Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2009, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2009, Blaðsíða 19
miðvikudagur 1. Júlí 2009 19Fréttir Sýningarbanni á kvikmyndinni Life of Brian aflétt: Leyfð eftir þrjátíu ár Betra er seint en aldrei og nú hefur borg- arráð Glasgow í Skotlandi aflétt þrjátíu ára óopinberu banni á kvikmynd Monty Python-hópsins, Life of Brian. Leyf- isnefnd borgarráðs féllst á beiðni frá Glasgow Film Theatre um að sýna kvik- myndina, en hún verður bönnuð áhorf- endum innan fimmtán ára aldurs. Myndin kom út árið 1979 og var Glasgow á meðal 39 borgar- eða bæj- aryfirvalda í Bretlandi sem neituðu að leyfa sýningu kvikmyndarinnar í kjölfar útgáfu hennar. Að mati þeirra sem settu sig upp á móti sýningu kvikmyndarinnar var kvikmyndin guðlast, en hún fjallar um gyðing sem tekinn er í misgripum fyrir Jesú og krossfestur. Borgarráðsmaðurinn Willie O’Rour- ke sagði að sýningarumsóknin nú væri sú fyrsta sem ráðinu hefði borist síðan myndin kom út og að hún hefði verið sýnd í sjónvarpi í gegnum árin og væri fáanleg á mynddiskum. „Heimurinn, og viðhorf fólks, hafa breyst undanfar- in þrjátíu ár, því held ég að nefndið hafi tekið rétta ákvörðun í dag [þriðjudag],“ sagði O’Rourke. Í gær hafði einn farþega Airbus-flug- vélar Yemenia-flugfélagsins sem hrapaði í Indlandshaf í fyrradag fundist á lífi. Í fyrstu voru fréttir mis- vísandi og annars vegar var talið að um fimm ára dreng hefði verið að ræða og hins vegar fjórtán ára ungl- ingsstúlku. En samkvæmt frétt á vefsíðu The Times var um að ræða stúlku frá Grand Comore-eyjum og var henni bjargað undan ströndum eyjarinn- ar þegar björgunarbátar leituðu líka í úfnum sjó. Flugvélin sem fórst var komin til ára sinna, en um var að ræða nítján ára gamla Airbus 310-flugvél sem var á leið frá Sanaa til Moroni á Grand Comore-eyjum, síðasta áfanganum frá Charles de Gaulle-flugvellinum í París til Grand Comore. Slæm veðurskilyrði Grand Comore-eyja var áður undir stjórn Frakka og enn er að finna stórt samfélag Frakka á eyjunum. Talið er að tæplega sjötíu farþega flugvélar- innar hafi verið franskir. Sérfræðingar hafa hafnað öllum tengslum við flugslys Air France-flug- vélairnnar sem fórst á leið frá Brasil- íu til Frakklands í byrjun júní, og með henni allir farþegar og áhöfn. Sjónir sérfræðinga beinast einna helst veðurskilyrðum í Moroni, illa búnum flugvelli þar og umdeildu orð- spori Yemenia-flugfélagsins. Samkvæmt fréttum höfðu flug- stjórar vélarinnar gert eina misheppn- aða tilraun til lendingar, en urðu frá að hverfa vegna mikilla vindhviða og lenti vélin í sjónum í annarri tilraun. Fékk vatn og sykur Á vefsíðu The Times er vitnað í Said Abdela liðþjálfa í her Comore-eyja sem sagðist hafa tekið þátt í að bjarga stúlkunni. „Hún talar. Það er í lagi með hana. Við höfum gefið henni vatn og sykur,“ sagði Abdela. Franska samfélagið á Comore-eyj- um hefur verið harðort í garð Yemenia- flugfélagsins sem mun vera á lista hjá frönskum yfirvöldum vegna brota á ör- yggisreglugerðum. Talsmaður Frakk- land-Comore samtakanna í Frakklandi sagði að þau hefðu á von á svona flug- slysi. „Það hefur komið fyrir þegar fólk kemur á flugvelli og hefur séð ástand vélanna að það neitar að fara um borð,“ sagði talsmaðurinn. Baráttusamtökin „SOS Voyage aux Comores“ sem hafa haft áhyggjur af flugi á milli