Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2009, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2009, Page 21
miðvikudagur 1. Júlí 2009 21Umræða Hver er maðurinn? „Bjarni Bragi Jónsson, sonur Jóns Braga Bjarnasonar, afabarn Bjarna Braga Jónssonar.“ Hvað dífur þig áfram? „Það er Jullan og vestmannaeyjaandinn.“ Hvar ertu uppalinn? „í vestmanna- eyjum.“ Hver eru þín helstu áhugamál? „Það eru vísindi, stjórnmál og jullur.“ Draumastarfið? „Örugglega ágætt að vera forsætisráðherra, en á aðeins auðveldari tímum en núna.“ Er ekki hættulegt að vera til sjós á svo smáum bát? „Ekki með réttri áhöfn.“ Ferðu oft út á honum? „Já, við förum oft út honum, áhöfnin á Jullinni, tvisvar í viku.“ Hefur þú komist í hann krappan á sjó? „Ég var einhvern tíma við Heimaklett á bátnum, þá féll skriða rétt hjá mér. Ég slapp naumlega.“ Hvernig er að hljóta nafnbótina bjargvættur? „Hálfvandræðalegt bara.“ Hefur eitthvert ykkar komið einhverjum til bjargar áður? „Nei, ekki svo ég viti til. Þetta var fyrsta almennilega björgunin.“ Hvað finnst þér um Icesave-málið? „Þetta er mjög ljótt mál frá upphafi til enda. Það má vera að það sé ráðlegt að greiða en ekki með þessum samningum.“ Hefurðu lesið einHverjar þeirra bóka sem Hafa komið út um Hrunið? „Ekki neinar.“ KrIstín ÞorstEInsDóttIr, 54 ára Bókari „Nei.“ KrIstInn EInarsson, 26 ára flugmaður „Nei, ekki neitt.“ Elvar Örn sturluson, 25 ára sJómaður „Nei, engar bækur.“ BjÖrn orrI ÁsBjÖrnsson, 17 ára NEmi Dómstóll götunnar BjarnI BragI jónsson kom kajakræðara til bjargar í vestmannaeyjum í vikunni þegar hann var úti á litlum uppblásnum árabát sem kallast Jullan ásamt kærustu og litla bróður. Hann segir áhöfn Jullunnar halda til sjós tvisvar í viku. Drifinn áfram af Jullunni „Nei, einu bækurnar sem ég hef lesið eru þessar þrettán sakamálasögur sem fylgdu mannlífi.“ sæunn sIgurðarDóttIr, 48 ára vEitiNgamaður maður Dagsins Vanhæfi Þorgerðar Katrínar Ónefndur maður kom að máli við DV á dögunum og kvaðst hafa samið inngang að leikþætti um yfirheyrslu á vegum rannsóknarnefndar Alþing- is sem falið hefur verið að komast að sannleikanum um bankahrunið. Leikþátturinn væri eintómur tilbún- ingur en alveg óhætt að birta hann. Sá ónefndi vildi hins vegar ekki skipta út nöfnunum þótt um tilbúning væri að ræða. Verður það látið gott heita en inngangurinn er eftirfarandi: leikþátturinn: Davíð Oddsson kemur fyrir rann- sóknarnefndina. Frammi á biðstofu situr Kjartan Gunnarsson og bíður skýrslutöku. Davíð gengur inn. Fyrir framan hann sitja Páll, Tryggvi og Sigríður, hugsanlega fleiri. Páll: Góðan dag… Ég vil biðja þig um að segja til nafns og gefa upp kennitölu. Síðan verður þú að sverja þess eið að segja satt frammi fyrir nefndinni. Davíð: Já, svo þetta er ykkar vinna núna. Ég man þegar ég lét Ólaf G. Einarsson ráða þig í stöðu umboðs- manns Alþingis, Tryggvi minn. Hann var þá forseti Alþingis 1998 minnir mig. Það var löngu eftir að við sátum saman á Flokksfundum hér í den… En þú stóðst þig ágætlega á Morgun- blaðinu… Páll: Má ég biðja þig um að svara einvörðungu spurningum okkar… Davíð: Já, hvernig læt ég, Páll minn. Tryggvi er besti maður og hélt trúnað um símtal okkar vegna álits hans á Ólafi Berki frænda hér forð- um þegar við gerðum hann að dóm- ara. Reyndar botnaði ég ekkert í því áliti frekar en áliti hans á einkasyni mínum. Kannski tók ég sjö mínútna kast á þig, Tryggvi, þarna í símanum forðum út af Ólafi Berki frænda. Ertu nokkuð reiður ennþá? Tryggvi: Eigum við ekki að snúa okkur að efninu… Davíð: Jú, Tryggvi minn. Páll sessunautur þinn er annars vænn maður. Hann veit allt um vanhæfi og gekk frá stjórnsýslulögunum fyrir mig. Og líka upplýsingalögunum og sá svo til þess árum saman að fjöl- miðlarnir