Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2009, Page 9
fréttir 9. september 2009 miðvikudagur 9
„ÞARNA ER ENGUM HLÍFT“
„Þarna eru staðfestir hlutir sem
við vissum fyrir. Eftirlitið var ekki
neitt,“ segir Bárður Ragnar Jóns-
son, formaður Breiðavíkursam-
takanna, um skýrslu vistheimilis-
nefndar um Kumbaravog, Bjarg og
Heyrnleysingjaskólann. Kolsvört
skýrsla um starfsemina á heimil-
unum var kynnt í gærmorgun en
þar er fjallað um starfsemi þess-
ara heimila sem starfrækt voru á
árunum 1947 til 1992. Niðurstaða
nefndarinnar er að meiri líkur en
minni séu á að fjöldi þeirra barna
og unglinga sem þar voru vistuð
hafi orðið fyrir líkamlegu og kyn-
ferðislegu ofbeldi. Skýrslan er
rúmar 400 blaðsíður.
Sannleikurinn ljós
Georg Viðar Björnsson, varafor-
maður Breiðavíkursamtakanna,
segir skýrsluna faglega unna.
„Þarna er engum hlíft. Þeir greini-
lega leggja áherslu á staðreynd-
irnar og eru ekki að reyna að fela
sannleikann. Þarna sést að yfirvöld
brugðust algjörlega,“ segir hann.
Breiðavíkursamtökin eru regn-
hlífarsamtök sem stofnuð voru eft-
ir að upp komst um hrikalega mis-
notkun sem átti sér stað á fjölda
heimila sem starfrækt voru í skjóli
barnaverndaryfirvalda áratugum
saman. Samtökin eru því sam-
eiginlegur vettvangur þeirra sem
á heimilunum dvöldust en eru
kennd við Breiðavík þar sem fyrst
komst upp um ofbeldið.
DV fjallaði fyrst fjölmiðla um
Breiðavíkurmálið í ársbyrjun 2007.
Helgi Jón Davíðsson greindi þá frá
ömurlegri reynslu sinni af vistun á
Breiðavík og fleiri komu í kjölfar-
ið. Ljóst var að stórkostlegar brota-
lamir voru í eftirliti með slíkum
heimilum af hálfu barnaverndar-
yfirvalda.
Skýrslan um starfsemina í
Breiðavík var kynnt á síðasta ári
og var þar staðfest, líkt og með
hin þrjú heimilin nú, að þar voru
ungmennin beitt alvarlegu ofbeldi
af þeim sem falið var að hlúa að
þeim.
Engin afsökun
fyrir stjórnvöld
Bárður Ragnar segir að með skýrsl-
unum hafi orðið straumhvörf í
embættisfærslum á Íslandi og að
lofsvert sé í alla staði að farið sé út
í vinnu sem þessa. Enn er óunnin
skýrsla um starfsemi fleiri heimila,
svo sem Silungapolls og Reykja-
hlíðar. Til stóð að þeirri skýrslu
yrði skilað í sumar en nefndin fékk
skilafrestinn framlengdan um ár.
Búist er við að allri rannsóknar-
vinnu um heimilin verði lokið árið
2011 sem Bárði finnst heldur lang-
ur tími.
Hann heldur einnig fast í gagn-
rýni Breiðavíkursamtakanna á þær
bætur sem ríkið bauð fórnarlömb-
unum sem dvöldust á Breiðavík og
segir þær vera til skammar. Honum
finnst mikilvægt að sátt náist í því
máli sem fyrst þar sem þær bæt-
ur verði fordæmi fyrir bótagreiðsl-
um til þeirra sem dvöldust á hin-
um heimilunum. „Stjórnvöld hafa
enga afsökun fyrir að ljúka ekki
Breiðavíkurmálinu. Sú skýrsla er
löngu tilbúin og öll gögn liggja fyr-
ir. Ég óttast að þau séu að reyna að
sleppa sem ódýrast því hér á í hlut
jaðarhópur og smælingjar. Ég von-
ast hins vegar til að þau geri þetta
sómasamlega,“ segir hann.
Lokuð niðri í sandkassa
Þegar á heildina er litið telur nefnd-
in að meiri líkur en minni séu á því
að fyrrverandi vistmenn vistheim-
ilisins að Kumbaravogi hafi þurft
að sæta illri meðferð eða ofbeldi. Á
Kumbaravogi voru tvö vistheimili;
Kumbaravogsheimilið og Snekkju-
vogsheimilið.
Frá árinu 1965 til ársins 1984
voru 20 einstaklingar vistaðir af
hálfu barnaverndaryfirvalda á
Kumbaravogsheimilinu. Frá 1970
til 1975 voru 16 einstaklingar vist-
aðir á Snekkjuvogsheimilinu.
Fjórir fyrrverandi vistmenn
greindu nefndinni frá því að þeir
hefðu þurft að sæta líkamlegu of-
beldi af hálfu forstöðuhjónanna
eða orðið vitni að slíku. Þeir sögð-
ust einnig annaðhvort hafa þurft
að sæta kynferðislegu ofbeldi af
hálfu gestkomandi á heimilinu eða
haft vitneskju um að slíkt ofbeldi
ætti sér stað.
Fimm greindu frá því að refs-
ingar hefðu verið algengar á
heimilinu, og fjórir sögðu al-
gengt að börn hefðu verið lokuð
inni á salerni eða í herbergjum
ef þau komu of seint inn á mat-
málstímum.
Fjórir vistmenn sem dvöld-
ust á Snekkjuvogsheimilinu
sögðu að harður agi hefði ein-
kennt uppeldisaðferðir umsjón-
armannsins. Þá var greint frá því
að fyrir framan húsið hefði verið
yfirbyggur sandkassi með hlera
sem unnt var að læsa og komið
hefði fyrir að börn væru lokuð
þar inni í refsingarskyni.
Vistmennirnir sögðu einnig
að einn umsjónarmaður heim-
ilisins hefði talað niðrandi um
ungmennin sem þar dvöldust og
fjölskyldur þeirra. Einnig hefði
hann komið með niðrandi at-
hugasemdir um útlit þeirra og
þyngd í viðurvist annarra.
Áreittar af starfskonum
Skólaheimilið Bjarg var starfrækt
á árunum frá 1965 til 1967. Þar
voru tuttugu stúlkur á aldrinum
14 til 16 ára vistaðar. Í skýrslunni
kemur fram að meirihluti þeirra
sem gaf skýrslu fyrir dómi og hjá
lögreglu hafi lýst illri meðferð
eða ofbeldi. Þá séu meiri líkur en
minni á að sumar stúlknanna hafi
mátt þola kynferðislega áreitni af
hálfu einhverra starfskvenna. Þá
telur nefndin að opinberu eftir-
liti með starfseminni hafi verið
ábótavant.
Í skýrslunni kemur einnig fram
að drjúgur hluti fyrrverandi nem-
enda Heyrnleysingjaskólans á ár-
unum 1947 til 1968 og 1968 til1982
hafi lýst illri meðferð eða ofbeldi. Á
tímabilinu 1968 til1982 séu meiri
líkur en minni á því að hluti nem-
enda skólans hafi sætt kynferð-
islegu ofbeldi og kynferðislegri
áreitni af hálfu samnemenda, kyn-
ferðislegri áreitni af hálfu tiltekins
kennara við skólann og kynferðis-
legu ofbeldi af hálfu utanaðkom-
andi einstaklings.
Má aldrei gerast aftur
Árni Páll Árnason, félags- og trygg-
ingamálaráðherra, hefur beð-
ist opinberlega afsökunar vegna
málsins. „Það er ótvíræð niður-
staða skýrslunnar að opinbert eft-
irlit með starfsemi vistheimilanna
hafi í öllum tilvikum brugðist. Þessi
staðreynd hefur valdið fjölda fólks
miklum sársauka og á því er rétt og
skylt að biðjast afsökunar,“ segir
hann í yfirlýsingu sem hann sendi
frá sér í gær. „Við skuldum því fólki
sem á um sárt að binda vegna mis-
taka í fortíðinni að gera allt sem í
okkar valdi stendur til að tryggja
að slíkir atburðir hendi aldrei aft-
ur,“ segir Árni Páll.
Bárður Ragnar og Georg Viðar
lofa afsökunarbeiðnina en finnst
að verk þurfi að fylgja orðum þeg-
ar kemur að því að bæta vistmönn-
unum skaðann sem þeir urðu fyrir
í skjóli íslenskra yfirvalda.
ErLa HLynSdóttir
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
„Þarna sést að yfirvöld
brugðust algjörlega.“
Bárður ragnar Jónsson, formaður Breiðavíkursamtakanna, segir nýja skýrslu vistheimilisnefndar
staðfesta að barnaverndaryfirvöld hafi algjörlega brugðist hlutverki sínu. Í skýrslu nefndarinnar sem
kynnt var í gær kemur fram að fjöldi barna og unglinga sem dvöldust á Kumbaravogi, Bjargi og í Heyrn-
leysingjaskólanum var beittur líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Félagsmálaráðherra baðst í gær op-
inberlega afsökunar vegna málsins.
Sigurður Sigurðarson, sem nú er
vígslubiskup í Skálholti, var starfs-
maður í Breiðuvík í þrjú sumur á
þeim tíma sem Þórhallur Hálfdán-
arson var forstöðumaður þar. Hluta
úr ári leysti hann forstöðumanninn
af. Drengirnir sem voru vistaðir í
Breiðuvík segja að Sigurði hafi ver-
ið fullkunnugt um það ofbeldi sem
Þórhallur og fleiri starfsmenn beittu
drengina. Sigurður vildi ekki tala
efnislega um málið þegar DV leit-
aði eftir því. Það á hann sameigin-
legt með öðrum fyrrverandi starfs-
mönnum í Breiðuvík.
Sigurður Sigurðarson var að-
eins 26 ára gamall þegar hann réðst
til starfa í Breiðuvík. Á næstu opnu
er viðtal við tvo þeirra drengja sem
dvöldu í Breiðuvík, Maron Berg-
mann Brynjarsson og félaga hans
sem kýs nafnleynd og er nefndur
Einar hér í DV. Þeir, eins og fleiri
sem vistaðir voru í Breiðuvík, hafa
lýst því að Sigurður hafi orðið vitni
að ofbeldi sem þar var beitt, en því
neitar núverandi vígslubiskup.
Þegar fullyrðingar fyrrverandi
vistmanna í Breiðuvík um ofbeldi,
svelti og kynferðislega misnotk-
un voru bornar undir Sigurð, vildi
hann ekkert tjá sig opinberlega um
málið. Hann segist búast við því að
rannsókn verði gerð á starfseminni
og þá þurfi hann að gera hreint fyrir
sínum dyrum. Fyrr muni hann ekki
tala opinberlega.
Kynfæraskoðun og umskurður
Sögum drengjanna sem voru
vistaðir í Breiðuvík ber saman um
að þeir hafi verið leiddir fyrir Sig-
urð og kynfæri þeirra verið skoðuð.
Í einhverjum tilfellum var talað um
að umskera drengina. Staðfest er að
þessi kynfæraskoðun var stunduð og
farið var með tvo drengi til læknis í
kjölfarið.
Tveir fyrrverandi vistmenn segja
að tilgangurinn með þessari kyn-
færaskoðun hafi verið að koma í veg
fyrir samkynhneigð og hindra kyn-
ferðislegt samneyti milli yngri og
eldri drengjanna.
Sigurður virðist ekki hafa verið
þátttakandi í líkamlegu ofbeldi á
staðnum. Drengirnir segjast hafa
getað leitað til hans. Biturð þessara
fyrrverandi vistmanna beinist að því
að hulunni skuli ekki hafa verið svipt
af starfseminni í Breiðuvík.
Augljósar barsmíðar
Maron Bergmann segir það vera
öruggt að Sigurður hafi vitað um
það ofbeldi sem fór fram í Breiðuvík.
„Herbergið hans var á ganginum okk-
ar. Veggirnir voru þunnir og barsmíð-
ar og óp fóru ekki framhjá neinum,“
segir Maron. Einar vinur hans geng-
ur lengra og fullyrðir að Sigurður hafi
horft upp á barsmíðar á drengjunum
af hálfu Þórhalls Hálfdánarsonar for-
stöðumanns og hlegið.
Maron og Einar virðast ekki reiðu-
búnir að fyrirgefa. „Ég vil sjá ein-
hvern dreginn til ábyrgðar, jafnvel
þótt langt sé um liðið,“ segir Maron.
Hann segir að nú þurfi að ljúka mál-
inu. „Það er verið að tala um að nú-
verandi barnaverndaryfirvöld bjóði
okkur upp á sálfræðihjálp. Ég mun
aldrei treysta þessum stofnunum. Ég
vil sjá þær lagðar niður.“
Ekkert öryggisnet
Barnaverndaryfirvöld voru gagn-
rýnd á áttunda áratugnum fyrir að
senda drengina til Breiðuvíkur og
gleyma svo tilvist þeirra. Á þeim tíma
sem Sigurður leysti af sem forstöðu-
maður beindist gagnrýnin fyrst og
fremst að því að yfirvöld skyldu nota
Breiðuvík sem langtímaúrræði. Jafn-
framt að yfirvöld skyldu láta und-
ir höfuð leggjast að að finna aðrar
lausnir. Ekkert öryggisnet hafi verið
til staðar fyrir drengina eftir að þeir
komu út. Þessi gagnrýni kemur aftur
fram í ritgerð Gísla H. Guðjónssonar
réttarsálfræðings, árið 1975. Ritgerð
sem menntamálaráðuneytið tók að
sér að stinga undir stól.
föstudagur 9. febrúar 200712 Fréttir DV
Saka Séra Sigurð
um aðgerðaleySi
Þeir sem störfuðu í Breiðuvík
og DV hefur náð tali af eiga það
sammerkt að neita að hafa verið
þátttakendur í ofbeldi gegn börn-
unum og að hafa orðið að vitni að
því. Þeir geta ekki útilokað að aðr-
ir hafi beitt drengina ofbeldi. Fram-
burður starfsmannanna fyrrverandi
stangast algjörlega á við framburð
þeirra fjölmörgu sem voru vistaðir
í Breiðuvík og hafa komið fram síð-
ustu daga.
Núverandi vígslubiskup í Skál-
holti sem starfaði við uppeldis-
heimilið í Breiðuvík gerir ráð fyrir
að þurfa að svara um sína aðkomu
að málinu þegar það verður rann-
sakað. Bjarni, sonur Þórhalls Hálf-
dánarsonar, er borinn sökum en
hann neitar að hafa beitt ofbeldi,
en segir föður sinn hafa verið harð-
an mann.
Vígslubiskupinn í Skálholti séra
Sigurður Sigurðarson var í Breiðu-
vík þrjú sumur og gegndi stöðu for-
stöðumanns að auki í einn vetur.
Hann var þar meðal annars á sama
tíma og Þórhallur Hálfdánarson,
hann er sá sem sakaður hefur verið
um hvað hrottalegastar misþyrm-
ingar.
Í viðtali við Sigurð segist hann
ekki hafa horft á ofbeldi og bætir við
að hann muni hreinlega ekki hvort
drengirnir hafi sagt honum frá því
sem þeir máttu þola.
„Herbergið hans var á gangin-
um okkar. Veggirnir voru þunnir og
barsmíðar og óp fóru ekki fram hjá
neinum,“ segir Maron Bergmann
Brynjarsson, fyrrverandi vistmaður,
um veru Sigurðar í Breiðuvík. Hon-
um þykir það afar ólíklegt að það
sem gekk á hafi farið framhjá nokkr-
um manni.
Þarf að gera hreint fyrir
sínum dyrum
Maron Bergmann er reiður
biskupnum fyrir að hafa aldrei af-
hjúpað þær misþyrmingar sem lýst
hefur verið í DV. Sjálfur segir vígslu-
biskupinn að hann geti ekki tjáð sig
um málið opinberlega fyrr en opin-
ber rannsókn fari fram.
Sigurður segist búast við að
rannsókn verði gerð á starfseminni
í Breiðuvík og þá þurfi hann að gera
Sonurinn útilokar
Sigurður Sigurðarson
Breiðuvík
Vígslubiskupinn í
Skálholti sigurður
sigurðarson vann sem
sumarstarfsmaður í
breiðuvík frá 1966 til
1968. Hann leysti svo af
sem forstöðumaður hluta
ársins 1970. drengirnir
sem voru vistaðir í
breiðuvík á þessum tíma
telja að sigurður hafi
brugðist með því að
tilkynna ekki yfirvöldum
um það ofbeldi sem átti
sér stað þar.
„Þetta var hryllileg lífsreynsla,“
segir Sigur- dór
Halldórsson
sem var
vistmaður
í Breiðu-
vík þeg-
ar hann
var aðeins
tíu ára
gam-
all.
Sigurdór segist hafa orðið fyrir mikl-
um sálrænum skaða á heimilinu en
þar mátti hann sæta ofbeldi og kyn-
ferðislegri misnotkun. Hann var fík-
ill og glæpamaður næstu tuttugu
árin. Hann segir að það sé ekki fyrr
en í dag, eftir að DV opnaði mál-
ið um hryllinginn í Breiðuvík, sem
hann getur tekist á við sínar eigin
tilfinningar.
„Ég hef verið innilokaður í þrjá-
tíu ár,“ segir Sigurdór sem hefur
tekist á við alfeiðingar af vist sinni
í Breiðuvík síðan hann var tíu ára
gamalt barn. Hann var sendur þang-
að að beiðni séra Braga Benedikts-
sonar sem þá var Fríkirkjuprestur í
Hafnarfirði. Þá hafði Sigurdór rat-
að í ógöngur vegna þjófnaðar. Hann
grunaði aldrei hversu dýrkeyptur
þjófnaður grunlauss barns gat ver-
ið. Næstu tuttugu árin átti hann eft-
ir að sprauta sig með fíkniefnum,
stunda innbrot og bæla niður gríð-
arlega reiði sem hann upplifði í garð
Breiðuvíkur.
Ég var misnotaður
„Ég var misnotaður kynferð-
islega í Breiðuvík,“ segir Sigurdór
með brostinni rödd. Hann segir að
misnotkunin hafi átt sér stað eft-
ir að Þórhallur var hættur og son-
ur hans Bjarni Þórhallsson tek-
inn við. Að sögn Sigurdórs var það
ókunnugur maður sem kom í
heimsókn eitt kvöldið. Hann seg-
ir manninn hafa verið kunnug-
an Bjarna en hann fékk að sofa á
bedda inni á skrifstofu hjá honum.
Hann á að hafa leitt Sigurdór inn í
herbergi til sín og lagst með hon-
um í rúmið.
„Hann káfaði á mér og lét mig
káfa á sér,“ segir Sigurdór og það er
ljóst að frásögnin er honum erfið.
Hann segir að sér hafi tekist að ljúga
að manninum að hann hafi þurft að
fara fram. Þá leyfði hann honum að
gat aldrei sagt börnunum mínum að ég elskaði þau
Sigurdór Halldórsson
Bjarni Þórhallsson Þórhalls Hálf-
dánarsonar
Breiðuvíkur-
börnin
DV Fréttir föstudagur 9. febrúar 2007 13
hreint fyrir sínum dyrum. Það er
ljóst að ekki eru öll kurl komin til
grafar og ólíkt þeim sem hafa ver-
ið vistmenn í Breiðuvík vill sá mað-
ur sem mesta þekkingu hefur á
uppeldisheimilinu á þessum tíma
ekki upplýsa hvað raunverulega
fór fram, fyrr en opinber rannsókn
hefst.
