Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2009, Blaðsíða 3
fréttir 9. september 2009 miðvikudagur 3
Hvað er Glitnir Property Holding?
Glitnir Property Holding er að stofninum til fyrirtæki sem Bjarni Ármannsson
og Frank Reite, sem síðar varð stjórnarformaður félagsins, komu upphaflega á
laggirnar sem fasteignaráðgjafarfyrirtæki í Noregi. Félagið varð að Glitnir Property
Holding á vormánuðum 2007, um það leyti sem Bjarni hætti sem forstjóri Glitnis.
Glitnir Property Group var með aðsetur í Ósló og var leiðandi á sviði fasteigna-
miðlunar, sambankalána og fjármálaráðgjafar um þetta leyti en efnahagskreppan
í heiminum setti strik í reikninginn og fólk þurfti ekki eins mikið á fasteigna- og
fjármálaráðgjöf að halda.
Bjarni varð stjórnarmaður í félaginu þegar hann keypti sig inn í það í árslok 2007
og Frank Reite var áfram stjórnarformaður í því. Félagið var með skrifstofur í Ósló,
Stokkhólmi, Helsinki og Frankfurt og hafði á að skipa 84 starfsmönnum þegar
Bjarni keypti sig inn í það.
þessu er meðal annars sú að Bjarni er
varkárari fjárfestir en margir aðrir og
dró hann sig út úr íslenska efnahags-
undrinu að mestu þegar það náði
hámarki árið 2007. Bjarni hætti sem
forstjóri Glitnis á vormánuðum 2007
og seldi um leið hlutabréf sín í bank-
anum fyrir um 7 milljarða króna. Eft-
ir að borgarráð Reykjavíkur hafnaði
sameiningu REI, útrásararms Orku-
veitu Reykjavíkur, og Geysis Green
Energy á haustmánuðum 2007,
en Bjarni átti að vera stjórnarfor-
maður í hinu sameinaða félagi,
flutti hann til Noregs þar sem
hann bjó þar til í sumar þegar
hann flutti aftur til Íslands ásamt
fjölskyldu sinni.
„Óábyrg meðferð“ á fé að
greiða skuldina alla
Vegna þess að veðið fyrir láninu frá
Glitni var í bréfunum í Glitnir Prop-
erty Holding og Bjarni var ekki í nein-
um persónulegum ábyrgðum fyrir
láninu var hann með góða samn-
ingsstöðu gagnvart skila-
nefndinni þegar hann
samdi um
uppgjör
skuldarinnar. Samkvæmt Bjarna
greiddi hann einhvern lítinn hluta
skuldarinnar, þó svo að hann vilji
ekki greina frá því hve mikið. Strangt
til tekið hefði hann ekki þurft þess
þar sem hann var ekki í neinum per-
sónulegum ábyrgðum fyrir láninu og
hefði því getað sleppt því.
Aðpurður hversu mikið hann
greiddi upp í skuldina segir Bjarni
að hann geti ekki greint frá því vegna
þess að um trúnaðarmál sé að ræða
milli hans og skilanefndarinnar.
Hann segir hins vegar að ekki sé um
að ræða að hann hafi greitt hundruð
milljóna. „Enda væri það náttúrulega
bara óábyrg meðferð á fé af minni
hálfu að gera það. Er það ekki?“ seg-
ir Bjarni og bætir því við aðspurð-
ur að hann vilji ekki meina að hann
samþykki það orðalag að hann „geti
komist upp með“ að greiða skuldina
ekki þar sem búið var að komast að
þeirri niðurstöðu hvar ábyrgðin fyr-
ir láninu myndi liggja þegar það var
tekið.
„Ég fór inn í þessa fjárfestingu á
ákveðnum forsendum. Forsendurn-
ar ganga ekki upp. Hver ber skað-
ann? Það er búið að ákveða það í
upphafi hvernig það er útfært,“ seg-
ir Bjarni en orð hans má skilja sem
svo að það hafi verið ákveðið frá
upphafi að bankinn myndi
bera tapið af fjárfestingu
Bjarna í félaginu. Bjarni
sjálfur hefði hins veg-
ar notið gróðans af fjár-
festingunni ef rekstur
Glitnir Property Holding
hefði gengið betur og
fasteignamarkaðurinn
á Norðurlöndum hefði
ekki hrunið.
