Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2009, Síða 20
Eitt það sniðugasta sem fundið var upp í góðær-inu var fyrirbærið kúlu-lán. Svarthöfði hefur langa
reynslu af því að taka lán og fram-
lengja þau eftir þörfum. En aldrei
hafði hann hugmyndaflug til að
biðja vesælan sparisjóð sinn um
kúlulán. Eitt sinn þegar Svarthöfði
kom í bankann sinn til að botnfylla
tóma sjóði sína bauð bankastjór-
inn honum að taka víxil til lausnar
bráðavandanum. Víxill er andstæð-
an við kúlulán því vextirnir eru
dregnir af nafnverðinu og útborgun
lánsins tekur mið af því. Næst þegar
harðnaði á dalnum vildi Svarthöfði
koma sér í mjúkinn hjá bankastjór-
anum með því að biðja strax um
víxil og stytta þannig umsóknar-
ferlið. Þá kvað við allt annan tón
og bankastjórinn vildi ólmur
lána honum verðtryggt
á skuldabréfi með
mánaðarlegum
gjalddögum.
Þannig hefur
þetta verið
í gegnum
tíðina.
Engin leið hefur verið að átta sig
á því hvað var í tísku hjá bankan-
um hverju sinni. En nú sér Svart-
höfði auðvitað að hann hefur gert
afdrifarík mistök varðandi efnahag
sinn. Kúlulánabók Kaupþings varp-
ar ljósi á að vildarvinir og starfs-
menn þessa stærsta banka Íslands
fundu aðferðina til þess að taka
lán sem gat forðað þeim frá óláni.
Víxlar með þeim annmörkum að
þurfa að greiða vextina strax voru
ekki inni í myndinni. Og meðan
Svarthöfði var að burðast með fall-
inn víxil upp á 500 þúsund krónur
voru vildarvinir með kúlulán með
einum gjalddaga á vöxtum og höf-
uðstóli. Þegar gróðavonin vegna
kúlulánanna hvarf ákvað bankinn
að viðhöfðu samráði við nokkra
kúlulánaþega að ekki væri eðlilegt
að lántakendurnir væru persónu-
lega ábyrgir. Þarna hafði Svarthöfði
klikkað í eigin málum. Hann hafði
ekki fattað að tilkynna bankastjór-
anum að hann væri hættur við að
bera ábyrgð á víxlinum sem hann
fékk til að kaupa stofnfjárhlut.
Auðvitað hefði bankastjórinn strax
samþykkt þá réttlætiskröfu og jafn-
framt strikað yfir ábyrgðarmennina.
Og víxill hefði fallið ofan í svarthol
og aldrei verið minnst á hann aftur.
Auðvitað hefði bankinn tekið fullan
þátt í óláni Svarthöfða, ef það hefði
aðeins verið nefnt. Bankar gera að
sjálfsögðu ekki upp á milli manna.
En nú er allt þetta orðið of seint.
Kúlulánin eru horfin og víxlarnir
komnir aftur með þeirri kröfu að
vextir verði strax greiddir. Lán og
ólán hafa að nýju fengið samhengi.
Nú er ekki lengur boðið upp á lán
með ólánstryggingu. Og víxlarn-
ir falla þótt Svarthöfði hafi kynnt
bankanum það álit sitt að persónu-
lega ábyrgð eigi að afnema. Svart-
höfði hefur enn einu sinni
misst af lestinni.
miðvikudagur 1. Júlí 200920 Umræða
Lán í óLáni
Spurningin
„Já, já, þetta er
orðið þannig að
ég á erfitt með að
sofa á nóttunni,
mér er svo heitt,
það er eins og ég
sé alltaf með
lopapeysu yfir
hausnum,“ segir
Úlfar Eysteins-
son matreiðslu-
maður, sem sagði við dv í byrjun júní
að hann ætlaði ekki skerða skegg sitt
fyrr en búið væri að lækka stýrivextina
í fimm eða sex prósent. Honum hefur
ekki orðið að þeirri ósk sinni svo það
má búast við því að hann safni
nokkrar vikur í viðbót.
Ertu Enn að
safna skEggi?