Útilokar ekki ofbeldi
„Faðir minn var mjög strangur
maður en sjálfur varð ég aldrei var
við ofbeldi á heimilinu,“ segir Bjarni
Þórhallsson, sonur Þórhalls Hálf-
dánarsonar. Bjarni var forstöðu-
maður uppeldisheimilisins í einn
vetur. Hann dvaldi nokkuð á heim-
ilinu á sjöunda áratugnum en seg-
ist aldrei hafa orðið var við ofbeldi,
frekar en Sigurður vígslubiskup.
Hann útilokar þó ekki að slíkt hafi
viðgengist aðspurður hvort vitnis-
burður mannanna sem fram hafa
komið sé rangur.
Breiðuvíkurbarnið Sigurdór
Halldórsson segist hafa þurft að
þola kynferðislega misnotkun,
barsmíðar og niðurlægingu þeg-
ar hann dvaldi í Breiðuvík á þeim
tíma sem Bjarni var þar.
„Einn strákurinn sagðist ekki
vilja hafragraut heldur kornflexið.
Þá gekk Bjarni í skrokk á honum,
en alla daga eftir það fengum við
kornflex í morgunmat,“ segir Sig-
urdór þegar hann lýsir átakanlegri
baráttu við morgunverðarborðið.
Sjálfur segir Bjarni að hann
kannist ekki við að hafa nokkurn
tímann beitt piltana ofbeldi og
bendir á að vistin hafi skánað tals-
vert eftir að hann tók við af föður
sínum. Einnig hefur bróðir hans,
Hálfdán Þórhallsson, verið sakað-
ur um að hafa beitt piltana ofbeldi.
Hann vildi ekki tjá sig um ásakan-
irnar.
Félagsskapur kennarans
Fram kom í umfjöllun DV í síð-
ustu viku að lítil sem engin kennsla
hafi verið í Breiðuvík. Kennarinn
Eiríkur Hjartarson kenndi vetur-
inn 1964. Hann segir að engin eig-
inleg kennsla hafi farið fram, held-
ur hafi skólatímarnir í raun verið
einhvers konar félagsskapur pilt-
anna. Ástæður þess að lítil kennsla
fór fram var fyrst og fremst sú að
aldursbil strákanna var talsvert og
greindarmunur einnig. Því hafi ver-
ið erfitt um vik að samhæfa mark-
vissa kennslu.
„Ég varð aldrei var við ofbeld-
ið sem á að hafa verið í Breiðuvík,“
segir Eiríkur og þvertekur einn-
ig fyrir að matur hafi verið naumt
skammtaður. Hann segir að kom-
ið hafi verið fram við börnin líkt
og starfsfólk og aldrei hafi hann
upplifað neitt misjafnt. Hann
útilokar ekki ofbeldið frekar en
Sigurður vígslubiskup og Bjarni
Þórhallsson. Sjálfur segist hann
hugsa til staðarins með hlýhug en
fregnir af heimilinu undanfarna
daga hafa komið honum verulega
á óvart. Hann segir samband sitt
við Þórhall hafa verið gott og sjálf-
ur hafi hann ekkert upp á hann að
klaga.
Breiðuvíkurbörn í kaupbæti
„Það var haft í flimtingum þeg-
ar ég keypti býlið að Breiðuvíkur-
börnin fylgdu með í kaupbæti,“
segir Keran Ólason sem ásamt
konu sinni Birnu Mjöll Atladótt-
ur rekur hótel þar sem uppeldis-
heimilið var til húsa.
Keran og Birnu varð ljóst stuttu
síðar hvað átt var við en þá voru
gamlir vistmenn að hringja í tíma
og ótíma í hótelið, yfirleitt drukkn-
ir, til þess að gera upp óhugnan-
lega fortíð sína.
Keran segir sögu Breiðuvík-
ur óhugnanlega en brotunum hafi
hann ekki púslað saman fyrir al-
vöru fyrr en undir síðustu helgi
þegar DV kom út. Þangað til hafði
hann afskrifað minningar mann-
anna sem drykkjuraus.
Komið hefur í ljós að sögurnar
virðast raunsannar og hrollvekj-
andi að auki.
Hugrakkur steig fyrstur fram
Það var Helgi Davíðsson sem
steig fyrstur fram og sagði sögu sína
í DV á föstudaginn í liðinni viku.
Eftir það hafa fjölmargir menn
brotið þrjátíu ára gamlan þagn-
armúr og sagt keimlíkar sögur og
Helgi. Nokkrir hafa sagst hafa sætt
kynferðislegu ofbeldi auk þess að
þola niðurlægingu, svarthol í kjall-
aranum og gegndarlausar bar-
smíðar. Margir þessara manna bera
enn þann dag í dag þungan kross.
Margir hafa hugsað um hefnd, aðr-
ir vilja réttlæti af hálfu stjórnvalda.
Það er staðreynd að kennslu var
ábótavant. Mennirnir voru svipt-
ir rétti sínum til þess að lifa mann-
sæmandi lífi og sviptir sakleysi sínu
á barnsaldri. Þeir hafa tapað æsk-
unni og jafnvel ellinni líka.
ekki ofbeldið
Sigtryggur JóHannSSon
blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is
vaLur grEttiSSon
blaðamaður skrifar: valur@dv.is
Framhald á
næstu opnu
fara en Sigurdór segist aldrei hafa
beðið þessa atviks bætur.
Baráttan um kornflexið
„Þegar Bjarni var forstöðumað-
ur sátum við og borðuðum morg-
unmat. Við vorum með hafragraut
en hann og systur hans voru með
kornflex. Einn strákurinn sagðist
ekki vilja hafragraut heldur korn-
flexið. Þá gekk Bjarni í skrokk á
honum, en alla daga eftir það feng-
um við kornflex í morgunmat,“ segir
Sigurdór um þá hörðu baráttu sem
þeir þurftu að heyja. Hann segir að
strákarnir hafi verið þakklátir pilt-
inum sem á að hafa lent í Bjarna
fyrir að hafa tekið á sig höggin fyrir
morgunmatinn.
Elskar börnin sín
Þegar Sigurdór komst frá Breiðu-
vík gat hann ekki sótt nám. Ástæð-
una fyrir því segir hann vera: „Ég
kunni ekkert eftir vistina, við lærð-
um ekki neitt.“
Þar næst fór hann á sjóinn en
það leið ekki langur tími þar til
hann varð háður áfengi og fíkni-
efnum. Þá hófst langur afbrota-
kafli í lífi hans sem lauk ekki fyrr
en 1992. Það var þá sem hann tók
trú og hætti allri neyslu.
Reynslan reyndist Sigurdóri
þung: „Ég skildi ekki tilfinningar
mínar fyrr en umfjöllun um málið
hófst. Ég hef verið blindur svo lengi
að ég gat ekki einu sinni sagt við
mín eigin börn að ég elskaði þau,“
segir Sigurdór sem brestur í grát í
miðju viðtali. Hann segir umfjöllun
DV hafa opnað mikið svöðusár sem
þurfi að lækna, en það er ekki fyrr
en nú sem hann getur hafið nýtt líf.
Aðspurður hvað taki nú við í lífi
hans segir Sigurdór: „Ég ætla að
segja börnunum mínum að ég elska
þau.“
Kannast ekki við ofbeldi
„Ég man ekki eftir því að hafa
beitt slíku ofbeldi,“ segir Bjarni Þór-
hallsson, sonur Þórhalls Hálfdánar-
sonar, en hann er fyrsta barn hans
sem tjáir sig opinberlega um málið.
Bjarni var forstöðumaður uppeldis-
heimilisins árið 1972 til 1973. Hann
var einn vetur en svo tók Georg
Gunnarsson við heimilinu. Sjálfur
er Bjarni skósmiður á Selfossi í dag.
Önnur börn Þórhalls vilja ekki tala
um tímann í Breiðuvík.
„Faðir minn var mjög strang-
ur maður en sjálfur varð ég aldrei
var við ofbeldi á heimilinu,“ seg-
ir Bjarni, en hann útilokar þó ekki
að slíkt gæti hafa viðgengist. Hann
segir málið komið í réttan farveg
og hann vilji sem minnst skipta sér
af því sjálfur.
„Þetta mál hefur sinn gang,“
segir Bjarni og neitar að tjá sig
frekar um það.
G „Einn strákurinn sagðist ekki vilja hafragraut heldur kornflexið. Þá gekk Bjarni í skrokk á honum en alla daga eftir það fengum við kornflex í morgunmat.“
Sigurdór Halldórsson
segist hafa orðið fyrir
kynferðislegri misnotkun
og hlaut enga menntun á
meðan á nauðungarvist
hans í breiðuvík stóð.
Breiðuvík
Margir hafa sagt frá hræðilegri vist sinni í breiðuvík.
DV Fréttir föstudagur 9. febrúar 2007 17
Stelpurnar á bjargi
tóku nýfætt
barnið af
örvilnaðri
móðurinni
Helvíti á jörðu
Harðræði, innilokun og frelsissvipting var hluti þess
sem þessar unglingsstúlkur þurftu að þola. Þeim
var komið fyrir á Bjargi, sem var heimili rekið af
Hjálpræðishernum, og nú fjörutíu árum síðar
kraumar enn hatur og beiskja í þeim konum sem
þar voru vistaðar. DV hefur fundið gögn um starfið
á Bjargi og birtir hér hluta þeirra og viðtöl við fólk
sem þekkir vel til þess sem þar fór fram.
Framhald á
næstu opnu
föstudagur 9. febrúar 200718 Fréttir DV
Stelpurnar á bjargi
„Má móðir taka dóttur sína og láta
vista hana í húsi, þar sem hún má
varla fara út í tvö ár, bara vegna
þess að stúlkan var of lengi úti eitt
kvöld?“ Fyrir fjörutíu árum var
þessari spurningu var beint til Gísla
Gunnarssonar, prófessors í sagn-
fræði, sem þá kenndi félagsfræði
við Gagnfræðaskóla Austurbæjar.
Umfjöllunarefni kennslustundar-
innar var sjálfræði unglinga.
„Mér var mjög brugðið og bað
stúlkurnar að ræða við mig eft-
ir tímann. Þær sögðu mér að um-
rædd stúlka væri vistuð á stúlkna-
heimilinu Bjargi á Seltjarnarnesi
og við sammæltumst um að þegar
hún losnaði þaðan, talaði hún við
mig. Hún kom til fundar við mig
í ágúst árið 1967, ásamt tveimur
öðrum stúlkum sem höfðu verið
á Bjargi. Þær sögðu mér af aðstöð-
unni þar og ég varð skelfingu lost-
inn, aðallega yfir einangruninni,
sem mér finnst alltaf hafa verið
versti hluti Bjargsmálsins. Skoð-
un mín á Bjargi var að mestu leyti
um einangrunina, bæði á Bjargi
og sérstaklega þó þegar stúlkurn-
ar þar voru sendar í refsieinangrun
eða einangrun við upphaf vistar á
ríkisupptökuheimilið í Kópavogi.
Einnig að þeim var stöðugt hótað á
Bjargi að vera settar í einangrun.“
Í algjörri einangrun
Gísli sýnir mér pappíra; heilu
möppurnar, sem innihalda skýrslu-
tökur af stúlkum sem dvöldu á
Bjargi, blaðaúrklippur og afrit
bréfa til yfirvalda. Í vitnisburði
einnar stúlkunnar, skýrslu sem er
vottfest af tveimur lögmönnum
standa eftirfarandi orð:
„Á ríkisupptökuheimilinu var
hún sett í herbergi með einu járn-
rúmi. Annað húsgagna var þar
ekki... Gluggi var spenntur aftur.
Þarna var hún læst inni og fékk
aldrei allan tímann að fara út
nema til að fara á salerni eða í bað.
Mjög slæmt loft var í herberginu
og lykt varð þar slæm fljótt. Læs-
ing var þannig að bundið var fyrir
hurð og skrölti mikið þegar opn-
að var. Öll föt hennar voru tekin af
henni, nema nærbuxur og henni
fengin náttföt til að vera í, eða all-
an innilokunartímann, 28/5-4/6
eða 7 daga...“
„Forstöðukona upptökuheim-
ilisins, Ólöf Þorsteinsdóttir, tjáði
mér að kvenlögreglukonurnar
Guðlaug Sverrisdóttir og Auður
Eir Vilhjálmsdóttir hafi viljað hafa
innilokunina miklu strangari en
hún sjálf hefði óskað,“ skrifaði Gísli
í skýrslu til yfirvalda 1967. „Það
þótti góður undirbúningur á Bjargi
að hafa stúlkurnar í einangrun frá
fimm upp í tíu daga. Þær fengu
ekki að hlusta á útvarp né lesa
blöð. Eina lesefnið var kristilegt
efni eða hrós um Bjarg. Þær áttu
að vera sem mest með sjálfum sér
og þeim sagt að, svo ég vitni orð-
rétt í eina stúlkuna: „Til að ná best
sambandi við Guð í bæn sé þegar
maður er einn og hefur engan til
að trufla.“ Með einangruninni átti
Guð að frelsa þær.“
Gísli Gunnarsson hefur aldrei
komið inn á Bjarg, en hann hafði
upplýsingar sínar frá fyrstu hendi:
„Ég kom í fyrstu að málinu sem
„vinsamlegur skoðandi“ og starfs-
konur ríkisupptökuheimilisins
veittu mér góðfúslega upplýsingar,
enda voru þær mótfallnar því að
vera notaðar á þennan hátt. Þær
fengu síðar skammir fyrir að veita
mér upplýsingarnar, þótt ég sem
kennari, hafi átt fullan rétt á þeim.
Þegar málið fór að vinda upp á sig
reyndu starfskonur Bjargs að koma
sem mestri sök yfir á konurnar á
ríkisupptökuheimilinu og þóttust
ekki kannast við neitt, jafnvel þótt
það hefðu verið Guðlaug Sverris-
dóttir og Auður Eir sem komu með
stúlkurnar af Bjargi inn á ríkisupp-
tökuheimilið. Þegar ég kom að
málinu hafði Bjarg verið starfrækt
í tvö ár en reglan var sú að stúlkur
ættu helst að dvelja þar í tvö ár.“
Allir aðrir brugðust
Þegar Gísli hafði tekið skýrsl-
ur af nokkrum stúlknanna sendi
hann málið til fjölmargra aðila.
„Allir þeir aðilar fengu bréf
og skýrslu mína um einangrun
stúlknanna,“ segir Gísli. „Eini mað-
urinn sem svaraði mér var bæjar-
fógetinn í Kópavogi, sem gerði
sína athugun á ríkisupptökuheim-
ilinu. Hann var eina yfirvaldið sem
brást löglega við. Allir aðrir brugð-
ust. Formaður Sálfræðingafélags-
ins hafði samband við mig og gaf
mér hreinskilnislegasta svar sem
ég hef á ævinni fengið: „Við höfum
ekki siðferðilegan styrk til að eiga í
þessu máli.“
Réttlætiskenndinni misboðið
Að sögn Gísla sátu í Barnavernd-
arráði Íslands á þessum tíma auk
Gunnlaugs: Sveinbjörn Jónsson
hæstaréttarlögmaður, sem var for-
maður ráðsins, Magnús skólastjóri
Hlíðaskóla, séra Gunnar Árnason,
prestur í Kópavogi og móðurbróðir
séra Auðar Eirar Vilhjálmsdóttur og
Símon Jóhann Ágústsson, sem hafði
verið í öllum barnaverndarmálum
frá því á fjórða áratugnum.
„Barnaverndarráð samanstóð
því eingöngu af gömlum karl-
mönnum. Gunnlaugur var eigin-
lega unglambið, 48 ára! Við Sím-
on Jóhann vorum vinir, hann hafði
kennt mér við háskólann og hann
fylgdist með Bjargsmálinu frá upp-
hafi. Hann laumaði til mín upplýs-
ingum um hvað barnaverndarráð
var að gera eða ekki að gera. Á yfir-
borðinu var hann stuðningsmaður
Bjargs, en hann lék tveimur skjöld-
um í þessu máli og aðstoðaði mig
dyggilega. Hann var í rauninni eini
fagmaðurinn í Barnaverndarráði.“
En hver er ástæða þess að gagn-
fræðaskólakennari tekur upp á sitt
eindæmi að rannsaka stúlkna-
heimilið Bjarg, með þeim afleiðing-
um að því er lokað nokkrum mán-
uðum síðar?
„Réttlætiskennd minni var mis-
boðið og þegar ég byrjaði með mál-
ið og mætti andstöðu og fjandsemi
þá kom upp í mér þrjóska og bar-
áttuvilji. Ég sagði við sjálfan mig að
ef ég myndi láta málið niður falla,
þá myndu fylgismenn Bjargs herja
á mig með allt sitt lið og það var
ekkert lítið! Ég ákvað að ég yrði að
sigra í þessu máli til að geta lifað
áfram. Ég var farinn að berjast fyrir
minni eigin tilvist sem kennari og
sem virtur þegn í samfélaginu.“
Var reynt að stöðva þig?
„Já, stöðugt og ég fékk fjölmarg-
ar hótanir. Ég vann einn að mál-
inu í nær fimm mánuði, með smá-
stuðningi frá Símoni Jóhanni og
manni sem var fljótur að vélrita.
Ég bar málið jafnóðum undir tvo
lögfræðinga, sem fylgdust með til
að gæta að því að ég væri ekki með
neitt ólögmætt í höndunum. Ann-
ar þeirra varð síðar virtur prófessor
í lögfræði.“
Heiftin engu minni en fyrir
fjörutíu árum
Gísli segir stúlkurnar hafa verið
misjafnlega á sig komnar andlega
þegar hann hitti þær. Hann hefur
nýverið heyrt í tveimur þeirra sem
óskuðu eftir samtali við hann af
ástæðum sem fljótlega verða þjóð-
inni kunnar.
„Heift þeirra í garð Bjargs er
ennþá til staðar. Þessar konur eru
nú á sextugsaldri og bera enn þá
þann heiftarhug til Auðar Eirar
Vilhjálmsdóttur og Bjargs og þær
gerðu fyrir fjörutíu árum.“
Eftir að Bjargi var lokað, 23. okt-
óber 1967 hafði Gísli ekkert sam-
band við stúlkurnar í áratugi.
„Ég mat það svo að þær vildu fá
að vera í friði næstu árin og fá að
gleyma þessum tíma. En svo fór
hann að rifjast upp fyrir þeim þeg-
ar þær urðu fullorðnar konur og
margar þeirra orðnar mæður og
sumar ömmur“.
Kynferðisleg áreitni og of-
beldi hefur komið mikið við sögu
í Breiðuvíkurmálinu sem mikið er
fjallað um þessa dagana. Kom eitt-
hvað slíkt til tals í þínum athugun-
um?
„Ég kannaði aldrei slíkt. Ég lagði
áherslu á þann þátt sem sneri að
einangrun stúlknanna, sem ég leit
alvarlegustu augum. Umræða um
slíkt kom hins vegar upp af hálfu
stúlknanna, en þær fundu fljótt að
ég vildi ekki um það ræða.“
Myndirðu spyrja öðruvísi í dag
en þú gerðir fyrir fjörutíu árum?
„Ég hygg ekki. Ég var einungis
að athuga einangrun.“
Bjargi var lokað 23. október
1967, en rannsókn málsins hófst
18. nóvember. Öll gögn málsins
liggja á borðinu fyrir framan okk-
ur. Það er eins og talnaþraut að
lesa sig í gegnum ferlið.
