Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2009, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2009, Qupperneq 4
4 miðvikudagur 9. september 2009 fréttir „Ísland verður blessað með alþjóðleg- um mótorhjólaklúbbi,“ segja forsvars- menn Hells Angels í Noregi aðspurð- ir hvort það að Vítisenglar nái fótfestu á Íslandi muni breyta einhverju hér á landi. Blaðamaður DV sendi klúbbn- um skriflega fyrirspurn með nokkrum spurningum og barst svar frá klúbbn- um í heild, ekki einum tilteknum aðila innan hans. Hvorki játa né neita Norski klúbburinn skilur ekkert í því af hverju íslensk stjórnvöld vilja banna klúbbinn. „Á hverju er það byggt? Hefur Hells Angels MC framið einhverja glæpi á Ís- landi sem gefur stjórnvöldum ástæðu til að banna klúbbinn?“ Norsku Vítisenglarnir segjast skil- greina Hells Angels MC sem alþjóðleg- an mótorhjólaklúbb. Aðspurðir hvern- ig þeir svara þeim ásökunum lögreglu og yfirvalda að samtökin séu alþjóðleg glæpasamtök sem stuðli að alvarlegum glæpum eins og fíkniefnasölu og morð- um hvorki neita þeir þeim né játa. „Réttað hefur verið í slíkum málum í öllum þremur dómstigunum í Nor- egi oft og mörgum sinnum og niður- stöðurnar hafa alltaf verið þær sömu. Dómsmálayfirvöld hafa alltaf vísað þessum málum frá.“ Rétt ákvörðun Norsku Vítisenglarnir þurfa ekki að hugsa sig tvisvar um þegar þeir eru spurðir hvort þeir myndu hjálpa klúbbnum á Íslandi að berjast við ís- lensk stjórnvöld ef þau banna Hells Angels. „Já,“ segja þeir. Þeir segja það hafa afskaplega góða þýðingu fyr- ir klúbbinn á Íslandi að hafa stöðu væntanlegra félaga. „Það er staðfesting fyrir þá að þeir hafi tekið rétta ákvörðun fyrir klúbbinn sinn um ókomin ár.“ Samfélagsógn Vélhjólaklúbburinn Fáfnir MC var lagður niður fyrir stuttu og hefur klúbburinn nú stöðu væntanlegra félaga í Hells Angels. Samkvæmt upplýsingum frá embætti lögreglu- stjóra fær klúbburinn fulla aðild að Hells Angels seinnipart næsta árs. Ríkislögreglustjóri hefur skil- greint Vítisengla sem alþjóðleg glæpasamtök og ógn við samfé- lagið. Sérstakur stýrihópur hefur verið starfræktur innan embættis- ins um árabil og hefur þeim mögu- leika verið varpað fram að lögum yrði breytt til að banna Hells Ang- els og önnur slík samtök. Engir skátar Meðlimir Vítisengla vísa ásökun- um um glæpastarfsemi iðulega á bug og segja meðlimi klúbbsins meinlausa fjölskyldufeður með áhuga á mótorhjólum. Í helgarblaði DV var viðtal við íslenskan mann sem var meðlimur í skandinavískum klúbbi sem sótt- ist eftir inngöngu í Hells Angels. Hann sagði allt slæmt sem sagt er um Vítisengla rétt. „Meðlimir Vítisengla vinna skítverkin oftast ekki sjálfir. Þeir sem fremja fyrir þá glæpi, til dæm- is morð, sitja inni og á meðan er hugsað um fjölskyldu þeirra. Þetta eru ekki skátarnir. [...] Það eru framdir glæpir innan samtakanna, til dæmis sala á eiturlyfjum. Að fá Hells Angels hingað til Íslands er eins og að fá Glæpir hf. útgáfuna af MacDonalds, bara miklu alvar- legra.“ Vélahjólaklúbburinn sem áður hét Fáfnir MC fær líklega inngöngu í Hells Angels- samtökin á næsta ári. Forsvarsmenn Hells Angels í Noregi segja að staða þeirra sem væntanlegra félaga sé staðfesting á því að þeir hafi tekið rétta ákvörðun fyrir klúbb- inn. Þeir segja ekkert sannað um að Hells Angels séu glæpasamtök. BLESSUN AÐ FÁ HELLS ANGELS „Það er staðfesting fyrir þá að þeir hafi tekið rétta ákvörðun fyrir klúbbinn sinn um ókomin ár.