Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2009, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2009, Qupperneq 23
Hver er konan? „Svava Snæberg, 37 ára fjölskyldu- manneskja sem hefur ofsalega gaman af fólki og ýmsu tengdum listum. Ég er með listmenntun sem lögreglustarfið er ekki beint framhald af en hefur samt nýst mér rosalega vel.“ Hver er fyrsta minning þín úr æsku? „Þegar ég var að kubba á gólfinu heima með slaufukubbunum sem Bogga amma keypti um borð í Smyril Line. Ég hef verið um þriggja ára.“ Fórstu til útlanda í sumarfríinu kreppuárið 2009? „Nei, ég fór hins vegar til Akureyrar og naut þess mikið að vera þar.“ Ertu hlynnt eða andvíg Icesave- frumvarpinu? „Ég er hlynnt því að leysa vandamál.“ Hvernig tilfinning er það að bjarga mannslífi? „Hún er mjög sérstök. Í gegnum nám okkar í Lögregluskólanum er alltaf verið að undirbúa okkur undir alls kyns senur sem hugsanlega gerast aldrei. Það var því geggjuð tilfinning að vera þarna þegar allt í einu hviss, bamm, búmm og maðurinn dettur niður.“ Hefurðu áður bjargað mannslífi? „Ekki mér vitanlega, nei. En mínu lífi hefur verið bjargað. Þá munaði engu að ég gengi fyrir bílahaf í New York. Ég var þreytt eftir langt ferðalag og leit í ranga átt og það varð mér til happs að maður sem sá þetta greip í hálsmálið á mér og kippti mér til baka. Þetta var mjög sérstakt. Ég hef bara séð þetta gert áður í bíómyndum.“ Hefurðu hitt manninn sem þið björguðuð eftir atvikið? „Nei. En ég frétti á Facebook að hann væri farinn heim af spítalanum. Ég var mjög glöð að heyra það.“ Hvað hefurðu verið lengi í löggunni? „Í tæp þrjú ár.“ Á að reisa minnisvarða um Helga Hóseasson? „Jú, það á náttúrulega að reisa styttuna sem þá þriðju fyrir framan Stjórnarráð- ið þar sem hann er með kröfuspjald í hendinni og það á að vera hvítt þannig að menn geti skrifað á það þær kröfur sem þeir vilja koma á framfæri á hverjum tíma.“ Jörmundur IngI 70 árA EFtirLAuNAÞEgi „Já, ég er fylgjandi mönnum sem standa við sínar skoðanir. Hann gerði það sannarlega.“ FInnur númason 36 árA HáSkóLANEmi „Já, ég er mjög ánægður með hvað hann stóð fastur á sínu.“ ÁrnI magnússon 37 árA trÉSmiður „Já, mér finnst það ekki spurning.“ anna ElísabEt sölvadóttIr 14 árA NEmi Dómstóll götunnar svava snæbErg bjargaði mannslífi á dögunum ásamt vinnufélaga sínum þegar maður í hjartastoppi hneig niður í bakaríi. Hennar lífi var bjargað í New York fyrir nokkrum árum þegar hún gerði sig líklega til að ganga í veg fyrir brunandi bílaumferð. „Mínu lífi hefur verið bjargað“ „Já, hann var svolítið sérstakur. Hann stóð þarna árum saman. mér finnst það vel þess virði.“ lIlJa ÁrnadóttIr 73 árA ELLiLÍFEYriSÞEgi maður Dagsins Spyrjið ekki hvað landið ykkar getur gert fyrir ykkur, heldur hvað þið get- ið gert fyrir landið ykkar. Þessi fleygu orð Johns F. Kennedy fyrrum forseta Bandaríkjanna og eins stærsta leið- toga stjórnmálanna á síðustu öld eiga hvergi betur við en hér á Íslandi í dag. Getur verið að undanfarin ár höfum við Íslendingar – 300.000 talsins eða svo – hugsað fyrst og fremst um okkar eigin hagsmuni en ekki þjóðarinnar? Hvað get ÉG fengið út úr þessu? Hvað gerir þetta land fyrir MIG? Getur verið að sú skammsýni og skortur á heildar- hugsun til framtíðar sé ein af grund- vallarorsökum þess mikla hruns sem blasir nú við? Þess stærsta í okkar sam- tíma sögu. Við hljótum að velta fyrir okkur eig- in hugmyndafræði í uppbyggingunni sem fram undan er. Hvaða gildi not- um við sem leiðarljós? Er okkur við- bjargandi? Er von til þess að það Ís- land sem við þekkjum verði það Ísland sem börn okkar og barnabörn muni þekkja? Stórt er spurt. Svarið hlýtur að liggja í samvisku okkar sjálfra og ekki síst framtíðarsýn. Hvað hefur ver- ið rétt gert? Hvað ekki? Hvað þarf að laga? Hverju má halda? Hvað þurfum við að leggja á okkur og fyrir hvað? Sú sýn sem við leggjum upp með verður sá veruleiki sem við og börnin okkar munum búa við. Það er því brýnt að vanda vel til verka! Ævintýraþrá og afrek Íslenskra at- hafnamanna og -kvenna í viðskipta- og menningarlífinu í gegnum tíðina hafa mótað þessa þjóð. Þessu fólki – oft við fáránlega erfiðar