Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2009, Side 22
Sótsvartur almúginn á Íslandi skilur ekki þær reglur sem gilda þegar yfirstétt stjórnmála- og embættismanna er annars veg-
ar. Fólkið í landinu á að vera þakklátt
þeim sem fást til að sinna opinberum
störfum og stjórna landinu þannig að
vel fari. Það er augljóst að sumt sem
þessir fórnfúsu synir og dætur landsins
aðhafast má ekki vera opinbert. Það
kallar á hártoganir og misskilning.
Þingmenn Íslands eru illa laun-aðir sem kallar á að þeim sé umbunað á bak við tjöldin með sporslum sem geta létt
þeim líf og lund. Þess vegna er hluti af
starfskjörum þeirra að fá skattfrjálsan
möguleika á skitnum 60 þúsund kalli
á mánuði. Til þess að skattfrelsið nái
fram að ganga þurfa láglaunamenn-
nirnir á Alþingi aðeins að leggja fram
nótur og málið er dautt. Sá sem gætir
þess að reglum sé fylgt er spillingar-
vörðurinn Helgi Bernódusson. Hann
mætti í sjónvarpsviðtal til nafna síns
Seljans í Ríkissjónvarpinu. Þar rök-
studdi embættismaðurinn af þunga að
engum kæmi það við hvort þingmaður
keypti blómvönd fyrir fimm þúsund
kall til að gefa einhverjum kjósanda
sínum. Og þótt þingmaður bregði sér
út að borða á Goldfinger eða Dominos
er það aðeins hans mál. Greina mátti
skiljanlega fyrirlitningu þegar spilling-
arvörður Alþingis áréttaði að almenn-
ingi kæmi þetta ekki við og ætti ekkert
með að vera að heimta
slíkar upplýsingar
upp á borðið.
Svart-höfði fær
glímu-
skjálfta þegar samhugurinn með
Helga þingverði hellist yfir hann. Það
sem embættismaðurinn er að segja
er að auðvitað passar hann upp á að
þingmenn taki sér ekki fé að óþörfu.
Ef hann er á vaktinni þá er öll umræða
óþörf. Hann er hliðvörður. Það væri
beinlínis ósiðlegt að ætla að embætt-
ismaðurinn gæti náð taki á einstökum
þingmönnum í gegnum þær nótur
sem þeir leggja fram.
Viðurkennt var fyrir hrun að Ísland er nánast spillingarfrítt land. Örfá dæmi hafa komið upp þar sem þingmenn urðu
uppvísir að eins konar misferli sem
voru aðeins mistök sem gleymdist að
leiðrétta. Jólakort voru send út á kostn-
að þingsins og farið í utanlandsferð til
að spila fótbolta við þarlenda kollega.
Þetta lak út vegna þess að Helgi hlið-
vörður sofnaði á spillingarvakt-
inni. Fennt hefur yfir önn-
ur mál sem
ekki voru til þess fallin að þola hártog-
anir skattborgaranna.
Ísland er öfgalaust land. Breskir þingmenn hafa verið ofsóttir af kjósendum sínum vegna kostnað-arreikninga sem litlu máli skipta.
Þarlent þingkonugrey, Jacqui Smith,
lenti til dæmis í vandræðum vegna
þess að tappinn í baðkarinu hennar
týndist. Líklega komst hún ekki í bað.
Hún sá þá leið úr vandræðum sínum
að fara í byggingarvöruverslun og
kaupa tappa fyrir sem samsvarar 162
krónum. Hún fékk nótu og eðli málsins
samkvæmt lét hún þingið borga hinn
útlagða kostnað sem átti að tryggja að
hún væri ekki illa lyktandi á vinnu-
staðnum. Þetta komst upp og skinhelg-
ur breskur almenningur ætlaði vitlaus
að verða vegna útgjaldanna. Nú fara
allar þeirra nótur á netið sem er auð-
vitað einkenni um öfga samfélags sem
treystir ekki yfirstétt sinni.
Okkar skinhelgi Helgi gætir þess vandlega að íslenskt samfélag fari ekki niður á þetta plan. Og það verður
best tryggt með eðlilegri og
sjálfsagðri leynd sem
grundvallast á því
einu að fyrir-
byggja vangaveltur
byggðar á óljós-
um útgjöldum
einstakra þing-
manna.
