Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2009, Síða 17
svona spara íslendingar kreppuráð dvn Vertu á góðum dekkjumHafðu í huga að hægt er að fá hjólbarða sem draga úr núningsmótstöðu vegar. Minni núningsmótstaða, minni bensíneyðsla. Vart þarf að nefna að góð
dekk auka öryggi þitt í umferðinni.
n Aktu á jöfnum hraða
Hraðakstur eykur bensíneyðslu og
veldur umhverfisspjöllum. Sparaðu
inngjöfina og forðastu snögghemlun.
Með því sparar þú eldsneytið og dregur
úr mengun. Stöðvaðu hreyfilinn ef
bíllinn er í hægagangi meira en eina
mínútu. Hægagangur í eina mínútu er
bensínfrekari en gangsetning.
Sparnaður: Allt að 20%.
n Réttur loftþrýstingur
Hafðu loftþrýsting í hjólbörðunum sem
næst því hámarki sem framleiðandi
gefur upp. Það dregur úr bensíneyðslu
og eykur endingu hjólbarðanna. Loft-
þrýstingstöflu finnur þú í dyrastafnum
undir bensínlokinu.
n Engan aukaþunga
Aktu ekki með óþarfa hluti sem auka
þyngd bílsins. Hvert aukakíló í bílnum
þýðir aukna bensínnotkun. Forðastu
að aka um með tóma farangursgrind
eða opna glugga, það eykur verulega
loftmótstöðu og þar með bensíneyðslu
og mengun.
n Notaðu bílinn rétt
Skipuleggðu útréttingar. Betra er
að stoppa nokkrum sinnum í einni
ferð en fara margar stuttar ferðir. Það
styttir ekna vegalengd og eykur virkni
hreinsikúta (katalísatora). Bíllinn notar
eldsneytið best þegar hann er heitur.
n Rétt stilltur
Mjög mikilvægt er að stilla gang
bílsins. Sá kostnaður sem því kann að
fylgja skilar sér fljótt aftur með minni
bensíneyðslu og auðvitað heilnæmara
umhverfi.
n Notaðu innspýtinguna
Flestir nýrri bílar eru með innspýtingu.
Þegar keyrt er niður brekku er gott að
setja bílinn í fimmta gír og láta hann
renna. Þá eyðir hann engu bensíni.
n Sparaðu orku
Ekki kynda meira en þarf til að halda
um 20°C hita inni. Sumarið er komið og
það er hlýrra úti.
Slökktu alveg á
raftækjum og
ekki skilja þau
eftir í biðstöðu.
Sjónvarpið eyðir
rafmagni ef ljós-
ið logar, jafnvel
þó skjárinn sé
svartur. Hafið
gluggana lokaða nema við gagngera
loftun.
n Gakktu eða hjólaðu þegar þú
getur
Gakktu eða hjólaðu styttri vegalengdir.
Skipuleggðu samflot í bíl með öðrum
þegar hægt er að koma því við. Notaðu
strætó ef mögulegt er. Minni mengun
fylgir fullnýttum strætisvagni en ferð
farþeganna sömu leið í einkabílum
– og hálftómur eða tómur strætisvagn
– mengar meira en einkabíll.
n Búðu til hakk
Hakk af lambakjöti er dýrindis matur.
Með því að kaupa þindar, hjá slátur-
húsum eða til dæmis í Fjarðarkaupum,
getur þú útbúið og fryst fleiri kíló af
fitusnauðu lambahakki. Það er smá
handavinna að skera kjötið frá sjálfri
þindinni en það borgar sig margfallt.
Kostnaðurinn við hvert hálft kíló af
lambahakki úr þindum nemur liðlega
200 krónum. Hálft kíló af hakki kostar
tvöfalt eða þrefalt meira út í búð.
Sparnaður: Allt að 66%.
n Notaðu peninga
Leggðu greiðslukortunum og farðu í
hraðbanka. Staðreyndin er sú að þegar
maður er búinn að setja 5.000 kallinn í
veskið þá hangir maður á honum eins
og hundur á roði. Þú kaupir yfirleitt
það sem
þú þarft
að kaupa
en sleppir
hinu.
sparnaður 9. september 2009 Miðvikudagur 16
Sigríður Anna Guðbrandsdóttir kennari:
Nota matarafgaNga í Nesti
„Eitt af því sem hefur breyst eftir að
kreppan skall á er að við notum afgang-
ana af kvöldmatnum í nesti daginn eft-
ir,“ segir Sigríður Anna Guðbrandsdótt-
ir kennari þegar hún er spurð hvað hún
og hennar fjölskylda gerir til að spara.
„Áður var það oft þannig að maður setti
afgangana inn í ísskáp og henti þeim
svo kannski eftir þrjá daga. En núna
taka maðurinn minn og eldri dóttir af-
gangana undantekningalítið með sér í
vinnuna og skólann daginn eftir,“ segir
Sigríður og bætir við að vissulega finni
hún smá mun á fjárhagnum við það.
Spurð hvort hún taki ekki með sér af-
ganga líka segir Sigríður í léttum dúr að
eiginlega ekkert sé eftir af þeim þegar
karlinn og dóttirin hafi tekið sitt. „En ég
tek stundum með mér skyr og samloku
til að grilla.“
Sigríður er einnig byrjuð að klippa
hárið á dætrum sínum auk þess sem
hún hyggst fara að minnka áskriftina
sem fjölskyldan er með í lottóinu. „Við
erum með áskrift upp á 8000 krónur á
mánuði og ætlum að minnka hana nið-
ur í kannski svona 1000 krónur,“ seg-
ir hún og tekur fram að það hafi verið
vegna smámistaka við áskriftarskrán-
inguna sem hún er fyrir svona háa upp-
hæð.