„Málinu var vísað til ráðuneytis
í lok nóvember, ráðuneytið sendi
það áfram til saksóknara til athug-
unar 20. desember. Þaðan fór mál-
ið aftur til saksóknara, sem sendi
til Barnaverndarráðs sem sendi
það til bæjarfógeta, sem sendi aft-
ur til saksóknara og þaðan til ráðu-
neytis og síðan lýsti ríkissaksókn-
ari því yfir í desember 1968 að
engin málshöfðun verði að höfðu
samráði við menntamálaráðu-
neytið. Lögfræðingur Bjargs, Logi
Guðbrandsson, lýsti sig ánægðan
með þessar málalykt-
ir... Barnaverndarráð
Íslands var svo
lamað fram til
ársins 1970 að Gunnlaugur Þórð-
arson var gerður að formanni þess
og hann var hvatamaður þess að
Breiðuvík var lokað.“
Sonurinn tekinn með valdi af
móðurinni
Var þér kunnugt um að fær-
eyska stúlkan, Marion Gray, eign-
aðist son sem var tekinn af henni?
„Já. Drengurinn fæddist á Fæð-
ingarheimili Reykjavíkur og síðar
var farið með hann á Bjarg þar sem
Marion fékk að gefa honum brjóst í
nokkra daga. Þetta veit ég frá Mar-
ion sjálfri og stúlkunum sem voru
samtímis henni á Bjargi. Forráða-
konur Bjargs voru ráðalausar og
fyrsta hugmyndin var sú að gefa
drenginn til ættleiðingar. Mar-
ion neitaði því og þá var leitað til
barnaverndarnefndarinnar í Þórs-
höfn í Færeyjum sem kvað upp
þann úrskurð að barnið skyldi sent
til Færeyja til umsjónar nefndar-
innar. Drengurinn var tekinn af
Marion með valdi.“
Gísli segir að þegar Marion fór
síðar til Færeyja hafi henni verið
lofað að hún fengi að sjá barnið sitt
ef hún undirritaði skjöl þess efnis
að allt sem hún hefði sagt um Bjarg
á Íslandi væru ósannindi.
„Þegar Marion hafði undirrit-
að það plagg var hún meðhöndl-
uð sem úrhrak í Færeyjum og fékk
aldrei að sjá son sinn.“
Sannleikurinn er skjalfestur
Frá því DV hóf umfjöllun um
Breiðuvíkurmálið í síðustu viku
hafa fjölmiðlar verið undirlagðir af
því. Við höfum fengið ábendingar
um fleiri mál, þeirra á meðal það
sem hér er til umræðu. Telur þú að
Bjargsmálið muni rísa upp tvíeflt
aftur eins og Breiðavíkurmálið?
„Ég veit að það mun gerast,“
svarar Gísli að bragði.“Ég hef heyrt
að verið sé að vinna að ítarlegri og
áhrifaríkri athugun á þessu máli.
Meira get ég ekki um það sagt, ég
er bundinn þagnarskyldu.“
Og verður niðurstaða þeirrar
athugunar þannig að þú getir tek-
ið undir lokaorð Matthildar Haf-
steinsdóttur í viðtali í blaðinu í dag
að þegar saga Bjargs verði gerð op-
inber muni mörgum misbjóða?
„Já, ég get tekið undir þau orð.
Ég tel tvímælalaust að þær stúlk-
ur sem vistaðar voru á Bjargi hafi
skaðast sálarlega. Bjargsmálið hvíl-
ir á þeim sem skuggi og er kannski
neikvæðasta atriði lífs þeirra. Þær
voru margar geymdar á Bjargi með
samþykki foreldra sinna - þó ekki
allar - og inn í málin blandast því
uppgjör við foreldrana. Þær vilja
ekki ennþá vita allt sem foreldrar
þeirra gerðu. Eftir að dómsrann-
sókn hófst í málinu og lögreglan
fór að taka skýrslur af Bjargsstúlk-
unum kom margt
hræðilegt í
ljós. Sann-
leikurinn
um Bjarg er
skjalfestur
og margt
um hann
er að
finna vel
geymt í
ráðuneyti
í Reykja-
vík.“
Sama heiftin eftir 40 ár
AnnA KRiStine
blaðamaður skrifar: annakristine@dv.is
„Ég tel tvímælalaust að þær stúlkur sem
vistaðar voru á Bjargi hafi skaðast sálarlega.
Bjargsmálið hvílir á þeim sem skuggi og er
kannski neikvæðasta atriði lífs þeirra.“
Kennarinn sem kannaði málin „Mér var
mjög brugðið þegar ég heyrði af unglings-
stúlkum í einangrun,“ segir gísli gunnarsson,
sem hóf rannsókn á starfsemi bjargs fyrir
fjörutíu árum. fyrir framan hann á borðinu er
ein af þeim möppum sem innihalda skýrslur
og viðtöl við stúlkur sem dvöldu á bjargi.
DV Fréttir föstudagur 9. febrúar 2007 19
„Þetta mál hefur hvílt þungt á mér
í fjörutíu ár en nú get ég ekki þag-
að lengur. Umfjöllun DV um Breiðu-
víkurmálið gerði það að verkum að
minningarnar streymdu fram. Það
voru ekki bara ungir piltar sem upp-
lifðu að þeir sem áttu að aga þá eyði-
lögðu líf þeirra.“
Matthildur Hafsteinsdóttir er kona
á sextugsaldri sem hefur boðað mig
á sinn fund. Frá því DV kom út í síð-
ustu viku með frásögnum ungra pilta
sem dvöldu vestur í Breiðuvík við
skelfilegt ofbeldi, hefur hún vart get-
að sofið. Hún vill segja sína upplifun
af stúlknaheimilinu Bjargi, sem rekið
var af Hjálpræðishernum vestur á Sel-
tjarnarnesi í tvö og hálft ár. Því heimili
var lokað eftir að nokkrar stúlknanna
höfðu greint frá dvöl sinni þar. Þangað
var frænka Matthildar send frá Fær-
eyjum fjórtán ára að aldri og dvaldi
þar í eitt ár.
„Minningarnar um Marion frænku
mína hafa haldið fyrir mér vöku,“
segir Matthildur og hefur greinilega
undirbúið vel hverju hún vill koma á
framfæri.“Frásagnirnar af ofbeldinu
í Breiðuvík heltóku mig og ýfðu upp
sárar minningar. Við Marion vorum
systradætur. Mæður okkar voru fær-
eyskar, en móðir mín flutti ung til
Íslands ásamt annarri systur sinni.
Marion frænka mín var tveimur árum
yngri en ég, fædd síðla árs 1951. Við
sáumst fyrst þegar ég heimsótti fjöl-
skylduna í Þórshöfn í Færeyjum þeg-
ar ég var þrettán ára.“
Bjarg var fangelsi
Marion, þá tæplega ellefu ára,
dökkhærð með gneistandi brún augu,
sýndi stóru frænku sinni heimabæ
sinn. Í minningunni ber smitandi
hlátur hennar hæst.
„Marion var alltaf hlæjandi og lífs-
gleði hennar hafði áhrif á alla sem
voru nálægir. Hún var afskaplega
fjörug og hafði mikla útgeislun“ seg-
ir Matthildur. „Þegar ég var sextán ára
var ég komin í sambúð með Hinriki
Jóni Magnússyni, sem var eiginmað-
ur minn til dauðadags fyrir þremur
árum. Við bjuggum í agnarlitlu húsi
við Grettisgötu og þangað bárust mér
fregnir af því að Marion frænka mín
væri komin til dvalar á Bjargi. Skýr-
ingin sem mamma hennar hafði gefið
var sú að Marion væri óstýrilát og það
þyrfti að aga hana. Hún hefði valið
Bjarg, því það væri rekið á kristilegum
nótum, en Anna, mamma Marion,
starfaði með Frelsishernum í Fær-
eyjum. Marion hvorki reykti né drakk
eftir því sem ég best vissi og ég skildi
ekki hvers vegna mamma hennar
hefði sent hana til vistar á Bjargi.“
Matthildur taldi sig vel geta haft
litlu frænku sína hjá þeim Hinriki og
þau héldu á Skódanum sínum rak-
leiðis vestur á Seltjarnarnes til fundar
við frænkuna.
„Það fyrsta sem ég sagði við Hinrik
þegar við höfðum hringt bjöllunni var
að það væri engu líkara en við vær-
um að koma í fangelsi. Við heyrðum
hringl í lyklum enda voru stelpurn-
ar læstar inni. Lyklakippan var stór
og þung og sú sem opnaði því lengi
að finna rétta lykilinn. Andlitið sem
mætti okkur í dyrum Bjargs þennan
fyrsta dag var andlit hinnar norsku
Kröte, sem spurði með þjósti hverja
við vildum hitta. Bjarg var ekkert ann-
að en fangelsi. Marion fékk þó að
vera hjá okkur tvær eða þrjár helgar í
fyrstu, en svo breyttist viðhorfið í garð
fjölskyldunnar og okkur var meinað
að heyra í og hitta Marion... „
Stórt sár í sálinni
„Starfsstúlkurnar voru allar norsk-
ar, fyrir utan Auði Eir Vilhjálmsdótt-
ur, sem réði mestu um daglegt starf
Bjargs,“ segir Matthildur. „Ég man
alltaf fyrsta fund okkar Auðar Eirar.
Þá kom ég að heimsækja Marion og
ætlaði upp á herbergið hennar en
Auður Eir blokkeraði stigann upp og
sagði mér að fara inn í viðtalsherberg-
ið. Ég sá því aldrei herbergið henn-
ar Marion þetta ár sem hún dvaldi á
Bjargi. Þetta var ekki heimili. Þetta var
fangelsi. Þessi staður gerði stúlkurn-
ar ekki að betri manneskjum held-
ur eyðilagði líf þeirra flestra. Ég hef
hitt margar þeirra og það var ótrúlegt
að heyra frásagnir þeirra af lífinu á
Bjargi. Dvölin á Bjargi hefur skilið eft-
ir stórt sár í sálu þeirra.“
Marion gaf Matthildi engar skýr-
ingar á því hvers vegna hún hefði ver-
ið send að Bjargi, aðrar en þær að
mömmu hennar líkaði ekki við kær-
astann hennar. Hún hélt sannleikan-
um leyndum, þangað til hann varð
ekki lengur umflúinn. Marion var
barnshafandi.
„Mér fannst sérkennilegt hvað
Marion var í ljótum og víðum fötum,“
segir Matthildur. „Eftir að ég varð
eldri og þroskaðri, geri ég mér grein
fyrir hvers vegna hún sagði mér aldrei
að hún ætti von á barni.Hún hagaði
sér í raun eins og barn sem hefur ver-
ið misnotað; það þegir yfir verknaðin-
um.“
Um upphaf stúlknaheimilisins að
Bjargi segist séra Auði Eir Vilhjálms-
dóttur svo frá í ævisögu sinni, Sól-
in kemur alltaf upp á ný, sem Edda
Andrésdóttir skráði:
„...mér sem fleirum þótti vanta
hér skólaheimili fyrir stúlkur svo að
þær fengju tíma til að átta sig á því
sem hafði farið úrskeiðis í lífi þeirra,
þar sem þær kæmust inn í reglulegt
nám, tækju próf og héldu sína góðu
leið í lífinu, Ég var lögreglukona þegar
þetta var og þótti úrræðin sem þeim
stúlkum buðust ekki mikil en að þau
yrðu og gætu verið meiri.“
„Vond verk í nafni Drottins“
Matthildur getur ekki leynt andúð
sinni á séra Auði Eir og segir starfsem-
ina á Bjargi dæmi um vond verk, unn-
in í nafni Drottins.
„Ég söng með kirkjukórnum á
Flateyri um margra ára skeið og það
get ég sagt þér að það aðfangadags-
kvöld sem ég sá að það var séra Auður
Eir sem hafði verið fengin til að leysa
séra Lárus af, þá gekk ég út. Í minni
kirkju er ekki pláss fyrir hræsnara.
Þegar Marion fæddi son sinn haustið
1967 fóru mamma og systir hennar á
Fæðingardeildina og ætluðu að grípa
inn í líf þeirra. En þær komu of seint.
Móðir Marion hafði greinilega svipt
dóttur sína sjálfræði og falið Auði Eir
allt vald yfir henni.“
Í viðtalsbókinni við séra Auði Eir
Vilhjálmsdóttur er frásögnin á þessa
leið:
„...færeyska stúlkan sem rætt var
við í blaðinu (Þjóðviljanum 20. okt-
óber 1967) hafði reynst barnshaf-
andi þegar hún kom á skólaheimil-
ið. Var barn hennar flutt til Færeyja
eftir fæðingu í samráði við móður-
ömmu þess og barnaverndaryfir-
völd í Færeyjum. Í viðtalinu í Þjóð-
viljanum var lýst aðdraganda þess
að stúlkan kom á skólaheimilið og
dvölinni sem lauk með því að hún
“strauk“....“
„Hún strauk ekkert,“ segir Matt-
hildur. „Henni var rænt af mann-
inum mínum, Hinriki Jóni og vini
hans og komið fyrir á heimili Ragn-
ars Stefánssonar jarðskjálftafræðings
og foreldra hans á Sunnuvegi. Gísli
Gunnarsson, kennari við Austur-
bæjarskólann kenndi vinkonu einn-
ar stúlkunnar á Bjargi, sem sagði
honum frá aðstæðum og hann fór
að kanna þær. Síðar kom Gunnlaug-
ur Þórðarson, lögfræðingur að mál-
inu, en hann átti sæti í Barnavernd-
arráði.Það var staður þar sem fram
fór fangelsun og frelsissvipting ungl-
ingsstúlkna. Það var ekki eins og
þessar stúlkur væru einhver vand-
ræðabörn samfélagsins. Þær voru
bara of óstýrilátar fyrir foreldra sína,
sem vildu losna við þær.“
„Endalok heimilisins voru ekki
flókin; þau réðust einfaldlega af upp-
lognum sögum“, segir séra Auður Eir í
bókinni. „Við höfðum verið rænd til-
trúnni; við hefðum aldrei getað hald-
ið áfram og okkur hefði aldrei dottið
það í hug.“
Mörgum mun misbjóða
sannleikurinn
Marion sneri aftur að Bjargi eft-
ir fæðingu sonar síns. Gjörbreytt ung
stúlka að sögn Matthildar.
„Glaða stúlkan var horfin að ei-
lífu,“ segir Matthildur. „Þegar Bjargi
var lokað nokkrum vikum síðar eftir
að upp komst hvernig búið hafði ver-
ið að bjargarlausum unglingsstúlk-
unum fór Marion heim til Færeyja.
Henni hafði verið lofað að hún fengi
soninn þegar hún kæmi heim. Hann
sá hún aldrei. Marion varð eins og
skugginn af sjálfri sér. Hún kvaldist þá
stuttu ævi sem hún átti eftir, en hún
lést fertug að aldri úr krabbameini.
Eftir að nýfæddur sonurinn var tekinn
af henni hvarf lífslöngun hennar með
öllu. Það er ekki hægt að gera ljótari
hlut en þann að taka nýfætt barn af
móður. Það gerði kona sem er prest-
ur og rekur sérstaka Kvennakirkju.
Mig hryllir við þessu. Bjarg var ekki
stúlknaheimili. Það var fangelsi fyrir
saklaus börn. Þegar saga Bjargs verð-
ur gerð opinber – og þess er ekki langt
að bíða – mun mörgum misbjóða, því
get ég lofað.“
Földu Marion
Meðan mál stúlknanna á Bjargi
voru rannsökuð var gripið til þess
ráðs að fela Marion Gray á stað
þar sem hennar yrði örugglega ekki
leitað. Ragnar skjálfti man vel eftir
þessari unglingsstúlku.
„Gísli Gunnarsson, sem var góð-
ur vinur minn bað mig og foreldra
mína að taka Marion að okkur tíma-
bundið,“ segir Ragnar Stefánsson,
prófessor við Háskólann á Akureyri,
betur þekktur sem Ragnar „skjálfti“
jarðskjálftafræðingur. „Gísli taldi af
ýmsum ástæðum best að Marion
væri á heimili þar sem hennar yrði
ekki leitað og hún gæti verið örugg
meðan mál hennar upplýstust bet-
ur. Gísli vissi að hún hafði ekki átt
góðar stundir á Bjargi.“
Ragnar segir Marion hafa dvalið
hjá sér og foreldrum sínum í nokk-
urn tíma.
„Ég kunni ágætlega við þessa
stúlku og ég átti ómögulegt með
að skilja hvers vegna hún var lok-
uð inni á stúlknaheimili. Hún kom
vel fyrir sjónir og það var gaman að
ræða við hana.“
Sagði hún þér frá syni sínum sem
hún fæddi og hafði verið tekinn af
henni?
„Nei, þessar fréttir koma mér
alveg að óvörum,“ segir Ragnar
og undrunin leynir sér ekki í rödd
hans. „Hún talaði að vísu mest við
móður mína, því við pabbi vor-
um í vinnu á daginn og það má vel
vera að hún hafi trúað mömmu fyr-
ir þessu. Okkur fannst öllum Mar-
ion vera indælisstúlka og var mjög
til friðs á heimili okkar. Mér fannst
Gísli vera að gera mjög góða hluti
því ég gat ekki séð nokkra ástæðu
fyrir því að hún væri vistuð á Bjargi.
Mér skildist að fjölskylda henn-
ar í Færeyjum væri afskaplega sið-
vönd og ástæða þess að þau hefðu
sent hana á Bjarg væri sú að hún
hefði ekki hagað sér nægilega vel
að þeirra mati. En þessi frétt um
að hún hafi verið barnshafandi
og eignast son hér á landi, skýrir
margt fyrir mér. Ég hafði spurnir af
Marion síðar og svo virðist sem hún
hafi orðið hálfgert rekald eftir lífs-
reynslu sína hér á Íslandi.“
Stefán Bjarnason, faðir Ragnars,
staðfestir að fjölskyldan hafi fallist
á að veita Marion húsaskjól og hún
hafi verið elskuleg stúlka.
„Ég vissi af fæðingu sonarins, en
man ekki hvort hún sagði mér sjálf
af henni eða einhver annar,“ segir
Stefán.
Aðspurður hvort Gunnlaugur
Þórðarson lögfræðingur hafi komið
á heimilið til að taka skýrslu af Mar-
ion segist Stefán muna eftir manni
sem kom á heimilið til að ræða við
hana.
„Hvort það var Gunnlaugur heit-
inn Þórðarson veit ég ekki, en Mar-
ion var nokkuð brugðið við komu
þessa manns. Hún fór að gráta því
hún taldi að verið væri að sækja sig
og flytja aftur á Bjarg. Umræddur
maður fullvissaði hana um að hann
væri þarna til að hjálpa henni og fór
mjög rólega að henni og talaði hlý-
lega við hana.“
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir
var mest var áberandi í sambandi
við Bjargsmálið. Á henni stóðu öll
spjót þegar málið var rannsakað
og á hana er hart deilt í viðtölum
í DV í dag.
„Af hverju ertu að fara að skrifa
um þetta?“ spyr hún þegar haft var
samband við hana síðdegis í gær.
„Ég skal segja þér hvað ég vil segja.
Við settum þetta heimili á stofn.
Þetta var skólaheimili.“
Og fór þar fram einhver
kennsla?
