Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2009, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2009, Page 8
8 miðvikudagur 9. september 2009 fréttir Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson tengjast nokkrum viðskiptaböndum þegar kennitölur þeirra eru bornar saman í gagnagrunninum rel8. Tengslin eru mest í gegnum fjölmiðlafyrirtækið 365 og Baug og Haga. Einnig eru tengsl þeirra nokkur í gegnum sameiginlega viðskiptafélaga og samstarfsmenn. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir að stofnunin muni taka gagnagrunninn í notkun í bráð og að hann geti verið gagnlegur, meðal annars til að kanna innherjaviðskipti. NÁIN VIÐSKIPTATENGSL JÓNS ÁSGEIRS OG PÁLMA Jón Ásgeir Jóhannesson, athafna- maður kenndur við Baug, og Pálmi Haraldsson, kenndur við eignar- haldsfélagið Fons, eru tengdir á yfir 530 mismunandi vegu í gegnum skráð fyrirtæki og eignarhaldsfélög sem og viðskiptafélaga, samkvæmt gagnagrunninum rel8. Tengslin eru hins vegar meira en 1500 þegar tengsl við endurskoðendaskrifstof- una KPMG eru tekin með. Líkt og DV greindi frá í gær hef- ur tölvunarfræðingurinn Jón Jósef Bjarnason unnið að því síðastliðin tvö ár að búa gagnagrunninn til en forritið tengir saman upplýsingar um tengsl tveggja einstaklinga í gegnum fyrirtæki sem þeir tengjast. Upplýsingarnar um tengsl þeirra Jóns Ásgeirs og Pálma ná fram í ágúst 2007 en Jón Jósef vinnur nú að því að uppfæra gagnagrunninn þannig að einnig verði hægt að skoða tengsl manna í viðskiptalífinu síðastliðin tvö ár. Líkt og DV greindi frá í gær hefur Fjármálaeftirlitið keypt aðgang að gagnagrunninum og hyggst nota hann til rannsókna á íslenska efna- hagshruninu og til að hafa eftirlit með viðskiptalífinu. Náin tengsl í gegnum 365 og Baug Tengsl Jóns Ásgeirs og Pálma eru í gegnum fjölmörg þekkt fyrirtæki og eignarhaldsfélög og eiga þeir marga sameiginlega viðskiptafélaga og sam- starfsmenn. Þekktustu tengsl þeirra eru sennilega í gegnum fjölmiðlafyr- irtækið 365 en Jón Ásgeir hefur ver- ið stærsti hluthafi félagsins til margra ára. Pálmi hefur verið hluthafi í fé- laginu skemur en hefur verið einn af stærri hluthöfum þess. Mestu tengsl Jóns og Pálma eru því í gegnum það félag og stjórnarmenn sem í því hafa setið eins og Árna Pétur Jónsson, for- stjóra Teymis, Matthías Imsland, for- stjóra Iceland Express, og Gunnar Smára Egilsson og Ara Edwald, sem báðir voru til að mynda varamenn í stjórn Securitas, félags sem er nú í eigu þrotabús Fons. Eins var Pálmi stjórnarmaður í fé- lögum sem Baugur stofnaði, eins og Grjóti og Kletthálsi. Einar Þór, Jóhannes, Finnur og Árni Pétur tengdir báðum Þeir einstaklingar sem hvað helst tengjast þeim Jóni og Pálma báðum eru til að mynda Einar Þór Sverris- son lögmaður, sem verið hefur einn nánasti samstarfsmaður Pálma á hans viðskiptaferli og setið í stjórn- um margra félaga í hans eigu. Einar Þór er sömuleiðis lögmaður Jóns Ás- geirs og fyrrverandi stjórnarmaður í Baugi. Svipaða sögu má segja um Jó- hannes Kristinsson sem unnið hef- ur náið með Pálma en einnig