Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2009, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2009, Side 10
Þriggja daga aðgangur að bestu skíðasvæðum landsins getur kostað fimm manna fjölskyldu um 18 þús- und krónur. Það miðast þó yfirleitt við að börnin þrjú séu eldri en 6 ára og yngri en 17 ára. Páskarnir eru á næsta leyti og DV hefur tekið saman upplýsingar um helstu skíðasvæði landsins af því tilefni. Óhætt er að segja að Íslendingar búi í sannkall- aðri skíðaparadís, þegar snjóalög leyfa. Óskeypis á Húsavík Skíðasvæði landsins eru 12 talsins. Helmingur þeirra er á Norðurlandi, tvö á Austurlandi, eitt á Vestfjörðum og þrjú eru á Suðvesturlandi. Á bestu svæðum landsins kostar dagskort fyrir fullorðinn ríflega 2.000 krónur en börn greiða sjaldnast meira en 800 krónur fyrir daginn. Vel er þó hægt að skíða um pásk- ana fyrir mun minni pening. Á Húsa- vík er til að mynda ókeypis í skíða- lyftuna sem þar dregur fólk upp brekkurnar. Í Reykjavík eru þrjár stakar lyftur; í Breiðholti, í Ártúns- brekku og í Grafarvogi en í þær lyftur er frítt. Hafa ber í huga að lyfturnar í Reykjavík eru auðvitað ekki opnar nema lítinn hluta vetrarins, þar sem snjóframleiðsluvélar eru ekki til taks nema á stærstu svæðunum. Ódýrara á minni svæðum Þeir sem kjósa að sækja meðalstór skíðasvæði þurfa ekki að greiða jafn- hátt gjald fyrir daginn og þeir sem vilja njóta alls þess sem stærstu svæðin hafa upp á að bjóða. Þannig er daggjaldið 1.600 krónur fyrir full- orðinn á Dalvík og á Ísafirði en börn greiða um það bil hálft gjald. Á Siglu- firði greiða fullorðnir 1.200 krón- ur en börn á grunnskólaaldri 600 krónur. Þau verð sem hér eru talin gilda fyrir aðgang að skíðalyftum í staka daga. Sums staðar, eins og til dæmis á Siglufirði, er hægt að kaupa helgarkort sem gildir frá föstudegi til sunnudags. Fyrir það greiða full- orðnir 5.000 krónur en börn 2.500. Á enn minni svæðum, til dæmis á Sauðarkróki, á Ólafsfirði og við Seyð- isfjörð kostar aðgangur fyrir full- orðna yfirleitt um 800 krónur og börn greiða ríflega helming af því. Á þeim svæðum geta fimm manna fjölskyld- ur hæglega skíðað alla helgina fyrir minna en 10.000 krónur. Aðstaðan misjöfn Sjálfsagt er að nefna að ástæða fyrir miklum verðmun á milli svæða má fyrst og fremst rekja til aðstöðu og þjónustu. Minni þjónusta er gjarnan á smærri svæðum auk þess sem þar eru færri lyftur. Í töflunni hér að neð- an má sjá hversu margar lyftur eru á hverju svæði en verðin miðast flest við uppgefin verð á heimasíðu Skíða- sambands Íslands og á heimasíð- um einstakra skíðasvæða. Hafa ber í huga að sum skíðasvæðin bjóða upp á sérstaka dagskrá um páskana, þar sem fólk getur keypt sig inn á hag- stæðara verði en hefðbundna daga. Loks ber nefna að DV getur á eng- an hátt ábyrgst að skíðasvæðin verði opin um páskana þrátt fyrir að mikið hafi snjóað víða um land undanfarna daga. Ef marka má framtíðarspár Veðurstofunnar mun nokkuð hlýna í veðri á næstu dögum. Fimmtudagur 2. apríl 200910 Neytendur n Fjórir ferðalangar fóru svangir og þreyttir á Nings uppi á Höfða á þriðjudaginn. Afgreiðsludaman sem þar var að vinna bauð hvorki góðan daginn né svaraði þegar á hana var yrt. Viðmót hennar var hranalegt þótt maturinn hafi verið góður, eins og venjulega. n Lofið fær kurteis starfsmaður Olís í Norðlingaholti. Viðskiptavinur kom við í bílalúgunni á laugardaginn síðasta til að eiga viðskipti. Starfsmaður kom um leið og bíllinn rann að lúgunni. Hann afgreiddi með hraði og þegar viðskiptum lauk kvaddi hann skýrmæltur og einlægur: „Eigðu frábæra helgi“. SENdiÐ lOF EÐa laSt Á NEYtENdur@dV.iS Dísilolía Algengt verð verð á lítra 147,3 kr. verð á lítra 154,1 kr. Skeifunni verð á lítra 145,8 kr. verð á lítra 152,6 kr. Algengt verð verð á lítra 147,9 kr. verð á lítra 154,9 kr. bensín Kænunni verð á lítra 145,6 kr. verð á lítra 152,4 kr. Fjarðarkaupum verð á lítra 145,7 kr. verð á lítra 152,5 kr. Algengt verð verð á lítra 147,3 