Helgi skinHelgi
Spurningin
„Svo bregðast
krosstré sem
önnur tré,“ segir
Jón Jósef
Bjarnason
tölvunarfræðing-
ur sem hefur
hannað nýjan
gagnagrunn sem
gerir fólki kleift að
rannsaka tengsl í viðskiptalífinu.
Uppflettingar í gagnagrunninum sýna
mikil tengsl þekktra samstarfsmanna í
viðskiptalífinu.
Jón Jósef, er þér
krossbrugðið?
Sandkorn
n Bankaleynd virðist eiga mjög
upp á pallborðið hjá ráðandi
stéttum þessa dagana þó að
hart sé sótt að henni meðal
almennings og þeirra sem vilja
upplýsa um hvernig bankarn-
ir voru reknir í aðdraganda
hrunsins. Viðskiptaráðuneyti
Gylfa Magnússonar tekur
höndum
saman við
lagadeild
Háskóla
Íslands og
heldur ráð-
stefnu um
bankaleynd
á morgun,
fimmtudag.
Athygli vek-
ur þó að þeir sem taka til máls
standa flestir nærri stofnunum
sem hafa hag af, eða hafa barist
fyrir, bankaleynd, svo sem Fjár-
málaeftirlitið, Persónuvernd og
danskur bankastjóri. Engum
virðist hafa komið til hugar
að fá einhvern ræðumann úr
röðum þeirra sem telja of langt
gengið í bankaleynd.
n Björgvin Guðmundsson
skrifaði athyglisverðan pistil í
þriðjudagsblað Morgunblaðs-
ins. Þar bendir hann á hvernig
Sigurjón Þ. Árnason, þáver-
andi bankastjóri Landsbank-
ans, afneitaði snúningi bank-
ans til að breyta krónulánum
frá Seðlabanka í evrulán frá
Seðlabanka Evrópu, sem síð-
ar virðast lenda á ríkissjóði.
Einnig benti Björgvin á hvern-
ig Seðlabankinn léti undan
þrýstingi stjórnenda fjármála-
fyrirtækja til að afneita frétt
hans um hvernig bankarnir
svindluðu á Seðlabankanum
með ástarbréfum sem leiddu
til að ríkið þurfti að yfirtaka 345
milljarða veðlán bankanna eft-
ir hrun og hefur þegar afskrif-
að 175 milljarða. Kannski er
ástæða fyrir að fólki finnst fjöl-
miðlar hafa brugðist í aðdrag-
anda hrunsins. Neikvæðum
fréttum var samstundis neitað
af yfirvöldum og það þó að þær
væru sannar.
n Svo virðist vera sem gamall
spádómur úr Sandkornum
DV kunni að vera að rætast nú
þegar Morgunblaðið greinir
frá því að Össur Skarphéðins-
son utanríkisráðherra og Þor-
steinn Pálsson, fyrrverandi
forsætisráðherra og ritstjóri,
hafi hist að undanförnu. Upp
úr miðj-
um júlí var
nefnilega
greint frá
vanga-
veltum um
hverjum
ríkisstjórn-
in fæli að
stýra samn-
inganefnd Íslands um aðild að
Evrópusambandinu. Þar var
Þorsteinn sagður þykja ágætur
kostur og þótti hann bera þess
sýnileg merki að hafa áhuga
á embættinu. Þorvaldur
Gylfason þótti líka hafa flesta
kosti til að bera sem þyrfti til
að gegna formennskunni en
Svavar Gestsson þótti ekki
koma til greina.
LyngháLs 5, 110 Reykjavík
Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf.
Stjórnarformaður: hreinn Loftsson
framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir
ritStjórar:
jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
fréttaStjórar:
Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is
og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is
auglýSingaStjóri:
elísabet austmann, elisabet@birtingur.is
dv á netinu: dv.is
aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010,
áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050.
SmáauglýSingar: 515 5550.
umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur.
dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
„Óvenjufáir
hafa kallað mig
mellu, sellát, eða
jafnvel flöffer útrásarvík-
inga, eftir að mitt álitlega
smetti fór að birtast í
auglýsingum fyrir Iceland
Express.“
n Neytendafrömuðurinn Dr. Gunni um
Iceland Express-auglýsingar sínar. - Bloggsíða Dr.
