Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2009, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2009, Side 10
Sykraðaðar tyggjótegundir hækka um 120 krónur kílóið, sama hækkun gildir um lakkrískaramellur og brjóst- sykur. Hækkunin á vörugjöldum leiðir þannig til að 200 gramma poki af Ap- ollo-lakkrísreimum hækkar um 24 krónur. Uppgefið verð í verslunum Hagkaupa á pokanum er 288 krónur og því nemur hækkunin á þessu vin- sæla sælgæti rúmlega 8 prósentum. Hækkar vísitöluna Neytendasamtökin hafa mótmælt þessari hækkun og segja gjaldið mjög handahófskennt og að það mismuni oftar en ekki samkeppnisvörum. Á vef samtakanna segir: „En að sjálfsögðu er megingallinn við gjaldið sá að það hækkar vöruverð til neytenda. En það er ekki aðeins vöruverð sem hækk- ar. Þetta leiðir að sjálfsögðu einnig til hækkunar á verðbólgu og þar með hækka verðtryggð lán heimilanna. Því hafa Neytendasamtökin lagt til að að stjórnvöld afli aukinna tekna frekar með beinum sköttum en óbeinum. Vörugjald er lagt á sem ákveðin krónutala á kíló eða lítra vöru. Þess ber að geta að þetta hækkar stofninn sem lagður er til grund- vallar álagningu virð- isaukaskatts, þannig að raunhækkun er meiri fyrir neytend- ur en sem nemur vörugjaldinu einu saman.“ Hækkar um 20 krónur á ári Bensínverð hefur hækkað um 15 til 20 krónur á lítrann á einu ári. 1. september í fyrra var algengt verið á 95 oktana bensíni í sjálfs- afgreiðslu 162 til 164 krónur á lítrann. Samkvæmt nýrri bens- ínverðkönnun DV var algeng- asta verð á 95 oktana bensíni í sjálfsafgreiðslu 183 til 185 krónur á lítrann. Verð á dísilolíu hefur ekki hækkað eins og 95 oktana bensínið. Fyrir einu ári kostaði lítri af dísilolíu 177 til 180 krónur, en í gær var verðið um 178 til 179 krónur. Farðu í berjamó Nú er uppskerutími í íslenskri náttúru. Fjallshlíðar og móar eru víða þaktir í berjalyngi og það er um að gera að drífa sig í berjamó áður en næturfrostið skemm- ir berin. Í sveitunum nálægt höfuðborgarsvæðinu eru mjög góð svæði til berjatínslu og það besta er að það kostar ekki neitt að tína ber á svæðum sem eru í almannaeigu. Það er svo undir ímyndunaraflinu komið hvað er gert við berin. n Lastið að þessu sinni fær Nova, en margir viðskiptavinir hafa lýst yfir óánægju með Nova-netpunginn. Einn kvartaði yfir að netsamband væri sífellt að detta út og annar tók undir það og sagði að síðustu vikur hefði nettenging hans verið talsvert hægari en hún var í upphafi. n Lofið fær sælkerabúðin Fylgifiskar við Suðurlandsbraut. Þar er mikið úrval af góðum fiskréttum og meðlæti á sanngjörnu verði. Viðskiptavinur benti á að í búðinni störfuðu líka fagmenn sem hafa greinilega mikla þekkingu og áhuga á starfi sínu, sem er ekki mjög algengt í stóru matvöruverslunun- um. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Dísilolía algengt verð verð á lítra 185,9 kr. verð á lítra 179,6 kr. Skeifunni verð á lítra 184,40 kr. verð á lítra 178,20 kr. algengt verð verð á lítra 185,9 kr. verð á lítra 179,6 kr. bensín akranesi verð á lítra 183,1 kr. verð á lítra 176,8 kr. Fjarðarkaupum verð á lítra 184,40 kr. verð á lítra 178,20 kr. Skógarseli verð á lítra 185,9 kr. verð á lítra 179,6 kr. UmSjóN: VALgEIR öRN RAgNARSSON, valgeir@dv.is / neytendur@dv.is el d sn ey t i 10 miðvikudagur 9. september 2009 neytendur Vörugjöld á sykraðar matvörur sem sett voru á um síðustu mánaðamót leiða til þess að fjölmargar neysluvörur hækka talsvert í verði. Sælgæti, súkkulaði, ávaxtasafar, gosdrykkir og rjómaís hækka mismikið í verði. Neytendasamtökin telja að vörugjalds- hækkunin mismuni samkeppnisaðilum og segja að álagningin sé tilviljunarkennd. SYKURSKATTUR HÆKKAR VERÐ MATARKÖRFUNNAR Fjölmargar neysluvörur hækkuðu talsvert í verði eftir að ný lög gengu í gildi um síðustu mánaðamót þar sem vörugjald, eða svokallaður sykurskatt- ur, er settur á ýmiss konar matvöru. Lítri af Brazza-ávaxtasafa hækkar til að mynda um 16 krónur og einn lítri af gosdrykkjum um sömu upphæð. Neytendasamtökin hafa reiknað út hvernig vörugjaldið hefur áhrif á verð ýmissa vörutegunda. Mest hækk- ar ávaxtaþykkni í verði, um alls 160 krónur kílóið. Aðrar matvörur sem vörugjöldin ná til hækka um á bilinu 16 til 130 krónur á kílóið. Sódavatn hækkar um 16 krónur Gosdrykkir, þar með talið kolsýrt vatn, hækka um 16 krónur á lítra við hækkunina. Léttbjór úr malti með 0,5 til 2,25 prósenta vínanda hækkar um sömu upphæð. í 16 króna flokkinn falla einnig rjómaís og aðrar tegund- ir af ís. Matjurtir, ávextir og fleira sem varið er skemmdum með sykri eða með viðbættum sykri og sætuefnum hækka um 24 krónur á kílóið. Undir það flokkast meðal annars sultur og ávaxtahlaup, ávaxtasúpur og ýmiss konar ávaxtagrautar. Búðingsduft hækkar um 50 krón- ur á kílóið og ýmsar sykurvörur, svo sem molasykur, púðursykur og síróp, hækka um 60 krónur á kílóið við gild- istöku nýju laganna, samkvæmt út- reikningum Neytendasamtakanna. Kexpakkinn hækkar um 24 krónur Aðrar daglegar neyslumatvörur hækka enn meira við lagabreyting- una. Sætt kex og smákökur, vöfflur og súkkulaðikex hækka um 80 krónur. Miðað við þetta hækkar 300 gramma pakki af Homeblest-súkkulaðikexi um 24 krónur við hækkunina. Bragðbætt og litað sykursíróp og ýmsar sykurvörur á borð við molasyk- ur og púðursykur hækka um 60 krón- ur kílóið. valgeir örn ragnarSSon blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Ávaxtaþykkni Hækkar mest. Alls um 160 krónur lítrinn. Sælgæti Kílóið af öllu sykruðu sælgæti hækkar um 160 krónur. Brazzi-ávaxtasafi Hækkar um 16 krónur. Hálfur lítri af kóki Hækkar um 8 krónur. Kakó Hækkar um 30 krónur kílóið. Homeblest-súkkul- aðikex Hækkar um 80 krónur kílóið. Pakkinn hækkar um 24 krónur. Prince Polo Hækkar um 100 krónur kílóið. Tveir lítrar af mjúkís Hækka um 32 krónur. Síróp Lítri af ýmiss konar sætum sírópum hækkar um 60 krónur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.