væru ekki að hnýsast ofan í það sem þeim kemur ekki við. Hann var fínn formaður úrskurðarnefnd- arinnar um upplýsingamál. Og fjári góður þegar hann komst að því að alþingismenn hefðu engan lagaleg- an aðgang að upplýsingum umfram almenna borgara. Sniðugt, allt inn- múrað. Páll er maður leyndarinnar sem nú ætlar að segja þjóðinni sann- leikann um hrunið. Fyndið, he, he... Páll er annars hæfur maður á réttum stað. Við Björn Bjarnason reglubróð- ir vorum alveg sammála um þetta daginn áður en hann gerði hann að hæstaréttardómara. Ég man þetta vel. Sigríður: Afsakið, herramenn, en verðum við ekki að gera stutt hlé? Davíð: Hver ert þú? Þú ert ekki innvígð og innmúruð er það? Heldur þú að þú hafir næga þekkingu á inn- viðum Flokksins til þess að skilja ís- lenska stjórnkerfið? Sigríður: Það erum við sem eig- um að spyrja þig spurninga en ekki öfugt... Davíð: Ég get sagt þér eina góða sögu af Páli. Hann var þá formaður úrskurðarnefnd- ar um upplýsingamál árið 2005 minnir mig áður en ég hætti sem ráðherra. Einhver hafði kært synjun landbúnaðarráðuneytisins vegna þess að þessi einstakl- ingur hafði ekki fengið frá ráðu- neytinu ættbók cocker spani- el-hundsins. He, he. Einhver hundaræktandi býst ég við. Páll benti bara á að kæran væri fyrnd, ekkert þýddi að koma eftir fjóra mánuði þegar fresturinn í lögunum hans var aðeins 30 dagar. Svona er Páll tryggur í stóru og smáu. Ber gott skynbragð á hvað hæfilegt er að al- menningur fái að vita og hvað ekki. Hann veit að þetta nýja Ísland gagnsæisins er bara kjaftæði. Páll: Nú spyr ég beint, Davíð: Voru þessi lán, end- urhverfu lánin sem settu Seðlabankann á haus- inn, ekki örugglega ætl- uð Landsbankanum, 100 milljarðar eða svo? Eða á ég að spyrja Kjartan? Davíð: Spyrðu Kjart- an endilega. Hann mun aldrei segja styggðar- yrði um mig. Æ, hann missti eitthvað út úr sér í Valhöll eft- ir að hann hafði tapað milljörðum í bankahruninu. En það lagaðist um leið og ég hringdi. Rétt eins og forð- um þegar ég hringdi í Tryggva. Rannsóknin mikla kjallari 1 Dv opnar lánabók Kaupþings í lánabók kaupþings frá júní 2006 koma meðal annars fram lánveitingar til hlutabréfakaupa sem stjórnendur og helstu starfsmenn bankans fengu. 2 Brúðhjón með lífverði fótboltastjarnan grétar rafn steinsson og fegurðardrottningin manuela ósk steinsson gengu upp að altarinu í annað sinn á laugardaginn. 3 sverrir tattú hættur í Fáfni Einn af aðalmönnunum í vélhjólaklúbb- num fáfni, sverrir Þór Einarsson, er hættur í klúbbnum. 4 Er þetta hin nýja Megan Fox? Hinni 24 ára gömlu isabel lucas hefur heldur betur skotið upp á stjörnuhimininn að undanförnu eftir leik sinn í bíómyndinni transformers 2. 5 rannsókn á meintum brotum tannlæknis enn ólokið Einar magnússon, tannlæknir í reykjanesbæ, liggur undir grun um að hafa hagrætt reikningum sínum yfir fjórtán ára tímabil og svikið út milljónir króna. 6 Yfirlögfræðingur úrskurðaði um eigið lán samkvæmt lánabók kaupþings skuldaði Helgi sigurðsson, yfirlögfræðingur kaupþings, bankanum tæpar 450 milljónir sumarið 2006 vegna lána sem hann hafði fengið til hlutabréfakaupa í bankanum. 7 græðir evrur á gítarforriti farsímarisinn Nokia hefur gert samning við guðmund frey Jónasson um dreifingu á gítarstilli sem guðmundur hannaði fyrir farsíma. mest lesið á dv.is mynDin Ávallt viðbúnir skátarnir klikka ekki frekar en fyrri daginn og ekki vantaði fjörið í útilífsklúbb skátanna í gær þegar hressir krakkar skemmtu sér í rjómablíðu. MYnD sIgtrYggur arI jóHannsson jóHann HauKsson blaðamaður skrifar „Æ, hann missti eitthvað út úr sér í Valhöll eftir að hann hafði tapað mil- ljörðum í bankahruninu. En það lagaðist um leið og ég hringdi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.