Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2009, Page 12
sóknin tók til hversu sterk vörn sól-
arkremsins er gangvart UVA- og
UVB-geislum sólar, rakaáhrifum
þess, vatnsvörn og hversu auðvelt er
að smyrja því á húð. Þá var skoðað
hversu vel það loðir við, hversu fljótt
það síast inn í húðina og hvernig
upplýsingum á umbúðum og niður-
stöðum efna- og húðrannsóknarinn-
ar ber saman.
Vinsælar skora ekki hátt
Tegundir sem seldar eru hér á landi,
svo sem Pix Buin, Vichy og Nieva
skora ekki mjög hátt í rannsókninni.
Piz Buin-vörn 15 er í 9. sæti yfir bestu
sólarvarnirnar, Vichy er í 11. sæti og
Nivea Sun-sóalrvörn 20 er í 12. sæti.
Hawaiian Tropic-sólarvörn
sem rannsökuð var, lenti
í 24. sæti yfir bestu sól-
arvarnirnar.
Í rannsókninni
sem Neytenda-
samtökin vísa í
kemur fram að
sólarvörn með
SPF 15 frá Ni-
vea sem skoðuð
var, reyndist gefa
rúmlega 30 í vörn.
Önnur sólarvörn
frá frá Piz Buin með
SPF 15, reyndist gefa
rúmlega 28 í vörn. Ekki ein
einasta sólarvörn sem rann-
sökuð var, reyndist hafa sama sólar-
varnarstuðul og gefinn var upp.
Leitið að UVA
Evrópusambandið hefur sent frá
sér tilmæli þar sem neytendur eru
hvattir til þess að huga vel að sér nú
á heitasta og sólríkasta tíma ársins.
Í tilmælum ESB segir að neytendur
ættu alltaf að velja
sér sólarvarn-
ir með UVA- og
UVB-vörn.
Útfjólublá-
ir geislar eru
hættulegir
og geta vald-
ið krabba-
meini.
Til þess
að tryggja ör-
yggi neytenda,
verða sólar-
varnir nú að
vera með staðl-
að merki á um-
búðum, til þess að teljast öruggar.
Níutíu prósent af geislum sólarinn-
ar ná í gegnum létt ský og því er
mikilvægt að vera á varðbergi ekki
aðeins þegar heiðskýrt er. Þá segir
í tilmælum ESB að vatn veiti aðeins
lágmarksvörn gegn útfjólubláum
geislum og að endurkast af vatni geti
aukið styrkleika sólarinnar.
Að hverju á að huga?
Neytendasamtökin gefa ráðlegg-
ingar um hvað ber að hafa í huga
þegar velja á sólarkrem. Vörn með
stuðlinum 15 síar frá um 93 prósent
af UVB-geislum, en helmingi sterk-
ari vörn, eða 30, síar frá um 97 pró-
sent. Fólk ætti að kaupa sólarvörn
með að minnsta kosti stuðlinum 15
og reyna að hafa breiðvirkandi gerð,
eða „broad spectrum“. Slík sólarvörn
verndar fyrir bæði UVA- og UVB-
geislum.
Þeir sem eru með viðkvæma húð
ættu að forðast sólarvarnir sem inni-
halda ilmefni og nota frekar varnir
sem eru ekki með ofnæmsivekjandi
efni, svo sem ilmefni eða litarefni.
Jafnvel þótt sólarvörn sé merkt vatns-
held, eða vatnsverjandi, þá er eng-
in sólarvörn fullkomlega vatnsheld.
Sólarvörn sem er auglýst sem vatns-
held, endist að jafnaði í um 80 mínút-
ur. Ef sólarvörn er auglýst sem vatns-
verjandi, endist hún aðeins í um 40
mínútur.
miðvikudagur 1. Júlí 200912 Neytendur
Ekki nota 3G
í útlöndum
Neytendasamtökin og símafyr-
irtækin sem bjóða upp á 3G-
möguleika, vara við því að nota
3G-tæknina á farsímum utan
landsteinanna. Það er margfallt
dýrara að fara á Netið í farsím-
anum sínum erlendis heldur en
hér á landi. Þeir sem eru með 3G-
síma og hafa netþjónustu tengda,
geta aftengt þessa þjónustu þegar
farið er til útlanda. Annars fer
síminn sjálfvirkt að leita að net-
þjónustu sem getur haft mjög
mikinn kostnað í för með sér.
Varað Við
farandsölu-
mönnum
Neytendastofa varar fólk við því
að versla við farandsölumenn.
