Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2009, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2009, Page 16
Miðvikudagur 9. september 200916 svona spara íslendingarkreppuráð dvn Segðu upp óþarfa áskriftumMargir eru áskrifendur að ýmsu sem þeir nota sjaldan. Ertu styrktaraðili að líkams-rækt? Það er vel hægt að koma sér í form með því að hreyfa sig úti, sérstaklega þegar veðrið er orðið gott. Segðu upp kortinu í ræktinni ef þú notar það ekki. Spurðu þig líka hvaða sjónvarpssöðvar þú verður að hafa yfir sumartímann og hvaða annarra áskrifta þú getur verið án. n Ódýrasta bensínið Allt að tíu krónum getur munað á hverjum einasta bensín- lítra, eftir því hvar þú verslar. Verslaðu ávallt hjá þeim sem eru ódýrastir en ekki gera þér sérferð um langan veg eftir bensíni. Eigðu afsláttarlykla hjá þeim sem eru lægstir. Það kostar ekkert. Ef þú keyrir 20 þús- und kílómetra á ári á bíl sem eyðir 10 lítrum á hundraði, geturðu sparað þér um 20 þúsund krónur á ári ef þú verslar ávallt þar sem bensínið er ódýrast. Sparnaður: 20.000 kr. n Ódýr myndbönd Gríðarlegur verðmunur er á því að leigja nýtt myndband á vídeóleigum landsins. Ódýrasta leigan er Krambúðin við Skólavörðustíg. Hún býður allar myndir, bæði nýjar og gamlar, á 300 krónur. 700 krónur er algengt verð annars staðar. Sá sem leigir eina á viku getur sparað sér ríflega 20 þúsund krónur á ári ef hann verslar þar sem er ódýrast. Sparnaður: Allt að 20.800 n Forðastu klukkuverslanir Veldu alltaf lágvöruverðsverslanir frekar en klukkuverslanir (10-11 eða 11-11). Það er staðreynd að miklu getur munað á því að versla í verslun sem gefa sig út fyrir að bjóða lágt verð. Það er líka staðreynd að það er meira vesen að versla í þannig verslunum en í öðrum dýrari búðum. En troðningur og langar raðir eru hlutir sem maður þarf að sætta sig við ef maður vill ekki fara á hausinn. n Hæfileg innkaup Gerðu innkaupalista og kauptu hæfilega mikið af mat. Annars kaupirðu of mikið. Samkvæmt nýlegri könnun á neysluvenjum Íslendinga hendum við mat að verðmæti 3,4 milljarða á hverju ári og það sem fólk nýtir verst er brauð og grænmeti. Hægt er að spara gríðarlega mikla peninga með því að kaupa nægilega mikið magn. n hvaderimatinn.is Á vefnum hvaderimatinn.is er hægt að skrá hversu oft í viku þú vilt borða ákveðnar matartegundir. Síðan sér svo um að setja upp matseðil fyrir mán- uðinn. Þú færð nákvæmar uppskriftir og tillögur að matarinnkaupum. Á þennan hátt geturðu komið skipulagi á matarinnkaupin. n Strætó í stað bíls Ef þú velur strætó í stað bíls getur þú sparað þér um 850 þúsund krónur á ári. Sá sem á nýja tveggja milljóna króna bifreið og ekur aðeins 15 þúsund kílómetra á ári greiðir í kostað 896.553 krónur. Þetta miðast við útreikninga FÍB frá því í nóvember síðastliðnum þegar bensínlítrinn kostaði 154,90 krónur. Miðað er við að bíllinn sé nýr og eyði 8 lítrum á hundraði en ekki er gert ráð fyrir að lán hvíli á bílnum. Kort í strætó kostar um 40 þúsund krónur á ársgrundvelli, sé ódýrasta kortið valið. Sparnaður: Allt að 850.000 kr. n Hæfilega stór bíll Stærri bílar eyða meira eldsneyti. Veldu frekar bíl sem er sparneytinn. Allt sem gert er til að draga úr bensíneyðslu sparar peninga og dregur úr mengun. Sparnaður: Allt að 50% sparnaður „Ég spara langmest á því að eiga ekki bíl,“ segir Gunnar Jarl Jóns- son. Gunnar Jarl notast í staðinn við vespu en það hefur hann gert síðustu árin. Vespur eru töluvert ódýrari en bílar, sömuleiðis eru tryggingar ódýrari og þá eyða þær mun minna en meðal fólksbíll. „Vespan sem ég á kostaði nú alveg skildinginn en ég hafði nú sparað fyrir henni með því að notast við gömlu vespuna,“ seg- ir Gunnar og hlær við. „Hún borgar sig samt margfalt