Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2009, Síða 14
Miðvikudagur 9. september 200914 sparnaður
kreppuráð dv
n Bónus er ódýrast
Veldu Bónus frekar en Krónuna. Allar
verðkannanir benda til að Bónus sé
ódýrasta verslunin á Íslandi. Nýleg
könnun ASÍ sýnir að matarkarfan í
Bónus kostar 12.421 samanborið við
13.377 krónur í Krónunni. Sá sem gerir
ein stór innkaup í viku sparar um 50
þúsund krónur á ári ef hann verslar í
Bónus frekar en í Krónunni.
Sparnaður: Allt að 50.000 kr.
n Duft í stað taflna
Með einföldu móti er hægt að draga
mjög úr kostnaði við þvottaefni
í uppþvottavélar. Margir kaupa
tilbúnar töflur þar sem hver og ein er
sérstaklega innpökkuð. Mun ódýrara
er að kaupa þvottaefni í formi dufts.
Með þeim hætti færðu mun meira fyrir
minna. Þú getur auk þess ákveðið að
stilla þvottaefninu í hóf til að draga
enn meira úr kostnaði. Einn dunkur
dugar þér vikum eða jafnvel mánuðum
saman, mun lengur en töflurnar.
Sparnaður: Allt að 50%
n Pípa í stað sígaretta
Stórreykingamaður, sem allajafna reykir
tvo pakka af algengum sígarettum á
dag, borgar fyrir það 485.450 krónur á
ári, eða nærri því hálfa milljón íslenskra
króna. Ef maður með jafnmikla
tóbaksþörf reykir tvö bréf af píputóbak-
inu Half and half á viku greiðir hann rétt
rúmlega 81 þúsund krónur á ári. Með
því að reykja píputóbak getur hann því
sparað 404.450 krónur á einu ári.
Sparnaður: Allt að 404.450 kr.
n Fylstu með tilboðum.
Á heimasíðunni matarkarfan.is má
finna öll gildandi tilboð í öllum helstu
matvöruverslunum landsins. Sem
dæmi má nefna að oft er hægt að
kaupa tveggja lítra gosflösku á undir
hundrað krónur auk þess sem fyrsta
flokks svínabóg má stundum kaupa
á sérlega lágu verði, svo eitthvað sé
nefnt. Gosið geymist mánuðum saman
inn í búri og má grípa til þess við góð
tilefni.
n Frí áfylling
Á Subway er hægt að spara sér nokkuð
á því að kaupa minnstu stærð af gosi
í staðinn fyrir miðstærð eða stórt glas.
Frí áfylling er á Subway og fleiri stöðum
og því er bráðsniðugt sparnaðarráð að
kaupa sér minnstu stærðina og fylla á
hana í stað þes að kaupa þá stærstu.
Ekki freistast til að „stækka máltíðina“
nema rík ástæða sé til.
n Forðastu sjoppuferðir
Það kemst fljótt upp í vana að stoppa í
sjoppuni í hvert sinn sem mann langar í
eitthvað að drekka eða nasla. Ef þú eyð-
ir 500 kalli á dag í góðgæti gerir það 10
þúsund krónur á mánuði; 120 þúsund á
ári. Taktu með þér vatn í flösku og nesti
í vinnuna, svo þú þurfir ekki að koma
við í sjoppunni á heimleiðinni.
Sparnaður: Allt að
120.000 kr.
n Ódýrasta
pitsan
Sótt pitsa
með tveimur
áleggstegundum
er þrefalt dýrari á
Pizza Hut en þar sem pitsan er ódýrust;
á Big Papas. Verðmunurinn er hvorki
meiri né minni en 205 prósent. Sá sem
kaupir eina pitsu í mánuði getur sparað
sér 33 þúsund krónur árlega ef hann
verslar þar sem pitsan er ódýrust.
Sparnaður: Allt að 33.000 kr.
n Tveir fyrir einn
Á netinu er hægt að skrá sig í ókeypis
afsláttarklúbba sem veita oft góðan
afslátt af vörum og þjónustu. Einn
þessara klúbba má finna á heimasíð-
unni 2fyrir1.is. Skráningarferlið er eins
einfalt og hugsast getur en meðlimir fá
fjölmörg tilboð um helmings afslátt af
vörum og þjónustu.
