Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2009, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2009, Síða 8
miðvikudagur 1. Júlí 20098 Fréttir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráð- herra telur óráð að hafna Icesave- samningnum á þeim forsendum að unnt verði að gera nýjan samning. Hann óttast að slíkt yrði dýrkeypt fyr- ir útflutningsgreinarnar og með öllu óvíst hvort Íslandi mundi fá betri við- tökur ef viðsemjendurnir fengju á til- finninguna að það væri að hlaupa frá nýgerðum samningi með því að hafna honum á Alþingi. Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra sagði aðspurð á fundi með blaðamönnum í gær að það hvarflaði ekki að sér að frumvarp- ið um ábyrgð ríkisins á Icesave-inni- stæðunum yrði ekki samþykkt á Al- þingi. Steingrímur telur einnig líklegt að öll þau gögn sem nú eru birt um málið verði til þess að fylgi við frum- varið aukist, en frumvarpið hefur nú verið afgreitt frá báðum þingflokkum stjórnarflokkanna. Allt upp á borðið Ríkisstjórnin kynnti í gær frumvarp um ábyrgð á láni vegna Icesave-reikn- inganna. Jafnframt var aflétt trúnaði af 68 mismunandi skjölum sem tengjast Icesave-málinu. Þau skjöl voru birt í gærkvöldi á vef stjórnarráðsins og is- land.is. Fram kom í máli ráðherra að enn hvílir trúnaður á 24 mismunandi skjölum sem þingmenn fá þó í sínar hendur. Steingrímur J. Sigfússon segir að trúnaði sé þó aflétt á öllum skjöl- um sem máli skipta; þau sem enn eru háð trúnaði séu einkum fundargerðir af fundum stjórnmálamanna þar sem viðsemjendur þurfa einnig að leggja blessun sína yfir birtingu gagnanna. Meðal annars er birt frásögn af fundi fjármálaráðherra ESB og EFTA þann 4. nóvember síðastliðinn í Bruss- el, en þann fund sótti Árni Mathie- sen, þáverandi fjármálaráðherra. Eftir þann fund varð ljóst að dómstólaleið- in var því sem næst óhugsandi og lítt fýsileg. Málið í farvegi strax í nóvember Á umræddum fundi var gerð tilraun til að leggja málið í fimm manna gerðar- dóm með oddamanni frá Seðlabanka Evrópu. „Þegar í ljós kom að umboð dómsins til að skilgreina skuldbind- ingar Íslands væri mjög víðtækt, dóm- inum væri ætlaður skammur tími til þess að komast að niðurstöðu, og að niðurstaðan væri bindandi, var það mat ríkisstjórnarinnar að Ísland gæti ekki fallist á þessa málsmeðferð,“ eins og segir í ítarlegri greinargerð með frumvarpinu. Úr varð að íslensku full- trúarnir tóku ekki sæti í gerðardómn- um sem engu að síður komst að þeirri niðurstöðu án þeirra, að íslenska rík- inu bæri að ábyrgjast greiðslu lág- markstrygginga samkvæmt tilskip- uninni dygðu eignir Tryggingarsjóðs innistæðueigenda ekki til. Íslensk stjórnvöld viðurkenndu aldrei þessa niðurstöðu en hún talar sínu máli eins og segir í greinargerð- inni. Í nóvember voru þrír lagaprófess- orar, þau Björg Thorarensen, Stef- án Már Stefánsson og Viðar Már Matthíasson, fengnir til þess að vega og meta möguleika til að fara dóm- stólaleið með deiluna um ábyrgðina á innistæðunum. Í greinargerð með Icesave-frumvarpinu komast prófess- orarnir að þeirri niðurstöðu að dóm- stólaleiðin sé nær ófær. „Eins og lesa má úr þessu er það einfaldlega svo að úr þessum ágreiningi verður ekki skorið fyrir dómi án þess að báðir að- ilar fallist á slíka málsmeðferð,“ segir í greinargerðinni. „Það er sannfæring mín eftir að farið hefur verið yfir þessi gögn að þá muni þau sýna að ríkisstjórninni var nauðugur einn kostur að gera þá samninga sem hafa verið gerðir. Og það var ekki að mínu mati og ríkis- stjórnarinnar að víkjast undan því,“ sagði Jóhanna á blaðamannafundi þar sem gögn málsins voru kynnt. Langt undir greiðslugetu þjóðar- innar Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra sló á þá gagnrýni sem fram hefur komið um að Icesave-skuldbinding- arnar séu íslensku þjóðinni ofviða. „Staðan er langt í frá þannig að ís- lenska ríkið og íslenska þjóðin ráði ekki við þetta. Og það er raunar svo einfalt að sýna fram á að það er með nokkrum eindæmum að fólk skuli í fullri alvöru halda því fram að þetta sé óviðráðanlegt.