Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2009, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2009, Qupperneq 16
Miðvikudagur 1. júlí 200916 grillblað Úlfar Eysteinsson matreiðslu- meistari sem rekur veitingastaðinn Þrjá frakka á Baldursgötunni segir Íslendinga farna að grilla meiri fisk en áður fyrr. Hann segir fordóma og þekkingarleysi oft valda því að fólk sé ekki nógu duglegt að elda fisk, hann sé miklu betri og ódýr- ari en kjöt. Allir vitlAusir í hrefnunA „Það er byrjað að gera þetta í miklu meira mæli í dag en hér áður fyrr, þá sérstaklega að grilla þétta fisk- inn, steinbítinn, skötuselinn og hlýrann. Það á að grilla þá með roðinu svo að fiskurinn haldist vel saman. Svo eru til fleiri þétt- ir fiskar eins og langan, þar sem flakið er skorið langsum og bein- hreinsað. Það er náttúrlega ótrú- lega gaman að leika sér að stein- bítskinnum, enda rosalega þéttur og góður vöðvi. Láta hann liggja í sítrónusafa og svo er maður far- inn að borða roðið og allt áður en maður veit af, enda er þetta þvílíkt sælgæti. Keila er líka þéttur fiskur sem ég mæli eindregið með,“ segir Úlfar sem bendir á að hrefnukjötið sé þó það allra heitasta í dag. „Það eru allir vitlausir í að henda henni á grillið, enda þvílíkt hnossgæti.“ notA hugmyndAflugið Silungur og lax er vinsæll á grillið meðal landsmanna og segir Úlf- ar að hægt sé að kaupa klemmur sem stykkjunum er stungið inn í og svo snúið við. „Það er líka hægt að pakka fiskinum inn í álpapp- ír, ef hann er viðkvæmur eins og þorskur, ýsa og jafnvel lúða, því það er vont að setja hana roðlausa á grillið því þá fer fiskurinn bara niður á milli. Svo er gott að setja sítrónusafa og súrsæta sósu inn í álpappírinn,“ segir Úlfar og hvet- ur fólk til að nota hugmyndaflugið. „Það er einnig gott rista flökin upp og láta góðan camenbert-ost eða gráðost inn í álpappírinn.“ fullkomnAri grill Aðspurður um ástæðu þess að fólk grillar meira af kjöti en fiski segir Úlfar að ef til vill sé það þekking- arleysi og fordómar gagnvart því að grilla. „Ég held að það sé þekk- ingarleysi, fólk hefur lent í því að setja fisk á bert grillið og svo ætlað að snúa honum við, þá er allt fast. Missa jafnvel fiskinn ofan í grillið,“ segir Úlfar og bendir á að hér áður fyrr voru grillin ekki eins fullkom- in og nú. „Á grillunum var hvergi hvíldarstaða, þetta var bara steikt í sprengbunu, síðan var engin hilla þarna, þannig að maður gat ekki geymt neitt.“ Það er auðveldara að grilla fisk núna og á ekki að vera neitt mál fyrir Jón úti í bæ þar sem auðvelt er að finna leiðbeiningar í bæklingum og bókum sem er búið að gefa út úti um allan bæ. „Ég held að þetta hjálpi allt saman,“ segir Úlfar að lokum. bodi@dv.is Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari veit eflaust manna mest um eldunaraðferðir á fiski hér á landi. DV hafði samband við hann og spurði hvers vegna fiskurinn hefði ekki verið eins vinsæll og kjötið á grill landsmanna. Hann segir margar góðar aðferðir til við að grilla fisk en númer eitt sé að nota hugmyndaflugið sem mest. Allir vitlAusir í grillaða HrEFNU „Það eru allir vit- lausir í að henda henni á grillið, enda þvílíkt hnossgæti.“ Ávallt flottur Úlfar Eysteinsson segir hrefnuna vera það allra vinsælasta þessa dagana. mynd hEiða hElgadóttir Við fengum Úlfar Eysteinsson til að segja okkur í stuttu máli frá sjávarfangi sem hann mælir með handa hungruðum Íslendingum á grillið í sumar. Hann var ekki lengi að hugsa sig um og benti strax á hrefnukjötið, enda sé hrefnan algjör snilld. „Það tek- ur svo stuttan tíma að elda hana, þetta tekur kannski 10 til 15 mín- útur að steikja fyrir 30 manns.“ aðferð: Eitt stykki af hrefnukjöti (á stærð við fransbrauð) Skorið í sentímetra þykkar sneiðar Marinerað í grill- og steikarolíu Áður en sett er á grillið er olían strokin af svo það kvikni ekki í henni Hver sneið er grilluð í 32 sekúndur á annarri hliðinni og 36 sekúndur á hinni Kryddað með sítrónupipar eða svörtum pipar – eftir að búið er að grilla kjötið Úlfar segir að það sé voðalega gott að hafa kartöflusalat eða salat og piparsósu með. „Það er svo auðvelt að fá tilbúnar sósur, sem auðveldar þeim ungu sem hafa kannski ekki vit til að búa til sósuna frá grunni. Svo myndi ég láta sveppi og smjör í álpapp- ír og leyfa þeim að dúlla þarna með hrefnunni. Svo geta menn fengið sér bakaða kartöflu, það er algjörlega smekksatriði.“ Úlfar segir að mikilvægt sé að hafa gott vín með þessu, en það er algjör- lega undir hverjum og einum komið. „Ég persónulega myndi vilja drekka létt spænskt eða ít- alskt rauðvín með þessu.“ grilluð hrefna m yn d tEn g ist Ek k i b Ein t Skerið smokkfiskinn í fernt eftir endi- löngu, leggið hann í kryddlöginn og blandið vel. Geymið í kæli í 2 klst. Þræðið þá smokkfiskinn upp á grillt- eina og grillið á vel heitu grilli í 1- 2 mín. á hvorri hlið. Berið fram t.d. með klettasalati og góðu brauði. 400-500 g smokkfiskur kryddlögur: 3 msk. ostrusósa 3 msk. sæt chili-sósa 2 msk. olía 3 hvítlauksrif, pressuð 1 msk. engifer, smátt saxað 1 tsk. hunang 1 msk. sítrónusafi Blandið öllu vel saman. Uppskrift: Úlfar Finnbjörnsson Í boði Gestgjafans Spicy smokk- fiskur á spjóti smokkfiskurinn Býður upp á ýmsa skemmtilega möguleika í matrgerð og er tilvalinn á grillið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.