Sparnaður: 50%.
n Ódýrt árskort
Nærri lætur að munur á kortum í lík-
amsræktarstöðvar höfuðborgarsvæðs-
ins sé nærri þrefaldur. Í Nautilus er hægt
að fá árskort í líkamsrækt á tæplega 26
þúsund krónur á meðan dýrustu kortin
kosta um 73 þúsund. Þau kosta enn
meira ef einnig er keyptur aðgangur að
heilsulindum sem margar stöðvarnar
hafa yfir að ráða.
Sparnaður: Allt að 47.000 kr.
Með reglulegum sparnaði og þolinmæði má hagnast um tugmilljónir króna. Galdurinn
felst í því að leggja fyrir ákveðna upphæð í hverjum mánuði og leggja inn á verðtryggðan
reikning. Ungur maður, sem leggur 20 þúsund krónur fyrir á mánuði, getur átt 37 millj-
ónir við 67 ára aldur.
Svona verður
þú milljónamæringur
Tvítugur einstaklingur getur með því
að leggja fyrir 20.000 krónur á mán-
uði til 67 ára aldurs auðveldlega orð-
ið margfaldur milljónamæringur. Ef
hann leggur peninginn mánaðarlega
inn á verðtryggðan reikning Íslands-
banka, sem hefur 4,45 prósenta vexti,
mun hann við óbreytt vaxtastig eiga
37,2 milljónir króna þegar hann verð-
ur 67 ára gamall. Þar af hefur hann
sjálfur lagt fyrir 11,2 milljónir.
Hver próSenta Skiptir máli
Átta mánuðir eru síðan DV tók síðast
saman hversu hratt er hægt að byggja
upp tugmilljóna króna sparnað. Vext-
ir hafa lækkað mjög síðan þá. Í janúar
voru hæstu vextir verðtryggðra inn-
lánsreikninga 7,2 prósent. Slíkir vextir
hefðu til lengri tíma þýtt að upphæðin
sem hægt hefði verið að safna sér, með
svipuðu dæmi og hér að ofan, hefði
numið 88 milljónum króna. Hver pró-
senta hefur því mjög mikið að segja
þegar til lengri tíma er litið.
Þannig má til gamans geta þess
að aðeins 1 prósent vextir geta skil-
að þremur milljónum króna í hrein-
an hagnað á 47 ára tímabili, jafnvel þó
vextirnir séu svo lágir.
Yfirdrátt burt
Eins og áður sagði getur tvítug-
ur einstaklingur sem leggur fyr-
ir 20.000 krónur á verðtryggðan
reikning safnað sér 37,2 milljónum
króna á 47 árum, á núvirði. Ef hann
býr svo vel að geta lagt fyrir 30.000
krónur á mánuði hækkar upp-
hæðin sem hann á við 67 ára aldur
verulega; verður nærri 56 milljón-
ir króna. Sjálfur hefur hann þá lagt
um 17 millónir til upphæðarinnar.
Til ráðstafana getur þurft að taka
til að svigrúm skapist fyrir reglu-
bundnum sparnaði. Umfram allt
skiptir máli að forgangsröðunin sé
á hreinu. Yfirdráttarlán eru dýrustu
lán sem um getur, en almennir
vextir af slíkum lánum eru nú um
15 prósent. Þannig greiðir sá sem
hefur eina milljón í yfirdrátt 150
þúsund krónur í kostnað á ári. Því
er mikilvægast að greiða fyrst nið-
ur yfirdráttarlán ef þau eru til stað-
ar. Lítið sparast á því að leggja fyrir
þúsundir í mánuði hverjum ef yfir-
drátturinn hækkar í samræmi við
það.
engar SkYndiúttektir
Ekki er víst að fólki hugnist að eiga
alla þessa peninga um það leyti sem
það hættir að vinna. Þeir sem vilja
spara til skemmri tíma geta einnig
hagnast um milljónir umfram það
sem þeir sjálfir leggja inn á bókina.