setið í stjórn Haga, félags Jóns Ásgeirs. Annar maður sem tengist þeim báðum er Finnur Árnason, núver- andi forstjóri Haga sem meðal ann- ars rekur Bónus sem er í eigu félags í eigu Jóns Ásgeirs. Finnur var jafn- framt stjórnarmaður í eignarhaldsfé- laginu DBH Holding og olíufélaginu Skeljungi, sem var í eigu Pálma. En Pálmi var stjórnarformaður í báðum félögunum. Einnig má nefna Árna Pétur Jóns- son, núverandi forstjóra Teymis og Vodafone sem var í eigu félaga í eigu Jóns Ásgeirs, en hann starfaði áður hjá Baugi og Högum. Árni Pétur hef- ur sömuleiðis verið tengdur félögum í eigu Pálma, meðal annars Skeljungi og öðrum minna þekktum félögum. Gagnlegt til að rannsaka innherjaviðskipti Gunnar Andersen, forstjóri Fjármála- eftirlitsins, segir að stofnunin hafi þörf fyrir verkfæri eins og rel8 í þeim rannsóknum sem hún vinnur. „Við höfum þörf fyrir slíkt verkfæri þegar við erum að skoða mál sem snúa að innherjaviðskiptum og slíku... Þetta kerfi er ekki komið í notkun ennþá en við munum taka það í notkun í náinni framtíð,“ segir Gunnar. Hann segir að til séu mörg önnur kerfi og margar aðrar aðferðir til að auðvelda slíkar rannsóknir en að gagnagrunn- ur Jóns geri það á fljótlegri, skilvirk- ari og að mörgu leyti skýrari hátt. INGI F. VIlHJÁlmssoN blaðamaður skrifar ingi@dv.is Jón Ásgeir Jóhannesson – Pálmi Haraldsson, kenndur við Fons: Tengdir á 530 vegu. Jón Ásgeir Jóhannesson – Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis: Tengdir á 547 vegu. Jón Ásgeir Jóhannesson – Jóhannes Jónsson (faðir Jóns Ásgeirs): Tengdir á 809 vegu. Jón Ásgeir Jóhannesson - Ingibjörg Pálmadóttir (eiginkona Jóns Ásgeirs): Tengd á 449 vegu. Jón Ásgeir Jóhannesson – Þorsteinn m. Jónsson, kenndur við Vífilfell: Tengdir á 209 vegu. Jón Ásgeir Jóhannesson – Hreinn loftsson, lögmaður og fyrrverandi stjórnarformaður Baugs: Tengdir á 279 vegu. Jón Ásgeir Jóhannesson– sigurður G. Guðjónsson, lögmaður og fyrrrver- andi stjórnarmaður í Glitni: Tengdir á 191 veg. Jón Ásgeir Jóhannesson – Hannes smárason, fyrrverandi stjórnarformað- ur Fl Group: Tengdir á 308 vegu. *Í öllum TIlFEllum Er ENdurskoðENdaskrIFsToFuNNI kPmG slEPPT Í lEITINNI að TENGslum Á mIllI maNNa. Flaggskipin gjaldþrota Þrotabú Baugs og Fons, þeirra félaga sem Jón Ásgeir og Pálmi Haraldsson eru kenndir við, hafa verið tekin til gjaldþrotaskipta og eru nú í umsjá þrotabússtjóra. Jón Ásgeir og Pálmi tengjast viðskiptaböndum í gegnum eignarhalds- félög sem þeir hafa komið að á liðnum árum. sameiginlegt net Myndin sýnir hluta af viðskiptatengslum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Pálma Haraldssonar í Fons. Tengslin eru meðal annars í gegnum fjölmiðlafyrirtækið 365, sem báðir hafa verið stórir hluthafar í, og eins í gegnum sameiginlega viðskiptafélaga og starfsmenn, svo sem eins og lögfræðinginn Einar Þór Sverrisson sem starfað hefur fyrir þá félaga í gegnum tíðina, sérstaklega þá fyrir Pálma. Jón Ásgeir Jóhannesson – magnús Ármann, kennd- ur við Fl Group: Tengdir á 222 vegu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.