„Þú hefur enga þekkingu á
þessu máli og hefur engan
rétt á að hringja í mig
og krefjast svara. Ég
nenni ekki að tala
um þetta... Ég nenni
þessu ekki lengur.“
Auður Eir segir
að vissulega hafi verið
mikið um þetta mál fjall-
að á sínum tíma, en segir:
„Mig langar ekkert inn í
þessa umræðu aftur. Þetta er
ekkert grín, ég ræddi þetta
á sínum tíma og vil ekki
ræða þetta frekar.“
Þegar vitn-
að er í
frásögn Marion Gray, sem birtist í
Þjóðviljanum 20. október 1967 og
varð í raun Bjargi að falli svarar
Auður:
„Þetta var alls ekki eins og Marion
lýsir þessu. Við settum þetta heim-
ili á stofn, þetta var skólaheimili.
Ég vil ekki tjá mig um þetta mál, ég
gerði það á sínum tíma frá morgni til
kvölds. Það getur vel verið að ég svari
öðrum á morgun um málið. Það er
langbest að lifa lífi sínu í sátt við góða
veðrið. Þú verður að finna þitt hjarta
og hvernig það slær,” sagði
prestur Kvenna-
kirkjunnar, séra
Auður Eir Vil-
hjálmsdóttir
og kvaddi.
valur@dv.is
„Tala ekki um þetta“
Ragnar „skjálfti“ Stefáns-
son og foreldrar hans
skutu skjólshúsi yfir
Marion „Ég hafði spurnir af
henni síðar og svo virðist sem
hún hafi orðið hálfgert rekald
eftir lífsreynslu sína hér.“
Bjarg var fangelsi
Vond verk unnin í nafni Drottins
Matthildur Hafsteinsdóttir segir
stúlkur sem dvöldu á bjargi hafa verið
beittar andlegu ofbeldi.
Sátt við veðrið „Það er
langbest að lifa lífi sínu í sátt
við góða veðrið,“ segir séra
auður eir Vilhjálmsdóttir.
DV Fréttir föstudagur 16. febrúar 2007 13
Þrælabúðir
barna
„Ég þekkti ekkert annað en að
vera á barnaheimili á æskuárum
mínum,“ segir Elvar Jakobsson,
tæplega fimmtugur maður, sem
búsettur er í Þýskalandi. „Ég er
næstyngstur sex systkina og vegna
veikinda minna í bernsku og mik-
ils vinnuálags á foreldrum mínum
var mér komið fyrir á vöggustofu
og barnaheimilum. Þegar ég var
ellefu ára kom ég að Kumbaravogi,
sem átti eftir að verða heimili mitt
næstu fimm árin.“
Forstöðumenn Kumbaravogs
voru hjónin Hanna Guðrún Hall-
dórsdóttir og Kristján Friðbergs-
son. Þar segist Elvar hvorki hafa
fengið ástúð né blíðu, en verið not-
aður til vinnu eins og önnur börn á
heimilinu.
„Þetta voru þrælabúðir barna,“
segir hann með mikilli áherslu.
Sagan hefur legið á honum eins og
mara í áratugi og hann tekur sér
nokkra daga til að undirbúa þetta
viðtal.
„Við vorum tólf eða fjórtán
börn á bænum þegar ég dvaldi
þar og vorum öll látin vinna hörð-
um höndum. Þarna var hænsna-
bú með yfir þúsund hænum og ég
gleymi aldrei þegar við vorum að
moka skítinn úr hænsnahúsinu
með skóflum þar til við fengum
blöðrur á hendurnar. Frá Kumb-
aravogi var mikil „útgerð“, þaðan
voru seldir kjúklingar og egg og
það var í verkahring okkar barn-
anna að hlaða eggjunum upp og
sjá um þetta bölvaða hænsnahús,
svo ég taki vægt til orða,“ segir
hann og hlær lítillega. „Almáttug-
ur, hvað ég hataði þetta hænsna-
bú! Ef við vorum dugleg fengum
við ís að launum.“
Í grænmetisgarðinum frá
morgni til kvölds
Auk vinnunnar við hænsna-
húsið segist Elvar hafa verið látinn
stjórna stórri kartöfluvél og negla
tjörupappa á þök, ellefu ára að
aldri.
„Annars lágum við mest á fjór-
um fótum á Kumbaravogi. Við vor-
um að taka upp gulrætur, gulrófur
og kartöflur frá morgni til kvölds
og látin bera níðþunga kartöflu-
pokana í kartöflugeymsluna. Við
vorum líka látin festa þakplötur,
ellefu, tólf ára börnin og þau einu
sem ég veit til að hafi sloppið við
þrældóminn voru þrjú systkini
sem komu um það leyti sem ég
var að fara af Kumbaravogi. Sum
barnanna voru í eftirlæti hjá hjón-
unum... Sá yngsti sem var með
mér í þessari þrælkunarvinnu
var Einar heitinn Agnarsson, sem
var níu ára þá.... Við vorum lát-
in negla tjörupappa á húsþök,
hreinsa timbur, grafa skurði og
bera sérstakt efni á timbur svo ég
nefni þér dæmi. Og ekki nóg með
það, heldur var sett upp pokaverk-
smiðja þarna og við börnin vorum
látin sauma heyábreiður og ann-
að. Við sátum við risasaumavél-
ar sem fæst okkar réðu við, enda
saumaði ég í gegnum fingurinn á
mér. Ef það er ekki barnaþrælkun
að láta börn koma beint úr skóla
til að setjast við vinnuvélar, þá veit
ég ekki hvað barnaþrælkun er. Hér
í Þýskalandi, þar sem ég hef búið
í áratugi, væru forstöðumenn slíks
heimilis löngu komnir á bak við lás
og slá. Það var komið fram við okk-
ur eins og vinnudýr og sem dæmi
þá fengum við aldrei að koma inn í
húsið nema bakdyramegin.“
Hann segist aldrei hafa fundið
fyrir hlýju eða alúð af hálfu hjón-
anna. Eina manneskjan sem hann
hafi tengst sterkum böndum hafi
verið jafnaldra hans, stúlka úr
Reykjavík sem hann kallar fóst-
ursystur sína. Hún er sú eina sem
hann heldur sambandi við af
Kumbaravogsbörnunum.
„Ég man aldrei eftir að nokkur
hafi sýnt mér ástúð á æskuárum
mínum,“ segir Elvar og þagnar. „Og
þó. Ég man þegar ég var nokkra
daga í Reykjavík hjá mömmu
minni þegar ég var að fermast að
þá fékk ég nokkra hlýju frá henni.“
Hann segist oft hafa reynt að
strjúka ásamt öðrum börnum. En
annaðhvort náðust þau eða hann
sneri til baka að eigin ósk.
„Ég átti nefnilega hest þarna,“
segir hann til útskýringar. „Það
eina sem ég gat sýnt blíðu voru
dýrin. Ég elskaði að vera innan um
dýr, tók að mér veika fugla og hlúði
að þeim. Eini tíminn sem gafst þó
til þess að sinna hugðarefnunum
var á laugardögum, því þetta var
aðventistaheimili þar sem laugar-
dagurinn var hvíldardagur.“
Langaði til himinsins, til
Guðs...
Herbergjum deildu börnin ým-
ist tvö eða þrjú saman. Að sögn
Elvars voru herbergin þrifaleg og
þótt honum hafi ekki þótt matur-
inn góður, var nóg af honum.
„Það sem mér fannst best voru
stappaðar gulrætur, rófur og kart-
öflur í smjöri,“ segir hann hlæjandi.
Framhald á
næstu opnu
AnnA Kristine
blaðamaður skrifar: annakristine@dv.is
elvar Jakobsson „Ég er búinn að grafa
minningarnar svo djúpt að ég held að
enginn nái þeim úr þessu. Ég veit ekki
hvort það sé hægt að hjálpa mér lengur.“
föstudagur 16. febrúar 200714 Fréttir DV
lítill og hugrakkur
„Eftir að hafa skriðið í grænmet-
isgörðunum frá morgni til kvölds
og hakkað í mig grænmeti, þá var
þetta engu að síður eftirlætismat-
urinn minn. Sem segir kannski ým-
islegt um matseldina, eða hvað?“
segir hann í spurnartón. „Ég elsk-
aði þegar ég fékk að fara til mömmu
til Reykjavíkur og fá almennilegan
heimilismat... Og oj! Linsubaunir...
þær get ég ekki horft á. Það voru
notaðar linsubaunir í alla rétti,
linsubaunabúðingur og annað eft-
ir því. Síðar fór ég á aðventistaskól-
ann, Hlíðardalsskóla, og þar voru
linsubaunir líka notaðar í alla rétti.
Hvaða ást ætli þetta sé milli aðvent-
ista og linsubauna?“
Sárnaði þér ekki að vera eina
barnið af sex sem ekki fékk að alast
upp hjá foreldrunum?
„Auðvitað særði það,“ segir
hann án umhugsunar. „Það særði
mig djúpt. En ég var hálfgert vand-
ræðabarn held ég og þegar ég var í
Reykjavík áður en ég var sendur að
Kumbaravogi, mætti ég til dæm-
is helst aldrei í skólann. Ég strauk
inn að Fáksheimili til að vera nálægt
hestum.“
Hann safnaði sér fyrir hesti, vann
eitt sumar í frystihúsinu á Stokkseyri
og rétti Kristjáni á Kumbaravogi
launaumslagið. Fyrir hluta þeirra
peninga keypti hann sér hest sem
hann sneri alltaf til aftur.
„Einu góðu tímarnir sem ég man
virkilega eftir á Kumbaravogi voru
þegar ég fór aleinn í reiðtúr á hest-
inum mínum meðfram ströndinni
og líka þegar tjörnin var frosin á vet-
urna. Þá skautaði ég á henni, lagðist
á svellið og gerði engil með hönd-
um og fótum. Þá horfði ég á falleg-
an, stjörnubjartan himininn með
norðurljósunum og óskaði mér þá
að ég kæmist til himins, því ef Guð
væri til, þá hlyti hann að búa þar.“
Þeim minnsta var hegnt
harðast
Þegar ég segi Elvari að það fari
alveg tvennum sögum af hjónunum
á Kumbaravogi, segist hann ekki
hissa.
„Mér fannst Hanna betri en
Kristján,“ segir hann. „Hefði hún
ekki verið þarna, hefðum við krakk-
arnir farið miklu verr út úr þessari
lífsreynslu en raun ber vitni.“
Fóruð þið mörg illa út úr henni?
„Já, mjög mörg,“ svarar hann að
bragði. „Við fórum mörg yfir í of-
notkun áfengis þegar við losnuðum
og fundum frelsið. Einhverjir lentu í
afbrotum og enn aðrir í fíkniefnum.
Þeirra á meðal litli vinur minn hann
Einar Agnarsson...“
Einars er getið hér hinum megin
á opnunni. Lík hans og vinar hans
fundust í Daníelsslippi við Mýrar-
götu þann 1. mars 1985. Báðir voru
þeir 25 ára og enn er margt á huldu
varðandi það hvernig dauða þeirra
bar að. Elvar minnist Einars með
miklum hlýhug.
„Einar var minnstur og grennst-
ur, en hann var sá hugrakkasti.
Hann svaraði alltaf fyrir sig full-
um hálsi og það var alltaf verið að
hegna honum. Breiðavík var notuð
sem grýla á okkur og okkur hótað að
vera send þangað. Einar var sendur
þangað... En Einar var gríðarlega
húmorískur og stríðinn. Einhverju
sinni kom hann að Kristjáni að taka
í nefið og ákvað að herma eftir hon-
um næst þegar Kristján kom að at-
huga hvort við værum ekki örugg-
lega að vinna. Kristján reiddist svo
þessari eftiröpun að hann tók Ein-
ar upp á hnakkadrambinu og bar
hann þannig 500 metra án þess að
fætur Einars snertu nokkurn tíma
jörðina. Einar var alltaf að fara úr
axlarlið vegna meðferðar sem þess-
arar og þegar hann lést var hann ný-
kominn úr axlaraðgerð. Hann hefur
ekki getað varið sig...“
Og ert þú þeirrar skoðunar eins
og margir, að Einar hafi verið myrt-
ur?
„Það get ég ekki sagt um en það
er alveg eins hugsanlegt, enda ekki
öll kurl komin til grafar í því máli.“
Sagði hug sinn í bréfi
Ég heyri að þú ert Kristjáni reið-
ur...
„Já, ég er honum óskaplega
reiður. Ég skrifaði honum, því eftir
andlát Hönnu var stofnaður sjóður
í hennar nafni, sem við krakkarnir
á Kumbaravogi áttum að geta sótt
um styrk úr til náms. Mig langaði
svo á verslunarskóla í Þýskalandi
en Kristján svaraði aldrei bréf-
inu. Fyrir svona sex, sjö árum var
það hluti af meðferð minni við að
vinna úr hatrinu, sorginni og reið-
inni, að skrifa Kristjáni hug minn til
hans. Hann svaraði því bréfi held-
ur aldrei. Svo fékk ég samviskubit
og skrifaði honum afsökunarbréf
og nú sé ég mest eftir því. Ég þurfti
ekki að biðja Kristján afsökunar
á neinu. Ef við gerðum ekki það
sem hann bauð, læsti hann okkur
inni á baðherbergi eða inni í her-
bergi, stundum upp í sólarhring í
einu. Einu sinni gleymdi hann mér
á baðherberginu. En verstur var
hann við Einar. Hann var verstur
við þann minnsta, þann sem gat
ekki varið sig líkamlega. En Ein-
ar var samt sá hugrakkasti og var
algjörlega óttalaus drengur. Mér
fannst við oft beitt andlegu ofbeldi.
Einu sinni vorum við tvö barnanna
að koma úr rófugarðinum og vor-
um að þvo moldina af höndum
okkar, þegar Kristján kom til okk-
ar og sagði okkur að hann ætlaði
að ættleiða okkur. Við svöruðum
bæði nei, að það vildum við ekki.
Kristján varð eldrauður af reiði
og húðskammaði og svívirti okk-
ur. Hann sagði að foreldrar okkar
væru ræflar og drykkjufólk og þeir
hefðu aldrei viljað svona vesal-
inga eins og okkur. Við fórum bæði
að háskæla. Svo sagði hann að við
myndum vera miklu betur stödd í
framtíðinni ef hann ættleiddi okk-
ur. Ég get aldrei gleymt þessu, því
þetta með foreldra mína hitti mig
svo í hjartað – að foreldrar mínir
vildu ekki eiga mig.“
En hafði ekki barnaverndar-
nefnd eftirlit með staðnum?
„Jú, en hún gerði alltaf boð á und-
an sér. Við vissum hvenær barna-
verndarnefnd var að koma. Það var
þegar við vorum kölluð inn, vorum
þvegin og strokin og sett í bestu fötin.
Þá stóðum við stillt og sögðum ekki
orð. Við vorum eins og dúkkur.“
Nauðgun
Elvar á gríðarlega erfitt með að
rifja upp árin fimm á Kumbaravogi.
Hann hefur lítið sofið næturnar áður
en viðtalið er tekið og sárindin liggja
djúpt. Þegar ég spyr hann beint út
hvort hann hafi verið beittur kyn-
ferðislegu ofbeldi játar hann því.
„Á Kumbaravog kom oft maður
sem heitir Vignir að millinafni og
var aðventisti. Þetta er lítill, ljótur og
ógeðslegur karl með útstæð augu.
Mig hryllir við að hugsa um hann...
Þessi maður bauð mér sælgæti fyrir
að fá að misnota mig.“
Það kemur löng þögn. Ég held
að sambandið hafi slitnað þegar ég
heyri brostna rödd hans aftur.
„Ég skammast mín svo fyrir að
hafa látið hafa mig út í þennan við-
bjóð. Fyrir sælgæti... Fyrst hélt ég að
ég væri sá eini sem hann misnotaði.
Svo sá ég hann lokka Einar inn á
herbergi og loka. Síðar annan strák
og loks læsti hann sig inni með okk-
ur öllum. Við vorum ekki einu sinni
orðnir kynþroska og hann lét okk-
ur þukla hvern á öðrum og á sér og
hann þuklaði á okkur. Sársaukinn
var ólýsanlegur.“
Umræddum manni segir Elvar
hafa verið úthýst af Kumbaravogi
eftir að stúlka þar lét vita af fram-
ferði hans. Elvar telur hjónin ekk-
ert hafa vitað hvað fram fór bak við
luktar dyr en bætir við:
„Sá sem þekkir og elskar barn
hlýtur að taka eftir breytingu á hegð-
un þess og framkomu eftir að slíkur
glæpur hefur verið framinn. Vignir
var aldrei kærður svo ég viti til, en
tveir drengir af Kumbaravogi sem
heimsóttu hann til Vestmannaeyja
lentu í klónum á honum. Þeir sögðu
örugglega frá.“
Honum er verulega brugðið þeg-
ar ég segi honum að heimildir hermi
að umræddur maður starfi nú við
umönnun aldraðra.
„Guð minn almáttugur. Guð
minn...“
Þrátt fyrir að hafa sótt ótal
tíma hjá sálfræðingum, dvalið um
margra vikna skeið á heilsuhælum
í Þýskalandi, unnið eftir bókum og
segulbandsspólum hefur Elvar ekki
komist yfir sektarkenndina, sem
hann á ekki að bera.
„Ég veit að þetta var ekki mér að
kenna. Það hafa allir sem hafa reynt
að hjálpa mér sagt mér. En ég kemst
ekki upp úr þessu feni, þessari sekt-
arkennd að ég hefði þrátt fyrir ungan
aldur ekki átt að láta þennan mann
komast upp með þetta. Ég kvelst við
tilhugsunina um þetta.“
„Sum barnanna voru í eftirlæti hjá hjónunum... Sá yngsti sem var með
mér í þessari þrælkunarvinnu var níu ára. Við vorum látin negla tjöru-
pappa á húsþök, hreinsa timbur, grafa skurði og bera sérstakt efni á
timbur svo ég nefni þér dæmi. Og ekki nóg með það, heldur var sett upp
pokaverksmiðja þarna og við börnin vorum látin sauma heyábreiður
og annað. Við sátum við risasaumavélar sem fæst okkar réðu við, enda
saumaði ég í gegnum fingurinn á mér. Ef það er ekki barnaþrælkun að
láta börn koma beint úr skóla til að setjast við vinnuvélar, þá veit ég ekki
hvað barnaþrælkun er.“
Börnin á Kumbaravogi
Þessi mynd er tekin árið 1970, þegar yngri börn voru komin á heimilið.
elvar er fremstur til vinstri í köflóttri skyrtu, einar besti vinur hans fyrir
miðju. búið er að krota yfir andlit „perrans“ og skrifa orðin oj, oj...
Einar Agnarsson og Sturla Lam
bert Steinsson fundust látnir í bif
reið í Daníelsslipp árið 1985. Rann
sóknarlögregla ríkisins rannsakaði
málið og úrskurðaði að þeir hefðu
framið sjálfsvíg. Ragnar Agnarsson,
bróðir Einars, segir þá ekki hafa fall
ið fyrir eigin hendi.
Strax og Ragnar Agnarsson, bróð
ir Einars, skoðaði föt þeirra látnu
fylltist hann grun um að ekki væri
allt með felldu. Það var að morgni 1.
mars 1985 sem þeir Einar og Sturla
fundust látnir í bílnum í Daníels
slipp.
