Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2009, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2009, Page 29
miðvikudagur 1. Júlí 2009 29Fókus á miðvikudegi Híbýli Huldufólks Á laugardaginn verður opnuð ljósmyndasýning í Listasal Mosfellsbæjar með myndum eftir Hrönn Axelsdóttur. Sýningin ber yfirskriftina Álagablett- ir og híbýli huldufólks. Hrönn hefur ferðast um landið í mörg ár og myndað þessa staði og sýnir brot af verkum sínum á sýningunni. sumartónar í Elliðaárdal Tónleikaröðin Sumartónar í Elliða- árdal hefst í Fella- og Hólakirkju á fimmtudagskvöld klukkan 20.00. Það er organisti kirkjunnar, Guðný Einarsdóttir, sem hefur tónleik- ana ásamt Evu Þyri Hilmarsdótt- ur píanóleikara en þær leika verk eftir frönsku tónskáldin M. Ravel, E. Satie og J. Alain. Fjöldi erlendra gesta mun svo leika á tónleikum á komandi fimmtudagskvöldum í sumar en miðverð er 1.000 krónur. Í tengslum við tónleikaröðina verður kaffihús Gerðubergs opið milli kl. 18 og 22 á tónleikadögunum. farandsýning amnEsty Í tilefni af nýútkominni skýrslu Amnesty International, Nigeria: Petroleum, Pollution and Poverty in the Niger Delta, mun Íslands- deild samtakanna standa fyrir mót- mælaaðgerðum í dag. Verið er að mótmæla mannréttindabrotum og umhverfisspjöllum sem hlotist hafa af olíuvinnslu Shell á óseyrum Nígerfljóts í Nígeríu. Deildin mun halda farandljósmyndasýningu með myndum Kadirs van Lohuizen sem sýna hversu mikil eyðileggingin á svæðinu er. Get ekki alveg sagt að ég hafi búist við neinu af þessum. Í fullri alvöru þá hélt ég að þessi leikur myndi sjúga beiskt og kyngja súrt. Drauga- banarnir eru mættir aftur og leik- menn stýra nýjum meðlim hópsins. Tvö ár hafa liðið frá því kvikmynd- irnar gerðust og enn er nóg af draugum. Bla bla bla, ég trúi ekki á þá og mér fannst innskot sem þeir Dan Akroyd og Harold Ramis skrifa vera ófyndin og jafn úr sér gengin og kvikmyndirnar. Spurning hvort þeir hafi haldið húmornum á ís síð- an þá. En eftir að hafa gefið leikn- um örlítið meiri þolinmæði en ég mér datt í hug að ég gæti sýnt, kom margt skemmtilegt í ljós. Bardagar við drauga geta verið skemmtilegir, ef maður notar vopnin vel. Þau eru mörg og fjölbreytt og eftir því sem maður vinnur sér inn meiri pen- inga getur maður tjúnað þau upp. Þar liggur helsti styrkur leiksins, en grafíkin er svo sem ekkert ömurleg neitt. Ghostbusters lumaði á tölvu- ert meira af skemmtanagildi en ég hélt, en endingin var bara svona í meðallagi. Þá betra að taka það fram að sá sem þessa grein skrifar vill helst ekki spila tölvuleiki nema í þeim séu allavega fjórir nasistar, ein mini-gun, grappling, fítus sem býð- ur upp á að vera massaður, eða með tattú og vændiskonur. Þeir sem sjá heiminn með öðrum augum gætu haft töluvert gaman af þessum. Dóri DNA Ekki minn tebolli – og þó Mike Tyson er einn umdeildasti íþróttamaður síðustu ára. Á því ligg- ur enginn vafi. Þegar hann var á toppi ferils síns var enginn hnefa- leikamaður sem komst með tærnar þar sem hann hafði hælana. Hann var ekki bara með eindæmum fitt og kraftmikill, heldur ógurlega tækni- legur. Hann hafði allt sem góður box- ari þarf að hafa, nema kollinn í lagi. Búið er að gera ótal margar heimild- armyndir um Tyson og jafnvel eina leikna mynd eða svo. Engin þeirra hefur hins vegar haft erindi sem erf- iði. James Toback, leikstjóri þessar- ar myndar, er mikil vinur Tysons og greinilega lunkinn heimildarmynda- gerðarmaður. Þarna fær hann Tyson til að setj- ast niður og tjá sig umbúðalaust um feril sinn og þá skapbresti sem öftr- uðu honum á ferlinum. Saga Tys- ons er stórmerkileg. Hvort sem það eru árin í fátækrahverfinu eða þegar hann kynnist loks hnefaleikum hjá Gus D’Amato, allt eins og í Disney- mynd. Þegar svo seig á seinni hlutann minnti það meira á hryllingsmynd. Tyson var dæmdur fyrir nauðgun, sólundaði öllum peningum sínum, missti svo þann neista sem kom hon- um áfram í boxinu. Það er einhver príma-einlægni í myndinni. Tyson lætur allt flakka og greinilegt er að maðurinn geng- ur ekki alveg heill til skógar, hann er líka fyrstur til að viðurkenna það. Á lúmskan hátt tekst líka Toback að varpa spurningunni: Hvað héld- uð þið eiginlega að myndi gerast? á áhorfendur og ýjar að því að Tyson og hans brestir hafi verið bersýnileg tímasprengja. Heimildarmyndin Tyson er algjört uppgjör og á sama hátt minnisvarði um ansi spennandi tímabil í hnefa- leikum. Hún er mjög skemmtileg og ætti að höfða til breiðs hóps áhorf- enda. En það er margt við myndina sem er meingallað. Splitscreen-trix- in eru ostaleg (cheesy), og stundum fær Tyson að láta gamminn geisa einum of gagnrýnislaust. En þetta er betra en hitt ruslið sem er í bíó, engin spurning. Dóri DNA dýrið í búrinu Mike Tyson um-deildasti íþróttamaður síðustu ára lætur gaminn geisa og dregur ekkert undan. níu umsóknir standa Tíu umsóknir bárust mennta- málaráðuneytinu um stöðu þjóð- leikhússtjóra áður en umsóknar- frestur rann út 26. júní. Ein þeirra var dregin til baka en níu standa eftir. Tinna Gunnlaugsdóttir, nú- verandi þjóðleikhússtjóri sækist aftur eftir starfinu en á með- al þeirra sem sækja um eru Ari Matthíasson leikari, Páll Baldvin Baldvinsson blaðamaður og Kol- brún Halldórsdóttir, leikstjóri og fyrrverandi alþingiskona. UMsækjendUr: n ari matthíasson, leikari n Hilmar Jónsson, leikstjóri n Hlín agnarsdóttir, leikstjóri og rithöfundur n kolbrún Halldórsdóttir, leikstjóri n magnús ragnarsson, framleiðandi n Páll Baldvin Baldvinsson, fulltrúi ritstjóra n Sigurður kaiser, framkvæmdastjóri og leikhúshönnuður n Tinna gunnlaugsdóttir, þjóðleik- hússtjóri n Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri Ghostbusters the video Game Útgefandi: atari Tegund: Hasarleikur spilast á: PS3/Xbox tölvuleikir Ghostbusters draugabanarnir eru mættir aftur og leikmenn stýra nýjum meðlim hópsins. tyson heimildarmynd Leikstjóri: James Toback Aðalhlutverk: mike Tyson kvikmyndir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.