“ lilja KatRín gunnaRSdóttiR blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is Hells angels blessi ísland Forsvarsmenn Hells Angels í Noregi segja það rétta ákvörðun hjá Fáfni að sækjast eftir aðild að Vítisenglum. MYnd HEllS-angElS.no Vítisenglar bannaðir Embætti ríkis- lögreglustjóra vill ná fram lagabreytingu til að banna samtök eins og Vítisengla. Ný síða stofnuð til stuðnings Borghildi guðmundsdóttur: Skrifar bók um ferlið Borghildur Guðmundsdóttir, eða Bogga eins og hún er oftast kölluð, dvelur nú í Bandaríkjunum og bíð- ur eftir að réttað verði í forsjármáli hennar 15. október. Hún á tvo syni með bandarískum manni, Richard Colby Busching. Hæstiréttur á Ís- landi komst að þeirri niðurstöðu fyrir stuttu að hún skyldi fara aft- ur til Bandaríkjanna með drengina eftir að hafa verið á landinu síðan í janúar árið 2008. Nú hefur verið stofnuð ný síða til stuðnings Boggu á Facebook sem heitir Hjálparsíða Boggu. Fyrir var til stuðningssíða þar sem safn- að var pening fyrir Boggu. Á nýju síðuna mun systir hennar, Sig- rún Guðfinna Björnsdóttir, kölluð Ninna, setja inn allt sem hún hef- ur lært af máli systur sinnar, bæði gott og vont. Þá getur fólk einn- ig miðlað reynslu sinni á síðunni, undir nafni eða nafnlaust. Þá skrifar Ninna á síðuna að þær systur hafi verið að tala um að skrifa bók um „... allt þetta ferli sem hún [Bogga] hefur gengið í gegnum og á eftir að ganga í gegn- um.“ Ninna biður um hjálp ein- hvers sem þekkir inn á starfsemi bókaforlaganna. „Ætli það sé ekki hægt að selja bókaforlagi hugmyndina með alla vega hluta af greiðslunni fyrirfram og fá svo rithöfund eða blaða- mann/konu til að hjálpa okkur að skrifa bókina. Blaðamaðurinn eða rithöfundurinn gæti fengið tæki- færi til að fylgjast náið með rest- inni af ferlinu og kynnast Boggu og börnunum. Þetta gæti virkilega hjálpað með fjármálin líka,“ skrif- ar Ninna. Í helgarviðtali við DV fyrir stuttu sagði Bogga að ekki væri mikið eftir af peningunum sem söfnuðust fyrir ferðina þar sem lögfræðikostnaður vestan hafs væri mjög hár. „Ég held í vonina að mér verði veitt aðstoð heima. Ég get bara von- að að fólk geti séð af nokkrum krón- um og lagt okkur lið. Það hljómar kannski skringilega en ég bara get ekki gefist upp þó útlitið sé svart fjárhagslega.“ Á Íslandi er hægt að styðja Borg- hildi með því að leggja inn á reikn- inginn 0323-26-004436, kt. 290976- 4219. Í Danmörku er reikningurinn í Danske Bank reg. nr. 3627 og kont- onr. 3617161532. liljakatrin@dv.is Berst fyrir börnunum Bogga á tvo drengi með bandarískum manni, Brian sem er níu ára og Andy sem er fjögurra ára. Eldur í sófa Slökkvilið Reykjavíkur slökkti eld í íbúð á þriðju hæð í fjölbýli að Álfaborgum í Grafarvogi á sjötta tímanum í gær. Töluverð- ur eldur var í sófa er slökkvilið kom á staðinn en aðeins tók um tíu mínútur að ráða niðurlögum eldsins. Enginn var í íbúðinni en töluverðar reykskemmdir eru á henni og innbúi hennar. Brunaði ölvuð á salerni Lögreglan á Hvolsvelli stöðvaði í fyrrakvöld ökumann bifreið- ar sem mældist á 159 kílómetra hraða. Ökumaðurinn, sem var erlend kona, stöðvaði hins vegar ekki strax eða ekki fyrr en hún var komin á leiðarenda við Hótel Rangá. Tvennt var í bifreiðinni, karl og kona. Var um að ræða erlenda ferðamenn á bílaleigu- bíl og þegar konan var beðin um að útskýra hraðaksturinn sagð- ist hún hafa verið að drífa sig á salernið. Vill þjóðarsátt um grunngildi Sigmundur Ernir Rúnarsson al- þingismaður segir að það skuli aldrei verða svo að niðurskurður komandi tíma bitni hlutfallslega mest á þeim sem minnst hafa borið úr býtum á síðustu árum. „Það er út af fyrir sig óþolandi að góðæri síðustu ára hafi ekki verið notað til að treysta innviði velferðarkerfisins.“ Sigmundur segir á bloggsíðu sinni að það verði ekki létt verk fyrir þing- menn að skera samneysluna inn að beini. Menn verði hins vegar að þora að skera niður óþarf- ann en láta hitt í friði sem varðar mannréttindi. Sparkað í höfuð manns Ein líkamsárás var kærð eftir skemmtanahald helgarinnar í Vestmanneyjum. Árásin átti sér stað á Strembugötu aðfaranótt sunnudagsins. Þar höfðu orðið átök milli tveggja manna sem voru á leið heim eftir að hafa verið að skemmta sér í Höllinni. Annar mannanna fékk spark í höfuðið og var árásarmaðurinn handtekinn í kjölfarið og fékk að gista í fangageymslu lögreglu. Kona, sem var í fylgd með árás- armanninum, var einnig hand- tekinn fyrir að hindra lögreglu að störfum og fyrir að veitast að lögreglu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.