Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2009, Blaðsíða 6
miðvikudagur 1. Júlí 20096 Fréttir
Ísland er í níunda sæti yfir ríkustu lönd
Evrópu samkvæmt nýjustu mælingu
evrópsku tölfræðistofnunarinnar, Eur-
ostat, fyrir árið 2008 með 119 stig. Er þá
miðað við kaupmátt landsframleiðslu
á mann. Ísland var í sjötta sæti tvö árin
á undan og náði fjórða sæti fyrir árið
2005. Lúxemborg er hæst á listanum
líkt og síðustu ár með 253 stig. Með-
altal Evrópusambandsríkjanna 27 er
100 stig.
Takmarkaðir útreikningar
„Útreikningar af þessu tagi eru tak-
markaðir að því leyti að gengisskrán-
ing getur truflað samanburð þótt reynt
sé að leiðrétta fyrir þennan mun,“ seg-
ir Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og
lektor við Háskólann í Reykjavík. „Ís-
land er þarna með nokkrum löndum á
tiltölulega þröngu bili í kringum 115 til
123 stig svo að tiltölulega litlar skekkj-
ur geta auðveldlega hnikað löndum til
og frá í þessum samanburði,“ segir Ól-
afur aðspurður um hvort hann telji að
við verðum enn neðar á listanum fyrir
árið 2009.
Hann segir að hrunið hérlendis leiði
óhjákvæmilega til þess að landið lækki
á þennan mælikvarða. „Fyrir utan tíu
prósenta samdrátt í landsframleiðslu
glímir þjóðin við hrun gjaldmiðilsins
og bankakerfisins. Engin þjóð stendur
frammi fyrir þreföldu hruni að þessu
leyti. Fyrst hrundi krónan, svo bank-
arnir og loks framleiðslan,“ segir Ól-
afur.
Að hans mati ættum við að ná aftur
inn á topp tíu listann áður en langt um
líður. „Hér býr vel menntuð þjóð og
efnahagslífið er tiltölulega sveigjanlegt
á marga vegu,“ segir hann.
Munum fara enn neðar
„Við munum fara enn neðar á listanum
á þessu ári vegna þess að gengi krón-
unnar hefur fallið það mikið. Það þýð-
ir áframhaldandi rýrnun á lífskjörum
okkar og kaupmætti,“ segir Vilhjálm-
ur Egilsson, framkvæmdastjóri Sam-
taka atvinnulífsins. „Kaupmáttur hef-
ur verið að rýrna síðan á seinni hluta
síðasta árs. Hann fer alfarið eftir gengi
krónunnar. Vonandi verður hægt að
ná gengi hennar til baka. Það er það
sem skiptir máli. Þá fáum við lífskjörin
til baka líka,“ segir hann.
Aðspurður um hvað það muni taka
okkur langan tíma að komast aftur inn
á topp tíu listann segir Vilhjálmur það
alfarið fara eftir því hversu langan tíma
það taki að endurræsa atvinnulífið og
byggja upp útflutning. „Það er erfitt að
tímasetja það því margt spilar þar inn
í. Því fyrr sem það tekst að ná krónunni
til baka, byggja upp atvinnulífið, koma
fjárfestingum í gang og ná atvinnu-
leysi niður, því fyrr komumst við upp
úr þessu,“ segir hann. Þegar það ger-
ist förum við að fara aftur upp þennan
lista. „Ef vel tekst til ættum við að geta
snúið hlutunum við strax á næsta ári.
Ef illa tekst til erum við að horfa á veru-
lega bágt ástand næstu fjögur til fimm
árin,“ segir Vilhjálmur.
Förum enn neðar vilhjálmur Egilsson
telur að ísland fari enn neðar á listanum
vegna falls krónunnar.
Mynd STeFán KarlSSon
Ísland var í níunda sæti yfir ríkustu lönd Evrópu í fyrra og féll um þrjú sæti frá árinu
áður. Ólafur Ísleifsson segir að ekkert land á listanum glími við það hrun sem Ísland
glímir nú við. Vilhjálmur egilsson segir að við getum snúið við hlutunum stax á næsta
ári ef vel tekst til. Ef ekki gætum við horft á bágt ástand næstu fjögur til fimm árin.
VIÐ FÖRUM
ENN NEÐAR
1. lúxemborg 253
2. Noregur 190
3. Sviss 141
4. írland 140
5. Holland 135
6. austurríki 123
7. Svíþjóð 121
8. danmörk 119
9. ísland 119
10. Bretland 117
11. Finnland 116
12. Þýskaland 116
13. Belgía 115
14. Frakkland 107
15. Spánn 104
16. ítalía 100
17. ESB 27 100
18. grikkland 95
19. kýpur 95
20. Slóvenía 90
38. albanía 25
KAUpMáttUR lANdsFRAM-
lEIÐslU á MANN áRIÐ 2008:annaS SigMundSSon
blaðamaður skrifar: as@dv.is
„Ef illa tekst
til erum við að
horfa á verulega
bágt ástand
næstu fjögur til
fimm árin.”
Takmarkaðir útreikningar Ólafur ísleifs-
son segir að útreikningar af þessu tagi geti
verið takmarkaðir vegna gengisskráningar.