Sanaa og Moroni hafa kraf- ist þess að frönsk stjórnvöld grípi til að- gerða og var Farid Soilihi, talsmaður samtakanna í Marseille var ómyrkur í máli. „Flugi á milli Sanaa og Moroni er stjórnað af kúrekum,“ sagði Soilihi, en þess má geta að um 80.000 manns frá Kómor-eyjum búa í Marseille. Bannað að koma til Frakklands Dominique Bussereau, samgöngu- málaráðherra Frakklands, sagði að Airbus 310-flugvélin sem fórst hafi verið nítján ára gömul vél sem hafi verið bannað að koma inn í franska lofthelgi síðan 2007 eftir að athugun sýndi að hún stóðst ekki öryggiskröf- ur. Bussereau sagði að flugfélagið væri ekki á svörtum lista í Frakklandi en hafi lotið strangari athugunum. Í yfirlýsingu frá Airbus-flugvéla- framleiðandanum sagði að umrædd vél væri nítján ára og hefði að baki 51.900 flugtíma. Hún hefur verið í þjónustu Yemenia-flugfélagsins frá 1999. Jemensk stjórnvöld eiga 51 pró- sent í Yemenia-flugfélaginu á móti 49 prósentum ríkisstjórnar Sádi-Arab- íu. Khaled Ibrahim al-Wazeer, sam- göngumálaráðherra Jemen, sagði í viðtali við fréttastofu Reuters að flug- vélin hefði farið í gegnum viðamikla skoðun og hefði staðist alþjóðlega staðla. „Flugi á milli Sanaa og Moroni er stjórnað af kú- rekum,“ sagði Soilihi, en þess má geta að um 80.000 manns frá Kómor-eyjum búa í Marseille. Kómor-eyjar kómor-eyjar eru á indlandshafi á milli suðausturstrandar afríku og madagaskar. Þær samanstanda af þremur aðaleyjum og fjölda rifja og smáeyja. íbúar eyjanna telja um 700.000 og eru af afrísku, arabísku og malajísku bergi brotnir og flestir múslimar. Franska og arabíska eru opinber tungumál, en flestir íbúanna tala blöndu af arabísku og svahili. Frakkar höfðu yfirráð yfir eyjunum í 130 ár áður en þær lýstu yfir sjálfstæði árið 1975. Stór hluti eyjaskeggja hefur lífsviðurværi af landbúnaði og árleg meðallaun nema um 40.000 krónum og er þjóðin á meðal þeirra fátækustu í heimi. grundvallarfæu á borð við hrísgrjón þarf að flytja inn. Nánast enga framleiðslu er að finna á eyjunum og vanilla og kakó eru nánast einu útflutningsvörurnar. Fyrsta forseta eyjanna, ahmed abdallah abderrahmane, var steypt af stóli á sjálfstæð- isárinu og komst aftur til valda 1978. Honum tókst að sitja af sér nokkrar valdaránstilraunir þar til hann var ráðinn af dögum 1989. Síðan þá hefur eyjaklasinn ekki farið varhluta af valdaránum og valdaránstilraunum. alræmdur franskur málaliði, Bob denard, stjórnaði eyjunum á bak við tjöldin stærsta hluta níunda áratugar síðustu aldar, í kjölfar valdaráns sem hann leiddi. Árið 2001 komst meiri stjórnmálalegur stöðugleiki á í kjölfar samkomulags um meiri sjálfsstjórn hverrar eyju fyrir sig. Hver eyjanna hefur nú sinn leiðtoga sem heyrir undir ahmed abdallah Sambi forseta sem fór með sigur af hólmi í kosningum 2006. KraftaverK við Kómor-eyjar yemenia-flugfélagið Hefur sætt ströngum eftirlitsreglum hjá frönskum yfirvöldum. mynd aFP Life of Brian loks leyfð til sýninga í glasgow eftir 30 ára óopinbert bann. mynd Handmade FiLmS Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkilauf Oxy tarm Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla genginu. Oxy tarm Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama oxy tarmið 30 days Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla verðinu. 30 days Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.