Hafa verður þó í huga að þær bæk-
ur sem veita hæstu vextina eru alla
jafna bundnar til þriggja eða fimm
ára í senn. Ákvörðun um að taka út
sparnaðinn verður því varla tekin í
skyndi.
Sá sem er tvítugur og leggur inn
20 þúsund krónur á verðtryggðan
reikning, með 4,45 prósenta vexti,
mun um fimmtugt eiga tæpar 15
milljónir króna inni á bankareikn-
ingi, á núvirði. Þar af hefur hann
sjálfur lagt til um 7 milljónir. Vaxta-
greiðslurnar hafa því lagt honum til
annað eins.
Í þessu samhengi verður að hafa
hugfast að vextir geta tekið breyt-
ingum; geta ýmist hækkað eða
lækkað. Það getur gjörbreytt reikn-
ingsdæmunum að ofan, ýmist til
hins betra fyrir þann sem sparar,
eða verra. Óhætt er þó að mæla
með því að fólk leggi fyrir.
baldur@dv.is
SParnaður á mánuði vexTir inneign við 67 ára alDur eigið Framlag
10.000 4,45% 18.611.212 5.640.000
20.000 4,45% 37.222.423 11.280.000
30.000 4,45% 55.833.635 16.920.000
Sparnaður tvítugS einStaklingS:
Sparað til efri áranna Við 67 ára
aldur getur sá sem byrjaði tvítugur að
leggja 30 þúsund krónur fyrir mánað-
arlega, tekið út 56 milljónir króna.
Það er stundum sagt að virðing fólks
fyrir ávöxtum erfiðis þess komi best
fram í eyðsluvenjum þess. Vissulega
er ekki hægt að lifa án ákveðinna
hluta sem gjarna eru taldir til grunn-
þarfa mannsins. Í því tilliti er gjarna
nefnt þak yfir höfuðið, klæði og skæði
og næring.
Á meðal þess sem fólki er ráð-
lagt að gera til að draga úr útgjöld-
um er að finna ýmis atriði sem snúa
að heimilinu; ekki láta ljós loga að
óþörfu, fara sparlega með heitt vatn,
ekki láta ísskápinn standa opinn
lengur en brýnasta þörf krefur og svo
framvegis.
Ef fólk leyfði sér þann „munað“
að staldra við og velta fyrir sér í hvað
peningarnir fara þegar verslað er inn
fyrir heimilið mætti spara háar fjár-
hæðir.
Einn vinnufélagi minn, fyr-
ir nokkrum árum, brá á það ráð að
halda nákvæmt bókhald yfir allt sem
hann keypti, og þegar ég segi ná-
kvæmt þá meina ég nákvæmt. Hvert
einasta snitti sem keypt var inn var
fært samviskusamlega til bókar. Að
einum mánuði liðnum fór hann ná-
kvæmlega yfir listann og strikaði yfir
það sem hann gat verið án og í næsta
mánuði keypti hann eingöngu það
sem eftir stóð á listanum.
Að öðrum mánuði liðnum fór
hann aftur yfir listann og enn á ný
rak hann augun í ýmislegt sem engan
veginn gat talist forsenda þess að vera
til, og strikaði yfir. Eftir því sem mán-
uðirnir liðu fækkaði liðum á listanum
og hann gerði nýjan lista yfir allt sem
hann hafði strikað út. Við lestur þess
lista rann upp fyrir honum ljós og
hann gerði sér grein fyrir því að hann
hafði ekki borið næga virðingu fyrir
því erfiði sem lá að baki tekjum hans
og hann hafði tileinkað sér eyðslu-
venjur án gagnrýni.
Vinnufélagi minn var hvorki nís-
kupúki né meinlætamaður, en tileink-
aði sér aðsjálni í þeim útgjöldum sem
hann gat haft stjórn á. Þetta kann að
reynast þyngri þrautin en ef vel tekst
til má eflaust spara háar fjárhæðir
sem annars hefðu farið í eitthvað sem
vel má vera án, án þess að svelta heilu
hungri eða ganga um hálfnakinn.
virðing fYrir eigin erfiði
Kolbeinn Þorsteinsson veltir fyrir sér leið til sparnaðar: