Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2009, Blaðsíða 6
Mikilvægara að setja
lög en safna nótuM
Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Al-
þingis, segir starfsmenn Alþingis ekki
hafa orðið vara við neina tilhneigingu
hjá þingmönnum til að fara í kring-
um reglur um starfskostnaðargreiðsl-
ur. Þetta breytir því þó ekki að þingið
hefur ítrekað hafnað beiðnum DV um
aðgang að þessum gögnum eða upp-
lýsingum unnum úr gögnunum.
Þingmenn fá fastar starfskostnað-
argreiðslur upp á 66.400 krónur sem
eiga að standa undir útgjöldum sem
tengjast starfi þeirra. Greiðslurnar
eru skattskyldar en þingmenn geta
sloppið við að greiða skatt með því að
framvísa reikningum fyrir þá vöru og
þjónustu sem þeir kaupa fyrir starfs-
kostnaðargreiðslurnar. Eins og áður
hefur komið fram í DV hafa sumir
þingmenn aldrei skilað inn reikning-
um.
Guðmundur Steingrímsson, al-
þingismaður Framsóknarflokksins,
segist nýta ferðakostnaðargreiðslur
til að ferðast um kjördæmi sitt. „Það
er talsverður þeytingur sem tengist
þessu starfi,“ segir hann. Hann seg-
ist ekki hafa skilað inn nótum vegna
starfskostnaðar og borgar því skatta af
honum. „Ég hef þó komið með nokkr-
ar nótur fyrir tímaritum og blekhylkj-
um,“ segir Guðmundur. „Ég held að
það sé betra að þingmenn hafi meiri
tíma til að setja lög í landinu en að
safna nótum,“ segir hann aðspurður
um fyrirkomulag greiðslna.
Þingið fer yfir reikningana
Helgi segir fyrirkomulagið þannig að
þingmenn biðji starfsmenn þingsins
um að fara yfir reikninga sína. „Þetta
gengur oftast þannig fyrir sig að þing-
maður kemur með gögn um störf
hans, ferðir og fleira, og biður starfs-
mann skrifstofunnar að fara yfir þau
og taka það sem undir starfskostn-
að fellur en endursenda annað. Fáir
þingmenn setja sig mjög nákvæm-
lega inn í þessar reglur, en treysta á
afgreiðslu starfsmanna þingsins. Það
er engin tilhneiging til þess að fara í
kringum þessar reglur að mati þeirra
sem við þetta vinna á skrifstofunni,“
segir Helgi og tekur fram að þeir reikn-
ingar sem ekki hljóta náð fyrir augum
starfsmanna þingsins séu endursend-
ir á þingmennina.
Starfsmaður á fjármálaskrifstofu
þingsins fer yfir reikningana og ber
sig eftir atvikum saman við forstöðu-
mann fjármálaskrifstofu eða aðstoð-
arskrifstofustjóra Alþingis sem fer
með rekstrarmál. „Einstaka sinn-
um koma mál af þessum toga á borð
skrifstofustjóra sem að lögum fer með
úrskurðarvaldið. Engum málum af
þessum toga hefur verið skotið til for-
sætisnefndar enda ekkert ágreinings-
mál milli alþingismanna og skrifstof-
unnar um afgreiðslu mála af þessu
tagi.“
Hefur aldrei þegið starfskostn-
aðargreiðslur
„Í embættiserindum notast ég við
ráðherrabíl og einungis í embættis-
erindum,“ segir Ögmundur Jónasson
heilbrigðisráðherra. Hann segist aldrei
hafa þegið starfskostnaðargreiðsl-
ur. „Alveg frá því að þær voru settar
á hef ég afsalað mér þeim. Einvörð-
ungu ef um sannarlegan starfskostn-
að hefur verið að ræða hef ég nýtt það.
Það hefur verið bundið við heimasíðu
mína. Hef aldrei þeg-
ið starfskostnað
sem almenna
greiðslu,“
segir Ög-
mundur.
Hann tel-
ur fráleitt að
veita fast-
ar greiðslur
fyrir starfs-
kostnað.
Laun eiga að
vera gegnsæ
„Af starfskostnaðar-
greiðslum hef ég
borgað stað-
greiðslu og
ekki kom-
ið með neinar nótur til að fá hana
endurgreidda,“ segir Ragnheiður
Ríkharðsdóttir, alþingismaður Sjálf-
stæðisflokksins. Hún lítur á þetta
sem hluta af sínum launum og borg-
ar skatta af þeim. „Mér finnst að laun
eigi að vera gegnsæ hvort sem er hjá
alþingismönnum eða öðrum. Starfs-
menn eiga að fá mánaðarlaun sem
standa líka straum af kostnaði sem
þeir verða fyrir í starfi,“ segir hún.
„Ég nota ferðakostnaðargreiðsl-
urnar þegar við fundum úti á landi því
við erum ekki með marga þingmenn
þar,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þing-
maður Borgarahreyfingarinnar. Hún
segist lítið nota sinn eigin bíl á höfuð-
borgarsvæðinu. Hún segist ekki enn
hafa nýtt sér það að koma með nótur
vegna starfskostnaðar. Hún telur
fastar greiðslur heppilegri
en að þingmenn þurfi
að muna eftir nótum.
„Miðað við önnur
störf sem ég hef
unnið væri mað-
ur fljótur að fara
yfir þingmanns-
kaupið ef maður
fengi borgað fyr-
ir allar yfirvinnu-
stundirnar,“ segir
Birgitta.
6 miðvikudagur 9. september 2009 fréttir
Þingmenn fá fastar starfskostnaðargreiðslur sem eiga að standa undir útgjöldum sem
tengjast starfi þeirra. Greiðslurnar eru skattskyldar en þingmenn geta sloppið við að
greiða skatt með því að framvísa reikningum. Helgi Bernódusson segir þingmenn
treysta á afgreiðslu þingsins og ekki neinn ágreining vera um afgreiðslu mála af þessu
tagi. Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra telur fráleitt að veita fastar greiðslur
fyrir starfskostnað.
„Alveg frá því að þær
voru settar á hef ég
afsalað mér þeim.“
Ekkert svindl Helgi Bernód-
usson, skrifstofustjóri Alþingis,
segir engan ágreining milli
þingmanna og starfsmanna
um túlkanir greiðslna.
Ögmundur Jónasson
Segist aldrei hafa þegið
starfskostnaðargreiðslur.
Birgitta Jónsdóttir
Telur fastar greiðslur
heppilegri en
endurgreiðslunótur.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir
Hefur ekki komið með neinar nótur.
Guðmundur Steingríms-
son Telur alþingismenn
hafa merkilegri hnöppum að
hneppa en að safna nótum.
BRynJóLfuR ÞóR GuðmundSSon
oG AnnAS SiGmundSSon
blaðamenn skrifa: brynjolfur@dv.is og as@dv.is
Íslenska stúlkan Ester Eva Glad braggast ótrúlega vel eftir alvarlegt bílslys:
Málar með munninum
„Ég er sjálf undrandi á því hve vel mér
líður,“ segir íslenska stúlkan Ester Eva
Glad í samtali við fréttavefinn nyan.
ax. Ester lenti í alvarlegu bílslysi í Jom-
ala Möckelby á Álandseyjum að kvöldi
skírdags. Hún var farþegi í bíl ölvaðs
ökumanns. Hann missti stjórn á bif-
reiðinni með þeim afleiðingum að hún
valt. Ester var lengi vel í lífshættu og gat
aðeins haft samskipti við fólk með því
að blikka augunum. Tveimur mánuð-
um eftir slysið gat hún talað án erfið-
leika.
Ester er enn lömuð frá hálsi og nið-
ur en heilsa hennar er þrátt fyrir allt
ótrúlega góð. Hún dvelur nú á háskóla-
sjúkrahúsinu í Uppsölum í Svíþjóð og
mun gera það fram í október. Á hverj-
um morgni fær hún hjálp við að fara
á salernið og bursta tennurnar. Hún
segir það pirrandi þar sem það sé mis-
munandi hvernig hjúkrunarfræðing-
arnir bursta tennurnar. Sumir bursti
hreinlega góminn í stað tannanna.
„Það er ekki auðvelt að kvarta þeg-
ar maður er með tannbursta í munn-
inum,“ segir Ester.