Sandkorn
n Titringur er nú innan Kvenna-
listaarms Samfylkingar vegna ör-
laga Kristínar Árnadóttur í utan-
ríkisráðuneytinu. Kristín er einn
nánasti bandamaður Ingibjarg-
ar Sólrúnar
Gísladóttur,
fyrrverandi
utanríkisráð-
herra, sem
gerði hana
að skrifstofu-
stjóra aðal-
skrifstofu
ráðuneytis-
ins sem var nýtt starf. Kristín fékk
jafnframt stóra skrifstofu á ráð-
herrahæðinni. En nú hefur starf
hennar verið lagt niður og Krist-
ínu falin verkefni á sviði upplýs-
ingamála. Kvennalistakonur eru
ævar út í Össur Skarphéðinsson
utanríkisráðherra vegna sparn-
aðaraðgerðanna.
n Þetta er ekki það eina sem Öss-
ur Skarphéðinsson hefur gert til
að troða Kvennalistaarminum um
tær. Fyrsta verk hans í utanríkis-
ráðuneytinu
var að losa
sig við Krist-
rúnu Heim-
isdóttur, að-
stoðarmann
Ingibjargar
Sólrúnar
Gísladóttur.
Einhverj-
ir vilja skoða þetta í því ljósi að
umræddur armur Samfylkingar
beitti sér harkalega gegn Össuri í
formannsslagnum forðum þegar
Ingibjörg Sólrún vann af honum
embættið. Væntanlega telur ráð-
herrann sig ekki skulda þessum
andstæðingum sínum neitt.
n Fjögurra vasaklúta viðtal
Péturs Blöndal, blaðamanns á
Mogganum, við Gunnar Birg-
isson, fyrrverandi bæjarstjóra
Kópavogs, skildi lítið eftir sig
annað en tæra málsvörn. Blaða-
maðurinn
Pétur er son-
ur Halldórs
Blöndal,
fyrrverandi
ráðherra og
forseta Al-
þingis. Aug-
ljóst þykir af
lestri viðtals-
ins að hjarta blaðamannsins slær
með bæjarstjóranum fyrrverandi
sem slapp algjörlega við erfiðar
spurningar.
n Líklegt er að andófsöfl í
Vinstrihreyfingunni - grænu
framboði undir óbeinni stjórn
Ögmundar
Jónassonar
heilbrigð-
isráðherra
hafi látið
undan of-
urþrýstingi
Steingríms
J. Sigfússon-
ar og muni
samþykkja umdeildan samn-
ing um að borga Icesave. Eftir
því er tekið að Guðfríður Lilja
Grétarsdóttir þingflokksform-
aður hefur nú látið af harðri
andstöðu sinni en segist nú ætla
að rýna í pappíra til að móta af-
stöðu sína.
lyngHáls 5, 110 reykJavík
Útgáfufélag: útgáfufélagið Birtíngur ehf.
Stjórnarformaður: Hreinn loftsson
framkvæmdaStjóri: elín ragnarsdóttir
ritStjórar:
Jón Trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir Traustason, rt@dv.is
fréttaStjórar:
Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is
og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is
auglýSingaStjóri:
ásmundur Helgason, asi@birtingur.is
dv á netinu: dv.is
aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010,
áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050.
SmáauglýSingar: 515 5550.
umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. dreifing: árvakur.
dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
„Og ég sem var
hætt í fjölmiðl-
um.“
n Sigríður Arnardóttir, betur þekkt sem
Sirrý, undirbýr nú nýjan útvarpsþátt á Rás 2.
- DV
„Ég elska hest-
ana mína og
kindurnar.“
n Fáfnismeðlimurinn
fyrrverandi Sverrir „tattú“
Einarsson sem hefur tekið sveitastörfin fram
yfir að þeysast um á mótorfák. - DV
„Fölsun á eigin
fé bankans.“
n Vilhjálmur Bjarnason, lektor við HÍ, um
kúlulán Kaupþings til starfsmanna til að kaupa
svo aftur hlutabréf í bankanum. - DV
„Ég notaði
tímann vel á
Kvíabryggju.“
n Karl Bjarni Guðmunds-
son, fyrrverandi Idol-stjarna, sem
hefur verið duglegur að semja lög og hefur
stofnað dúettinn Whatever. - Fréttablaðið
„Over my
dead body.“
n Á Eiríkur Jónsson,
ritstjóri Séð og heyrt, að
hafa sagt þegar fólk á
vegum Grétars Rafns og
Manuelu Óskar Steinsson
bauð blaðinu
myndaréttinn á brúðkaupi
þeirra fyrir háar
fjárhæðir. - monitor.is
Vanhæfi Þorgerðar Katrínar
Leiðari
Þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdótt-ir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, varði íslensku bankana með kjafti og klóm í fyrra, vissum við ekki að hún
hefði átt 900 milljóna króna hagsmuna að gæta
í Kaupþingi í gegnum eiginmann sinn.
