Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2009, Page 23
miðvikudagur 1. Júlí 2009 23Sport
EyjamEnn í Árbænum Einn leikur fer fram í Pepsi-deild karla í kvöld þegar íBv
heimsækir Fylki í Árbæinn. leikurinn er í tíundu umferð en nú þegar hefur einn leikur verið
leikinn í umferðinni þar sem keflvíkingar lögðu Þrótt, 3-2. Eftir tvo góða sigra í röð hafa Eyja-
menn nú tapað síðustu þremur og eru í tíunda sæti með sex stig. Þeir gætu því verið komnir aft-
ur í fallsæti eftir umferðina takist þeim ekki að hirða stig í Árbænum og Fjölnir vinnur Breiðablik
í kópavoginum á fimmtudaginn þegar síðustu fjórir leikir umferðarinnar verða leiknir. Fylkis-
menn geta með sigri lyft sér í annað eða þriðja sæti, fer eftir markatölu. Stjarnan getur svo hirt
annað sætið aftur á fimmtudaginn þegar hún tekur á móti kr. Einnig mætast Fram og grinda-
vík á laugardalsvelli en stórleikur umferðarinnar er viðureign vals og FH.
Finnski ökuþórinn Kimi Raikkonen
sem alla jafna ekur Formúlu 1-bíl og
varð heimsmeistari í greininni árið
2007, hefur smám saman verið að
fikra sig meira og meira yfir í rallíið.
Hann keppti á sínu fyrsta móti fyrr í
vor áður en Formúlutímabilið hófst
og endaði í þrettánda sæti á sterku
móti í Finnlandi. Hann tók síðan þátt
í tveimur öðrum keppnum með ekki
jafngóðum árangri. Nú, á miðju tíma-
bili í Formúlu 1, ætlar Raikkonen að
keppa í heimsmeistarakeppninni í
ralli síðar í mánuðinum þegar keppn-
in verður haldin í heimalandi hans,
Finnlandi.
Raikkonen mun aka Fiat Abarth
Graden Punto-bíl í keppninni en
hún verður sú fyrsta sem Finninn
ekur á möl. Hann verður með eng-
an smáreynslubolta sér við hlið sem
aðstoðarökumann. Kaj Lindstrom,
fyrrverandi hjálparkokkur margfalda
heimsmeistarans, Tommi Makinen,
verður honum til aðstoðar en keppn-
in í Finnlandi hefst fjórum dögum
eftir að Raikkonen mun ljúka sér af í
Ungverjalands-kappakstrinum í For-
múlu 1.
„Ég hef sagt það áður að heims-
meistarakeppnin í ralli en byggð á
hetjum og goðsögnum og þær verða
nú ekki mikið stærri en Kimi Raikk-
onen,“ segir Simon Long, yfirfjöl-
miðlafulltrúi heimsmeistarakeppn-
innar. „Þetta eru frábærar fréttir fyrir
keppnina og er mjög spennandi að
hann muni keppa í Finnlandi,“ segir
Long.
Raikkonen hefur áður gefið það út
að hann gæti vel hugsað sér feril í ralli
eftir að ferlinum í Formúlunni lýkur
en miðað við hvernig Ferrari gengur
þessa dagana gæti það orðið fyrr en
seinna. tomas@dv.is
Feginn að
Ronaldo sé
FaRinn
Jamie Carragher, miðvörðurinn og
goðsögnin hjá liverpool, sér á eftir
Portúgalanum Cristiano ronaldo úr
ensku úrvalsdeildinni en er feginn að
hann sé farinn. „Það er erfitt að vinna
ensku úrvalsdeildina þar sem fjögur
af fimm sterkustu liðum heims spila
þar. En það er okkar prófraun, eins og
manchester united þarf nú að spila
án ronaldo. Hann er frábær
leikmaður og mikill missir fyrir
deildina. Hann skipti sköpum fyrir
man. united og við vitum að það
verður erfitt fyrir liðið að finna
einhvern í hans stað. kannski fer
united aðra leið og fær tvo til þrjá
leikmenn til að leysa hans hlutverk.
En eins og ég hef sagt. Það er erfitt að
leysa svona menn af hólmi. vonandi
fær united ekki annan leikmann sem
er jafngóður og ronaldo,“ segir Jamie
Carragher.
