Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2009, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2009, Blaðsíða 15
m yn d sig tryg g u r a ri jó h a n n sso n grillblað Með æði fyrir fisk Friðrika hjördís geirsdóttir er sannfærð um að Íslendingar setji fiskinn æ oftar á grillið. „Mér finnst grillaður fiskur æðislegur,“ segir matgæðingurinn og sjónvarpskonan Friðrika Hjördís Geirsdóttir sem stjórnar matreiðslu- þáttunum Léttir réttir Rikku á Stöð 2. „Það er hægt að gera svo ótrúlega mikið með fisk og hann tekur vel við maríneringu.“ Friðrika er sannfærð um að Íslendingar séu sífellt að verða duglegri við að skella fisk á grillið. „Við mættum þó gera meira af því að prófa nýjar og meira spennandi tegundir. Það er svo ótrúlega margt gómsætt til. Ekki bara lax og þorskur.“ Friðrika telur ástæðulaust fyrir reynslulitla kokka að óttast það að mistakast með fisk- inn á grillinu. „Mér finnst best að setja hann í álpappír og leyfa honum að krauma vel með maríneringunni. Svo er líka hægt að setja hann í álbakka eða í grind en það borgar sig að hafa roðið á ef það á að skella honum beint á grillið,“ segir Friðrika að lokum og bætir við: „Svo er um að gera að taka þetta á jákvæðn- inni og þá tekst þetta allt saman.“ asgeir@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.