“ Gylfa þótt hæfilegt að miða við 75 prósenta heimtur úr Landsbankan- um upp í Icesave-skuldina. Þannig mætti gera ráð fyrir að einn milljarður evra félli á Tryggingarsjóð innistæðu- eigenda, eða sem svarar um 170 millj- örðum króna. Þá yrðu samanlagðar vaxtagreiðslur einnig um einn millj- arður evra. Samtals yrði íslenska ríkið því að standa skil á tveimur milljörð- um evra á fimmtán ára samningstíma, þar sem fyrstu sjö árin væru afborg- unarlaus. Ætla mætti að á fimmtán árum yrðu samanlagðar gjaldeyris- tekjur þjóðarinnar um 80 milljarðar evra jafnvel þótt ekki yrði gert ráð fyrir neinum vexti útflutningstekna á tíma- bilinu. Jafnvel þótt gert yrði ráð fyrir aðeins helmingi þess vaxtar sem verið hefur í útflutningstekjum undanfarin ár megi gera ráð fyrir að samanlagðar gjaldeyristekjur næstu 15 ára verði á annað hundrað milljarðar evra. Því sé ljóst að Icesave-skuldin verði vel inn- an við 2 prósent af útflutningstekjun- um. „Það er einfaldlega bara rangt og það er einfalt að sjá það með því að skoða útflutningstekjurnar að því fer fjarri að greiðslurnar séu slíkar að við getum borið því við sem einhverri vörn í málinu að við ráðum ekki við greiðslurnar. Það er einfaldlega ekki þannig.“ Gylfi fór yfir þá hugmynd að Ís- land byðist til að greiða eitt prósent af landsframleiðslu á ári í afborganir af Icesave-skuldinni. „Ef við viljum miða við hana gætum við sloppið með það. Við yrðum þá að byrja á að greiða nið- ur skuldina strax. Það er hins vegar að mínu mati afar varhugaverð leið ein- faldlega vegna þess að þá værum við að leggja byrðar á ríkissjóð og einnig gengi krónunnar á allra næstu miss- erum og árum þegar álagið er mest af öðrum ástæðum. Það er mjög mikil- vægt sem við höfum í Icesave-samn- ingnum að við getum komist hjá því að greiða nokkuð úr ríkissjóði á næstu sjö árum meðan álagið í ríkisfjármál- unum er mest og meðan við erum að vinna okkur út úr dýpstu kreppunni. Ég fæ ekki séð að þessi eitt prósent leið sé neitt hagfelldari en sú sem fólgin er í samningnum. Hún er reyndar í alla staði mun verri,“ sagði viðskiptaráð- herra á fundinum í gær. Samið á réttum tíma Háir vextir, sem samanlagt geta á endanum numið einum milljarði evra á samningstímanum, hafa sætt mikilli gagnrýni, en um er að ræða fasta 5,55 prósenta vexti. Steingrím- ur J. Sigfússon mælti vöxtunum bót. Fjárþörf ríkissjóða víða um heim færi vaxandi og það leiddi óhjá- kvæmilega til hækkunar vaxta. Því væri það viss kostur að hafa samið snemma í niðursveiflu heimskrepp- unnar áður en vextir taki að hækka á ný og fyrr en varði væru vextirnir af Icesave-láninu fjarri því að vera óhagstæðir. Frumvarp ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð á Icesave-skuldun- um kemur til umræðu á Alþingi á morgun. Athygli lesenda er vak- in á að hægt er að nálgast þau skjöl sem trúnaði hefur verið létt af á vef stjórnarráðsins, island.is. Trúnaði hefur verið létt af 68 mismunandi skjölum sem tengjast Icesave-málinu og frumvarpi um ríkis- ábyrgð á lánum vegna Icesave-skuldanna. Þingmenn fá auk þess að kynna sér á þriðja tug skjala sem enn hefur ekki verið létt trúnaði af. Oddvitar stjórnarflokkanna telja fullvíst að frumvarpið verði samþykkt á Alþingi og segir forsætisráðherra að það hvarfli ekki að sér að það verði ekki samþykkt. Dýrkeypt að gera nýjan Icesave-samnIng „Því fer fjarri að greiðslurnar séu slíkar að við getum borið því við sem einhverri vörn í málinu að við ráðum ekki við greiðslurnar.“ JóhAnn hAukSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is oddvitarnir Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon verða æ sannfærðari um að icesave-samning- urinn njóti meirihlutafylgis á alþingi. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra „Ég fæ ekki séð að þessi eitt prósent leið sé neitt hagfelldari en sú sem fólgin er í samningnum. Hún er reyndar í alla staði mun verri.“ Icesave viðskiptaráðherra áætlar að icesave kosti þjóðina 2 milljarða evra samanlagt á 15 árum. Á sama tíma geti útflutningstekjur þjóðarinnar verið meira en 100 milljarðar evra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.