Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2009, Side 10
miðvikudagur 1. Júlí 200910 Fréttir
Afþreyingarsíðan er.is er að mati sumra orðin eineltissíða. Þar setja notendur inn þræði um allt milli
himins og jarðar. Stundum kemur það fyrir að notendur eru teknir fyrir og þeim úthúðað að ástæðu-
lausu. Ganga orðaskiptin það langt að þeim er sagt að fremja sjálfsmorð.
Á afþreyingarsíðunni er.is er hægt
að spjalla nafnlaust við fólk á öll-
um aldri um heima og geima. Þar
er hægt að fá ráð og gefa öðrum ráð
eða bara deila hugsunum sínum
með öðrum netverjum. Að mati
sumra er vefurinn því miður orð-
inn eineltisvefur þar sem níðst er á
sumum notendum. Þeir hafa jafn-
vel fengið orðsendingar þar sem
þeir eru hvattir til að fremja sjálfs-
morð. Stundum gengur eineltið
það langt að notendur neyðast til
að hætta að nota vefinn.
Kallaður barnaníðingur
DV hafði samband við fyrrver-
andi notanda er.is sem segir farir
sínar ekki sléttar. Hann segir hóp
af kvenmönnum hafa ráðist á sig
á vefnum með alls kyns aðdrótt-
unum. Var
hann til
dæmis
kall-
að-
ur
barnaníðingur og geðveikur. Þeg-
ar hann svo kvartaði yfir þeim var
aðgangi hans lokað en þeir sem
lögðu hann í meint einelti fengu
áfram að tjá skoðanir sínar á vefn-
um. Notandinn segist í samtali við
DV hafa kvartað ítrekað undan
vissum notendum en án árangurs.
Að lokum gafst hann upp og hætti
að nota vefinn. Hann segist í sam-
tali við DV þekkja fleiri notendur
sem hafa þurft að hætta vegna ein-
eltis á vefsíðunni.
Svipti sig lífi
Liðsmenn Jerico, samtök foreldra
eineltisbarna og uppkominna þol-
enda, voru stofnuð af Ingibjörgu H.
Baldursdóttur. Sonur hennar, Lár-
us Stefán Þráinsson, svipti sig lífi
21 árs gamall. Hann lenti í einelti
á vefsíðunni hugi.is vegna þess að
hann var lesblindur en Jerico var
notendanafn hans á síðunni.
Lárus háði áralanga baráttu við
þunglyndi í kjölfar alvarlegs einelt-
is í grunnskóla. Í opinskáu viðtali
við Vikuna í nóvember í fyrra lýsti
Ingibjörg því einelti.
„Það var talað niðrandi til
hans, hann fékk aldrei að vera
með, hlutirnir hans voru eyði-
lagðir og hann átti hvergi örugg-
an stað nema heima. Það hrylli-
lega við einletið er hvað það er
falið og þegar kennarar fá vitn-
eskju um slíkt verður að bregð-
ast við. Það þýðir ekkert að
þegja og vona bara að
hlutirnir lagist. Það
eykur á vandann.“
Í þessu sama
viðtali lýsir Ingi-
björg afleiðingum
eineltis og býð-
ur lesendum inn
í heim fórnar-
lambsins.
„Afleiðing-
ar eineltis eru
skelfilegar og
marka einstakl-
inga fyrir lífstíð.
Það þarf að auka
sýnileika og um-
ræðu; brjóta
niður múra
þagnarinnar
því einstakling-
ur sem er lagður í
einelti lokar sig af.
Hann skammast sín,
finnst þetta niðurlægj-
andi og þunglyndi tekur
við. Viðkomandi heldur
að eitthvað sé bogið við sig
en það er svo mikill misskiln-
ingur. Það er ekkert að þoland-
anum og hver sem er getur lent
í einelti, það spyr hvorki um stétt
né stöðu. Einelti er þjóðfélagslegt
mein og á bak við hvert eineltis-
barn er heil fjölskylda sem þjáist.“
Áreittur og niðurlægður
Inni á er.is er færsla sem heitir „Ég
skammast mín fyrir ykkur núna“.
Þar birtir vinkona eins fyrrverandi
notanda bréf frá honum þar sem
hann lýsir reynslu sinni af vefnum.
Í bréfinu kemur fram að sá notandi
var áreittur og niðurlægður af viss-
um notendum.
„En ég bara hef ekki lengur þol-
inmæðina í þetta lengur. Maður
var hundeltur á hverjum einasta
þræði sem ég kom í og aldrei var
manni borinn nein virðing þarna.
Maður er sagður þarna að hengja
sig. Svo eru illa talað um foreldra
mína þarna. Ég var stöðugt áreitt-
ur þarna og niðurlægður svo ég hef
bara ekkert gaman lengur að vera
þarna.“
Hengið ykkur
Margir hafa sagt skoðun sína á
þessu bréfi og þar á meðal vinkon-
an, sem kallar sig Litlaskassið. Hún
ber vefnum ekki góða sögu.
