Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2009, Side 15
Fimmtudagur 2. apríl 2009 15Umræða
Hver er maðurinn? „Venjulegur
borgari á þessari eyju.“
Hvað drífur þig áfram? „löngun
til að skilja við veröldina helst í
betra standi en þegar ég fékk hana í
hendurnar.“
Uppáhaldsmatur? „Humar og
bláber. Ekki saman, það verður að
líða stund á milli.“
Uppáhaldsbók? „Ég á þrjár uppá-
haldsbækur. Þær eru íslendingasaga
Sturlu Þórðarsonar, góði dátinn Svejk
og moby dick.“
Hvers vegna ætti fólk að kjósa
Borgarahreyfinguna? „Þeir sem
eru orðnir þreyttir á spillingu ættu
að kjósa flokk sem gerir heiðarleika,
gagnsæi og lýðræði að sínum stóru
málum.“
Hvers vegna ferðu í framboð
núna fyrst? „pólitík hefur alla mína
ævi verið mitt áhugamál, en ástæða
þess að ég fer út í pólitík núna
er að mér finnst ég geta gert svo
fjöldamargt miklu, miklu betur en
mjög margir þeirra sem líta út fyrir
að ætla sér inn á þing núna.“
Ef þér byðist embætti forsætis-
ráðherra að loknum kosningum,
myndirðu þiggja það boð?
„Ef þetta væri ekki háð neinum
óaðgengilegum skilyrðum myndi ég
fúslega taka þetta að mér. Og myndi
gera það vel. maður fer í pólitíska
baráttu til þess að öðlast pólitísk
áhrif.“
Óttastu ekki árásir á einkalíf þitt
nú þegar þú ert kominn í fram-
boð? „Ég hef árum saman verið að
skrifa um einkalíf mitt í útbreiddasta
blað á landinu og er eins og ég er. Ég
óttast því ekkert slíkar innrásir.“
Má eiga von á bíómynd í þinni
leikstjórn með titlinum Stjórn-
málalíf í náinni framtíð? „Nei,
en við gísli Örn í Vesturporti erum
alltaf að kasta á milli okkar hugmynd
að bíómynd sem yrði framhaldi af
líf-myndunum. En ég sé ekki að
Þór og danni fari mikið út í pólitík
á næstunni. Ætli sé ekki nóg að ég
geri það.“
Hljópstu apríl í gær?
„Nei, það var ekkert reynt.“
AgnAr SnorrASon
18 ára NEmi
„Nei.“
KriStinn ÞÓr SigUrðSSon
18 ára NEmi
„Ég veit það ekki akkúrat núna.“
rAgnHEiðUr SArA tHorvAldS-
dÓttir
23 ára
„Nei ég gerði það ekki, það munaði
litlu.“
SUnnA dögg gUðjÓnSdÓtttir
22 ára StuðNiNgSFulltrúi.
Dómstóll götunnar
Þráinn BErtElSSon er oddviti
Borgarahreyfingarinnar í öðru
reykjavíkurkjördæminu. Humar og
bláber eru uppáhaldsmatur Þráins
sem veigraði sér ekki við að taka við
valdamesta embætti landsins ef það
byðist að loknum þingkosningunum
seinna í mánuðinum.
vill verða
forsætisráðherra
„Ég er að því núna.“
EðvArð FrEyr ingÓlFSSon
16 ára NEmi.
maður Dagsins
Steingrímur J. Sigfússon, formaður
vinstri grænna, sagði á opnum fundi
fjárlaganefndar í gær að að krónan
yrði gjaldmiðill þjóðarinnar næstu
þrjú til fjögur árin.
„Krónan er ekki ónýt. Það er bara
búið að stjórna svo illa hér að hún er
grátt leikin. Við höfum alveg forsend-
ur til að hafa hér stöðugan gjaldmiðil
og skráðan á réttum forsendum ef við
stjórnum okkar málum almennilega.“
Þannig tók Seingrímur til orða á
fundi með blaðamönnum í fyrradag.
Við hlið hans sat Jóhanna Sigurðuar-
dóttir þögul og hugsaði sitt. En sagði
svo aðspurð: „Ég tel krónuna allt of
veika og sé hana ekki til frambúðar
sem okkar gjaldmiðil. Ég vil sem fyrst
taka upp evru.“
Er hér kominn fleygurinn í áfram-
haldandi stjórnarsamstarfi VG og
Samfylkingar og uppspretta sundur-
lyndis?
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi
Moggaritstjóri, gælir við einangr-
unarsinna í VG. „Náið málefnalegt
samstarf á milli sjálfstæðismanna
og vinstri grænna um þetta tiltekna
mál mun styrkja vinstri græna í átök-
unum við Samfylkinguna um ESB.
Þess vegna meðal annars á að leggja
áherzlu á slíkt samstarf milli þessara
tveggja ólíku flokka.“
Æpandi þversagnir
Steingrímur hafði varla sleppt síðasta
orðinu á fundinum þegar hann arkaði
niður á Alþingi og mælti fyrir lögum
um hert gjaldeyrishöft. Banna skyldi
krónu í milliríkjaviðskiptum með öllu
langt fram eftir næsta ári.
