Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2009, Síða 3
miðvikudagur 1. Júlí 2009 3Fréttir
Jón Sveinsson og Sævar Þór Sig-
urgeirsson, sem báðir voru í fram-
kvæmdanefnd um einkavæðingu
þegar Búnaðarbankinn var seldur,
fengu um 30 milljóna króna lán
hvor hjá Kaupþingi samkvæmt
lánabók ársins 2006. Þeir voru báð-
ir tilnefndir í einkavæðingarnefnd af
Framsóknarflokknum. Jón sem full-
trúi Halldórs Ásgrímssonar, þá ut-
anríkisráðherra, og Sævar fyrir hönd
Valgerðar Sverrisdóttur, þá viðskipta-
ráðherra.
Í samtali við DV segir Jón Sveins-
son, sem er hæsta-
réttarlögmaður, að
lánið sem hann
fékk hafi verið fast-
eignalán en ekki
kúlulán til hluta-
bréfakaupa. „Inn-
lent verðtryggt
lán með hefð-
bundnum vöxt-
um,“ segir Jón. Hann var á sín-
um tíma aðstoðarmaður Steingríms
Hermannssonar þegar hann var for-
sætisráðherra. Hann er lögmaður
Landsvirkjunar. Jón kemur að þrem-
ur fasteignafélögum auk þess að reka
lögmannsstofu. Lárus Finnbogason,
sem í gær lét af starfi formanns skila-
nefndar Landsbankans, er
endurskoðandi félagsins T-
11 ehf. sem Jón á.
„Það er ekkert kúlulán til
hlutabréfakaupa. Það er af
og frá,“ segir Sævar Þór Sig-
urgeirsson endurskoðandi
í samtali við DV. Hann segir
að lán hans hjá Kaupþingi
sé fasteignalán sem hann
hafi fengið vegna skrif-
stofuhúsnæðis. Hann rekur endur-
skoðendaskrifstofu í Skipholti. Sam-
kvæmt lánabókinni er Sævar skráður
fyrir láni upp á 31 milljón. „Ég keypti
á sínum tíma í Kaupþingi þegar það
var útboð til almennings. Hef ekkert
keypt síðan þá,“ segir Sævar.
Einkavæðingar-
menn í lánabókinni
Jón Sveinsson. Sævar Þór
Sigurgeirsson.
Hörður Felix Harðarson skrifaði lögfræðiálit um niðurfellingu
ábyrgða nokkurra lykilstarfsmanna Kaupþings og gerðist svo
lögmaður fyrrverandi forstjóra bankans, Hreiðars Más Sig-
urðssonar. Hörður komst að því í áliti sínu að niðurfellingin
á persónulegum ábyrgðum starfsmanna Kaupþings hefði verið
lögmæt. Lögmaðurinn segist aldrei hafa unnið fyrir Hreiðar
áður og málin séu ótengd. Bankastjóri Nýja Kaupþings segir að
málið sé óheppilegt.
Hörður Felix Harðarson, lögmað-
ur á lögmannsstofunni Mörkinni, er
lögmaður Hreiðars Más Sigurðsson-
ar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings.
Hörður Felix hefur gætt hagsmuna
Hreiðars Más gagnvart sérstökum
saksóknara efnahagshrunsins, Ól-
afi Haukssyni. Hreiðar hefur verið
yfirheyrður af sérstökum saksókn-
ara vegna meintra sýndarviðskipta
sjeiksins Al-Thanis frá Katar með
hlutabréf í Kauþingi skömmu fyrir
efnahagshrunið í haust.
Hörður Felix er jafnframt höf-
undur lögfræðiálits um lögmæti
þeirrar ákvörðunar stjórnar gamla
Kaupþings að fella niður ábyrgð-
ir nokkurra helstu stjórnenda bank-
ans vegna lána sem þeir höfðu feng-
ið til að kaupa hlutabréf í bankanum.
Stjórn bankans tók ákvörðunina um
niðurfellinguna þann 25. septemb-
er en bankinn var yfirtekinn af Fjár-
málaeftirlitinu tveimur vikum síðar.
Í álitinu kemst Hörður Felix að þeirri
niðurstöðu að ákvörðun stjórnarinn-
ar um niðurfellinguna hafi verið lög-
um samkvæm.
Hörður gerist lögmaður
Hreiðars
Hörður Felix vann lögfræðiálitið að
beiðni stjórnar Nýja Kaupþings og
skilaði því til Finns Sveinbjörnssonar,
bankastjóra Nýja Kaupþings, þann 3.
mars síðastliðinn. Viðar Már Matthí-
asson hæstaréttardómari vann einn-
ig sams konar álit fyrir stjórn Nýja
Kaupþings og komst að sömu niður-
stöðu og Hörður.
Í kjölfarið tók stjórn Nýja Kaup-
þings þá ákvörðun að ekki væru
lagalegar forsendur til að rifta þeirri
ákvörðun stjórnar gamla Kaupþings
að fella niður lánin. Stjórn bankans
ætlar að bíða með að taka ákvörðun
um málið þar til sérstakur saksókn-
ari hefur lokið við meðferð á kæru
sem fyrrverandi hluthafi í Kaupþingi
hefur lagt fram til embættisins vegna
niðurfellingar ábyrgðanna.
Hörður varð svo lögmaður Hreið-
ars fyrir stuttu þegar hann var kallað-
ur til yfirheyrslu hjá Ólafi Haukssyni.
