Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2009, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2009, Page 18
Miðvikudagur 9. september 200918 Lilja Katrín Gunnarsdóttir kreppuráð dv n Frystu afganga Hagstæðara er að elda marga skammta í senn, heldur en að elda akkúrat fyrir einn eða tvo. Gott er að elda þannig að maturinn í skápnum nýtist vel. Ef það þýðir að þú þarft að elda þrefalt magn er tilvalið að skella afgangnum í frystinn. Þannig geturðu síðar galdrað fram dýrindis máltíð, jafnvel til að hafa með í nesti. Þá er gott ráð að frysta rjóma eða aðrar mjólkurvörur sem þú sérð ekki fram á að nota áður en þær renna út. n Sparaðu meiri orku Fylltu ávallt þvottavélina og uppþvotta- vélina áður en þú setur þær af stað. Vélarnar taka mikið rafmagn. Með því að fylla þær vel sparast býsna upphæð á ársgrundvelli. Hafðu lok á pott- um og pönnum og gættu þess að velja hellu sem potturinn þekur. Annars spillist orka. Ekki byrgja ofna með húsgögnum eða gluggatjöldum og farðu í sturtu frekar en í bað. n Leggðu í rauðvín Þú þarft ekki að eyða mörg þúsund krónum í fínt rauðvín með matnum. Það er löglegt að brugga til eigin neyslu og hráefnið má kaupa í flestum betri matvörubúðum. Vissulega tekur það nokkurn tíma en ef vel tekst til færð þú þónokkrar flöskur af dýrindis víni, til að drekka við sérstök tilefni. Kostnaðurinn við hverja flösku nemur aðeins broti af því sem sæmileg rauðvínsflaska kostar út í búð. Svo er líka gaman að drekka vín sem maður hefur sjálfur búið til. Sparnaður: Allt að 70% n Bjóddu í mat Það er hlutfallslega ódýrara að elda fyrir fleiri en færri. Hráefnið nýtist betur. Því er tilvalið að bjóða ættingjum eða vinum í mat. Máltíðin þarf ekki að vera þrírétta hátíðarmálverður. Flestir kunna að meta eitthvað látlaust og gott á þessum síðustu og verstu tímum. Ef fjölskyldan er stór geturðu haft þjóð- legt þema og boðið upp á svið, slátur eða kjötsúpu. Innan skamms verður þér sjálfum boðið í mat og allir græða. n Skoðaðu gsm-tilboð Það borgar sig að gefa sér tíma til að kryfja tilboð símafyrirtækjanna til mergjar. Leiðirnar eru reyndar óteljandi og margar flóknar. Ef þú talar oft og mikið við sama fólkið getur borgað sig að fara „vinaleiðir“ en ef notkunin er fjölbreyttari getur margborgað sig að skipta við þann sem hefur ódýrasta mínútuverðið. Passaðu þig á smáa letrinu. n Notaðu heimasímann Reyndu alltaf að hringja úr heimasíma í heimasíma, ef þú þarft að hringja heim til einhvers. Kynntu þér annars gjaldskrárnar vel og vertu meðvitaður um mínútuverðið hverju sinni. n SMS á netinu Tíu til fimmtán krónur getur kostað að senda eitt SMS. Ef þú vinnur við tölvu eða hefur aðgang að nettengdri tölvu getur þú sparað þér býsna fjárhæðir á ársgrundvelli. Fimm SMS á dag kosta á heilu ári 18.250 krónur, miðað við að hvert SMS kosti tíu krónur. Það segir sig sjálft að fríu SMS-in geta sparað stórfé. Sparnaður 18.250 kr. n Minni farsímanotkun Nú til dags eru allir fjölskyldumeðlimir með farsíma og síminn er notaður mjög frjálslega. Hvernig var lífið áður en farsíminn kom til sögunnar? Það gekk upp og það ætti að vera hægt að nota símann miklu minna en við gerum dagsdaglega. n Láttu bjóða í tryggingarnar Ertu með ábyrgðartryggingu, kaskó, heimilistryggingu, sjúkra-, slysa-, innbús- og jafnvel gæludýratrygg- ingu? Tryggingafélögin eru í harðri samkeppni og keppast við að laða að sér viðskiptavini. Egndu þeim saman með því að leita eftir tilboðum í allar tryggingarnar. Gerðu þetta árlega og þú getur ef til vill lækkað tryggingarnar um tugi þúsunda á ársgrundvelli. sparnaður Hvernig sparar þú? „Reyni að vera sívakandi. Geri helst engin spontant innkaup heldur ber ég saman verð á nokkrum stöðum, sérstaklega ef ég er að kaupa eitthvað dýrt. Þetta er samt ekkert voðalega flókið. Það er margsannað að Bón- us er ódýrasta búðin og ég geri flest magninnkaup þar, þótt það sé alveg skemmtilegra að fara í aðrar búðir.