BJARNI BORGAR EKKI
800 MILLJÓNA SKULD
Lánaði Bjarna án veða Glitnir lánaði Bjarna
Ármannssyni meira en 700 milljónir króna
til að kaupa hlutabréf í dótturfélagi Glitnis í
ársbyrjun 2007. Engin veð voru fyrir láninu nema
í hlutabréfunum í Glitnir Property Holding.
Þegar bankakrísa varð á Norðurlöndunum upp úr 1990 fékk al-
menningur engar almennar afskriftir. Þórólfur Matthíasson,
prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir fá fordæmi fyr-
ir því sem hér gerðist þegar lánastofnanir veittu hlutabréfalán
einungis með veð í bréfunum sjálfum. Þetta hafi hins vegar
einungis fáir útvaldir fengið.
ENGAR AfSKRIftIR
á ALMENNING
„Það voru engar almennar afskrift-
ir vegna skulda almennings,“ seg-
ir Þórólfur Matthíasson, prófessor
í hagfræði við Háskóla Íslands, að-
spurður um hvað gert var í Noregi,
Finnlandi og Svíþjóð þegar banka-
krísa reið þar yfir í kringum 1990.
Almenningur þar fékk því enga flata
20 prósenta afskrift af fasteignalán-
um eða eitthvað slíkt líkt og ýmsir
stjórnmálamenn hafa komið með
tillögu um hérlendis. Hann segir að
í Noregi hafi þó gjaldþrot fyrirtækja
og einstaklinga sem höfðu tekið of
mikið af lánum komið krísunni af
stað. „Það leiddi til þess að eigið fé
margra norskra banka var uppurið
og setti þá á hausinn.“
Lærðu af olíukreppu
Þórólfur segist ekki muna dæmi
þess að auðmenn í Noregi hafi
fengið tugi milljarða króna afskrif-
aða. „Hins vegar þegar olíukreppa
varð á árunum um 1972 og aftur um
1980 áttu Norðmenn mikið af olíu-
og kaupskipum og höfðu pantað
mikið af slíkum skipum. Þá minnk-
aði eftirspurn eftir þeim gríðarlega
og margir í þessum geira fóru á
hausinn. Sett var upp sérstök lána-
stofnun sem yfirtók mikið af norskri
olíu- og kaupskipaútgerð. Þá voru
ábyggilega veittar stórgjafir af al-
mannafé og það er líklegt að Norð-
menn hafi lært af því þegar kom að
bankakreppunni upp úr 1990,“ segir
Þórólfur.
Veðlaus lán
Hann segir að almennt sé það
þannig hjá þjóðum sem verði fyrir
bankahruni að flest veð sem áður
þóttu trygg verði mun ótryggari.
„Þegar það verður kerfishrun versna
veðin alls staðar og þá lendir þetta
verr á lánastofnunum,“ segir Þórólf-
ur. Hann telur að það séu fá dæmi
um það sem gerðist hérlendis, að
lánastofnanir hafi veitt hlutabréfa-
lán einungis með veð í sjálfum bréf-
unum. „Þetta þykja yfirleitt mjög
áhættusöm viðskipti,“ segir hann.
Það sýni sig líka að hver sem er
gat ekki fengið slík lán. „Það var
þröngur hópur þeirra sem voru á
einhvern hátt inni í hringiðunni
sem fengu slík lán eða starfsmenn
bankanna,“ segir hann. Hins veg-
ar hafi smáglæframenn þurft að
setja húsin sín að veði. Fyrirkomu-
lag þessara gjörninga eigi þó eftir að
koma betur í ljós þegar rannsókn-
arnefnd Alþingis skili sinni skýrslu í
lok nóvember eins og áætlað er.
Þórólfur telur erfitt að meta
hvort skilanefndir hafi leyft auð-
mönnum að sleppa of vel frá því að
borga skuldir sínar. „Skilanefndirn-
ar starfa ekki fyrir opnum tjöldum
og maður veit ekki hvaða forsendur
liggja að baki ákvörðunum þeirra.
Þetta er erfitt verkefni sem þær eru
að takast á við. Það þarf að ákveða
hvaða fyrirtæki eigi að lifa og hver
að deyja. Það verður að gera það
með hliðsjón af grundvallarbreyt-
ingum á rekstrarumhverfinu,“ segir
hann.
annas siGMundsson
blaðamaður skrifar: as@dv.is
„Þegar það verður
kerfishrun versna
veðin alls staðar og
þá lendir þetta verr á
lánastofnunum.“
Þórólfur Matthíasson Segir erfitt
að meta hvort skilanefndir hafi
leyft auðmönnum að sleppa of vel.