á endanum hvað varðar eldsneytiskostnað. Vespan eyðir náttúrulega ekki nándar nærri því eins miklu og fólksbíll. Miðað við verðið á eldsneyti í dag er auðveldur reikningur hvað það er mikill sparn- aður,“ segir Gunnar. En ekki er hægt að sitja á vespu allan veturinn í snjó og frosti. Hvern- ig leysir Gunnar það? „Þá er það bara strætó. Ég nota strætó yfir köldustu mánuðina sem er fínt. Strætó er mjög vanmetinn fararskjóti. Auðvitað átta ég mig á að bíll er töluvert þægilegri en maður kemst allra sinna ferða á vespu og strætó og sparar heilmikið. Þá er hægt að nota peningana í eitt- hvað annað til að lifa lífinu. Ekki bara eyða öllu í bensín,“ segir Gunnar Jarl Jónsson. „Nú þegar ástandið er sem verst þá leyfi ég mér ekkert að kaupa hvað sem er,“ segir Einar Guðna- son. „Ég er vissulega svo heppinn að vera með vinnu en það er allt orðið svo dýrt að ég held að fólk stundum fatti það ekki alveg. Það verður að horfa í krónurnar og virkilega vanda sig við að ákveða í hvað maður ætlar að eyða,“ segir hann. Einar segist hafa skorið niður lúxus eins og fata- kaup í miklum mæli og aðra hluti í þeim dúr. „Það eina sem ég kaupi af einhverju viti er elds- neyti á bílinn sem ég þarf vegna vinnu minnar. Ég þarf að vera á svo mörgum stöðum á skömm- um tíma. Svo eru það náttúrulega matarkaup en maður verður líka að passa þar hvað maður setur í körfuna,“ segir Einar sem sparar einnig á því að leigja með öðrum. „Það er afskaplega hagstætt að vera með meðleigjanda. Hafi maður tök á því og hvað þá einhvern sem maður þekkir eins og ég getur það heldur betur skapað aðeins rými í buddunni. Og á því er nú mikil þörf á þessum síðustu og verstu,“ segir Einar Guðnason. Horfir í krónurnar Einar Guðnason, knattspyrnuþjálfari: Vespa og strætó í stað bílsins Gunnar Jarl Jónsson, framleiðandi og knattspyrnudómari: Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, meistaranemi við Háskóla Íslands: Sparaði fyrir utanlandsferðinni „Ég klippti kreditkortið mitt fyr- ir tveimur árum og fékk mér fyr- irframgreitt kort. Þannig spara ég færslugjöldin á debetkortinu og veit að ég eyði aldrei um efni fram. Eftir að ég gerði þetta hef ég aldrei haft áhyggjur af peningum því ég veit um hver mánaðamót nákvæm- lega hvar ég stend,“ segir Albertína Friðbjörg Elíasdóttir. Hún er vön aðhaldi í fjármálum eftir áralangt háskólanám og kann því öll helstu trikkin í bókinni, eins og að elda góðan mat úr einföldu hráefni. Pasta er líklega oftar á boðstólum hjá henni en mörgum öðrum. Ólíkt mörgum er Albertína á leið til útlanda seinna í haust og er, ólíkt flestum, búin að safna sér fyrir allri ferðinni. „Ég hef prófað að fara til útlanda og borga ferð- ina eftir á, og það er ávísun á ein- tómar áhyggjur. Núna er ég að fara til Bandaríkjanna og er búin að borga farseðilinn. Ég er líka búin að ákveða hversu miklu ég ætla að eyða og hef safnað alveg fyrir því. Ég veit að ferðin verður miklu betri fyrir vikið og ég áhyggjulaus,“ seg- ir hún. Ef Albertína hefur tök á leggur hún mánaðarlega fyrir um fimm til tíu þúsund krónur. Þannig á hún auka pening ef eitthvað kem- ur upp á. Þegar hún hyggur á kaup dýrra hluta nýtist varasjóð- urinn einnig vel. Í þetta skiptið átti sjóðurinn reyndar að fara í kaup á nýjum frysti en síðan kom utanlandsferðin óvænt upp á og ákvað hún því að fresta frystinum um tíma. Auk þessa reynir Albertína allt- af að nýta sér tilboð og útsölur. Ef kjúklingur er á tilboði kaupir hún aðeins fram í tímann og setur í frysti. Bensíntilboð nýtir hún sér óspart og er með bensínlykil frá ÓB. Hún er hins vegar að íhuga að fá sér líka bensínlykil frá Orkunni, til að missa örugglega ekki af til- boðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.