Sérstaklega þegar um er að ræða
raftæki og skartgripi sem sagðir
eru úr ekta gulli af farandsölu-
mönnum. Hvað varðar raftæki
þarf sérstaklega að athuga hvert
eigi að leita komi upp gallar eða
vandamál við vöruna.
Skartgripir sem seldir eru úr
eðalmálmi á Íslandi, eiga sam-
kvæmt lögum að vera merktir með
hreinleikastimpli til að vernda
neytendur fyrir svikum. Fólk þarf
að hafa í huga að þriggja stafa
hreinleikastimpill á vörunni gefur
besta mynd af hreinleika málms-
ins sem notaður er.
n Icelandair fær lastið
að þessu sinni. Það
kostar 112 þúsund
krónur að fljúga fram
og til baka til borgar-
innar Barcelona á Spáni,
miðað við 1. til 5. ágúst næstkom-
andi. Fyrir tveimur árum síðan
mátti fá flug sömu leið fyrir
aðeins lítinn hluta af þessari
upphæð. Þá er ótalin gisting og
uppihald, þannig að nokkurra daga
borgarferð til Evrópu kostar vel á
þriðja
hundrað
þúsund á
mann.
n Það kostar ekki nema 230 krónur í
Sundlaug Garðabæjar. Samanborið
við næstu sveitarfélög á höfuðborgar-
svæðinu, er ódýrast að fara í sund í
Garðabæ. Í sundlaugum ÍTR í
Reykjavík, kostar til að mynda 360
krónur í sund. Á Seltjarnarnesi
kostar 300 krónur í sund og í
Mosfellsbæ kostar 350 krónur
í sund. Ódýrast er á öllu
höfuðborgarsvæðinu að fara í
sund í Sundlaug
Garðabæjar.
SENdið lOF Eða laST Á NEYTENdur@dv.iS
Dísilolía
algengt verð verð á lítra 176,8 kr. verð á lítra 179,6 kr.
skeifunni verð á lítra 175,3 kr. verð á lítra 178,2 kr.
algengt verð verð á lítra 176,8 kr. verð á lítra 179,7 kr.
bensín
Hveragerði verð á lítra 173,2 kr. verð á lítra 176,1 kr.
selfossi verð á lítra 173,0 kr. verð á lítra 175,9 kr.
algengt verð verð á lítra 176,8 kr. verð á lítra 179,6 kr.
umSJóN: valgEir örN ragNarSSON, valgeir@dv.is / neytendur@dv.is
el
d
sn
ey
t
i
Mikill munur er á uppgefnum sólar-
varnarstuðli og mældum sólarvarn-
arstuðli á vinsælum sólarvörnum,
samkvæmt alþjóðlegri rannsókn
sem Neytendasamtökin vísa í.
Þannig voru dæmi þess að sólar-
varnir sem kynntar eru með SPF 15
hafi veitt tæplega þrefallt minni vörn
en þær auglýsa. Barbuda Sun Sonn-
enmilch SPF 20 fær hæstu heildar-
gæðaeinkunn í rannsókninni sem
gerð var.
Einnig er algengt að sólarvarn-
ir gefi talsvert meiri vörn, heldur en
segir til um á umbúðunum. Rann-
Mikill munur er á gæði sólarvarna.
Algengt er að mikið ósamræmi sé á
upplýsingum á sólarvarnarbrúsum
og raunverulegu innihaldi,
samkvæmt nýrri rannsókn.
Vinsælar sólarvarnir á borð við
Nivea, Hawaiian Tropic og Piz Buin
skora ekki hátt í rannsókninni.
Sólin hér á landi er sterkust á milli
klukkan 11 og 15 á daginn og ætti
sólarvörn 15 að sía burt 93 prósent
af útfjólubláum geislum. Engin
sólarvörn er fullkomlega vatnsheld.
VErstu sÓlarVarnirnar
Sólarvörn Einkunn
kolastyna Emulsja do opalania SPF 15 1,3
lv aurinkosuihke Solspray 1,5
lancaster Oil-free Sun Care Spray 2,1
Nieva Sun (Biersdorf light sensation Zonnemelk 20) 2,3
BEstu sÓlarVarnirnar
Sólarvörn Einkunn
Barbuda Sun Sonnenmilch SPF 20 4 2
matas Sollotion uden parfume 15 4,2
Helena rubinstein defense SPF 15 golden beauty 4,1
lidl/Cien Sun Sonnenmilch classic 4,1
UVA gættu þess að þetta
merki sé á sólarvörninni.
VALgEir örn rAgnArSSon
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
mikill
GÆÐAmUNUR Á
SÓlARVÖRNUm