Segist ekki hafa unnið áður
fyrir Hreiðar
Hörður Felix segir aðspurður að
hann hafi löngu verið búinn að skila
lögfræðiálitinu til Nýja Kaupþings
þegar leitað var til hans um að gerast
lögmaður Hreiðars Más vegna rann-
sóknar sérstaks saksóknara: „Mínum
afskiptum af þessu Kaupþingsmáli
var lokið þegar þetta kom upp.“
Aðspurður hvort hann hafi unn-
ið fyrir Hreiðar Má áður en hann var
beðinn um að vinna lögfræðiálit-
ið fyrir stjórn Nýja Kaupþings segir
Hörður að svo hafi ekki verið: „Það er
alveg klárt að það var ekki fyrir hendi
á þeim tíma þegar þetta álit var unnið
og var ekki fyrirséð.“ Hann bætir því
við að í ljósi þessa geti hann ekki séð
hvernig menn geti reynt að kasta rýrð
á lögfræðiálitið um lögmæti niður-
fellingarinnar því það hafi verið unn-
ið áður en hann tók að sér að gæta
hagsmuna Hreiðars: „Ef fólk skoðar
þetta af einhverri sanngirni sér það
að það eru engin tengsl á milli álits-
ins sem ég vann í mars og einhverra
verka sem ég kann að vinna síðar fyr-
ir Hreiðar eða einhvern annan sem
tengist niðurfellingunni.“
Leita ekki aftur til Harðar
Finnur Sveinbjörnsson, banka-
stjóri Nýja Kaupþings, segir að það
sé vissulega óheppilegt að Hörður
hafi gerst lögmaður Hreiðars Más
eftir að hafa samið álitið fyrir stjórn
bankans: „Það er auðvitað óheppi-
legt að þetta skyldi gerast. En hann
vinnur þetta álit fyrir okkur á sínum
tíma. Síðan ákveður hann að ger-
ast lögmaður Hreiðars Más. Þetta er
hans ákvörðun og við því getum við
í Nýja Kaupþingi ekkert gert. Þetta er
val Harðar.“
Bankastjórinn segir að þegar í ljós
kom að Hörður væri farinn að vinna
fyrir Hreiðar Má hafi bankinn ákveð-
ið að leita ekki aftur til lögmannsins
vegna mála sem tengjast fyrrverandi
stjórnendum gamla Kaupþings.
gERÐI ÁLIT Og
FÓR TIL HREIÐARS
IngI F. VILHJáLMSSon
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
„Það er auðvit-
að óheppilegt
að þetta skyldi
gerast.“
Lögmaður Hreiðars Hörður Felix
Harðarson er lögmaður Hreiðars más
Sigurðssonar.
Helgi Sigurðsson, yfirlögfræðingur
Nýja Kaupþings banka, sagði starfi
sínu lausu í gær. DV opinberaði í
gær hluta úr lánabók Kaupþings
frá júní 2006 þar sem meðal ann-
ars kom fram að Helgi hefði skuld-
að bankanum tæpar 450 milljónir
króna. Helgi veitti stjórn bankans
lögfræðilegt álit um að hún hefði
heimildir til þess samkvæmt lög-
um að fella persónulegar ábyrgðir
starfsmanna niður. Í tilkynningu frá
Nýja Kaupþingi segir að Helgi hafi
tekið ákvörðunina í því skyni að
skapa frið um bankann og endur-
uppbyggingu hans.
Helgi sendi einnig frá sér yfirlýs-
ingu í gær þar sem hann sagði með-
al annars: „Í ljósi síendurtekinnar
og villandi umræðu um aðkomu
mína að ákvörðun um lán til starfs-
manna gamla Kaupþings banka, tel
ég ljóst að ekki geti skapast sá frið-
ur um störf mín fyrir bankann sem
nauðsynlegt er.“ Helgi tilgreinir þó
ekki nákvæmlega að hvaða leyti
umræðan hafi verið villandi.
ÞAkkAR HELgA FyRIR
vEL unnIn STöRF
Helgi Sigurðsson Sagði upp störfum
frá og með gærdeginum.
Mynd BIg/MyndIn BIrtISt áður
í VIðSkIptaBLaðInu
HvAÐ ER HægT
AÐ gERA FyRIR
5,4 mILLjARÐA?
Lánin til Hreiðars Más og Sigurðar:
n Hægt væri að reka Þjóðleikhús-
ið í tæp átta ár. rekstrarkostn-
aður þess er 700 milljónir króna
á ári.
n Hægt væri að niðurgreiða
skuldir íslenskra heimila svo
þær væru 1989,6 milljarðar
en ekki 1995 milljarðar líkt og
þær voru á fyrsta ársfjórðungi
ársins 2009.
n Hægt væri að niðurgreiða
heildarskuldbindingu
íslensku þjóðarinnar vegna
icesave-samningsins þannig
að eftir stæðu tæpir 700
milljarðar en ekki 705.
n Hægt væri að greiða kostnaðinn af
skólagöngu tæplega 5000 íslenskra
grunnskólabarna í eitt ár, samkvæmt
tölum Hagstofunnar frá því í fyrra.
n Hægt væri að greiða allan
örorkulífeyririnn sem rennur
til öryrkja í landinu árlega,
samkvæmt upplýsingum frá
Hagstofunni fyrir árið 2007, og
eftir stæði 1,5 milljarðar króna.
n Hægt væri að greiða meira en
tvo þriðju hluta af kostnaði ríkisins
vegna fæðingarorlofa íslendinga,
miðað við tölur Hagstofunnar frá
árinu 2007. kostnaðurinn vegna
fæðingarorlofa nam rúmum átta
milljörðum það árið.
n Hægt væri að greiða rúmlega 11
prósent af árlegum heildarkostnaði
ríkisins vegna ellilífeyrisgreiðslna
til aldraðra íslendinga, miðað við
upplýsingar frá Hagstofunni um
þessar greiðslur árið 2006.
annaS SIgMundSSon
blaðamaður skrifar: as@dv.is