ÞRíR í sigtinu
hjá haRRy
Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham
er með augun opin á leikmanna-
markaðinum en nýjustu fregnir
herma að þrír leikmenn séu í sigtinu
hjá Harry redknapp, knattspyrnu-
stjóra liðsins. Spænska liðið, villareal,
hefur sýnt rússneska framherjanum,
roman Pavluychenko, sem leikur
með Tottenham, áhuga og vill Harry
fá argentíska varnarmanninn
Sebastian Eguren og spænska
miðvallarleikmanninn marcos Senna
auk peninga fyrir rússann. Þá hefur
Harry einnig augastað á sænska
ungstirninu marcus Berg sem fór á
kostum með sænska u21-landsliðinu
á Evrópukeppninni sem lauk í
fyrradag en þar skoraði hann sjö
mörk í fjórum leikjum. Hann leikur
með groningen í Hollandi og er
Tottenham tilbúið að greiða tíu
milljónir punda fyrir hann.
umSJón: TómaS Þór ÞórðarSon, tomas@dv.is
www.nora.is Dalvegi 16a Kóp.
opið: má-fö. 11-18,
laugard. 11-16
Opið: má-fö. 12-18, lau.12-16
Dalvegi 16a,
Rauðu múrsteinshúsunum
Kóp. 201 - S: 517 7727
www.nora.is
Fyrir bústaðinn og heimilið
Finnski ökuþórinn tekur rall-ferilinn á næsta stig:
raikkonEn í hEims-
mEistarakEppninni
Hlédrægur raikkonen verður seint
kallaður skemmtikraftur en hann er afar
fær ökumaður.
Eftir að hafa verið markadrottning
Íslandsmótsins fimm ár í röð, þar af
fjögur með Val, og unnið Íslands-
meistaratitilinn síðustu þrjú árin, hélt
besta knattspyrnukona Íslands, Mar-
grét Lára Viðarsdóttir, loks í víking.
Hún samdi fyrr á árinu við sænska
liðið Linköping sem er eitt af sterkari
liðunum í Svíþjóð. Þar hefur henni
gengið illa að fóta sig og hefur Margrét
ekki fengið að spila nægilega mikið.
Ein af ástæðum þess að hún ákvað
að taka skrefið út var til þess að spila
í sterkari deild eins og svo margar
landsliðskonur okkar en Evrópumót-
ið hefst þann 23. ágúst þar sem Ísland
verður meðal þátttakenda. Hún færði
sig um set í gær og gekk í raðir Íslend-
ingaliðsins Kristianstad sem Elísabet
Gunnarsdóttir þjálfar og þrjár lands-
liðskonur leika með.
Af toppnum á botninn
Þegar þrettán umferðum er lokið í
sænsku deildinni og aðeins tuttugu og
tveir dagar Í Evrópumótið er Linköp-
ing, liðið sem Margrét yfirgaf, í öðru
sæti með tuttugu og sjö stig, sjö á eft-
ir toppliði Umea. Kristianstad er í tí-
unda sæti og því þriðja neðst en undir
stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur tap-
aði liðið fyrstu tíu leikjum ársins. Átta
stig eru upp í næsta lið og má því bú-
ast við harðri fallbaráttu hjá liðinu.
Elísabet hefur sagt í sænskum og
íslensku miðlum í gegnum taphrin-
una að meira og minna hafi henni
fundist liðið spila góðan bolta en átt
í vandræðum með varnarleikinn og
að skora úr þeim færum sem það
fékk. Það ætti vonandi að leysast með
komu Margrétar sem þar til hún fór til
Svíþjóðar státaði af ótrúlegu marka-
meti.
Markaþurrð
Margrét Lára hefur aðeins byrjað inn
á í fjórum af þrettán leikjum liðsins
og verið kippt af velli í þremur þeirra.
Þá hefur henni aðeins tekist að skora
tvö mörk. Það er himinn og haf frá því
sem tíðkaðist þegar Margrét lék hér
heima. Hún hefur verið markadrottn-
ing Íslandsmótsins síðastliðin fimm
ár, þar af fjögur með Val og unnið Ís-
landsmeistaratitilinn í þrígang.
Hún skoraði 127 mörk í 62 leikjum á
þeim tíma en samtals hefur hún skor-
að 175 mörk í 102 leikjum á Íslands-
mótinu. Þá hefur hún verið nálægt því
að skora að meðaltali mark í hverjum
leik með landsliðinu. Hún gerði samn-
ing út tímabilið við Kristianstad og er
vonandi að hún fari að finna marka-
skóna því íslenska landsliðið þarf svo
sannarlega á því að halda í Finnlandi
þegar Evrópumótið hefst í ágúst.
Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir söðlaði um í Svíþjóð í gær þegar hún
yfirgaf Linköping til þess að ganga í raðir eins af botnliðunum, Íslendingaliðsins
Kristianstad. Þar hittir hún fyrir gamla þjálfarann sinn Elísabetu Gunnarsdóttur,
sem tapaði fyrstu tíu leikjunum með liðið. Margrét þurfti meiri spilatíma enda aðeins
22 dagar í Evrópumótið.
TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
Elísabet Gunnarsdóttir Endurheimtir
markadrottninguna sína.
MYND GUNNAR GUNNARSSON
Markadrottning margrét lára er farin
til síns gamla þjálfara hjá kristianstad.
MYND AME