Búið var að breiða gráan segldúk
yfir bílinn. Ragnar segir útilokað að
þeir hafi gert það sjálfir. Ragnar er
sannfærður um að einhver óþekkt
ur maður hafi gert það og átt þátt
í dauða tvímenninganna. Það er
fleira sem Ragnar efast um í rann
sókn lögreglunnar.
Einar átti erfiða æsku, ólst upp á
Kumbaravogi og síðar Breiðuvík. Þar
sætti hann hrikalegum misþyrm
ingum. Elvar Jakobsson segir í við
tali, hér á opnunni, frá hluta þeirra
misþyrminga sem Einar sætti. Einn
ig að hann hafi hugsanlega þurft að
þola nauðgun af hálfu manns þegar
hann var á Kumbaravogi.
Undarlegur dánartími
„Ég hitti leigubílstjóra eftir að
mér var sagt að Einar og Sturla
hefðu tekið líf sitt. Hann var undr
andi yfir þeirri fullyrðingu og sagð
ist hafa verið með fimm öðrum bíl
stjórum við Kaffivagninn seint hina
afdrifaríku nótt, það er aðfaranótt 1.
mars 1985. Öllum bílstjórunum bar
saman um að ekkert virtist ama að
þeim Einari og Sturlu,“ segir Ragn
ar. Leigubílstjórinn er nú látinn.
Samkvæmt rannsókn málsins létust
Einar og Sturla um miðnætti, sem
stangast algjörlega á við framburð
vitna, að sögn Ragnars.
Hann segir þá ekki hafa haft
sjálfsvíg í huga þegar þeir hittu bíl
stjórana um nóttina.
Dularfullt blóð
Að sögn Ragnars fékk hann föt
þeirra eftir rannsóknina. Hann segir
að grunur hans hafi vaknað fyrir al
vöru þegar hann skoðaði fötin.
„Ég sturtaði fötunum úr pokan
um, föt Einars lyktuðu af bensíni
en voru annars tandurhrein. Aftur
á móti voru föt Sturlu blóðug, rifin
og moldug líkt og hann hefði lent í
átökum. Af þeim var ekki bensín
lykt,“ segir Ragnar. Hann segir það
greinilegt að þeir hafi ekki látið lífið
saman eða á sama hátt.
Ragnar hitti almennan lögreglu
þjón sem hafði komið á vettvang
daginn sem þeir látnu fundust.
Hann sagði Ragnari að aðkoman
í Daníelsslipp hefði verið undar
leg. Helst vegna þess að búið var að
breiða gráan segldúk yfir bílinn.
Krufningarskýrslan
„Þá fór ég til rannsóknarlög
reglunnar í Kópavogi og var harð
ákveðinn í að fá skýr svör um dauða
bróður míns,“ segir Ragnar alvar
legur í bragði. Hann segist hafa hitt
lögreglumann og eftir nokkurt þóf
á hann að hafa sagt við Ragnar að
málið væri ekki jafn einfalt og það
liti út fyrir að vera. Ragnar sagði
honum það sem hann vissi um dúk
inn og blóðið og spurði hvernig það
hafi komist í föt Sturlu.
„Þá las hann upp úr krufning
arskýrslunni fyrir mig og þar stóð
að blóðið væri þannig tilkomið að
lungnapípur hefðu sprungið og
Sturla gubbað blóði,“ segir Ragnar
og bætir við: „Sturla var myrtur.“
Róandi lyf
Þegar Ragnar vildi fá að vita um
dánarorsök bróður síns neitaði
lögreglumaðurinn að segja meira.
Hann skýrði það með þeim rökum
að Ragnar væri of nátengdur Ein
ari. Aftur á móti sýndi hann Ragn
ari lyfjaglas með róandi lyfi. Ragnar
fullyrðir að það efni hafi ekki geta
orðið þeim að bana, enda báðir
vanir ýmsum efnum sökum óreglu.
Að sögn Ragnars lyktaði samræð
unum þannig að málið væri til
rannsóknar og yrði áfram. „Endan
leg dánarorsök var sú að þeir hafi
látist vegna koltvísýringseitrunar,“
segir Ragnar um lok rannsóknar
innar. Hann efast enn um að nið
urstöður lögreglurannsóknarinnar
séu þær réttu.
Engar upplýsingar
„Þetta var áfall fyrir mig,“ seg
ir Ragnar um örlög bróður síns og
Sturlu. Hann, ásamt systur sinni,
hefur reynt að komast til botns í
málinu. Í tuttugu ár hefur málið leg
ið eins og mara á þeim og Ragnar vill
fá svör.
valur@dv.is
DV Fréttir föstudagur 16. febrúar 2007 15
Bróðir minn
var myrturÞorir ekki að treystaElvar ætlaði um tíma að verða bakari. Hann fór í nám í bakaríinu
á Selfossi og segir að þar hafi systir
fóstursystur sinnar á Kumbaravogi
bjargað sér.
„Ég var fimmtán ára unglingur
og þessi unga stúlka, sem er fjórum
árum eldri en ég, tók mig í hálfgert
fóstur. Heima hjá henni lærði ég og
við hana gat ég rætt allt milli him
ins og jarðar. Ég sagði henni allt.
Svo var mér hegnt á kvöldin fyrir að
hafa ekki komið beint heim úr skól
anum. Þessi kona gerði mér meira
gagn en hana órar fyrir...“
Ást hans á dýrum jókst ef eitt-
hvað var. Hann fór í Bændaskólann
á Hólum í Hjaltadal.
„Þar lauk ég tveimur vetrum á
einum og útskrifaðist sem búfræð
ingur nítján ára að aldri...“
Þegar Elvar var 21 árs hafði
hann leiðst út í drykkju. Einn dag
tók hann ákvörðun. Hann ætlaði
að loka á minningarnar með því að
fara úr landi.
„Mamma reyndi að stöðva mig,
en ég hafði tekið ákvörðun. Hér á
Íslandi gat ég ekki búið. Ég hóf nýtt
líf, fyrst í Kaupmannahöfn, síðar
í London og loks í Þýskalandi þar
sem ég hef búið í áratugi. Fyrstu
árin forðaðist ég að koma heim.
Ég var í góðum störfum og mín
flóttaleið var sú að vinna myrkr
anna á milli. Með mikilli vinnu gat
ég útilokað ljótu minningarnar frá
Kumbaravogi. En ég hef aldrei ver
ið sambúðarhæfur. Um leið og ein
hver sýnir mér ást yfirgef ég við
komandi. Ég þori ekki að treysta.“
Gleðst yfir rannsókn á
barnaheimilum
Elvar segist hafa átt góða ævi
síðan hann yfirgaf Ísland árið
1979. Hann hefur komist í góðar
stöður og í fjöldamörg ár var hann
aðstoðarhótelstjóri á fimm stjörnu
hóteli í Hamborg. Þar tók hann á
móti mestu stórstjörnum verald-
ar sem fengu aldrei að sjá bak við
grímuna. Þær sáu bara einkenn-
isklæddan, broshýran Íslending
sem bar sig eins og lífið væri leik-
ur einn.
„Ég hef upplifað margt
skemmtilegt og séð allan heim
inn,“ segir hann. „Það er nefni
lega mikilvægt og má ekki gleym
ast að ég á fimm yndisleg systkini,
föður og æðislega fóstursystur.
Þetta er fólk sem ég virði mjög
mikils. Þau hafa staðið mér við
hlið og sýnt mér mikla ástúð og
traust síðustu tuttugu árin. Án
hjálpar þeirra og kærleiks hefði
ég aldrei komist gegnum þessa
martröð. Ég geri mér grein fyrir
að ég þarf hjálp. Ég þarf hjálp til
að ýta verstu minningunum upp
á yfirborðið og drepa þær. Ég veit
ekki hvort það sé hægt að hjálpa
mér lengur. Ég er búinn að grafa
þetta svo djúpt að ég held að eng
inn nái minningunum upp úr
þessu. Ég er farinn að fá martrað
ir. Í öllum meðferðum festist ég í
minningunni um nauðgunina. Ég
skammast mín svo fyrir að hafa
leyft að láta fara svona illa með
mig. Að ég hafi þegið sælgæti fyr
ir að láta nauðga mér. Ég á að vita
að þetta var ekki mér að kenna.
Ég var ókynþroska unglingur. En
minningarnar hafa sótt að mér,
bæði eftir að ég kom heim til Ís
lands um síðustu jól eftir sex ára
samfellda fjarveru, en sérstaklega
nú síðustu daga þegar ég las um
Breiðuvíkurmálið. Það gleður mig
að sjá að ríkisstjórnin ætli að láta
rannsaka hvað fór fram á barna
heimilum Íslands fyrr á árum. Þar
fór nefnilega ekki fram uppeldi,
heldur ofbeldi og á þeim stað sem
ég bjó lengst, vinnuþrælkun.“
annakristine@dv.is
Einar Agnarsson Sturla Lambert Steinsson
Ragnar Agnarsson
„Þá las hann upp úr
krufningarskýrslunni
fyrir mig og þar stóð
að blóðið væri þannig
tilkomið að lungnapíp-
ur hefðu sprungið og
Sturla gubbað blóði.“
Einar Agnarsson fyrir framan
Kumbaravog „einar var minnstur og
grennstur, en hann var sá hugrakkasti,“
segir elvar Jakobsson í viðtali við
blaðið.„Ég skammast mín
svo fyrir að hafa leyft
að láta fara svona illa
með mig. Að ég hafi
þegið sælgæti fyrir að
láta nauðga mér.“
Framhald á
næstu síðu
Unglingurinn Elli „Ég var hálfgert
vandræðabarn held ég og þegar ég
var í reykjavík áður en ég var sendur
að Kumbaravogi, mætti ég til dæmis
helst aldrei í skólann. Ég strauk inn að
fáksheimili til að vera nálægt hestum.“
föstudagur 16. febrúar 200716 Fréttir DV
DV mynD Stefán
Upplifun barnanna sem dvöldu
á Kumbaravogi um árabil er
misjöfn. Einn þeirra sem þar bjó
um átta ára skeið er Róbert Har-
aldsson, dósent í heimspeki við
Háskóla Íslands, sem segist hafa
fundið þar bæði ástúð og hlýju.
„Ég dvaldi á Kumbaravogi frá
árinu 1967 fram til 1975 og þar
leið mér vel,“ segir Róbert. „Ég
fann fyrir ástúð og hlýju frá fóstur-
foreldrum mínum, en það leiddi
af verkaskiptingu þeirra daga að
mæðurnar sinntu börnunum
meira en feður og ég fann því sér-
staklega mikla hlýju frá Hönnu,
fósturmóður minni. Hún var ein-
staklega elskuleg kona.“
Róbert segist vissulega hafa
saknað foreldra sinna oft, enda
raun að þurfa að yfirgefa þá á við-
kvæmum aldri.
„En mér leið vel á Kumbara-
vogi og fannst vel að mér búið,“
segir hann. „Það var gaman að al-
ast upp á Stokkseyri.“
Í viðtali við Elvar Jakobsson hér
í blaðinu líkir hann miklu vinnu-
álagi á börnin á Kumbaravogi við
þrælkun. Ert þú ekki sama sinnis?
„Nei, mér finnst það alltof fast
að orði kveðið. Fósturforeldr-
ar mínir lögðu vissulega mikla
áherslu á að við tækjum þátt í
heimilisstörfum og myndum
venjast allri algengri vinnu. Það
var mikil virðing borin fyrir vinnu-
semi á heimili okkar.“
Vinnuálag árstíðabundið
En var mikil vinna lögð á herð-
ar ykkar?
„Við unnum meira en ung-
menni eiga að venjast nú í dag,
en vinnuálagið var árstíðabund-
ið. Það var til dæmis unnið hörð-
um höndum á haustin við upp-
skeruna. Við unnum líka við
hænsnarækt, byggingarvinnu og
í pokagerðinni. En við fengum
líka mikinn tíma til að leika okkur,
ferðast og stunda námið. Ég varði
miklum tíma í Stokkseyrarfjör-
unni og í móum og mýrum norð-
austur af Kumbaravogi þar sem er
mikið og fjölbreytt fuglalíf. Raunar
undrast ég hve oft og hve víða fóst-
urforeldrar okkar ferðuðust með
okkur um Ísland, þennan stóra
barnahóp. Við fórum á skátamót
víða um land, lengri og skemmri
bíltúra og iðulega í styttri ferðir
á laugardögum. Við unnum líka
í frystihúsinu á Stokkseyri í fisk-
vinnslu líkt og önnur ungmenni í
þorpinu.“
Ykkur var launað með ís ef þið
stóðuð ykkur vel. Finnst þér það
eðlileg uppeldisaðferð?
„Ég minnist þess nú ekki að ís
hafi verið eitthvert sérstakt uppeld-
istæki á Kumbaravogi, að minnsta
kosti ekki meira en gerist á venju-
legum íslenskum heimilum!“
Þið fóruð alltaf inn bakdyra-
megin. Finnst þér það eðlilegt?
„Ég skil ekki hvað spurningin
gefur í skyn og hef í raun aldrei
leitt hugann að þessu, því um-
gengni öll var hin eðlilegasta.
Mjög eðlilegt skipulag sem tíðkast
víða til sjávar og sveita og var einn-
ig hjá okkur. Þurrkklefi og slík að-
staða var bakdyramegin og miklu
meira rými til að geyma yfirhafnir
en við aðalinnganginn. Við hefð-
um hlegið hressilega strákarn-
ir á Kumbaravogi, er ég hræddur
um, ef við hefðum fengið á okkur
þessa spurningu.“
Öruggt og gott heimili
Hvaða hug berð þú til æskuár-
anna núna?
„Ég ber góðan hug til æskuára
minna. Það var gott að alast upp
á Stokkseyri. Heimilið var öruggt
og gott og reyndar mikil framför
frá þeim tveimur heimilum eða
stofnunum sem ég þekkti til og
hafði áður dvalið á í stuttan tíma.
Ég tel mig heppinn að hafa dval-
ið á Kumbaravogi miðað við þær
aðstæður. Ég hef heyrt í öðrum
uppeldissystkinum sem eru sama
sinnis.“
En hvernig hugsaðirðu um
þessar aðstæður þegar þú varst
yngri?
„Ég man að ég saknaði oft for-
eldra minna og það er svo margt
sem barnshugurinn ekki skilur.
En eftir því sem ég best man var
ég sáttur krakki og glaðvær.“
Tengdistu vel öðrum börnum á
Kumbaravogi?
„Auðvitað misvel í svo stórum
hópi, en ég eignaðist afskaplega
góða félaga og vini í hópnum. Og
ég átti góð samskipti við öll fóstur-
systkini mín, án undantekningar.“
Tengdistu hjónunum vel?
„Ég hef lært að meta þau betur
og betur með hverju ári sem líður.
Ég ber mikla virðingu fyrir ævi-
starfi þeirra sem ég tel einstakt að
mörgu leyti.“
Kristján þykir hlýlegur maður
af sumum, en er illa liðinn af öðr-
um. Upplifðir þú hann aldrei sem
harðan mann?
„Það hefur aldrei nokkur mað-
ur sagt í mín eyru að hann hafi
haft illan bifur á Kristjáni. Kristj-
án gat verið hlýr og hann gat ver-
ið strangur líkt og góðir foreldr-
ar. Ég varð hins vegar aldrei fyrir
neinu harðræði af hans hálfu. Ég
ber mikla virðingu fyrir Kristjáni
og ævistarfi hans. Mér hefur fund-
ist hann með fádæmum útsjónar-
samur og úrræðagóður maður og
hann er með fjölmörg járn í eld-
inum ennþá þótt hann sé kominn
hátt á áttræðisaldur.“
Varst þú einn þeirra sem var í
eftirlæti hjá hjónunum?
„Ég minnist þess ekki að þau
hafi gert upp á milli okkar barn-
anna. Mér finnst ég hafi átt gott
samband við þau bæði en það var
auðvitað ekki eins náið og sam-
band milli barns og foreldris í lít-
illi kjarnafjölskyldu. Það gefur
augaleið.“
fjarri því að harðræði
væri beitt
Einar Agnarsson er sagður
hafa verið sá minnsti en jafn-
framt sá hugrakkasti og sagð-
ur hafa svarað fyrir sig, staðið
uppi í hárinu á Kristjáni sem hafi
hegnt honum. Einar var sendur í
Breiðuvík í hegningarskyni. Hvað
finnst þér um það núna í ljósi
þeirra upplýsinga sem við höfum
um Breiðuvík?
„Ég veit ekki til hvers þú ert
að vísa hér og ég vil ekki ræða
einstaka einstaklinga. Þegar ég
hugsa til Einars heitins þá get ég
almennt sagt að sitthvað er gæfa
og gjörvileiki. Það var fjarri fóst-
urforeldrum mínum að beita
nokkurn harðræði. Lýsingu af
þessu tagi kannast ég ekki við. Og
ég verð að segja almennt að mér
finnst miður að æskuheimili okk-
ar skuli sett í samhengi við þessa
umræðu um Breiðuvík. Þessu
tvennu verður ekki líkt saman.“
Þið talið hvert um annað sem
„systur“ eða „bróður“. Bundust
þið svona sterkum böndum?
„Já, mér hefur alltaf fundist
ríkja hlýhugur á milli okkar fóst-
ursystkinanna. Ég skynja hann
enn í dag í hvert sinn sem ég hitti
þau.“
Hvert er samband ykkar í dag,
barnanna sem dvöldu á Kumb-
aravogi?
„Ég hef mismikið samband við
þau. En eins og ég segi þá finn ég
fyrir miklum hlýleika milli okkar.
Við hittumst langflest að minnsta
kosti einu sinni á ári, á annan í
jólum hjá Kristjáni á Kumbara-
vogi og verjum eftirmiðdegi sam-
an.“
Leiðarljósið var að skapa
eðlilegt fjölskyldulíf
Hefur þú þurft að vinna í
minningunum, er eitthvað sem
þú varst ósáttur við úr æsku eftir
að þú fullorðnaðist?
„Mér finnst ég ekki hafa meira
af slíku í mínu lífi en gerist og
gengur. Það er ekkert eitt sem ég
hef þurft að gera upp, eða neitt
af því tagi. En sjónarhorn manns
breytist með árunum og maður
áttar sig betur á því hverjir hafa
reynst manni vel.“
Hvert er viðhorf þitt til þess að
ríkisstjórnin hefur ákveðið að láta
fara fram rannsókn á aðbúnaði
barna á barnaheimilum „fyrri
tíma“? Er slíkt nauðsynlegt að
þínu mati?
„Mér sýnist að þessi heimili
hafi verið mjög ólík og haft mjög
ólíkar hugsjónir að leiðarljósi. Sú
hugsjón sem fósturforeldrar mín-
ir höfðu að leiðarljósi var að skapa
börnum sem komu úr erfiðum
fjölskylduaðstæðum eðlilegt fjöl-
skyldulíf þar sem móðir og faðir
voru til staðar og börnin mynduðu
systkinahóp. Við töluðum aldrei
um Kumbaravog sem barnaheim-
ili heldur sem heimili okkar. Og
við litum ekki á þau hjónin sem
forstöðufólk sem gæti komið og
farið. Flest börnin kölluðu þau
mömmu og pabba. Mér sýnist að
hin kristna hugmyndafræði þeirra
hafi skilað góðum árangri, skapað
festu og öryggiskennd hjá okkur
börnunum.“
Telur þú rétt að þau börn sem
bjuggu á barnaheimilum og eiga
enn um sárt að binda fái sálfræði-
aðstoð?