“ Hefur kreppan Haft bein áHrif á þig? „Ekki mikil sem betur fer enda var ég ekkert í brjáluðu góðæri. Helst bara að vísitölutengingin á húsnæð- isláninu hefur kikkað inn og svo er rekstrarleigan á bílnum komin í 90.000 á mánuði en var 50.000. Mynt- körfulán er uppfinning djöfulsins. Ég losna sem betur fer við lánið í apríl á næsta ári. Þá verður gaman.“ Hvernig bíl áttu? „Renault Scenic.“ Hvað eyðir Hann miklu? „Svona 10 á hundraði sem er alltof mikið. Við erum að spá í að kaupa okkur Aygo næst.“ Hvert er mesta okur sem þú Hefur Heyrt af? „Æ, ég veit það ekki. Maður er dáldið kominn með upp í kok af öllum þess- um okurdæmum, það hefur ekkert breyst síðan ég byrjaði með þetta fyrir næstum tveimur árum og ég er að fá sömu okurdæmin í dag og þá. Það er ótrúlegt hversu margir vita til dæmis ekki ennþá að Bláa lónið, 10- 11 og Lyfja eru okurbúllur.“ Hvers vegna stofnaðir þú okursíðuna? „Ég keypti eina litla kók á 350 krónur í september 2007 á einhverjum kín- verskum veitingastað í Nausts-hús- inu. Mér varð svo mikið um að ég stofnaði Okursíðuna og hvatti fólk til að senda mér svipuð dæmi. Þetta hitti svona líka í mark enda Ísland algjört okursker til margra áratuga. Það var aldrei mín ætlun að verða einhver neytendafrömuður. Og ég lít ekki ennþá á mig sem slíkan. Ég er bara maður sem kopí/peistar bréf frá fólki inn á síðu, vonandi öðrum til upplýsingar.“ Hvar kaupir þú oftast í matinn? „Bónus, en mér finnst búðir eins og Melabúðin, Hagkaup, Búrið og Frú Lauga frábærar.“ ertu nískur að eðlisfari? „Já, ætli það ekki bara.“ ertu með yfirdrátt? „Já, alltof mikinn. En ég sé fram á að borga hann upp á næstunni. Og þá verður svoleiðis ALDREI tekið aftur.“ Hver er afdrifaríkasta ákvörðun lífs þíns? „Að gera konuna mína ólétta, tvisv- ar.“ Hvar myndir þú Helst vilja búa? „Þar sem ég bý, í Vesturbænum. Ég hef samt stundum verið skotinn í að búa í Mosfellsbæ og Hafnarfirði enda flottir staðir. Akureyri líka og jafnvel Dalvík.“ Hvenær varst þú Hamingjusamastur? „Ég geng ekki með hamingjumæli á mér svo það er erfitt að svara svona kerlingaspurningum.“ Hver er Hugmynd þín um fullkomna Hamingju? „Fjölskyldan í góðu stuði að gera eitt- hvað skemnmtilegt.“ mesta uppgötvunin? „Allir hinir eru alveg eins og þú.“ besti matur sem þú Hefur smakkað? „Fiskveisla í Tjöruhúsinu Ísafirði – ég slefa bara við að hugsa um það.“ uppáHaldslagið? „All you need is love.“ bassi eða gítar? „Bassi.“ gunni eða felix? „Felix.“ Hawaii eða las vegas? „Hawaii.“ Hvaða ferðalag er þér ógleymanlegast? „Brúðkaupsferðin til Las Vegas og Hawaii árið 2002. Ég fer vonandi þangað aftur. Oft.“ besta gjöfin? „Genapakki foreldra minna.“ Hvaða dýr myndirðu Helst vilja vera? „Homo sapiens.“ er líf á öðrum Hnöttum? „Ætli það ekki bara.“ Hvaða frægu manneskju Hefur þér verið líkt við? „Söngvarann í Pixies. Það er rugl. Hann er til dæmis miklu feitari en ég.“ besta kvikmyndin? „Mitt staðalsvar við þessari spurn- ingu er North by Northwest.“ Hvað fyllir þig orku? „Kaffi, spinning og flaska af Orku í klakahrúgu.“ Hvað mislíkar þér mest í eigin fari? „Skapofsinn og óþolinmæðin, en ég er alltaf að vinna í því.“ bjór og snakk eða vín og fínn matur? „Mojito.“ Hvaða manneskju gætir þú Hugsað þér að slá utan undir? „Ég legg ekki hendur á fólk.“ Hver er villtasta lífsreynslan? „Árin 1995–1999.“ Hver er þinn æðsti draumur? „Að hér á landi rísi stjörnusam- bandsstöð.“ Hvert er lífsmottóið? „Að vera alltaf í stuði.“ er leið íslands í gegnum evrópu? „Alveg eins. Ég er svo alveg opinn fyrir USA og Kanada líka, eða bara allt þetta þrennt.“ eittHvað að lokum? „Í guðanna bænum hættiði nú að væla yfir þessari kreppu. Hún er miklu skemmtilegri en góðærið. Góðærið var tóm steypa. Nú er tími til að gera Ísland frábært pleis. Allir með svo!“ Neytendafrömuðurinn Dr. Gunni á síðasta orðið: uppfinning djöfulsins Myntkörfulán er síðasta orðið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.