Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2009, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2009, Page 21
fréttir 9. september 2009 miðvikudagur 21 Krossferðir í stað stríða Gal Einav sagði Katyu að hann teldi að fjöldi ísraelskra hermanna myndi neita að loka landnámssvæðinu fyrir landnámi gyðinga. Hann lýsti þeirri skoðun sinni að landnámsmálið gæti hugsanlega rekið fleyg í her landsins og sagði flesta yfirmanna hans vera landnema. „Ef slær í brýnu vegna pólitískra fyrirskipana frá ríkisstjórn Ísraels og andstæðra skilaboða frá rabbínunum munu landnemar og hægrisinnað- ir trúarhermenn fylgja rabbínunum,“ sagði Einav. Hætta á heilögu stríði Ísraels- manna Að sögn Katyu eru leiðtogar hers landsins á öðru máli. Einn þeirra er Eli Shermeister, hershöfðingi og yfir- maður menntunarmála hersins, en hann viðurkennir að mistök hafi átt sér stað á fyrri tímum, en að nú hafi náðst jafnvægi hvað varðar her-rabb- ínana. Að hans sögn eru það einung- is herforingjar í her landsins sem beri ábyrgð á hugarfari hermanna. „Hugarfarsreglur hers Ísraels eru ljósar. Við dæmum hermenn út frá þessum reglum. Enginn getur búið til aðrar hugarfarsreglur. [Vissulega] ekki trúarlegar reglur,“ sagði Sher- meister. Forveri hans í starfi, Nehema Dag- an, er á öndverðum meiði. Að hans mati er ísraelski herinn á hættulegri leið en flestir Ísraelsmenn gera sér grein fyrir. „Okkur, [hermönnum], var mögulegt að líta fram hjá okkar eig- in hugmyndum til að verða kleift að framkvæma það sem okkur bar. Það skipti engu hvort við vorum trúaðir eða frá samyrkjubúi. En það er lið- in tíð. Andinn á vígvellinum má ekki byggjast á trúarlegu yfirvaldi. Þeg- ar það gerist er um að ræða heilagt stríð. Ég veit að fólki líkar ekki orð- ið, en það er það sem það er. Heilagt stríð. Og um leið og það er orðið heil- agt stríð eru engin takmörk,“ sagði Dagan. Gaza rétt fyrir áramót Ísraelskum hermönnum var innrætt að Palestínumenn væru „synir myrkurs“. Shlomo Aviner Fyrrverandi varaforsetaefni og ríkisstjóri á eBay: Sarah Palin boðin upp Óhætt er að segja að Sarah Palin, varaforsetaefni repúblikana í síð- ustu forsetakosningum Bandaríkj- anna og fyrrverandi ríkisstjóri Al- aska, hafi ekki riðið feitum hesti frá því hliðarspori sem framboð hennar reyndist vera. Sarah Palin varð þekkt sem þokkafulla varaforsetaefnið með heimskulegu tilsvörin og nú býðst efnuðum einstaklingum að njóta fé- lagsskapar hennar við hádegisverð, ef viðkomandi er reiðubúinn til að greiða fyrir herlegheitin. Hádegisverður í félagsskap Pal- in er boðinn upp á eBay og geta þeir heppnu hugsanlega fræðst um utan- ríkismál því Sarah Palin býr, að eigin sögn, að mikilli reynslu í þeim efn- um. Þá ályktun dregur hún af þeirri staðreynd að hún á heima í Alaska, sem strangt til tekið liggur mjög ná- lægt Rússlandi. Upphafsboð er 25.000 Banda- ríkjadalir, sem samsvarar rúmum þremur milljónum íslenskra króna, og renna peningarnir til góðgerða- samtakanna Ride 2 Recovery sem styður við bakið á uppgjafarher- mönnum sem hafa særst. Hádegisverðurinn miðast við fimm manns og auk þess sem þeir þurfa að greiða fyrir matinn verða þeir jafnvel að vera reiðubúnir til að leggja land undir fót og greiða ferða- kostnað því hádegisverðurinn verð- ur snæddur í Alaska, á heimaslóð- um Söruh Palin. Uppboðið hófst á mánudaginn og stendur í tíu daga. Sarah Palin Hádegisverður með henni kostar um þrjár milljónir. Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkilauf Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI Hraun er nýtt íslenskt rúmfatamynstur frá Lín Design. Rúmfatnaðurinn er ofinn úr 340 þráða bómull sem verður mjúk og þægileg. Lin Design • Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið • sími 533 2220 • www.lindesign.is Hraun Nýtt íslenskt rúmfatamynstur 30% kynningarafsláttur Verð áður 9.890, verð nú 6.930 kr.           Nýr kostur í DV eru þjónustuauglýsingar. Það borgar sig að auglýsa í DV! ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR Hringdu í síma 515 5550 og byrjaðu strax í dag!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.