Gunna
„Sepp Blatter hatar
náttúrulega ensku liðin.“
n Útvarpsmaðurinn Valtýr Björn Valtýsson
með það á hreinu hvað forseti Alþjóðaknatt-
spyrnusambandsins er að hugsa. - Mín skoðun X-
ið 97,7
„Þetta fellur líka vel inn í
áform okkar um að taka
yfir alla hægri hlið Lauga-
vegarins, allt frá Hlemmi
og niður að Bankastræti.“
n Hermann Fannar Valgarðsson og Valdimar
Geir Halldórsson sem reka saman kaffihúsið
Nýlenduvöruverslun Hemma og Valda auk
farfuglaheimilisins Reykjavík Backpackers hafa nú
einnig tekið við rekstri kaffihússins Tíu dropa við
Laugaveg. - Fréttablaðið
„Ég er viss um að hann á
eftir að verða enn betri.“
n Guðni Bergsson, fyrrverandi leikmaður Bolton
og íslenska landsliðsins, hefur trú á að Grétar Rafn
Steinsson vinni sér aftur inn sæti í byrjunarliði
Bolton en hann hefur meira og minna vermt
tréverkið í ár. - mbl.is
„Heilsan er bara allt í lagi.
Ég næ mér alveg, það
tekur bara smá tíma.“
n Guðbergur Garðarsson, betur þekktur sem
Beggi, þurfti að fara í hjartaþræðingu en honum
heilsast vel með Pacas sinn sér við hlið. - DV
Kennslustund Bjarna
Leiðari
Bjarni Ármannsson milljarðamær-ingur tekur þjóðina í kennslustund þegar hann segir að það hefði ver-ið óábyrgt af honum að borga 800
milljóna króna skuld sem hann stofnaði til.
Á sama tíma dynur áróður yfir fólkið í land-
inu um siðferðislega skyldu þess til að halda
áfram að borga af skuldum sínum fram í
rauðan dauðann.
Bjarni segir að það væri „óábyrg meðferð
á fé“ af hans hálfu, að borga skuld sem hann
þarf ekki að borga. Steingrímur J. Sigfússon
fjármálaráðherra færir þjóðinni hins vegar
annan boðskap. Hann útskýrði síðast á mbl.
is 1. september hvers vegna fólk hefði sið-
ferðislega skyldu til að borga áfram af hús-
næðislánum sínum þrátt fyrir að afborg-
anir hafi verið hækkaðar svo mikið að fólk
ráði varla við þær. „Ég tel það mikið ábyrgð-
arleysi að hvetja til uppgjafar eða hreinlega
að menn bara hætti að greiða. Því það mun
bara leiða ófarnað yfir okkur öll; Þá sem í
hlut eiga, þeirra vandamál gera ekkert ann-
að en að aukast, og samfélagið í heild.“
Bjarni hlýtur hins vegar að líta svo á að
hann beri skyldur gagnvart fjárhag fyrir-
tækja sinna, umfram skyldur gagnvart sam-
félaginu í heild. Þetta er reyndar ekkert nýtt.
Stjórnendur fyrirtækja setja fyrirtækin jafn-
an í forgang. Og það er í raun eðlilegt að
líta svo á að hver einstaklingur hafi fyrst og
fremst skyldur gagnvart sjálfum sér og fjöl-
skyldu sinni, frekar en gagnvart bankakerfi
samfélagsins.
Húseigendur standa frammi fyrir mörg-
um siðferðislegum spurningum. Er það
ábyrgt af hálfu foreldra gagnvart börnunum
að fórna fjárhag fjölskyldunnar fyrir afborg-
anir af stökkbreyttum skuldum, sem aldrei
var stofnað til? Hafa venjulegir Íslendingar
sérstakar skyldur gagnvart bönkum lands-
ins að borga meira en var tekið að láni? Er
ábyrgt af þér að rýja sjálfan þig inn að skinni
til að borga banka sem hefur svipt þig ævi-
sparnaðinum og heldur áfram að hækka
skuldirnar þínar?
Áróður Steingríms J. um siðferðislega
skyldu húseigenda gagnvart samfélaginu
gengur ekki upp þegar fólk þarf að horfa upp
á hönnuði hrunsins fá afskrifaðar milljónir
á færibandi. Í samfélagi þar sem Bjarni Ár-
mannsson þarf ekki að borga skuldir sínar
þótt hann geti það er óréttlætanlegt að krefj-
ast þess að almenningur fórni sér.
Jón TrausTi reynisson riTsTJóri skrifar. Þarna er Bjarni að taka þjóðina í kennslustund.
bókStafLega
22 miðvikudagur 9. september 2009 umræða