Mynd SigTryggur ari JÓhannSSon
„Það hefur ekki verið neinn sam-
dráttur að ráði sem hefur orðið til
þess að við þurfum að draga sam-
an heldur þvert á móti erum við að
blása til sóknar,“ segir Sævar Jónsson,
eigandi úra- og skartgripaverslunar-
innar Leonard. „Flaggskipið okkar er
verslunin í Kringlunni,“ segir Sævar
en í dag bætist við ný búð í Smára-
lindinni og seinna í júlímánuði verð-
ur verslunin í Leifsstöð stækkuð.
Sævar segir að vissulega hafi sal-
an dregist saman þegar kemur að
dýrari skartgripum en í verslunum
Leonard er að finna úr á allt að þrjár
milljónir. „Við erum farin að fá fleiri
kúnna og seljum frekar ódýrari vör-
ur en meira magn af þeim en áður,“
segir hann.
Hann þakkar velgengnina einna
helst sölu á skartgripum íslenskra
hönnuða sem hafa veri að sækja í sig
veðrið að undanförnu en Leonard
selur meðal annars skartgripi Sifj-
ar Jakobs og Hendrikku Waage. „Við
höfum verið að einbeita okkur að
íslenskum hönnuðum og það hefur
gengið mjög vel,“ segir Sævar en eftir
efnahagshrunið hefur komist mjög í
tísku að velja íslenskt. „Við voru ekki
mjög sterk í þessum íslensku skart-
gripum en við erum með rjómann af
þeim núna,“ segir Sævar. Hann tel-
ur íslensku hönnuðina eina helstu
ástæðuna fyrir velgengni Leonard
undanfarið.
Legið hefur fyrir í nokkurn tíma
að stækka verslunina í Leifsstöð.
„En búðin í Smáralind kom óvænt
upp. Við vorum ekkert á leiðinni
þangað inn. Þetta var bara tækifæri
sem okkur bauðst og við ákváðum
að skella okkur á það,“ segir Sævar
en verslunareigendum bjóðast öllu
betri leigukjör í ríkjandi efnahags-
ástandi en í góðærinu þegar slegist
var um öll helstu verslunarplássin.
erla@dv.is
Skartgripaverslunin Leonard blæs til sóknar:
íslenskt skart í stórsókn
Óvænt opnun Sævar Jónsson
segir ekki hafa staðið til að opna
búð í Smáralindinni en leonard
hafi fengið gott og óvænt tilboð
sem ekki var hægt að hafna.
leitar nauða-
samninga
Eimskip tapaði 39 milljörðum
króna á öðrum fjórðungi ársins
og er eigið fé félagsins neikvætt
um 70 milljarða króna. Á aðal-
fundi í gær var tilkynnt að félag-
ið hygðist leggja fram beiðni um
nauðasamninga við Héraðsdóm
Reykjavíkur. Eimskip tapaði 97
milljörðum króna árið 2008.
Reksturinn á Íslandi verður
færður undir nýtt félag sem heit-
ir Eimskip Íslands ehf. og verður
í eigu lánardrottna.
störfum bjargað
Með breytingunum á Eimskipi
má ætla að takist að bjarga
störfum um 1500 starfsmanna.
Landsbankinn eignast 40 pró-
sent í félaginu, NBI fimm pró-
sent, erlenda félagið Yucaipa
eignast 32 prósent og leggur
jafnframt fram 15 milljónir evra
auk þess sem 50 aðrir lánar-
drottnar eignast 23 prósent.
Gylfi Sigfússon, forstjóri Eim-
skips, segir nauðasamningana
væntanlega ekki hafa nein áhrif
á daglegan rekstur Eimskips.
sautján ára
á ofsahraða
Mikið bar á hraðakstri á höfuð-
borgarsvæðinu í gær en lögregl-
an stöðvaði för rúmlega sjötíu
ökumanna fyrir þær sakir. Öku-
fantarnir voru teknir víðs vegar
í umdæminu en eitt grófasta
brotið var framið á Reykjanes-
braut í Garðabæ, á móts við
Ikea. Þar mældist bíll sem sautj-
án ára stúlka ók á 121 kílómetra
hraða en á þessum hluta vegar-
ins er sjötíu kílómetra hámarks-
hraði. Stúlkan fékk ökuskírteini
í hendur fyrir fáeinum vikum en
á greinilega mikið ólært að sögn
lögreglu.
skora á
forsetann
Í gærkvöldi höfðu um þúsund
manns skrifað nafn sitt á undir-
skriftalista á vefsíðunni kjosa.is.
Þar er skorað á forseta Íslands,
Ólaf Ragnar Grímsson, að synja,
ef til þess kemur, „staðfestingar
lagafrumvarpi um fjárhagslega
ábyrgð íslenska ríkisins vegna
svonefndra Icesave-samninga
við hollensk og bresk stjórn-
völd“. Tekið er fram að ekki er
tekin afstaða með eða á móti
Icesave-samningum ríkisstjórn-
ar Íslands við hollensk og bresk
stjórnvöld heldur miðar áskor-
unin að því að almenningur geri
út um málið í þjóðaratkvæða-
greiðslu.