Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2009, Side 12
12 miðvikudagur 9. september 2009 fréttir
Norðmenn
dæmdir til dauða
Tveir Norðmenn, Joshua French
og Tjostolv Moland, voru
dæmdir til dauða í Kisangani í
Kongó í gær eftir að hafa verið
sakfelldir fyrir morð og njósnir.
Tvímenningarnir voru
ákærðir fyrir morðið á Abedi
Kasongo, leigubílstjóra og sex
barna föður. Þeir voru einn-
ig sakfelldir fyrir vopnað rán,
gengjaglæpi, ólöglega vopna-
eign og njósnir.
Frestur til áfrýjunar er fimm
dagar.
Norska ríkið var dæmt til að
greiða 60 milljónir dala í bætur
til Kongó vegna njósna. Á vef-
síðu Verdens gang segir að upp-
hæðin sé táknræn; einn dalur
fyrir hvern Kongóbúa.
Krossferðir í stað stríðaÞað vakti athygli í innrás Ísraela á Gaza í kringum síðustu áramót hve stórt hlutverk rabbínar léku í röðum ísraelskra hermanna. Leiða má líkur að því að her landsins sé að breytast
og í her sem áður var af veraldlegum
toga fjölgar þeim sem trúa að stríð Ís-
raels séu „stríð guðs“. Rabbínar í her-
num hafa fengið aukið vægi og völd
og eru lærðir í bæði hernaði og trú-
arbrögðum.
Þessi þróun er umdeild í Ísrael
og spurt er hvort hvatinn til að stríða
eigi að koma frá mönnum kirkjunnar
eða trúnni á ríki Ísraels og viljanum
til að tryggja öryggi þess.
Sú spurning er réttmæt hvort
rabbínar sem hljóta þjálfun sína í
liðsforingjaskólum og starfa náið
með herforingjum hafi ekki fjarlægst
upphaflegt hlutverk sitt, en þeim er
meðal annars ætlað að efla anda her-
manna, jafnvel í fremstu víglínu.
„Eins og krossferð“
Aðferðir rabbína í innrásinni á Gaza
vöktu upp fjölda erfiðra spurninga
um pólitísk-trúarleg áhrif þeirra á
her landsins. Á vef BBC er vitnað í
Gal Einav, hermann sem ekki teng-
ir trú og hernað, sem segir að bæði
í herskálunum og á vígvellinum hafi
gætt mikillar trúarlegrar innrætingar
og þegar hermenn kvittuðu fyrir riff-
il sinn var þeim afhent sálmabók. Í
viðtali við Katyu Adler, sem gert hef-
ur heimildarmynd um rabbína í ísra-
elska hernum, sagði Einav að þegar
deild hans lagði af stað til Gaza var
borgaralegur rabbíni á aðra hönd og
her-rabbíni á hina. „Þetta dró dám
af trúarlegu stríði. Eins og krossferð.
Það olli mér hugarangri. Trúin og
herinn ættu að vera fullkomlega að-
skilin,“ sagði Gal Einav.
Bæklingur sem byggði á kenning-
um eins rabbína, Shlomo Aviner, var
gefinn út sérstaklega fyrir aðgerðir
Ísraelshers á Gaza. Bæklingurinn bar
heitið „Farðu og heyðu mitt stríð“ og
innihélt leiðbeiningar fyrir hermenn
og yfirmenn á stríðstímum.
Síðar ásökuðu fyrrverandi her-
menn í ísraelska hernum rabbínann
um að hafa hvatt þá til að hundsa al-
þjóðalög sem miða að því að vernda
óbreytta borgara. Sumir hafa lagt
þann skilning í ráð bæklingsins að
grimmd sé stundum „góður eigin-
leiki“.
„Synir ljóss“ og „Synir myrkurs“
Það er af sem áður var að sögn
Shmuels Kaufman, liðsforingja og
her-rabbína, þegar rabbínar þurftu að
halda sig fjarri vígstöðvum. Kaufman
fagnar þeirri breytingu sem orðið hef-
ur og sagði að þegar innrásin var gerð
á Gaza hefðiu rabbínar fengið skipun
um að fylgja hermönnunum.