„Að sjálfsögðu.“
Telur þú líklegt að mörg þess-
ara barna hafi grafið reynsluna
djúpt í undirmeðvitund og hafi
ekki náð að fóta sig í lífinu?
„Langflestir krakkanna á
Kumbaravogi hafa náð að fóta sig í
lífinu og mörgum hefur gengið vel,
jafnvel mjög vel. Meirihluti okkar
hefur hlotið háskólamenntun eða
sérhæfða iðnmenntun og ég veit
ekki betur en flest okkar starfi á
vettvangi sem við erum sátt við og
höfum náð að mynda okkar eigin
fjölskyldur. Undantekningar frá
þessu eru ekki margar, en þær eru
til. Ég lít svo á að þessi árangur sé
mikil meðmæli með því starfi sem
fósturforeldrar mínir unnu og
þeim hugsjónum sem þau lögðu
til grundvallar.“
Þakklátur fyrir þá aðstoð
sem mér var veitt
Í viðtalinu við Elvar kemur
fram að hann var beittur kyn-
ferðislegu ofbeldi af gestkomandi
manni, sem var tíður gestur á
heimilinu. Grunaði þig einhvern
tíma að slíkt ætti sér stað?
„Það tekur mig mjög sárt að
heyra að hann hafi orðið fyrir ein-
hverju slíku af hálfu gestkomandi
manns. Sjálfur varð ég ekki vitni
að því. Og ég veit ekki hvort rétt sé
að tala um þennan mann sem tíð-
an gest á heimilinu. Hitt veit ég að
grunsemdir vöknuðu um þennan
mann og var brugðist við því svo
ákveðið að ég minnist þess ekki
að hafa séð hann á heimilinu eft-
ir að þær grunsemdir vöknuðu.
En mig langar líka að taka fram
að neikvætt viðhorf til heimilis-
ins sem virðist koma fram í þessu
viðtali er mikið minnihlutaviðhorf.
Ég veit að meirihluti okkar hefur
þau jákvæðu viðhorf til fósturfor-
eldranna sem ég hef lýst. Það hef
ég skynjað fyrr og síðar, til dæmis
þegar við fósturbörnin sömdum
minningargrein um fósturmóður
okkar árið 1992.“
Hvað telur þú gott hafa leitt af
uppeldinu á Kumbaravogi?
„Ég lærði dugnað, þrautseigju,
reglusemi og virðingu fyrir mik-
ilvægi menntunar á Kumbara-
vogi. En það sem situr ef til vill
dýpst í mér er virðing fyrir lífrík-
inu og náttúrunni enda er fjaran
á Stokkseyri dásamleg og lífrík-
ið allt. Ég fer oft austur til að fá
mér göngutúr í fjörunni, einn eða
með fjölskyldu minni.“
Leiddi eitthvað slæmt af þeirri
dvöl?
„Ég ber ekki kala til nokkurr-
ar manneskju eftir dvöl mína á
Kumbaravogi. Þvert á móti er ég
þakklátur fyrir þá aðstoð sem ég
og fjölskylda mín fengum á erf-
iðum tíma. Ég var einnig svo lán-
samur að eiga góða foreldra sem
héldu góðum tengslum við mig
og ég sneri aftur til þeirra fimmt-
án ára gamall. Fósturforeldra
minna og -systkina á Kumbara-
vogi minnist ég með hlýhug og
þakklæti.“
Þakklátur
fyrir árin á
kumbaravogi
elvar Róbert
Róbert Haraldsson er
þakklátur „sú hugsjón sem
fósturforeldrar mínir höfðu að
leiðarljósi var að skapa börnum
sem komu úr erfiðum fjölskyldu-
aðstæðum eðlilegt fjölskyldulíf,
þar sem móðir og faðir voru til
staðar og börnin mynduðu
systkinahóp.“
„Ég ber góðan hug til
æskuára minna. Það
var gott að alast upp á
Stokkseyri. Heimilið
var öruggt og gott.“
AnnA KRiStine
blaðamaður skrifar: annakristine@dv.is
DV Helgarblað föstudagur 23. febrúar 2007 13
Heimur
Heyrnarlausra
Framhald á
næstu opnu
Sumir taka svo djúpt í árinni
að kalla það glæp að sett voru lög
árið 1962 um skólaskyldu heyrn-
arlausra barna frá fjögurra ára
aldri. Það þýddi að mörg börn
utan af landi og úr nágrannasveit-
arfélögum Reykjavíkur voru vist-
uð á heimavist Heyrnleysingja-
skólans, fyrst í Stakkholti og síðar
í Vesturhlíð. Reyndar var það svo
að þar bjuggu líka börn úr Reykja-
vík, enda þótti æskilegt að heyrn-
arlausir dveldu á heimavistinni.
„Það var reynt að gera heima-
vistina eins heimilislega og hægt
var. Húsin voru þrjú og í hverju
þeirra voru „foreldrar“; oftast hjón
sem ráku hvert heimili þar sem
bjuggu fimm upp í sjö börn,“ segir
einn viðmælenda blaðsins.
Minningar bernskunnar
„Einhverju sinni þegar ég var
úti að leika mér með vinum mín-
um þegar ég var kornung tók ég
eftir því að mamma fór að pakka
fötunum mínum í tösku,“ segir
viðmælandi blaðsins, kona sem
biður um nafnleynd þar sem fjöl-
skyldu hennar hafi reynst erfitt að
horfast í augu við hvernig lífið var,
þótt hún hafi aðeins gert það sem
þurfti á þeim tíma. „Mamma gat
ekki útskýrt fyrir mér hvað hún var
að gera því þótt ég væri ekki alveg
heyrnarlaus var ég mjög heyrnar-
skert. Þegar ferðatöskurnar voru
tilbúnar náði mamma í bílinn og
benti mér á að koma núna því við
værum að fara. Ég var undrandi
á þessu umstangi, en kvaddi og
kyssti systkini mín og ömmu mína.
Mamma og pabbi sátu fram í og ég
aftur í á hörðu og óþægilegu sæti
og horfði fram á milli sætanna. Ég
vinkaði út um bílgluggann til syst-
kina minna og ömmu.“
Mamma og pabbi fóru án
þess að kveðja
Frásögn stúlkunnar ber okkur
um hlykkjótta vegi að norðan suð-
ur til Reykjavíkur. Fyrstu nóttina í
Reykjavík svaf hún milli foreldra
sinna í húsi gamallar konu, en
daginn eftir beið hennar nýtt líf.
„Við komum að mjög stóru,
hvítu húsi. Þetta var Heyrnleys-
ingjaskólinn í Stakkholti. Fyr-
ir utan voru mörg börn að leika
sér. Ég horfði undrandi í kringum
mig þegar ég gekk fram hjá og inn
í húsið. Við gengum upp á aðra
hæð. Þar var Brandur, sem þá var
skólastjóri. Ég horfði undrandi á
hann og hélt mér fast í mömmu.
Við gengum inn í stóra stofu þar
sem krakkar voru úti um allt, bað-
andi höndum út í loftið. Ég hélt
í mömmu og starði steinhissa á
krakkana baða út höndunum.
Þeir toguðu í mig og bentu mér
að koma að borða. Ég lét undan
en togaði mömmu með mér. Ég
settist við matarborðið og borðaði
en mamma stóð fyrir aftan mig
á meðan. Krakkarnir við borðið
töluðu eitthvað með höndunum.
Meðan ég var að borða og fylgjast
með krökkunum stakk mamma af
og pabbi líka. Þau voru bæði horf-
in. Þegar ég áttaði mig á því að þau
voru horfin missti ég stjórn á mér
og grét og grét. Ég leitaði að þeim
úti um allt en þau voru horfin. Ég
hágrét og lét öllum illum látum.“
Í faðmi huggara
„Heyrnarlaus kona tók mig í
fangið og reyndi að hugga mig en
ég hágrét og spriklaði í fanginu á
henni. Að lokum fór ég með henni
upp í svefnherbergi þar sem ég
settist á rúmið og hélt áfram að
hágráta. Hún reyndi eins og hún
gat að hugga mig og háttaði mig
síðan. Ég snökti enn og fékk að
sofa við hliðina á henni. Ég grét
mikið næstu daga en jafnaði mig
svo smám saman. Hægt og bítandi
fór ég að læra táknmálið, tákn eins
og mamma og pabbi og aðlagað-
ist hópnum betur. Þessi kona tók
mig reglulega með heim til sín
um helgar. Ég svaf í hjónarúminu
hjá henni. Ég kallaði hana alltaf
mömmu og eiginmann hennar
sem var heyrandi kallaði ég pabba.
Á jólunum fór ég ekki heim til for-
eldra minna frekar en önnur börn í
skólanum. Brandur skólastjóri átti
dóttur sem kom sem jólasveinn og
gaf öllum krökkunum jólagjöf, við
dönsuðum í kringum jólatréð og
höfðum það skemmtilegt.“
Þegar leið að sumri kom frændi
stúlkunnar og sótti hana. Hún hélt
að dvöl sinni á heimavistinni væri
þar með lokið.
„En þá vildi ég ekki fara, harð-
neitaði og fór að hágráta. Ég hékk
utan í konunni sem ég kallaði
mömmu en hún reyndi að ýta
mér frá sér og hvetja mig til að fara
með frænda mínum. Ég hágrét og
harðneitaði að fara en að lokum
féllst ég á það. Frændi minn bauð
mér inn í bílinn og ég var mjög sár
og leið þegar ég settist inn í hann.
Hann ók þó nokkurn spotta þar
til við vorum komin á flugvöllinn.
Við flugum með risastórri flug-
vél til Danmerkur þar sem ég fór
í heyrnarmælingu. Þegar ég fór
um borð í flugvélina hafði ég ekki
hugmynd um hvert ég væri að
fara. Flugferðin var löng. Ég varð
flugveik og kastaði upp. Við lent-
um í stórri borg og ókum að stór-
um spítala. Þar mældu læknarn-
ir heyrnina og skoðuðu mig alla.
Nokkrum dögum síðar flugum
við aftur heim til Íslands. Ég fór
með frænda mínum og við ókum
langa leið eftir hlykkjóttum vegin-
um alla leiðina norður. Mamma
varð ofsalega glöð að sjá mig en
ég hékk utan í frænda mínum
og sagði mömmu að fara. Pabbi
hvatti mig til að fara til mömmu.
Sár og hrædd kvaddi ég frænda
minn og fór til mömmu. Smátt og
smátt rifjuðust minningarnar upp,
um mömmu og systkini mín. Með
tímanum aðlagaðist ég lífinu þar
og naut sumarsins.“
„Ég er búin að vera í Heyrn-
leysingjaskólanum!“
Það var ekki fyrr en leið að
hausti að barnið gerði sér grein fyr-
ir að dvölin heima var bara sum-
ardvöl.
„Ég brast í grát þegar ég áttaði
mig á að ég væri aftur að fara í
skólann. Ég grét og grét og Brand-
ur reyndi að hugga mig en ég grét
og vildi ekki vera nálægt honum
og hékk utan í frænda mínum.
Þegar við komum að stóra, hvíta
skólahúsinu grét ég og sagði: „Ég
er búin að vera í Heyrnleysingja-
skólanum. Ég er búin að vera þar.
Nei, nei, nei!“ Frændi minn bað
mig um að koma með sér. Ég fór
með honum inn í skólann sár og
niðurdregin. Þar sá ég þessa konu
sem ég hafði kallað mömmu, flýtti
mér til hennar og kúrði mig upp
að henni. Ég kvaddi frænda minn
og þurrkaði tárin þegar ég horfði á
eftir honum. Huggari minn leiddi
mig áfram. „Komdu, viltu mat?
Ertu ekki svöng? Komdu með
mér.“ Ég fór með henni og fékk
mér að borða. „Núna áttu að fara
að sofa. Komdu, við skulum hátta
saman,“ sagði hún. Ég snökti með-
an við gengum upp í svefnher-
bergi. „Nú átt þú að fara að sofa,“
sagði hún ákveðið en blíðlega. Í
svefnherberginu voru mörg rúm
sem lágu í röð báðum megin í her-
berginu. Rúmin voru með hvítum
rimlum eins og á spítala. „Háttaðu
nú,“ sagði konan. Ég háttaði mig
og barðist við tárin. „Ég er ekki
heyrnarlaus!“ sagði ég en þá lagði
hún til að hún svæfi hjá mér þessa
fyrstu nótt. Við lögðumst í rúmið
hlið við hlið. Það tók mig nokkra
daga að jafna mig. Þá varð allt í lagi
og ég gat leikið mér með krökkun-
um. Svona gekk þetta ár eftir ár, ég
flakkaði á milli skólans og heim-
ilis míns meðan ég var í Heyrn-
leysingjaskólanum. Ég fór heim á
jólunum og á sumrin. Fyrsta árið
mitt gat ég ekki farið heim um jól-
in en eftir það fór ég alltaf heim og
hafði gaman af því í hvert skipti.“
Grét af söknuði eftir foreldrum sínum
Valgerður Stefánsdóttir er forstöðu-
maður Samskiptamiðstöðvar heyrn-
arlausra og heyrnarskertra. Þegar
hún hóf störf sem kennari við Heyrn-
leysingjaskólann fyrir þrjátíu árum
hafði hún aldrei hitt heyrnarlausa
manneskju og hafði ekki hugmynd
um að nokkuð væri til sem héti tákn-
mál.
„Þegar ég útskrifaðist úr Kenn-
araháskólanum sótti ég um vinnu
á fimm stöðum, þeirra á meðal í
Heyrnleysingjaskólanum en ég
hafði aldrei hitt heyrnarlausa mann-
eskju þegar ég byrjaði að kenna við
skólann,“ segir Valgerður um fyrstu
kynni sín af starfinu. „Ég kunni að
sjálfsögðu ekki táknmál og vissi
heldur ekki að það væri til. Ekkert
okkar sem kenndi við skólann gerði
sér grein fyrir því að til væri tákn-
mál. Heyrnarlaust fólk gerði það
heldur ekki, geri ég ráð fyrir. Það tal-
aði táknmál sín á milli en það var
samt ekki meðvitað um að táknmál
væri mál.“
En þessi heimur heillaði Valgerði
og hún kenndi við Heyrnleysingja-
skólann fram til ársins 1989.
„Það var mjög erfitt að vera kenn-
ari heyrnleysingja á þessum tím-
um,“ segir Valgerður. „Okkur nýju
kennurunum var sagt að við ættum
að kenna nemendunum íslensku;
námsgreinarnar væru ekki mark-
mið í sjálfu sér heldur íslenskan.
Þegar börnin hefðu náð læsi og lært
að lesa af vörum gætu þau lært allt
annað. Þetta var trú manna á þess-
um tíma en nú vitum við að þessi
leið er ekki fær. Þessi kennsluaðferð
sem kölluð er „oralismi“ leiddi til
þess að heyrnarlaust fólk fékk ekki
menntun og útskrifaðist úr skólan-
um með að meðaltali lestrargetu á
við 8 ára barn.“
Alhliða ruglingur
Að sögn Valgerðar
dró smám saman úr
áherslunni á kennslu
talmálsins.
„Tákn fóru að
bætast inn og
það tímabil
er kennt
við al-
hliða
boðskipti.
Þá var leyft
að nota tákn
og bendingar og all-
ar þær aðferðir sem
gátu orðið til þess
að ná skilningi.
Þessi aðferð heit-
ir á ensku „Total
Communication“ en er kölluð af
táknmálstalandi fólki „Total Con-
fusion“ eða alhliða ruglingur. Fólk
sem talar táknmál lítur á þessa að-
ferð sem niðurlægingu við málið sitt
og skilur mjög illa samskipti sem
fara fram með þessari aðferð. Síðan
jókst áherslan á táknmál í skólanum
eftir 1985 og upp úr 1990 var farið að
tala um tvítyngi þar sem kennslu-
málið er táknmál og ritmálið er ís-
lenska. Markmiðið var að börnin
lærðu bæði málin vel.“
Viðhorf Valgerðar til táknmáls
segir hún hafa breyst þegar haldin
var norræn menningarhátíð heyrn-
arlausra á Íslandi árið 1986.
„Við undirbúning hátíðarinn-
ar var Félagi heyrnarlausra bent á
að það þyrfti að hafa íslenska tákn-
málstúlka á hátíðinni. Félagið safn-
aði þá saman tíu manns sem þeim
fannst kunna mest í táknmáli og
boðaði til fundar í félaginu. Þangað
mættu foreldrar, prestur, vinir, syst-
kini og börn heyrnarlausra og svo
vorum við tvær úr hópi kennara úr
Heyrnleysingjaskólanum. Á fund-
inum var okkur sagt að við værum
boðuð þangað til að læra að verða
táknmálstúlkar. Við tókum þessu
öll og mættum í félagið tvisvar í viku
til þess að læra táknmál. Svo vor-
um við fjórar sem héldum áfram og
æfðum okkur allan júnímánuð í að
túlka en hátíðin var fyrstu dagana í
júlí 1986.“
Nemendur kenndu kennurum
sínum
Túlkanámskeiðin voru haldin
á kvöldin og um helgar. Kennarar
kennaranna voru nemendur þeirra
úr Heyrnleysingjaskólanum, fjögur
ungmenni.
„Þau kenndu okkur glósulista og
æfðu okkur í hlutverkaleikjum og
þýðingum en þau voru aldrei ánægð
með frammistöðu okkar,“ segir hún
hlæjandi. „Það var alltaf eitthvað
vitlaust. Enginn vissi hvað það
var. Nú í dag vitum við að
við notuðum málfræði ís-
lenskunnar þegar við tjáð-
um okkur. Ekkert okkar
var meðvitað um málfræði
táknmálsins. Þau notuðu
hana að sjálfsögðu
rétt en kunnu
ekki okkar
málfræði.
Við kunn-
um íslenska
málfræði en
ekki málfræði
táknmálsins.“
Valgerður grein-
ir frá því brosandi
að haldin hafi verið
nokkurs konar frum-
sýning á nýju túlkun-
um á sviði Þjóðleikhússins á opn-
unarhátíð menningarhátíðar 4. júlí
árið 1986.
„Heyrnarlausir Íslendingar sátu
stoltir úti í sal og horfðu á okkur,
fyrstu íslensku táknmálstúlkana. En
ekki veit ég nú hversu skiljanlegar
við vorum!“
Frá þessari stundu fóru kennar-
arnir tveir að lesa sér til um mál-
fræði táknmáls og báru hana saman
við íslenska táknmálið ásamt tveim-
ur „túlkakennurum“.
„Við reyndum að átta okkur á
reglum málsins með því að vinna
með nemendum okkar, sem þá voru
komnir í framhaldsdeild skólans. Í
framhaldi af því fórum við að túlka
fyrir heyrnarlausa í framhaldsskól-
um og fórum svo að kenna öðrum
það sem við fundum út í samvinnu
við nemendur okkar.“
Valgerður segir að þau hafi fljót-
lega gert sér grein fyrir að til að
vinna að rannsóknum, kennslu og
túlkaþjónustu, yrði að koma á fót
sérstakri stofnun.
„Þá byrjaði baráttan fyrir Sam-
skiptamiðstöð heyrnarlausra,“ seg-
ir Valgerður. „Júlía Hreinsdóttir var
nemandi í bekknum sem ég byrj-
aði að kenna þegar ég hóf störf við
Heyrnleysingjaskólann. Hún var
einn af kennurunum í túlkanáminu
í Félagi heyrnarlausra og veturinn
1988-1989 var hún í Þroskaþjálfa-
skólanum og ég túlkaði fyrir hana.
