Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2009, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2009, Qupperneq 14
miðvikudagur 1. Júlí 200914 Fréttir Prestur í Kentucky í Bandaríkjunum sagði safnaðarmeðlimum sínum að koma með skambyssur til kirkju og að sögn hans var það viðleitni til að styðja örugga byssueign. Presturinn, Ken Pagano, mæltist til þess að fólk kæmi með óhlaðnar byssur í New Bethel-kirkjuna í Lou- isville til guðsþjónustu þar sem fagn- að yrði réttinum til að bera skotvopn. Tilefnið var að sögn Pagano að safn- aðarmeðlimir höfðu viðrað áhyggjur sínar vegna þess möguleika að ríkis- stjórn Baracks Obama myndi herða skotvopnalöggjöf landsins. Samkvæmt umfjöllun AP-frétta- stofunnar voru um 200 manns við- staddir upphaf þjónustunnar og Pagano sagðist vilja koma þeim skilaboðum á framfæri að „borgar- legir, vel gefnir og löghlýðnir borgar- ar“ ættu líka byssur og að ef ekki væri fyrir réttinn til slíks væru Bandaríkin ekki til í dag. Presturinn hélt einnig skambyssu- tombólu og útvegaði upplýsingar um skotvopnaöryggi. Á sama tíma í hinum enda bæj- arins var haldin skotvopnalaus sam- koma trúarhópa og fleiri til að mót- mæla messu Paganos. Terry Taylor, skipuleggjandi þeirrar samkomu, sagði í viðtali við AP-fréttastofuna að hann teldi að fólki hugnaðist ekki skotvopnaburður í kirkju eða á hverj- um öðrum helgum stað. Í Bandaríkjunum er rétturinn til að bera skotvopn njörvaður niður í annarri grein stjórnarskrárinnar og talið er að um 200 milljónir skot- vopna séu í eigu einkaaðila. Skot- vopnalöggjöfin hefur lengi verið bitbein andstæðra fylkinga og nú ótt- ast skotvopnaeigendur að stjórvöld hyggist breyta löggjöfinni með ein- um eða öðrum hætti. Prestur hvatti sóknarbörn til að koma með byssur til messu: rétti til byssueignar fagnað Írakar fagna merkum tíma- mótum Í gær héldu stjórnvöld í Írak, í fyrsta sinn síðan í valdatíð Sadd- ams Hussein, hersýningu. Með hersýningunni var fullveldi Íraks fagnað en Bandaríkin hafa feng- ið stjórnvöldum stjórntauma landsins í hendur og Banda- ríkjaher hefur hafið brottflutn- ing hermanna sinna frá borgum Íraks. Allar deildir írakskra öryggis- sveita tóku þátt í hersýningunni sem sýnt var frá í sjónvarpi á landsvísu. Hersýningin fór fram á sama stað og einræðisherrann sálugi notaði til að sýna hernað- arstyrk landsins. Forseti Ítalíu biður um „vopnahlé“ Giorgio Napolitano, forseti Ítalíu, biðlaði í vikubyrjun til stjórnmálamanna og frétta- manna að slíðra sverðin og forðast væringar nú þegar G8- ráðstefnan er handan hornsins. Silvio Berlusconi, forsætisráð- herra landsins, verður í forsvari fyrir Ítalíu og vill forsetinn forð- ast í lengstu lög að alþjóðlegt orðspor Ítalíu bíði hnekki, en Berlusconi hefur verið mik- ið milli tannanna á fólki vegna einkalífs hans. Engan skyldi undra að Berlusconi lýsti stuðningi við beiðni forsetans sem sagði að „það væri við hæfi að semja um vopnahlé“ fram yfir ráðstefnuna. Ókeypis brúð- kaup í boði Góðgerðarsamtök í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu, hafa dottið niður á nýja leið til að hvetja unga karlmenn til að láta af reykingum – að greiða fyrir brúðkaup þeirra. Hundruð ungra manna hafa sýnt tilboðinu áhuga og þeirra á meðal karlmenn sem reiðubúnir eru til að byrja að reykja svo þeir geti hætt og notið góðs af. Víða í borginn má sjá borða sem á stendur: „Að losna við vanann er þitt, við sjáum um brúðkaupið.