Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2009, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2009, Blaðsíða 30
miðvikudagur 1. Júlí 200930 Fólkið Það voru engir lífverðir í brúð- kaupi silfurdrengsins Róberts Gunnarssonar er hann gekk að eiga unnustu sína, Svölu Sigurð- ardóttur, á laugardaginn síðast- liðinn. Eftir glæsilega athöfn í Fríkirkjunni var efnt til heljar- innar veislu á Rúbín í Öskjuhlíð- inni. Brúðhjónin gerðu sér lítið fyrir og dönsuðu heljarinnar Rockabilly-dans fyrir gesti sína við góðar undirtektir og tók Ró- bert spúsu sína í heilan hring yfir öxlina í brúðarkjólnum. Að sögn gesta skein hamingjan af brúð- hjónunum. Ásdís Rán Gunnarsdóttir vekur at- hygli á fleiri stöðum en í Búlgaríu. Franski slúðurvefurinn Purepeople sýnir íslensku þokkagyðjunni mik- inn áhuga. Blaðamaðurinn franski segir Ásdísi vera gifta fótbolta- manninum Garðari Gunnlaugssyni og að hún sé oftar en ekki kölluð Ís- drottningin sem er honum algjör- lega óskiljanlegt því að það sé ekk- ert kalt við þessa konu. Ásdís Rán hefur á síðustu mán- uðum pósað fyrir tvö karlatímarit og hefur það ekki farið fram hjá blaðamanninum frekar en neitt annað. Maðurinn segir Max-for- síðuna hafa verið svo sjóðandi heita að Maxim hafi leitað til Ás- dísar aðeins nokkrum mánuðum seinna. Vefsíðan segir Ásdísi sýna á sér á tvær ólíkar hliðar á þessum for- síðum. Á forsíðu Max er hún klædd svörtum, erótískum undirkjól en á forsíðu Maxim liggur hún alsnakin og tælandi á dásamlegu rúmi. Í lok greinarinnar spyr blaðamaðurinn lesandann: „Eftir hverju ertu að bíða?“ Ætli Ásdís sé tilbúin fyrir frægð og frama í Frakklandi? Heit ísdrottning dönsuðu djarft fyrir gestina Frönsk veFsíða loFsyngur Ásdísi rÁn: Stefán Karl StefánSSon: Hermann Hreiðarsson stóð fyrir góðgerðargolfmótinu Herm- inator Invitational í Eyjum á laugardaginn. Eftir gott mót var haldið aftur í stórborgina þar sem Hermann kíkti út á lífið. Kappinn lét sig ekki vanta á upp- hitunartónleika Hjaltalín fyrir Hróarskeldu og stökk upp á svið í golfklæðnaði sínum og eftir að hafa sannfært Högna, söngv- ara sveitarinnar, fékk hann að syngja lagið Þú komst við hjart- að í mér. Samkvæmt Facebook- síðu Stefáns Hrafns Hagalín fékk Hermann að syngja lagið þrátt fyrir að kunna hvorki textann né lagið. Hermann þurft þó ekki að hafa áhyggjur því áhorfend- ur sungu með af miklum krafti. Hægt er að skoða myndbandið á YouTube. dillaði sér í golfdressi Þurfti aðstoð Stefán Karl hefur tekið þátt í uppsetningu latabæjar á „live“ sýningum víðs vegar um heiminn. í Mexíkó voru áhorfendurnir svo margir að stefán þurfti aðstoð líf- varða. Hann segir Glanna glæp stóran part af sínu lífi og það að hætta að leika hann væri eins og að ætla að skilja við börnin sín. lífvarða Stefán Karl Stefánsson leikari er hér á landi í sum- ar við tökur á tveimur íslenskum kvikmyndum. Hann er þó ekki fluttur aftur til Íslands, langt í frá, því Broadway hefur kallað og sýnt Stefáni mikinn áhuga eftir að hann sló í gegn sem Trölli í uppsetningu Citi Wang Theatre á síðasta ári. „Tannhjólin hreyfast ofboðslega hægt á Broad- way. Ég er í viðræðum núna um verkefni sem mun væntanlega fara í gang eftir áramót,“ segir Stefán sem vill þó ekki gefa upp um hvaða verkefni er að ræða auk þess að vera í viðræðum við leikhús í Holly- wood. „Þetta er svolítið flóknara ferli þarna úti. En ég hef engar áhyggjur. Við erum komin með græna kortið í hendurnar og það er gríðarlegur léttir.“ Stefán og eiginkona hans Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hafa unnið hörðum höndum að því að fá atvinnuleyfið og sjá ekki fram á að koma heim næstu árin. „Krakkarn- ir okkar eru búnir að aðlagast bandarísku skólakerfi og maður kippir þeim ekki út úr því einn, tveir og þrír,“ segir Stefán og bætir við að hann sjái fram á að vera búsettur í Bandaríkjunum næstu 20 árin – enda gott að vera þar. Fjölskyldan býr í San Diego og segir Stefán þau ætla sér að búa þar í að minnsta kosti ár í viðbót. „Við erum korter frá Mexíkó og þarna er hægt að fara á skíði og vera á ströndinni tveimur tímum seinna.“ Þrátt fyrir fréttir um að Stefán Karl sé hættur í Latabæ hefur hann verið á stöðugu ferðalagi um heiminn síðustu vikur og tekið þátt í „live“ sýn- ingum sem Glanni. Aðspurður segist Stefán ekki vera hættur að leika Glanna. „Maður hættir því aldrei. Það er eins og að ætla að skilja við börnin sín,“ segir hann og hlær. „Latibær er ekki að framleiða þannig að það er eiginlega sjálfhætt. Sjálfur veit ég ekki hvort ég gæfi kost á mér í aðra sjónvarpsseríu ef hún yrði gerð, en ég er til viðræðna um allt því Glanni er stór hluti af mínu lífi og ég veit að ef Latibær verður fram- leiddur frekar, þá mun ég með einum eða öðrum hætti vera involveraður í það.“ Hlutverk Glanna glæps gerði Stefán að stjörnu og aðspurður hvort hann fái einhverja athygli út á þrjótinn er hann fljótur að svara: „Ég fór til Mexíkó um daginn og þurfti bara lífverði,“ segir hann hlæjandi en Latibær nýtur mikilla vinsælda í Mið- og Suður-Ameríku. „Það kemur fyrir að einhver þekki mig en ég er ofboðslega mikið meikaður og guði sé lof að ég get farið órak- aður á náttfötunum út í búð án þess að ein- hver taki eftir mér.“ Eins og kom fram í helgarblaði DV mun Stefán dvelja á landinu í allt sumar án fjölskyldu sinnar. „Það er erfitt að vera í burtu frá þeim. Ég ferðast mikið vegna vinnunnar og þegar ég er heima vil ég bara vera heima hjá mér og helst ekki fara út í búð,“ segir Stefán og bætir við: „Litli sonur minn, Þorsteinn, er farinn að labba. Ég rétt missti af því og þykir það erfitt. Fékk að sjá það á vídeói, þökk sé Skype-inu. Þetta getur verið flókið en maður reynir að gera það besta úr því.“ hanna@dv.is Stefán Karl Sér fram á að búa í Bandaríkjunum næstu 20 árin en fjölskyld- unni líður mjög vel þar. Glanni glæpur vinsæll í mexíkó. Forsíðurnar tvær Sem blaðamaður Purepeople lofsamar í bak og fyrir. Ásdís Rán vekur athygli í Frakklandi. mynd veRa pÁlSdóttiR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.