Þar studdi okkur dyggilega í að berj-
ast fyrir stofnun Samskiptamið-
stöðvar, auk Félags heyrnarlausra,
Bryndís Víglundsdóttir skólastjóri.“
Valgerður segir alla geta lært
táknmál eins og önnur mál. Það taki
þó tíma og þjálfun.
„Táknmál er mál sem myndað er
með hreyfingum handa, höfuðs og
líkama, með svipbrigðum, munn-
og augnhreyfingum. Handformin
mynda hljóðkerfi málsins og táknin
eru orðaforðinn. Þau eru sett sam-
an á ákveðinn hátt og táknaröðin,
hreyfingarnar og svipbrigði andlits-
ins lúta ákveðnum reglum sem eru
málfræði og setningafræði málsins.
Röð tákna í setningu er ólík þeirri
orðaröð sem við eigum að venjast
í íslensku. Ef við röðum táknunum
upp eftir íslenskri málfræði, eins
og við gerðum þegar við vorum að
byrja að túlka, verður setningin mál-
fræðilega röng og það leiðir iðulega
til misskilnings. Táknmál er ann-
að mál sem lýtur öðrum málfræði-
legum lögmálum en íslenskan. Það
væri vissulega mjög jákvætt ef al-
menningur kynni táknmál, en fyrst
og fremst er þó mikilvægt að heyrn-
arlaust fólk hafi óhindraðan aðgang
að táknmálstúlkaþjónustu.“
Valgerður Stefánsdóttir
Heimur
Heyrnarlausra
„Lærðum mest af
nemendum okkar“
Hljóður og einangraður
ANNA KriStiNe
blaðamaður skrifar: annakristine@dv.is
Valgerður Stefánsdóttir
„Okkur var sagt að kenna
nemendunum íslensku;
námsgreinarnar væru ekki
markmið í sjálfu sér,“ segir
Valgerður Stefánsdóttir,
forstöðumaður Samskipta-
stofnunar heyrnarlausra og
heyrnarskertra, um fyrstu ár
sín sem kennari við
Heyrnleysingjaskólann.
föStudagur 23. febrúar 200714 Helgarblað DV
„Það er ólýsanleg kvöl að skilj-
ast við barnið sitt,“ segir Valdís Ingi-
björg Jónsdóttir, heyrnar- og tal-
meinafræðingur á Akureyri, sem
brást þannig við lögum um skóla-
skyldu fjögurra ára heyrnarlausra
barna að hún aflaði sér réttinda sem
heyrnleysingjakennari.
„Þegar ég eignaðist dóttur mína
var ég sem betur fer aðeins búin að
kynnast heimi heyrnarlausra. Það
kom til vegna þess að þegar ég var
við nám í Kennaraskólanum kom
Brandur, skólastjóri Heyrnleysingja-
skólans, og auglýsti eftir sjálfboða-
liðum því þá voru að hellast inn í
skólann börnin úr rauðu hunda far-
aldrinum sem geisaði árið 1964. Það
sárvantaði því kennara við Heyrn-
leysingjaskólann og því betra að fá
kennaranema en engan til að kenna
börnunum.”
Það er ekki skrýtið að maður fái
oft á tilfinninguna að lífið búi mann
undir það sem koma skal. Ári síðar
eignaðist Valdís dóttur sína Önnu;
heilbrigt barn að áliti lækna og
hjúkrunarfólks sem fundu ekki að
barnið hafði fæðst heyrnarlaust.
„Ég fór með heilbrigt barn heim
af fæðingardeildinni og það var ekki
fyrr en níu mánuðum síðar að ég
uppgötvaði sjálf að hún var heyrnar-
laus,“ segir Valdís. „Eftir að ég hafði
yfirstigið áfallið sem ég fékk við þá
uppgötvun sagði ég við sjálfa mig:
Hugsaðu um hvað Anna mun geta
gert í framtíðinni, ekki hugsa um
hvað hún mun ekki geta og hvers
hún fer á mis.“
Heyrnarlaus börn læra að lesa
í aðstæður
Valdís og Anna notuðu bending-
ar í samskiptum sínum.
„Ég var hins vegar svo vitlaus á
þessum tíma að ég hélt eins og aðr-
ir að það væri hægt að kenna henni
að tala með því að kenna henni
að mynda talhljóð og lesa af vör-
um. Vissulega lærði hún sumt, en
hvernig á til dæmis heyrnarlaus
manneskja að lesa mun á orðunum
„banna“ og „panna“ af vörum – hvað
þá að geta sagt þessi orð? Til þess að
tala rétt þarftu að heyra til sjálfrar
þín. Sem betur fer er Anna afburða-
vel gefin og heyrnarlaus börn læra
líka að lesa í aðstæður.
Við náðum að stilla okkur inn
á hvor aðra og þegar maður deil-
ir tilverunni með öðrum þá lærir
maður að skilja hver annan jafnvel
án orða. Þetta þekkist líka hjá þeim
sem heyra.“
Hvernig tókstu því að heyrnar-
laus börn væru gerð skólaskyld frá
fjögurra ára aldri?
„Ég brást þannig við að það skyldi
aldrei verða að ég sendi frá mér
barnið mitt svona ungt enda búin
að heyra hryllilegar sögur af líðan
barna sem höfðu verið send svona
ung í heimavist Heyrnleysingjaskól-
ans þar sem þau grétu úr sér augun.
Lausnin varð sú að fjölskyldan tók
sig upp og ég aflaði mér menntun-
ar í Danmörku sem heyrnleysingja-
kennari. Þannig gat ég haldið Önnu
heima þar til hún varð níu ára.“
Ein uppi við vegg í frímínútum
Valdís kenndi dóttur sinni að
lesa, reikna og skrifa og þjálfaði tal-
hljóðin hjá henni.
„Á þeim tíma kenndi ég við sér-
deild og hafði Önnu í henni. Áður
hafði ég prófað að hafa hana einn
vetur í almennri deild, en það gekk
ekki. Hún var utangátta og varð
það reyndar líka í sérdeildinni því
hún gat ekki átt nein tjáskipti við
hin börnin. Ég hafði ætlað mér að
hjálpa henni í gegnum almenna
skólakerfið en þegar hún var far-
in að standa ein uppi við vegg í frí-
mínútum og fylgjast með krökkun-
um í leik uppgötvaði ég að þótt ég
gæti kennt henni gat ég ekki búið til
félaga handa henni. Þá var kominn
tími á að senda hana suður.“
Anna var níu ára þegar hún fór
að heiman í fyrsta sinn. Valdís seg-
ir það hafa verið gert afar varlega og
með skilyrðum.
„Skilyrðin voru þau að hún fengi
að fara heim minnst einu sinni í
mánuði yfir helgi, svo lengi sem hún
vildi. Mér er minnisstætt eitt sinn
þegar ég var að fara heim til Akur-
eyrar. Anna sat við gluggann í rút-
unni og andlit hennar speglaðist
í rúðunni. Ég sá að tárin láku nið-
ur vangana, svo ég spurði hvort hún
vildi ekki koma heim og ég skyldi
reyna að læra táknmál til að geta
hjálpað henni. Þá sneri hún sér að
mér, brosti í gegnum tárin og sagði:
“Nei, mamma, þetta verður allt í
lagi.” Henni var svo mikils virði að
vera með sínum líkum.“
Getur þú lýst hvaða tilfinningar
bjuggu innra með þér þegar þú skild-
ir hana eftir í fyrsta sinn?
„Tilfinningar móður að skilja
við barnið sitt held ég að hver geti
svarað fyrir fyrir sig. Það er ólýsan-
leg kvöl. Hins vegar var vel að Önnu
búið á heimavistinni. Fólk gerði eins
vel og það gat, en kunni bara ekki
nægilega mikið fyrir sér í táknmáli
til að geta átt veruleg tjáskipti við
börnin,
að minnsta kosti ekki eins og við
getum átt við okkar heyrandi börn.
Það er kannski þess vegna sem kyn-
ferðisleg misnotkun átti sér stað af
því að enginn gat skilið hvað börn-
unum fór á milli þegar þau töluðu
táknmál sín á millum.“
Forheimskir, menntaðir menn
Heldur þú að það hefði orðið
börnunum til meira gagns að þurfa
ekki að fara frá foreldrum sínum?
„Já, því ég er fullviss um að þessi
gjörningur, þessi lagasetning, hafi
skaðað þessa einstaklinga fyrir lífs-
tíð. Að setja skólaskyldulög á fjög-
urra ára börn og slíta þau frá for-
eldrum, sem gátu ekki skýrt fyrir
þeim hvers vegna þau urðu að fara.
Þessi lög voru forheimska mennt-
aðra manna. Hvort sem barn heyr-
ir eða ekki, þá þolir það ekki að vera
slitið frá foreldrum sínum svo ungt
og það á hver heilvita maður að sjá
og vita.“
Hvað finnst þér mest gagnrýni-
vert í því hvernig samfélagið kemur
fram við heyrnarskerta og heyrnar-
lausa?
„Það er það skilningsleysi að sjá
ekki að táknmál er mál sem lýtur öll-
um reglum talmáls.
Fólk hélt að það gæti talað tákn-
mál með því að nota einhver tákn...
Það er svona svipað því og að ég færi
að tala mál sem ég kann ekkert í
með því einu að fletta upp einhverj-
um orðum í orðabók. Ég veit það í
dag að með því að kunna ekki tákn-
mál kom ég ekki fræðslu við hæfi inn
í vel greindan heyrnarlausan ein-
stakling. Þar með rændi ég viðkom-
andi þeirri menntun sem hæfði hans
greind. Þetta er beiskur sannleikur.“
En hvað má betur fara í málefn-
um heyrnarlausra og hvernig breyt-
um við því?
„Við verðum að greiða leið heyrn-
arlausra að samfélagi okkar hinna.
Það verður einungis gert með því að
lögvernda táknmálið og gera túlka-
þjónustu öfluga. Dóttir mín getur til
dæmis ekki farið til læknis öðruvísi
en að vera með túlk. Nýlega lenti
hún í því að henni stóð til boða að
hækka í launum með að sækja nám-
skeið í slysavörnum. Hún fékk eng-
an túlk og þar með fór það tækifæri,“
segir Valdís, sem segist aldrei ætla
að hætta baráttu sinni fyrir bættum
hag heyrnarlausra.
DV Helgarblað föstudagur 23. febrúar 2007 15
h heimur
Framhald á
næstu síðu
Við þurftum engin orð
Valdís Ingibjörg Jónsdóttir,
heyrnar- og talmeinafræðingur
„Ég veit það í dag að með því að kunna
ekki táknmál kom ég ekki fræðslu við
hæfi inn í vel greindan heyrnarlausan
einstakling. Þar með rændi ég
viðkomandi þeirri menntun sem hæfði
hans greind. Þetta er beiskur sannleik-
ur.“
„Ég brást þannig við að það skyldi aldrei verða að ég sendi
frá mér barnið mitt svona ungt enda búin að heyra hrylli-
legar sögur af líðan barna sem höfðu verið send svona ung
í heimavist Heyrnleysingjaskólans þar sem þau grétu úr sér
augun. Lausnin varð sú að fjölskyldan tók sig upp og ég afl-
aði mér menntunar í Danmörku sem heyrnleysingjakennari.
Þannig gat ég haldið henni heima þar til hún varð níu ára.“
Júlía G. Sveinsdóttir og tvíbura-
bróðir hennar fæddust heyrnar-
laus árið 1964. Fjölskyldan fluttist
til Reykjavíkur og því gátu systkin-
in dvalið heima meðan þau sóttu
kennslu við Heyrnleysingjaskól-
ann. Júlía er fagstjóri í táknmáli við
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra.
Hún er einnig menntaður kennari
og þroskaþjálfi og er í meistara-
námi í uppeldis- og menntunar-
fræði við Háskóla Íslands.
„Það hefur margt breyst á síð-
astliðnum árum og áratugum,
en engu að síður er margt óunn-
ið,“ segir Júlía. „Flestir viðurkenna
núna að táknmál er mál, en það
þarf að viðurkenna það með laga-
setningu. Túlkaþjónusta hefur
breytt miklu. Með túlkaþjónustu
getum við átt samskipti við heyr-
andi fólk eins og ég við þig núna.
Takmarkaður aðgangur að túlka-
þjónustu er hins vegar hindrun
og það eru fyrst og fremst pening-
ar sem ráða því. Heyrnarlaust fólk
hefur nú aukinn aðgang að fram-
haldsnámi sem ekki var áður en
það þýðir einfaldlega að við get-
um aflað okkur menntunar og
unnið önnur störf en sjómennsku
og saumaskap, sem lengi vel voru
einu störfin sem heyrnarlausum
buðust. Nú er hugmyndafræði í
kennslu heyrnarlausra tvítyngi sem
þýðir að táknmálið er kennslumál
og íslenskan er ritmál. Svo er líka
notaður túlkur í kennslunni.“
Börnin misstu tengingu við
fjölskyldu sína
Júlía bendir enn fremur á nýja
tækni, heyrnartæki sem grædd eru
inn í höfuð barna.
„Sú tækni gefur þeim einhvers
konar heyrn sem hjálpar til við að
læra íslensku. Vonandi fá þau að
læra vel bæði málin og geta valið
hvort málið þau nota við mismun-
andi aðstæður.“
Að mati Júlíu hafði það skaðleg
áhrif á börn að vera tekin frá for-
eldrum sínum fjögurra ára að aldri
og búið til nýtt heimili á heimavist.
„Auðvitað hafði það slæm
áhrif,“ segir hún. „Þau höfðu lítil
samskipti áður en þau voru tekin
en með flutningi af heimilinu var
algjörlega skorið á samskiptin5 við
foreldrana og fjöl-
skylduna. Þetta
olli
miklu
ör-
yggis-
leysi hjá börnunum og þau misstu
tengingu við fjölskyldu sína. Fæst-
ir þekkja foreldra sína vel. Aðr-
ir heyrnarlausir urðu fjölskylda
þeirra, enda segjast þau flest eiga
tvær fjölskyldur, „döff“ fjölskyld-
una og blóðfjölskylduna.“
Bækurnar notaðar ár
eftir ár...
Við forvitnumst betur um
hvernig heyrnarlausum var kennt
á árum áður.
„Aðaláherslan var lögð á að lesa
af vörum. Það voru fáir nemendur
í bekk eða að meðaltali fjórir. Við
sátum í hálfhring og kennarinn
talaði með skýrum munnhreyf-
ingum. Hann reyndi að tala skýrt
og einfalt mál og endurtók oft.
Kannski náði einn nemandi inni-
haldinu og þá einbeitti hann sér að
næsta en stundum gátu nemendur
túlkað til hinna það sem kennarinn
hafði sagt. Allt var á mjög einföld-
uðu máli. Við fengum ekki bækur í
hendurnar heldur sátu kennararn-
ir eftir kennslu og einfölduðu efni
bókanna yfir á mjög takmarkað
mál. Þeir unnu mikið en því mið-
ur fengum við mjög takmarkað ís-
lenskt mál út úr þessu. Ef við feng-
um bækur, þá voru þær notaðar
ár eftir ár og voru ætlaðar yngstu
bekkjunum. Ég lék mér við önn-
ur heyrnarlaus börn og við lékum
okkur eins og heyrandi börn nema
að við töluðum saman á táknmáli.“
Vissum ekki hvað
misnotkun var
Í ljósi nýjustu upplýsinga um
kynferðislega misnotkun á heyrn-
arlausum, telur þú að þau börn
hafi reynt að vekja athygli á því á
sinn hátt?
„Já, ég veit um nokkur dæmi
um slíkt. Ég man eftir einum dreng
sem reyndi að segja frá því að hon-
um hefði verið nauðgað en eng-
inn skildi hann. Við vissum ekki
hvað misnotkun var og höfðum
engan aðgang að neinni umræðu
um hvað mátti og hvað mátti ekki.
Hann fékk bara klapp á kollinn og
gafst upp á að reyna að segja frá og
fór með það. Enn fremur veit ég
það frá konu sem var tíu ára þeg-
ar hún sá tvo einstaklinga gera
eitthvað sem hún segist hafa vit-
að að var rangt. Hún fór til fullorð-
ins starfsmanns og sagði honum
frá. Hann spurði hana bara hvaða
vitleysa þetta væri í henni. Hún fór
inn í herbergið sitt á heimavistinni
og leið mjög illa. Síðar var þessi
kona sjálf misnotuð og enn þann
dag í dag treystir hún sér ekki til
að stíga fram, segja sögu sína og fá
hjálp. Það er margt hræðilegt sem
ég hef heyrt og mér kom því um-
ræðan um misnotkun á heyrnar-
lausum ekki á óvart. Lítill dreng-
ur úti á landi varð fyrir hroðalegri
nauðgun og gerandinn reyndi að
drekkja honum. Það varð honum
til lífs að einhver heyrði ópin. Þessi
maður hefur líka geymt söguna
með sjálfum sér og aðeins sagt ör-
fáum sem hann treystir frá þessu.
Það er gríðarlega sárt að horfa upp
á fólk sem hefur þjáðst áratugum
saman.“
föstudagur 23. febrúar 200716 Helgarblað DV
Ný tækNi gefur voN
Heimur
HeyrNarlausra
Með lögum númer 13
frá 1962 var lögleidd
kennsluskylda fjögurra
ára barna sem voru
heyrnarlaus eða heyrnar-
lítil. Sumir ganga svo langt
að kalla þessa lagasetningu
„glæp“, því flestum barnanna
var gert að dvelja á heimavist
Heyrnleysingjaskólans og voru
þar með svipt rétti sínum til að
alast upp við eðlilegt heimilislíf
með foreldrum sínum og syst-
kinum. Börnin höfðu lítil samskipti
við fjölskylduna og það olli hjá þeim
öryggisleysi sem þau hafa mörg hver
glímt við fram á fullorðinsár.For-
eldrar þurftu meðal annars að grípa
til þess ráðs að skilja barn sitt eftir
á heimavistinni, án þess að kveðja
það. Hvernig útskýrir foreldri fyrir
fjögurra ára heyrnarlausu barni að
það sé „farið að heiman“? Í ljósi nýrra
upplýsinga um misnotkun á heyrn-
arlausum börnum hefur almenningi
orðið ljóst hversu þýðingarmikið það
er að táknmál verði viðurkennt sem
mál; að sem flestir geti skilið heyrn-
arlausa og talað við þau á þeirra máli.
Kennurum við Heyrnleysingjaskólann
seint á áttunda áratugnum var gert
að kenna börnunum fyrst og fremst
íslensku; aðrar námsgreinar væru
ekki markmið í sjálfu sér. Sú kennslu-
aðferð leiddi til þess að heyrnarlaust
fólk fékk ekki menntun og útskrif-
aðist 16-18 ára með lestrargetu á við
átta ára börn. Fyrstu táknmálstúlk-
ar þjóðarinnar voru „frumsýndir“
á sviði Þjóðleikhússins árið 1986 á
norrænni menningarhátíð heyrnar-
lausra. Táknmálstúlkarnir voru kenn-
arar sem fengu bestu kennsluna frá
heyrnarlausum nemendum sínum.
Á vefsíðunni www.valdis.muna.is er
áskorun til stjórnvalda að viðurkenna
táknmál sem opinbert mál á Íslandi
við hlið íslensku og að styðja aðgerðir
félags heyrnarlausra til þess að koma
félagsmönnum til hjálpar. Um sextán
hundruð manns höfðu skrifað undir
áskorunina þegar DV fór í prentun.
