandi íbúð. Ólafur, sem býr í húsinu við hlið- ina á því sem brann, var einnig staddur í gleðskap hjá nágrönn- um sínum á efri hæðinni í sínu húsi þegar eldur brast út. Mikill reykur myndaðist í íbúð Ólafs og fékk hann ekki að snúa í íbúð sína fyrr en skömmu fyrir hádegi á föstudag. Hætt koMnir tónlistarMenn sölvi tryggvason Snýr aftur á skjáinn eftir aðeins tveggja vikna hlé. Hann mun stjórna mánaðarlegum þætti ásamt gunnhildi Örnu gunnarsdóttur blaðamanni. Björn Jörundur Fór með Íslending- um út að borða á sínum tíma. sirrý Oprah Winfrey Íslands. egill Helga Varð sjónvarpsstjarna á Skjá einum. Hrafnhildur í hreiðurgerð Sést hefur til Hrafnhildar undirbúa komu erfingjans sem væntanlegur er fyrir vorið. Á brúðkaupsdaginn Hrafnhildur og Bubbi gengu eins og þekkt er orðið í það heilaga á síðasta ári. Fljótlega bárust fréttir um að þau ættu von á erfingja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.