„Okkar hlutverk var að efla bar-
áttuanda hermannanna. Hinn eilífa
anda frá tímum Biblíunnar til komu
Messíasar,“ sagði Kaufman. Áður en
herdeild Kaufmans hélt til Gaza fékk
hann fyrirmæli frá herforingjanum
um að blása í hrútshorn: „Eins og Jós-
úa þegar hann lagði undir sig land Ís-
rael. Það gerir stríðið helgara.“
Eitt af því sem rabbínar gerðu á
meðan átökin á Gaza stóðu yfir var að
dreifa miklum fjölda trúrlegra bæk-
linga á meðal hermanna. Innihald
bæklinganna varð vægast sagt um-
deilt í Ísrael því í einhverjum þeirra
voru hermenn Ísrael kallaðir „Synir
ljóss“ og Palestínumenn voru kallað-
ir „Synir myrkurs“. Í öðrum var Palest-
ínumönnum líkt við Filista, sem voru
höfuðóvinir gyðinga samkvæmt Biblí-
unni.
Ísraelski herinn hefur, þrátt fyr-
ir að bæklingarnir hafi verið merktir
hernum, reynt að gera lítið úr þætti
sínum í útgáfu þeirra. Engu að síður
fullyrða yfirmenn hersins að rabbín-
ar virði siðfræði hersins og leggi eigin
sannfæringu til hliðar. Slíkt hið sama
fullyrða yfirmennirnir um þá bylgju
þjóðernissinnaðra trúarhermanna
sem gengið hefur í raðir hers lands-
ins.
Trúarskóli hvetur til þátttöku
Katya Adler heimsótti gyðinglegan
rétttrúnaðarskóla skammt frá Hebr-
on á Vesturbakkanum. Sá skóli mun
vera einn af mörgum skólum sinnar
tegundar þar sem hvatt er til þess að
Biblía gyðinga fái hlutverk á vígvellin-
um. Það hefur vakið athygli í Ísrael að
allir nemendur í skólanum kjósa að
þjóna í bardagasveitum hersins, en
Ísraelar sem ekki eru jafnhugmynda-
fræðilega sinnaðir forðast þær.
Katya ræddi við nítján ára nema
í skólanum sem sagði henni að trú-
arhermenn gætu kallað fram betra
framferði af hálfu hersins og „hærra
siðferði“. Þeir telja að það sé trúarleg
skylda þeirra að verja ísraelska ríkis-
borgara og ísraelska ríkið. „Guð fyr-
irskipar það, segja þeir,“ segir Katya
Adler.
Þess má geta að skólinn er stað-
settur á landnámssvæði gyðinga á
hinum hernumda Vesturbakka, en
landnám gyðinga þar er ólöglegt sam-
kvæmt alþjóðalögum, en í augum trú-
arhermanna er Vesturbakkinn hluti
af því landi sem gyðingum var gefið
af guði. Palestínumenn telja svæðið
vera hluta framtíðarríkis síns.
Rabbínar leika sífellt stærra hlutverk í ísraelska hernum. Áhöld
eru innan raða hersins um ágæti hlutverks rabbína og óttast
sumir að þess verði skammt að bíða að Ísraelsmenn heyi heilagt
stríð. Heilagt stríð hefur hingað til nánast eingöngu verið tengt
Jihad – heilögu stríði íslamstrúarmanna. Fyrrverandi yfirmað-
ur menntunarmála hers Ísraels telur herinn á hættulegri leið.
KolbEinn þorSTEinSSon
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
„Þetta dró dám af trú-
arlegu stríði. Eins og
krossferð. Það olli mér
hugarangri. Trúin og
herinn ættu að vera
fullkomlega aðskilin,“
sagði Gal Einav.
Frakklandsforseti leggur sig í líma við að virðast hærri en hann er:
Forsetinn sem tiplar á tánum
Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands,
er sagður hafa verulegar áhyggjur af
eigin hæð sem talin er vera um 168
sentimetrar og hugsanlega er Sar-
kozy lægri en Napóleon Bónaparte
sem taldist ekki hávaxinn maður.