Þversagnirnar eru æpandi og
stríða gegn heilbrigðri skynsemi. Er
hægt að styðja krónuna og afneita
henni um leið? Á að glæpavæða þær
fáeinu hræður sem enn framleiða til
útflutnings?
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmda-
stjóri Samtaka atvinnulífsins, og Jón
Steindór Valdimarsson, framkvæmda-
stjóri Samtaka iðnaðarins, hafa báðir
tjáð sig afdráttarlaust um krónuna:
Vilhjálmur: „Með lögum neit-
ar ríkið að taka við eigin gjaldmiðli í
eðlilegum viðskiptum. Hvað halda
menn að mundi gerast ef Bandaríkja-
menn neitðuðu að taka við dollurum
fyrir útfluttar bandarískar vörur?“
Jón Steindór: „Við getum aldrei
stjórnað vel með krónunni í frjáls-
um og alþjóðlegum viðskiptum. Okk-
ur tókst það ekki og með því að gæla
áfram við þann kost værum við að
reyna að leika list hins ómögulega.“
gaddavír og rafmagn
Á sama tíma og þessu vindur fram
reisir Sjálfstæðisflokkurinn tvö-
falda rafmagnsgirðingu um landið
og klappar niður Norðmenn og aðra
Evrópubúa. Kannski á að gerast eitt-
hvað á næstu tíu árum eftir þau fjór-
tán ár sem flokkurinn réð því að Evr-
ópumálið var ekki á dagskrá.
Seint ætlar Íslendingum að tak-
ast að umbreyta eyjarskeggjaviðhorf-
um til umheimsins. Þau birtust líka
í neyðarlögunum sem setja þurfti í
byrjun október síðastliðins. „Við“ ætl-
um aðeins að ábyrgjast innistæður
„okkar“ en ekki „ykkar“! Rétt eins og
það væri í lagi að segja: „Við borgum
bara hvítum mönnum en ekki svört-
um.“ Stjórnvöld eru enn þegjanda-
leg yfir því tjóni sem þessi undarlega
þjóðernishneigð olli heimilum og fyr-
irtækjum í landinu.
Mogginn í höndum flokksins
Útflutningsgreinarnar þola ekki leng-
ur krónuna, óvissuna, óstöðugleik-
ann og fyrirlitningu útlendinga á öllu
sem íslenskt er. Þau bíða sum færis á
að flytja reksturinn alfarið til útlanda.
Össur, Marel, Actavis, hugbúnaðar-
fyrirtæki. Já mætti ekki hugsa sér að
flytja meira af fiskvinnslunni líka til
útlanda?
Vantrúin og skortur á trúverðug-
leika þjóðarinnar frammi fyrir öðrum
þjóðum er mælanlegur. Eftir Davíðs-
hrun bankanna þarf ekkert að reisa
neina víggirðingu kring um þessar 300
þúsund hræður sem hér búa. Skulda-
tryggingaálag íslenska ríkisins stend-
ur í 820 punktum og engum heilvita
útlendingi dettur í hug að fjárfesta hér
á landi.
Í kjölfar hrunsins hafa einangrun-
arsinnar haft fullan sigur í Sjálfstæð-
isflokknum og boða hernað gegn
Evrópusinnum. Væntanlega eru þar
hæg heimatökin þar sem Sjálfstæð-
isflokkurinn – strangt til tekið fjáröfl-
unarnefnd flokksins – tók við rekstri
Moggans í gær.
Fleygurinn í stjórnarsamstarfinu
kjallari
svona er íslanD
1 Milljarða gjaldþrot tengt
bæjarstjórn
Einkahlutafélagið Suðurnesjamenn, sem
var úrskurðað gjaldþrota í síðasta mánuði,
skuldar samtals um fimm milljarða króna.
2 „við erum blönk“
Söngkonan Emilíana torrini opnar sig í
viðtali við vefsíðuna laist í los angeles.
3 Fjórir kærðir fyrir að nauðga
stúlku
Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú kæru
tvítugrar stúlku vegna nauðgunar eða
misbeitingar sem á að hafa átt sér stað um
helgina eða aðfaranótt laugardags.
4 rukkað fyrir að tæma
bangsasparibauk
Haraldur Hafsteinn pétursson var krafinn
um þjónustugjald upp á 65 krónur á
mínútuna þegar hann ætlaði að láta tæma
sparibauk frænda síns í útibúi Kaupþings.
5 girls Aloud á Íslandi: taka upp
myndband
Stúlknasveitin girls aloud er stödd á
landinu til að taka upp tónlistarmynd-
band.
6 Bretar hirtu bréfin
HSBC-bankinn í Bretlandi hefur sett 13,5
prósenta hlut Baugs og skyldra félaga í
sölu í óþökk skilanefndar landsbankans.
7 „Hrein og bein ökugjaldssvik“
leigubílstjórinn sem hefur verið sakaður
um mannrán segir málið byggjast á
misskilningi.
mest lesið á dV.is
jÓHAnn
HAUKSSon
útvarpsmaður skrifar
„Þau bíða sum færis
á að flytja reksturinn
alfarið til útlanda.
Össur, Marel, Actavis,
hugbúnaðarfyrirtæki.“