„Já en veistu í þau 5 ár sem ég
er búin að vera hérna þá hef ég
aldrei séð annað eins einelti og er
búið að vera hérna upp á síðkastið.
Það er rosalegt hvernig fólk leyfir
sér að haga sér hérna inni og það
fær mann alvarlega til að hugsa
hverskonar uppalandi
þær manneskjur eru og
hvort þær séu yfirleit
hæfar í slíka vinnu.“
Rætt er fram og til
baka um þennan fyrr-
verandi notanda og
vinkonuna. Undir lok
umræðunnar skrifar
notandi, sem kallar sig
walterego, einfaldlega:
„Hengið ykkur bæði.
Saman.“
Ásdís Rán
viðrinisleg
Fræga fólkið á Íslandi
fær líka aldeilis út-
reið hjá notendum
síðunnar. Ásdís Rán
er vinsæll skotspónn
netverja og ófáir
þræðir þar sem mið-
ur falleg orð falla um
þokkadísina.
„Mér finnst ná-
kvæmlega ekkert fal-
legt við hana. Finnst
hún svo hrikalega feik og viðrinis-
leg. Svo má vel vera að hún sé fal-
leg frá náttúrunnar hendi... það
bara sést ekki!“ skrifar notandi sem
kallar sig rækju.
Annar notandi sem kallar sig
Tuc vísar í mynd af Ásdísi í boði
í Búlgaríu og hneykslast á útliti
hennar.
„Getur einhver bent á eitthvað
fallegt við þetta andlit? Svo ég
minnist nú ekki á hárið! Jesús minn
almáttugur.“ Þá svarar notandinn
búbbi um hæl: „Hún minnir mest
á dragdrottningu á þessum mynd-
um.“
Notandinn imeldamarcos
gengur svo langt að líkja Ásdísi
við Fjölni Þorgeirsson, fyrrverandi
kærasta kryddpíunnar Mel B.
„Ásdís Rán er kvenútgáfan af
Fjölni Þorgeirssyni, sem hringdi
daglega í Séð og Heyrt með stunda-
skrána sína fyrir 10 árum plús.“
Örfá eineltismál
Vefstjórar er.is segjast hafa fengið
örfá eineltismál inn á borð til sín
síðustu átta ár en notendur vefs-
ins eru yfir hundrað þúsund. Á
vefnum gilda samskiptareglur og
er vefsíðan búin tilkynningakerfi
sem gengur út á að notendur vakti
umræðuna með vefstjórum og til-
kynni umræður sem ekki eru við
hæfi.
HVATT TIL SJÁLFS-
MORÐS Á NETINU
AfleiðingAr eineltis
tekið af heimasíðu Liðsmanna Jerico
n Tilfinningalegur sársauki
n lítið sjálfsálit
n lítil félagsleg færni
n Erfiðleikar við lausn félagslegra
vandamála
n Átraskanir
n líkamleg óþægindi
n angist
n Þunglyndi
n Svefnraskanir
n Áfallastreituröskun (PTSd)
n andfélagsleg hegðun
Sjálfsvígshugmyndir
lilja guðmundSdóttiR
blaðamaður skrifar lilja@dv.is
46. tbl. 70. árg. 13. nóvember 2008 Aðeins 659 kr.
Galdrahornið l Lífsreynslusaga l Fræga fólkið l Krossgátur Kitschfríður l Danski kúrinn l Matgæðingur l Heilsa – Sólveig Eiríksdóttir
IngIbjörg Helga baldursdóttIrSonurinn framdi sjálfsmorð
5
6
9
0
6
9
1
2
0
0
0
0
8
Sannfærð um að einelti í æsku sé orsökin
Starfsfólk skóla í afneitun og skipti sér ekki af
Nýtir sorgina í að berjast gegn einelti
Óborganleg
þýðingarmistök
Hver á að
borga
ballettinn?
Sniðugar jÓlagjafir
sem Hægt er að
búa til sjálfur
Verndaðu
HúðIna
fyrir vetrar-
Hörkunni
Sagði upp kæraStanumog Seldi
fyrirtækið Sitttil að leita uppi
innfæddan afríku- búa sem Hún var
ástfangin af
gerðu
smákökurnarHollari
Kvöldið áður en Lárus
ákvað að taka eigið líf
setti hann færslu inn
á netsíðuna Huga.is
þar sem hann óskaði
eftir hjálp. Lárus var
lesblindur og netverjar
létu hann heyra það
vegna stafsetningarvillna.
Sonurinn framdi sjálfsmorð ingibjörg Helga Baldursdóttir sagði sögu sína í vikunni í nóvember í fyrra. Sonur hennar, á u , ákvað að svipta sig lífi eftir að hafa verið ausinn svívirðingum á netspjalli.
„Hengið ykkur bæði.
Saman.“
Rafrænt einelti Nokkrir notendur vefsíð-
unnar er.is hafa lent í einelti á síðunni.
Viðrinisleg og feik
Notendur er.is fara margir
hverjir ófögrum orðum um
kynbombuna Ásdísi rán.
mYnd aRnold BjÖRnSSon