“ Víða í arabaheiminum tíðk- ast að brúðgumarnir beri einir kostnað við brúðkaup sitt. Biblía og byssa Sóknarbörn komu með skammbyssur til messu. Mynd photos.coM Í gær hafði einn farþega Airbus-flug- vélar Yemenia-flugfélagsins sem hrapaði í Indlandshaf í fyrradag fundist á lífi. Í fyrstu voru fréttir mis- vísandi og annars vegar var talið að um fimm ára dreng hefði verið að ræða og hins vegar fjórtán ára ungl- ingsstúlku. En samkvæmt frétt á vefsíðu The Times var um að ræða stúlku frá Grand Comore-eyjum og var henni bjargað undan ströndum eyjarinn- ar þegar björgunarbátar leituðu líka í úfnum sjó. Flugvélin sem fórst var komin til ára sinna, en um var að ræða nítján ára gamla Airbus 310-flugvél sem var á leið frá Sanaa til Moroni á Grand Comore-eyjum, síðasta áfanganum frá Charles de Gaulle-flugvellinum í París til Grand Comore. slæm veðurskilyrði Grand Comore-eyja var áður undir stjórn Frakka og enn er að finna stórt samfélag Frakka á eyjunum. Talið er að tæplega sjötíu farþega flugvélar- innar hafi verið franskir. Sérfræðingar hafa hafnað öllum tengslum við flugslys Air France-flug- vélairnnar sem fórst á leið frá Brasil- íu til Frakklands í byrjun júní, og með henni allir farþegar og áhöfn. Sjónir sérfræðinga beinast einna helst veðurskilyrðum í Moroni, illa búnum flugvelli þar og umdeildu orð- spori Yemenia-flugfélagsins. Samkvæmt fréttum höfðu flug- stjórar vélarinnar gert eina misheppn- aða tilraun til lendingar, en urðu frá að hverfa vegna mikilla vindhviða og lenti vélin í sjónum í annarri tilraun. Fékk vatn og sykur Á vefsíðu The Times er vitnað í Said Abdela liðþjálfa í her Comore-eyja sem sagðist hafa tekið þátt í að bjarga stúlkunni. „Hún talar. Það er í lagi með hana. Við höfum gefið henni vatn og sykur,“ sagði Abdela. Franska samfélagið á Comore-eyj- um hefur verið harðort í garð Yemenia- flugfélagsins sem mun vera á lista hjá frönskum yfirvöldum vegna brota á ör- yggisreglugerðum. Talsmaður Frakk- land-Comore samtakanna í Frakklandi sagði að þau hefðu á von á svona flug- slysi. „Það hefur komið fyrir þegar fólk kemur á flugvelli og hefur séð ástand vélanna að það neitar að fara um borð,“ sagði talsmaðurinn. Baráttusamtökin „SOS Voyage aux Comores“ sem hafa haft áhyggjur af flugi á milli Sanaa og Moroni hafa kraf- ist þess að frönsk stjórnvöld grípi til að- gerða og var Farid Soilihi, talsmaður samtakanna í Marseille var ómyrkur í máli. „Flugi á milli Sanaa og Moroni er stjórnað af kúrekum,“ sagði Soilihi, en þess má geta að um 80.000 manns frá Kómor-eyjum búa í Marseille. Bannað að koma til Frakklands Dominique Bussereau, samgöngu- málaráðherra Frakklands, sagði að Airbus 310-flugvélin sem fórst hafi verið nítján ára gömul vél sem hafi verið bannað að koma inn í franska lofthelgi síðan 2007 eftir að athugun sýndi að hún stóðst ekki öryggiskröf- ur. Bussereau sagði að flugfélagið væri ekki á svörtum lista í Frakklandi en hafi lotið strangari athugunum. Í yfirlýsingu frá Airbus-flugvéla- framleiðandanum sagði að umrædd vél væri nítján ára og hefði að baki 51.900 flugtíma. Hún hefur verið í þjónustu Yemenia-flugfélagsins frá 1999. Jemensk stjórnvöld eiga 51 pró- sent í Yemenia-flugfélaginu á móti 49 prósentum ríkisstjórnar Sádi-Arab- íu. Khaled Ibrahim al-Wazeer, sam- göngumálaráðherra Jemen, sagði í viðtali við fréttastofu Reuters að flug- vélin hefði farið í gegnum viðamikla skoðun og hefði staðist alþjóðlega staðla. KolBeinn þorsteinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Einn farþega Airbus-vélarinnar sem fórst við Kómor-eyjar á Ind- landshafi á þriðjudag hefur fundist á lífi og þykir það ganga krafta- verki næst. Tæplega sjötíu farþegar voru frá Frakklandi og á með- al aðstandenda gætir mikillar reiði í garð flugfélagsins Yemenia. Flugvélin sem fórst var nítján ára gömul og hafði verið útlæg ger úr franskri lofthelgi. KraFtaverK við KÓmor-eyjar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.