Þremur mánuðum fyrir efnahagshrunið
í fyrra gagnrýndi Richard Thomas, sérfræð-
ingur hjá greiningardeild fjárfestingabankans
Merrill Lynch, bága stöðu bankanna og ranga
stefnu stjórnvalda gagnvart þeim. Þorgerður
Katrín var þá starfandi forsætisráðherra og
gekk hart gegn gagnrýnandanum í fjölmiðlum.
Hún spurði, sem ráðherra menntamála, hvort
hann þyrfti ekki á endurmenntun að halda.
Efnislega svaraði hún ekki gagnrýninni, held-
ur réðst gegn vitsmunum gagnrýnandans.
Þorgerður varði bankana af óvenjulegri
hörku og rakaleysi. „Okkar bankar standa ekki
verr heldur en allir aðrir bankar,“ fullyrti hún,
en þá höfðu eiginmaður hennar og fleiri hjá
Kaupþingi falsað eigið fé bankans með kúlu-
lánum. Þorgerður sagði að hátt skuldatrygg-
ingarálag á bankana endurspeglaði ekki stöðu
þeirra. Svo sagði hún sjónarmið gagnrýnand-
ans annarleg. „Það hvarflaði að mér um tíma,
sko, hvaða annarlegu sjónarmið búa þarna að
baki því þetta á ekki við nein rök að styðjast.“
Fólk á almennt ekki að þurfa að líða fyrir
gjörðir eða störf maka sinna. Hins vegar er ljóst
að Þorgerður setti sig í ómögulega stöðu til að
taka á þeim sjúkleika bankanna að falsa eigið
fé þannig að þeir litu út fyrir að vera traustari
en þeir voru. Ef Þorgerður hefði tekið á þessu
hefði hún um leið þurft að taka á eiginmanni
sínum og valda sjálfri sér stórkostlegum fjár-
hagslegum skaða.
Það má spyrja hvort Þorgerði hafi yfirsést
893 milljóna króna kúlulán eiginmanns síns
hjá Kaupþingi, sem olli því að eigið fé Kaup-
þings var falsað um sömu upphæð. Á hinn
bóginn mætti spyrja hvort hún hafi einfaldlega
ekki skilið þetta. Af fullri sanngirni virðist val-
ið vera milli þess hvort Þorgerður Katrín hafi
verið óhæf eða vanhæf til að standa í stafni fyr-
ir þjóðina og svara opinberlega fyrir bankana.
Þegar röng viðbrögð hennar við gagnrýni á
bankana eru metin í ljósi fram kominna upp-
lýsinga er ekki lengur hafið yfir skynsamlegan
vafa hvort hún hafi misnotað pólitíska stöðu
sína.
Þorgerður hefur haft í það minnsta þrjú ár
til að greina þjóðinni frá því hversu gríðarleg
hagsmunatengsl hennar voru við íslenskan
banka, sem í ljós hefur komið að blekkti hlut-
hafa og kom almenningi á kaldan klaka. Hún
fór í gegnum prófkjör og alþingiskosningar
án þess að gera grein fyrir þessu vanhæfi sínu.
Þegar upp komst um kúlulán eiginmanns
hennar eftir hrun sagði hún: „Það verður allt
að koma upp á borðið,“ en ekkert kom. Hún
hefur varla búist við því að þagnarmúrinn
myndi rofna. Og það er óskandi að fleiri þagn-
armúrar rofni. Öðruvísi verður ekki hægt að
stinga upp rót vandræða okkar.
Rótin að yfirstandandi og yfirvofandi óför-
um almennings var beint fyrir framan augun
á Þorgerði Katrínu og hún ætlaði sér að nærast
á henni fjárhagslega. Eftir það reyndi hún að
halda því leyndu. Í ljósi þess siðferðis sem hún
hefur sýnt mun hún líklega eftirleiðis láta eins
og ekkert sé athugavert við þetta.
Jón trausti rEynisson ritstJóri skrifar. Af fullri sanngirni virðist valið vera milli þess hvort Þorgerður Katrín hafi verið óhæf eða vanhæf.
bókStafLega