„Svo tekur yngri dóttir mín stundum
svolítið af nammimolum úr Landsbank-
anum. Ég veit ekki hvort það er kreppu-
ráð hjá henni eða hvort hún er bara
svona þjófótt,“ segir Sigríður og hlær.
„Ég kaupi hljóðfæri eins og „motherfucker“. Það er
bara fíkn, verri en alkóhólismi. Og hljóðfærin hafa
hækkað mikið í verði. En nú vantar alla pening og
fólk er því farið að selja notuð hljóðfæri mjög ódýrt.
Minn sparnaður felst í því að kaupa gömul hljóð-
færi í staðinn fyrir ný,“ segir Valtýr Björn Thors,
tónlistarmaður og forfallinn hljóðfærasafnari.
„Fyrsta hugsunin ef mig vantar eitthvað er að
fara inn á Barnaland. Þegar fólk eignast barn eru
hljóðfæri og magnarnar það fyrsta sem þarf að
fjúka. Marshall-stæðan fær ekki að standa lengi,“
segir hann á léttu nótunum. Til að skýra hvað
Marshall-stæða er segir Valtýr: „Þetta er gítar-
magnarasamstæða. Svona græja fyrir menn með
gráa fiðringinn sem hafa ekki efni á jeppa.“
Valtýr er sjálfur fjölskyldufaðir og kannast vel
við hvernig barneignir koma við budduna. Hann
er sjálfur útivinnandi en eiginkona hans er á náms-
lánum. Einstaka notað hljóðfæri og bíómynd hér
og þar er þó enn innan marka fjárhagsins. Til að
koma öllum hljóðfærunum fyrir geymir hann þau
síðan í herbergi úti í bæ. „Ég bý í fjölbýlishúsi og
gæti aldrei notað þetta hér,“ segir hann.
Valtýr safnar einnig bíómyndum og fer reglu-
lega í Kolaportið til að gramsa eftir gömlum mynd-
um. Einnig nýtir hann sér útsöluna hjá Nexus til
hins ítrasta. „Ég kaupi helst bíómyndir frá sjöunda
áratugnum með japönskum, tattúveruðum kon-
um með vélbyssur,“ segir hann glaðlega.
Þriðja sparnaðarráðið lýtur síðan að fatnaði.
„Ég kaupi alltaf föt í hjólabrettaverslunum. Þau
eru reyndar dýrari en þau eru ákaflega sterk og
endast endalaust þannig að það þarf sjaldnar að
endurnýja.“
Sigrún Helga Davíðsdóttir, Kvennaskólanemi:
Smyr nesti fyrir skólann
„Mér finnst alveg nauðsynlegt
að taka með mér nesti í skólann
því það er svo dýrt að kaupa mat í
mötuneytinu,“ segir Sigrún Helga
Davíðsdóttir. Hún bendir á að ef
nemendur fá sér morgunhressingu
og hádegismat í mötuneytinu geti
það auðveldlega kostað um 1500
krónur á dag. Því muni mjög miklu
að koma með nesti. Sigrún Helga
smyr sér því nesti daglega og tekur
með sér vatnsflösku í skólann.
Í vetur vinnur hún með skólan-
um og lagði fyrir allt sem hún gat af
tekjum sumarsins inn á sparireikn-
ing. Útskriftarferðin er eftir ár og er
hún þegar farin að safna.
Þegar kemur að fatakaupum
reynir Sigrún Helga einnig að vera
hagsýn. Hún sniðgengur því Sautján
og aðrar dýrari tískubúðir, og kaupir
þess í stað flest sín föt í Vero Moda
þar sem verðið er viðráðanlegra en
fötin jafnframt sæmandi ungum
stúlkum sem vilja fylgja tískunni.
Almennilegir skór kosta gjarnan
minnst tíu til fimmtán þúsund krón-
ur og reynir Sigrún Helga að bíða
eftir útsölum þegar kemur að skó-
kaupum. Þá getur hún fengið skóna
á jafnvel fimm þúsund krónur.
Sigrún Helga fékk nýlega bílpróf
og því meðvituð um hversu dýrt
bensínið er. Til að spara þar fékk
hún sér bensínlykil hjá Orkunni og
Shell.
Valtýr Björn Thors, vaktmaður:
Kaupir hljóðfæri
á BarNalaNdi
„Ég reyni að spara eins og ég get
með svona litlum aðferðum,“ seg-
ir Helena Guðrún Guðmunds-
dóttir framhaldsskólanemi. „Til
dæmis ef ég er í tölvunni og þarf
að senda sms þá sendi ég frekar
af netinu en úr símanum mín-
um. Það er óþarfi að eyða inneign
þegar ég get hvort sem er gert það
á fljótlegan hátt á netinu. Og ef
ég á lítið bensín og ekki mikinn
pening næstu daga fer ég ekki að
rúnta.“
Helena kveðst líka spara aur-
inn þegar kemur að matarmál-
um. „Ég kem með mat með mér
í skólann í staðinn fyrir að eyða
nokkrum þúsundköllum á dag í
að kaupa mér mat. Sem er jafn-
vel óhollur líka,“ segir Helena
sem kveðst enn fremur sjá leið til
að spara með því að halda að sér
höndum í fatakaupum. „Ég hef
stundum farið með föt á sauma-
stofu og látið laga þau í staðinn
fyrir að rjúka og kaupa mér ný föt.
Lét til dæmis laga gat á úlpunni
minni og setja nýjan rennilás og
hún var eins og ný. Þetta kostaði
sama og ekkert.“
Helena Guðrún Guðmundsdóttir framhaldsskólanemi:
Notar litlar aðferðir