Sarkozy hefur verið dáraður fyr-
ir að ganga á upphækkuðum skóm
og standa á tám á opinberum ljós-
myndum og nú hafa vangaveltur um
hve langt hann er tilbúinn að ganga
til að virðast hærri valdið fjaðrafoki í
Frakklandi.
Verkakona úr verksmiðju sem var
valin til að standa að baki Sarkozy
við ræðupúlt, þegar forsetinn heim-
sótti Normandí í síðustu viku, viður-
kenndi að hafa verið valin með tilliti
til hæðar sinnar sem gerði að verkum
að forsetinn virkaði ekki eins lágvax-
inn. Atvikið átti sér stað í varahluta-
verksmiðjunni Faurecia og sam-
kvæmt fréttinni var lágvöxnu fólki
smalað saman til að standa að baki
forsetanum.
Fréttin hefur vakið mikla athygli
í Frakklandi, en embættismönnum
í Elysée-höll er ekki skemmt og hafa
þeir vísað fréttinni á bug og segja
hana vera „fáránlega og furðulega“.
Talsmenn verksmiðjunnar sögðu
fréttina eingöngu „orðróm“, en verka-
lýðsleiðtogi við verksmiðjuna sagði
„skipunina“ hafa komið beint frá for-
setaembættinu.
Sarkozy mun hafa tileinkað sér
sérstakt dúandi göngulag sem gerir
það að verkum að hann virðist hærri
og hafa áhyggjur hans af eigin hæð
gefið fjölmiðlum ótal tækifæri til
háðungar í hans garð.
Oft og tíðum sést hann standa á
táberginu við opinber tækifæri og
þegar hann stóð við hlið Michelle
Obama, eiginkonu Bandaríkjafor-
seta, gerði hann sig að athlægi þegar
hann tyllti sér á tá. Þegar hann hélt
ræðu á 70 ára ártíð innrásarinnar í
Normandí stóð Sarkozy á kassa. Þess
má geta að Carla Buni, eiginkona
Sarkozys, klæðist oftast flatbotna
skóm þegar hún er í fylgd hans.
Sarkozy skör hærra Sagður kjósa lágvaxið fólk í grennd við sig við opinber tækifæri.
Lubna laus úr
fangelsi
Súdanska blaðakonan Lubna
Hussein sem dæmd var til sekt-
argreiðslu fyrir að klæðast bux-
um var fangelsuð eftir að hún
neitaði að greiða sektina. Lubna
var herská í gær eftir úrskurð-
inn: „Ég mun ekki borga krónu,
ég vil frekar fara í fangelsi,“ sagði
Lubna, en hún átti yfir höfði sér
eins mánaðar fangelsisvist.
Lubna eyddi þó ekki nema
einni nótt á bak við lás og slá og
var sleppt eftir að blaðamanna-
félag Súdan hafði greitt sektina.
Mál Lubnu beindi sjónum al-
þjóðasamfélagsins að harð-
neskjulegum lögum Súdan og
olli því að dómarinn í málinu
dæmdi Lubnu ekki til hörðustu
refsingar sem lögin heimila.
Vilja líkjast
Berlusconi
Silvio Berlusconi, forsætisráð-
herra Ítalíu, verður sjaldan orða
vant. Hann er enn herskár vegna
ásakana á hendur honum vegna
meintra samskipta hans við
ungar konur. Í símaviðtali við
eigin sjónvarpsstöð á mánudag-
inn upplýsti hann gallharður
hvers meirihluti ítölsku þjóðar-
innar óskaði sér.
„Innst inni vildi meirihluti
Ítala líkjast mér og sjá sjálfan sig
í mér og hegðun minni,“ sagði
Berlusconi.
„Þeir vita aukinheldur að
Silvio Berlusconi stelur ekki og
notar völd sín ekki sjálfum sér
til framdráttar,“ bætti Berlusconi
við, og undirstrikaði eigið ágæti.