kr. verð á lítra 154,1 kr. umSjóN: Baldur guÐmuNdSSON, baldur@dv.is / neytendur@dv.is el d sn ey t i Akureyri - Hlíðarfjall Lyftur 6 (2 stólalyftur) Flutningsgeta á klst.: 4.400 Dagskort: Fullorðnir 2.200 kr. Börn: 825 kr. Tilboð: ódýrara að kaupa fleiri daga í einu. Reykjavík Ein lyfta í grafarvogi Ein lyfta í Breiðholti Ein lyfta í Ártúnsbrekku aðgangur að skíðasvæðunum er ókeypis. Dalvík - Böggvis- staðafjall Lyftur: 2 Flutningsgeta á klst.: 800 Dagskort: Fullorðnir 1.600 kr. Börn 6-15 ára 800 kr. Húsavík - Skálamelur Lyftur: 1 Flutningsgeta á klst.: Ekki uppgefið. aðgangur að skíðasvæðinu er ókeypis. Ísafjörður - Tungudalur Lyftur: 3 Flutningsgeta á klst.: 2.400 Dagskort: Fullorðnir 1.600 kr. Börn: 700 kr. Helgarkort (fös-sun 3.400 kr fyrir fullorðna og 1.500 kr börn) Fjarðabyggð - Oddsskarð Lyftur: 3 Flutningsgeta á klst.: 1.965 Dagskort: Fullorðnir 1.700 kr. Börn 650 kr. Ólafsfjörður - Tindaöxl Lyftur: 1 Flutningsgeta á klst.: 500 á klst. Dagskort: Fullorðnir 600 kr. 13-16 ára 400 kr. 6-12 ára 300 kr. Bláfjöll Lyftur: 14 (3 stólalyftur) Flutningsgeta á klst.: 12.000 Dagskort: Fullorðnir 2.000 kr. Börn (6-16) 550 kr. Siglufjörður - Skarðsdalur Lyftur: 3 Flutningsgeta á klst.: 550 Fullorðnir 1200 kr. Börn (6-16 ára) 600 kr. Tilboð, öll helgin: Fullorðnir 5000 kr. Börn 2500 kr. Sauðárkrókur - Tindastóll Lyftur: 1 Flutningsgeta á klst.: 900 Dagskort: Fullorðnir 800 kr. Börn: 450 kr. Seyðisfjörður - Stafdalur Lyftur: 1 Flutningsgeta á klst.: Ekki uppgefið Dagskort: Fullorðnir 800 kr. Börn 400 kr. Skálafell Lyftur: 4 (1 stólalyfta) Flutningsgeta á klst.: 3.000 Dagskort: Fullorðnir 2.000 kr. Börn (6-16) 550 kr. SkÍðASvæði ÍSLAnDS SkíðaparadíSin íSland Á Íslandi eru 12 skíðasvæði en um helmingur þeirra er á Norðurlandi. Páskarnir eru eftir rúma viku og því hefur DV tekið saman upplýsingar um skíðasvæði landsins. Fimm manna fjölskylda getur þurft að greiða um 18 þúsund krónur fyrir þrjá daga á bestu skíðasvæðunum en sums staðar er hægt að renna sér frítt. BALDUR GUðMUnDSSOn blaðamaður skrifar baldur@dv.is Neytendastofa vill valfrjálst hollustumerki: Börnin verði vernduð „Umboðsmaður barna og talsmað- ur neytenda hafa lagt þá tillögu fyr- ir sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra að hann ákveði að tekið verði upp valfrjálst hollustumerki að sænskri fyrirmynd, eins og Danir og Norðmenn hafa nýverið gert.“ Þetta kemur fram í tilkynningu en þar segir einnig að tillagan komi í beinu fram- haldi af gildistöku leiðbeininga um aukna neytendavernd barna. Lagt er til að ráðherra matvæla- mála, sjávarútvegs- og landbúnað- arráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, útbúi reglur sem kveði á um viður- kenningu sænsks hollustumerkis sem Danir og Norðmenn hafa einn- ig tekið upp og heimilt verði að nota hérlendis að uppfylltum skilyrðum í hverjum matvælaflokki. „Einnig er lagt til að tryggð verði nægileg fjár- framlög til þeirra aðila sem eigi að standa að kynningu merkisins og þýðingu þess fyrir neytendur og aðra hagsmunaaðila,“ segir í tilkynning- unni en í röksemdum Talsmanns neytenda og Umboðsmanns barna fyrir tillögunni segir meðal annars: „Kjarni þess að taka upp slíkt jákvætt, valfrjálst hollustumerki felst í því að þannig er hægt að leiðbeina með skjótum hætti í hraða hversdagsins þeim neytendum og foreldrum – leikum sem lærðum – sem vilja velja holl matvæli óháð þekkingu til dæm- is á næringarfræði, tungumálum og fleiru.“ Lagt er til að undirbúningur hefjist nú þegar og að merkið öðlist viðurkenningu stjórnvalda ekki síðar en 1. janúar 2010. baldur@dv.is „Ef marka má framtíð- arspár Veðurstofunn- ar mun nokkuð hlýna í veðri á næstu dögum.“ Það er skemmtilegt á skíðum tólf skíðasvæði eru á íslandi en ekki er víst hversu mörg þeirra verða opin um páskana. Talsmaður neytenda leggur til að tekið verði upp valfrjálst hollustumerki að sænskri fyrirmynd. MynD STEFán kARLSSOn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.