Hámenntuð þrátt fyrir heyrnarleysið
Júlía g. sveinsdóttir er kennari og
þroskaþjálfi og stundar meistaranám í
uppeldis- og menntunarfræði, auk þess
sem hún er fagstjóri í táknmáli hjá
samskiptamiðstöð heyrnarlausra.
„Þau höfðu lítil samskipti áður en þau voru tek-
in en með flutningi af heimilinu var algjörlega
skorið á samskiptin við foreldrana og fjölskyld-
una. Þetta olli miklu öryggisleysi hjá börnun-
um og þau misstu tengingu við fjölskyldu sína.
Fæstir þekkja foreldra sína vel.“
föstudagur 23. janúar 200710 Fréttir DV
Frelsaði systkini sín a
Í umræðunni sem skapast hefur
um barnaheimili fyrr á tímum og þá
rannsókn sem fara á fram á starfsemi
þeirra hefur nafn doktors Gunnlaugs
heitins Þórðarsonar oft komið við
sögu. Gunnlaugur átti sæti í Barna-
verndarráði Íslands og varð síðar
formaður þess. Hann var maðurinn
sem sá til þess að Breiðuvík og Bjargi
var lokað og í samtali við fyrrum eig-
inkonu hans, Herdísi Þorvaldsdóttur,
leikkonu, hér í blaðinu sagði hún:
„Gunnlaugur var einstakur mað-
ur, duglegur, góður og örlátur. Eft-
ir að hann hætti sem forsetaritari
fékk hann lögmannsréttindi og rétt
til að vinna að sínum málum utan
vinnutímans í ráðuneytinu.Gunn-
laugur vann mörg störf og í mörg ár
vann hann fyrir Rauða krossinn og í
barnaverndarnefnd. Það voru mjög
tímafrek og slítandi störf og fólk
hringdi á öllum tímum og í alls konar
ástandi, oftast til að kvarta eða jafn-
vel hóta. Gunnlaugur bar hag barna
fyrst og fremst fyrir brjósti og átti
stóran þátt í því að stúlknaheimilinu
Bjargi og drengjaheimilinu í Breiðu-
vík var lokað.“
Um þátt doktor Gunnlaugs í lok-
un stúlknaheimilisins Bjargs á Sel-
tjarnarnesi sagðist Gísla Gunnars-
syni sagnfræðingi svo frá í viðtali við
DV fyrir hálfum mánuði:
„Á þessum tíma átti Gunnlaugur
Þórðarson lögmaður sæti í Barna-
verndarráði Íslands. Hann hélt í
fyrstu að ég væri einhver óeirðar-
seggur en eftir að Þjóðviljinn birti
grein um Bjargsmálið 20. október
1967, snerist hann mjög harkalega
gegn Bjargi. Það var í raun og veru
hann, með aðstoð Símons Jóhanns
Ágústssonar, prófessors í sálarfræði,
sem lokaði Bjargi. Barnaverndarráð
Íslands var svo lamað fram til ársins
1970 að Gunnlaugur Þórðarson var
gerður að formanni þess og hann var
hvatamaður þess að Breiðuvík var
lokað.“
Markaði djúp spor í barnssál-
inni
Nokkrum árum áður en þetta var,
eða árið 1960, sat Gunnlaugur heit-
inn þegar í Barnaverndarráði Ís-
lands. Þangað leitaði tólf ára drengur
eftir aðstoð til að frelsa systkini sín af
barnaheimili, þar sem honum fannst
þau ekki eiga að vera. Þegar hann
fékk engan stuðning frá kerfinu,
greip hann til eigin ráða. Hann rændi
systkinum sínum af barnaheimil-
inu Silungapolli. Snáðinn var Davíð
Oddsson, síðar forsætisráðherra og
núverandi Seðlabankastjóri.
Fortíðin hvílir þungt á fjölskyldu
Davíðs og þeir ættingjar sem DV tal-
aði við forðast að koma fram og tala
um Silungapoll og hvers vegna syst-
kinin voru vistuð þar. Sjálfur er Davíð
í fríi í útlöndum og þrátt fyrir ítrekað-
ar tilraunir hefur ekki tekist að ná tali
af honum.
„Það var enginn
vondur við okk-
ur á Silunga-
polli og
ráðskonan
var okk-
ur sér-
staklega
góð,“seg-
ir bróð-
ir Dav-
íðs, sem
biður
um að
nafns hans sé ekki getið af tillitssemi
við aðstandendur. „Auðvitað langaði
okkur alltaf heim. Það markar djúp
spor í sálu barns að vera
tekið af heimilinu.“
Þegar Dav-
íð hafði frelsað
systkini sín úr
vistinni mun
hann hafa
sagt
þeim að
þegar
hann
yrði
stór
myndi hann sjá til þess að Silunga-
pollur yrði jafnaður við jörðu. Litlu
systkinin litu mikið upp til stóra bróð-
ur, sem með ástina
að vopni réðst
í það að
frelsa
þau,
en
þótt
þau hafi vissulega viljað trúa hon-
um hefur þau vart órað fyrir að þessi
bróðir ætti síðar eftir að verða einn af
valdamestu mönnum þjóðarinnar.
Maðurinn sem var borgarstjóri árið
1984 þegar Silungapollur var jafnað-
ur við jörðu.
Með ofurást að vopni
„Engir krakkar eru svo slæmir að
þeir séu ekki betur komnir hjá for-
eldrum sínum en í einhverri stofnun
eða fyrirtæki úti í sveit,“ sagði Davíð
síðar við doktor Gunnlaug Þórðar-
son hæstaréttarlögmann, sem vitn-
aði til þess samtals í bók Eiríks Jóns-
sonar, „Davíð - líf og saga“, sem kom
út árið 1989. Gunnlaugur segir þar
að með ofurást að vopni hafi Davíð
gripið til þess ráðs að ræna systkin-
um sínum af Silungapolli þegar hon-
um fannst kerfið bregðast.
Lék á kerfið
Davíð var víst ekki hár í loftinu, en
sálin var stór. Hann lék á kerfið,
tók lög og rétt í eigin
hendur
og
DV Fréttir föstudagur 23. janúar 2007 11
Davíð Oddsson,
seðlabankastjóri og
fyrrv, forsætisráðherra
Ingibjörg
Lúðvíksdóttir,
húsm. í Rvík
Lúðvík Norðdal,
læknir á Selfossi
Davíð
Jónatansson,
verkam. í Rvík
Þorgrímur
Jónatansson,b.
á Kárastöðum
Ásdís
Þorgrímsdóttir,
á Hvítárbakka
Valborg
Sigurðardóttir,
fyrrv. skólastj.
Sigríður
Snævarr
sendiherra
Jónatan
Davíðsson,
b. Marðarnúpi
Ásta Jónsdóttir,
húsfr. á Selfossi
Jón Jónsson,
landpóstur á
Núpsstað
Jón Jónsson, b.
á Svínafelli
Torfhildur
Guðnadóttir,
húsfr. Núpsstað
Guðný
Guðnadóttir,
í Ölversholti
Brynjólfur
Bjarnason, form.
Kommúnista.
Guðni
Magnússon,
b. í Forsæti
Guðrún Vigfúsd.
Thorarensen,
húsfr. í Forsæti
SteinunnVigfúsd.
Thorarensen,
húsfr. á Hæli
Gestur
Einarsson.
b. á Hæli
Ingigerður
Einarsdóttir,
húsm. í Rvík
Helga
Ingimundardóttir,
húsfr. í Rvík
Benedikt
Sveinsson, hrl.
Bjarni
Benediktsson,
alþm. í Garðabæ
Ingimundur
Sveinsson,
arkitekt í Rvík
Steinþór
Gestsson,
alþm. á Hæli
Gestur
Steinþórsson,
skattstjóri í Rvík
Þorvaldur
Lúðvíksson,
fyrrv. gjaldh.stj.
Ólafur Börkur
Þorvaldsson
hæstar.dómari
Oddur
Ólafsson,
læknir í Rvík
Ólafur
Oddsson,
ljósmyndari
Valgerður
Briem,
húsfr. í Rvík
Oddur
Eyjólfsson,
b. Sámsstöðum
Eyjólfur
Oddsson,
b. Torfastöðum
Ragnhildur
Benediktsdóttir,
Sámsstöðum
Benedikt
Erlingsson,
b. í Fljótsdal
Helga
Erlingsdóttir,
Hlíðarendakoti
Erlingur
Pálsson,
b. í Stórumörk
Þorsteinn
Erlingsson
skáld
Þrúður
Þórarinsdóttir,
Búlandsnesi
Haraldur
Briem,
b. Búlandsnesi
Sigríður Briem,
húsfr. að Ho í
Hörgárdal
Ólafur
Davíðsson
fræðimaður
Ragnheiður
Davíðsdóttir,
Fagraskógi
Davíð
Stefánsson
frá Fagraskógi
Ólafur Briem,
timburmeistari,
Grund, Eyjarði
Eggert Briem,
sýslumaður á
ReynisstaðKristín Briem,
húsfr. í Rvík
María Kristín
Claessen,
Páll Briem
amtmaður
Þórhildur
Briem,
húsfr. í Rvík
Páll Líndal,
ráðuneytisstjóri
í Rvík
Sigurður Líndal
lagaprófessor
í Rvík
Þórhildur
Líndal
mannréttindaf.
Gunnar
Thoroddsen
forsætisráðh.
Jóhanna Briem
í Laufási
Tryggvi
Gunnarsson
bankastjóri
Kristjana
Gunnarsdóttir á
Möðruvöllum
Hannes
Hafstein, skáld
og ráðherra
Jóhann
Hafstein
forsætisráðh.
Hannes
Hafstein, fyrrv.
forstjóri SVFÍ
Þórunn
Hafstein, húsfr.
á Húsavík
Laura
Havsteen,
húsfr. í Rvík
Frændgarður Davíðs Oddsonar
seðlabankastjóra
F silungapOlli
hafði sitt fram í þessu viðkvæma
máli, eftir því sem doktor Gunnlaug-
ur heitinn sagði í bókinni sem við
grípum hér niður í:
„Þannig var mál vaxið að tvö
hálfsystkini Davíðs höfðu verið vist-
uð á Silungapolli skammt utan við
Reykjavík. Á Silungapolli var upphaf-
lega rekið sumardvalarheimili fyrir
börn á vegum Oddfellowreglunnar.
Reykjavíkurborg tók síðar yfir rekst-
urinn og breytti í vistheimili fyrir
börn sem einhverra hluta vegna áttu
ekki í önnur hús að venda. Reyndar
var reksturinn tvískiptur því á sumr-
in komu börn á vegum Rauða kross-
ins á Silungapoll og blönduðu geði
í leik og starfi við önnur börn sem
höfðu þar vetursetu. Þannig var fyrir-
komulagið árið 1960 þegar þessi saga
gerist,“ sagði Gunnlaugur heitinn
sem sagðist enn vera furðu lost-
inn yfir framgöngu og frammi-
stöðu þessa tólf ára drengs
sem hann átti óvenjuleg
samskipti við.Lýsing
hans á því sem gerðist
á Silungapolli þetta
árið er blandin að-
dáun á hvernig
þessi barnungi
drengur náði
því fram
sem hann
stefndi
að.
Reyndi að miðla málum og
milda hugi deiluaðila
„Þegar börnin voru vistuð á Sil-
ungapolli var ég varaformaður
barnaverndarráðs,“ sagði Gunnlaug-
ur.“Ég man að það var vilji margra
að leysa þetta mál með einhverjum
hætti. Þá er það að Sveinbjörn Jóns-
son, hæstaréttarlögmaður og for-
maður Barnaverndarráðs Íslands
fær þá hugmynd að láta Davíð litla
Oddsson miðla málum og milda
hugi deiluaðila. Hér var að sjálf-
sögðu mikið á barnið lagt, aðeins tólf
ára gamlan dreng, en Davíð vildi allt
fyrir hálfsystkini sín gera og mér er
umhyggja hans fyrir þeim ógleym-
anleg. Þegar málin höfðu verið rædd
án sýnilegs árangurs grípur Davíð til
eigin ráða og leggur út í aðgerð sem
enginn hafði búist við. Hann skipu-
leggur rán á systkinum sínum og hef-
ur þau á brott af Silungapolli. Davíð
fékk Odd föður sinn með í þennan
leiðangur sem heppnaðist eins og til
var stofnað. Tókst þeim feðgum að
leyna systkinunum í Reykjavík í að
mig minnir tvo eða þrjá daga. Mér
hefur alltaf þótt þetta kapp Davíðs
sýna hvaða ofurást hann hafði á hálf-
systkinum sínum og mannlega hlýju,
sem er fágæt.“
Doktor Gunnlaugur segir að erfitt
sé að lýsa þessu öllu með orðum. Eft-
ir árangurslitlar samningaumleitan-
ir rænir tólf ára gamall drengur syst-
kinum sínum af Silungapolli án þess
að yfirvöld fái rönd við reist. Davíð
vildi hjálpa systkinum sínum en um
leið sýna fullorðna fólkinu sem hlut
átti að máli að því ástandi sem á var
komið yrði að ljúka. Gunnlaugi og
Sveinbirni Jónssyni, þáverandi for-
manni Barnaverndarráðs Íslands,
ber saman um að þarna hafi Davíð
sýnt mikinn þroska, þó ekki væru að-
gerðir hans réttmætar að mati þeirra,
eins og á stóð.
Fáheyrður kjarkur og leikni
„Ég er viss um að Davíð var sjálf-
ur höfundurinn að ránsferðinni og
skipulagði hana frá upphafi. Hann
vann eftir því lögmáli að í stríði sé
allt löglegt. Hann gat rökrætt við
okkur í barnarverndarráði þó ung-
ur væri en var svo blindur á velferð
systkina sinna að hann sveifst ein-
skis. Mig minnir að hann hafi látið
svo um mælt að engir krakkar væru
svo slæmir að þeir væru ekki bet-
ur komnir hjá foreldrum sínum en í
einhverri stofnun eða fyrirtæki úti í
sveit.“
Doktor Gunnlaugur segist í við-
talinu aldrei gleyma þessu; hversu
hnyttinn, rökfastur og fylginn sér
Davíð hafi verið á þessum árum, að-
eins tólf ára gamall. Hann gaf full-
orðnum mönnum ekkert eftir og
hafði sigur að lokum þótt leiðirnar
sem hann valdi að settu marki hefðu
ekki verið hefðbundnar eða í takt við
gildandi reglur.
„Aldrei bjóst ég við að Davíð yrði
stjórnmálamaður. Ég hélt að hann
yrði listamaður. En eftir á að hyggja,
þegar maður skoðar baráttu hans
fyrir velferð hálfsystkina sinna eins
og hér hefur verið lýst, þá má segja
að þar hafi Davíð sýnt á sér pólitísku
hliðina með útsjónarsemi, fáheyrð-
um kjarki og leikni,“ sagði doktor
Gunnlaugur Þórðarson í þessu sam-
tali fyrir bók Eiríks Jónssonar fyrir
átján árum.
Húsið sem hinn tólf ára gamli davíð Oddsson bjargaði
systkinum sínum úr á silungapolli var rifið undir miðjan ní-
unda áratug síðustu aldar. Þar má segja að ræst hafi heit
það sem hann gaf systkinum sínum um að láta jafna húsið
við jörðu.
nokkrar vangaveltur höfðu verið um framtíð húsanna að
silungapolli. Vatnsveitan og borgaryfirvöld höfðu áhyggj-
ur af að starfsemi í húsunum kynni að spilla fyrir vatnsból-
um reykvíkinga í gvendarbrunnum. um þetta var farið að
ræða þegar árið 1979 og hélt sú umræða áfram í nokkur ár.
Það var þó ekki fyrr en davíð Oddsson var orðinn borgar-
stjóri sem skriður komst á málin.
FjaRlægt eða RiFið?
Veturinn 1983 til 1984 komust ráðamenn og embættis-
menn á þá skoðun að nauðsynlegt væri að fjarlægja
byggingarnar við silungapoll. Ekki voru þó allir á
sammála um hvaða leið skyldi fara. Bygginganefnd
samþykkti fyrir sitt leyti að húsin yrðu rifin en fór fram á
að álits umhverfisráðs yrði leitað. umhverfisráð fékk
borgarminjavörð á sinn fund. niðurstaðan var sú að mælt
var með að auglýst yrði eftir félagasamtökum sem vildu
eignast húsið. skilyrði væri þá að samtökin flyttu húsið á
sinn kostnað. sex tilboð bárust auk þess sem starfs-
mannafélag reykjavíkur óskaði eftir að fá húsið með það
fyrir augum að flytja það að úlfljótsvatni. Innkaupastofn-
un reykjavíkur lagði hins vegar til að tilboði Björns
nokkurs sigurðssonar yrði tekið. umhverfisráði fannst þó
betra að húsið væri auglýst aftur fyrir félagasamtök og
lagði það til við borgarráð. Þetta var 1. mars 1984.
fimm dögum síðar fjallaði borgarráð um málið. Þá var
ákveðið að húsið skyldi rifið frekar en að auglýsa það
aftur. stóra húsið var rifið en guðmundur gíslason
skrúðgarðyrkjumaður fékk leyfi fyrir að fjarlægja tvær
viðbyggingar gegn því að ganga vel frá þar sem grunnur
hússins var áður. önnur viðbyggingin þoldi ekki
flutninginn en í hinu er enn búið.
loFoRðið eFnt
niðurstaðan varð því sú að loforðið sem davíð gaf yngri
systkinum sínum þegar hann frelsaði þau tólf ára gamalt
var efnt. stóra húsið á silungapolli var jafnað við jörðu.
Ekki er þó vitað hvort þarna séu bein tengsl á milli og rétt
að hafa í huga að stefnt hafði verið að því að fjarlægja
húsið. Ekki náðist í davíð Oddsson í vikunni en hann er
erlendis. aðrir sem komu að málinu eru sumir látnir og
aðrir búnir að gleyma hvernig ákvörðun um niðurrif bar
að. Eina sem ljóst er af skjölum úr borgarkerfinu frá
þessum tíma er að nokkur áhugi var fyrir að flytja húsið
annað, borginni að kostnaðarlausu, en ekki var gengið
að þeim tilboðum.
Silungarpoll
Barnaheimilið
jafnað við jörðu
Nokkur áhugi var á að flytja
húsið annað, borginni að
kostnaðarlausu, en ekki var
gengið að þeim tilboðum.
9. febrúar 2007
DV opnaði umfjöllun um
Breiðavík 9. febrúar 2007.
9. febrúar 2007
Í sama blaði hófst umfjöllun
DV um Bjarg.
16. febrúar 2007
DV hóf umfjöllun um Kumbaravog
16. febrúar 2007.
23. febrúar 2007
DV fjallaði um Heyrnleysingja-
skólann 23. febrúar 2007.
23. febrúar 2007
DV fjallaði um Silungapoll
23. febrúar 2007.
Bíða eftir að rannsókn ljúki Bárður Ragnar Jóns-
son og Georg Viðar Björnsson eru sammála um að
skýrslan sé faglega unnin en finnst ferlið allt þó taka
helst til langan tíma. Enn á eftir að vinna skýrslur um
fleiri heimili, svo sem Silungapoll og Reykjahlíð.
Mynd KriStinn MagnúSSon