Eftir morgunathöfnina málar hún
stundum og notar þá munninn til að
halda á penslinum.
„Ég er ótrúlega góð í því, ég mála
ekki einu sinni fyrir utan línurnar,“
segir Ester. Hún málar meðal annars
stjörnur og epli.
Í sumar hefur Ester þjáðst af syk-
ursýki sem er afleiðing áfalls. Ester
hefur því yfirleitt í nægu að snúast en
á milli eru auðar stundir og dagarnir
geta verið langir. Þegar fjölskyldan og
vinir hennar geta ekki verið hjá henni
er tölvan bjargvætturinn. Hún fékk
fartölvu að gjöf frá fyrirtæki og stjórn-
ar músinni með tæki sem tengt er við
enni hennar. Til að smella blæs hún í
rör.
Ester fer stundum niður í bæ í há-
degismat með vini sínum sem lenti líka
í bílslysinu. Fyrst var hún hrædd um að
fólk myndi stara á sig í hjólastólnum en
lætur það ekkert á sig fá lengur.
„Ég verð að gera hluti sem mig
langar til án þess að hafa áhyggjur af
því hvað öðrum finnst,“ segir Ester.
Hún er ekki reið ökumanninum sem
olli slysinu, horfir björtum augum til
framtíðar og stefnir á að skrifa bók um
reynslu sína.
liljakatrin@dv.is
Blæs í rör Ester
smellir á tölvu-
músina með því
að blása í rör.
Árbæingur
í klóm þjófa
„Þeir eru búnir að vera mjög
skemmtilegir við mig síðustu tvo
mánuði. Fyrst var hjólinu stolið
í júlí og svo réðust þeir á bílinn
minn aðfaranótt mánudags og
hreinsuðu undan honum,“ segir
Viðar Már Þorsteinsson, íbúi
í Vallarási í Árbæ. Þegar Viðar
kom að bíl sínum í fyrradag var
búið að stela dekkjunum undan
Volkswagen Golf-bifreið hans.
Þjófarnir sáu þó sóma sinn í að
skilja eftir tjakka undir bílnum.
Viðar undrast að þjófarnir hafi
beint spjótum sínum að bifreið
hans þar sem aðrar álitlegri bif-
reiðar voru á bílastæðinu.
Horft á innviðina
Þær 2500 spurningar sem Olli
Rehn, stækkunarstjóri Evrópu-
sambandsins, afhenti Jóhönnu
Sigurðardóttur forsætisráðherra
skiptast í 33 kafla og beinast að
þeim efnisþáttum sem fyrirhug-
aðar aðildarviðræður munu lúta
að. Auk þess er athyglinni beint
að ýmsum innviðum landsins,
stofnanalegri uppbyggingu og
stjórnkerfi.
Framkvæmdastjórn ESB ósk-
ar svara Íslands við spurningun-
um til undirbúnings skýrslu um
aðildarumsókn Íslands.
n1 greiðir ekki
hækkanir
N1 hyggst ekki verða við áskorun
Verkalýðsfélags Akraness þess
efnis að greiða starfsfólki sínu
þær hækkanir sem ella hefðu
komið til ef ASÍ og SA hefðu
ekki gengið frá frestun á áður
umsömdum launahækkunum. Í
svarbréfi Hermanns Guðmunds-
sonar, forstjóra N1, sem birt er á
heimasíðu VLFA segir að rétt sé
að afkoma N1 á fyrri hluta ársins
hafi verið viðunandi. Hins vegar
sé mikil óvissa um framhaldið.
Olíuhreinsistöð
ekki gleymd
Olíuhreinsistöð að Hvestu í Arn-
arfirði á Vestfjörðum er ennþá
áformuð en vegna efnahags-
ástandsins í heiminum er málið
að mestu í kyrrstöðu. „Að svo
stöddu er ekkert annað af þessu
að frétta,“ er haft eftir Ragnari
Jörundssyni, bæjarstjóra Vest-
urbyggðar, á fréttavef Bæjarins
besta. Áform um olíuhreinsistöð
á Vestfjörðum hafa valdið nokkr-
um deilum á milli Vestfirðinga
og málið er ekki dautt þótt stöð-
in hafi lítið verið í umræðunni
undanfarið.