aðstæður – tókst aftur og aftur hið ómögulega. Fyrir bragðið hafa lífsgæði á undanförnum áratug- um óvíða verið meiri en hér. Sams kon- ar baráttuandi og kraftur mun nú færa Ísland áfram inn í framtíðina, kom- andi kynslóðum til góða. Það verður því auðvitað ekki bannorð að vinna að „útrás“ en vandmeðfarið á sama hátt og „innrás“ getur verið, þar sem við opnum fyrir nánara samstarf við aðrar þjóðir t.d. á sviði orkumála, ferðamála og heilsutengdra mála. Möguleikarnir eru nánast óendanlegir að gera Ísland að heilsuparadís, matvælaframleiðsl- an okkar verður dýrmætari með hverju ári, fiskurinn, vatnið og náttúran sem ber hróður okkar um gjörvallan heim. Í breyttum heimi sem byggir á nýjum forsendum á Ísland mikla möguleika á að komas í fremstu víglínu. Við megum ekki vera hrædd við okkur sjálf, sögu okkar og menningu. Þvert á móti eigum við meðtaka hana, blessa hana og gera hana upp, bæði þegar okkar björtustu draumar rættust en líka þegar allt fór úrskeiðis eins og nú. Heiðarlegt og undanbragðalaust uppgjör við fortíðina er grundvöllur þess að við getum hafið alvöru end- uruppbyggingu íslensks samfélags. Til þess þarf manndóm, heilindi, til- trú og bjartsýni, sanngirni, vinnusemi og þor. Af öllum þessum eiginleikum á íslenska þjóðin nægt forðabúr. En um- fram allt þarf sú sýn sem unnið er eftir að snúast um eitt og aðeins eitt: Hvað getum við gert fyrir Ísland? Leiðarljósið hlýtur að vera að koma fram við aðrar þjóðir eins og við viljum að þær komi fram við okkur. Sameinuð þjóð sem vinnur markvisst að settu marki, mun breyta áliti allra sem fylgjast grannt með hvernig við tökum á breyttum tímum. Hvað mun standa upp úr. Við lok lífshlaups hvers farsæls manns liggja að baki mörg reynslu- brot. Sum má telja til afreka, önnur til vamms, en í lokin er þess eingöngu minnst sem lagt var á plóginn, stendur eftir, hvað var gefið. John F. Kennedy Bandaríkjaforseti hikaði ekki við að dreyma stórt. Þann 25. maí 1961 tilkynnti hann heiminum að hann ætti sér þann draum að koma manni til tunglsins. Það tók Bandaríkja- menn innan við áratug að hrinda þess- ari stórkostlegu áskorun í framkvæmd. En hvað hefði gerst ef JFK hefði skort kjark til að taka svona stórt upp í sig? Værum við kannski enn þann dag í dag að ýta áformum um tunglskot úr einni nefnd í aðra? Við getum lært af Kennedy að ein- ungis þegar við leyfum okkur að dreyma stórt verður útkoman stórbrotin. Ísland með allan sinn mannauð og auðlindir hefur ekki bara efni á að hugsa stórt, það hefur ekki efni á að gera það ekki. Hver framtíð þessa lands verður er algerlega undir því komið hversu heillandi áskor- anir og glæsilega framtíðarsýn við lát- um okkur dreyma um fyrir hönd þessa ótrúlega lands og þjóðar. Eðli Íslendingsins hefur verið að láta til sín taka ekki aðeins hér heima heldur langt út fyrir landsteinana. Í raun var hnattvæðingin fyrst hugar- fóstur forfeðra okkar, víkinganna. Og þótt hún glími nú við tímabundinn ímyndarvanda og tilvistarkreppu hef- ur margt áunnist: Við erum orðin eitt samfélag, eitt markaðssvæði, einstakl- ingar af ólíkum þjóðernum komast oft að ótrúlega svipuðum niðurstöðum, ekki síst unga fólkið með alheimsnet- ið í farteskinu. Ástæðan fyrir að okkur mistókst í bili var að við fórum fram úr sjálfum okkur, sofnuðum á verð- inum og kölluðum yfir okkur óhefta græðgisvæðingu í stað þess að byggja á innviðum okkar rótgróna bland- aða hagkerfis. Vonandi lærum við nú af reynslunni og náum að hrinda í framkvæmd því vandasama verkefni að endurreisa Ísland og taka þátt í því með öðrum þjóðum heims að stýra þessu tröllaukna sameiginlega mark- aðssvæði inn í bjarta framtíð til heilla fyrir íslenska þjóð og mannkyn allt. Hvað getum við gert fyrir Ísland? kjallari mYnDin 1 mamma Hreiðars más seldi Kaupþingi gjafir kaupþing var stærsti viðskiptavinur gjafavers, félags sem móðir Hreiðars más átti. 2 Fjármálastjóri Keilis hættir Stefanía katrín karlsdóttir er að hætta sem fjármálastjóri keilis en kunni því illa að ræða starfslokin við DV. 3 Finnur og Kristinn tengdir á 850 vegu gagnagrunnur Jóns Jósefs Bjarnasonar tölvunarfræðings gerir mönnum kleift að rannsaka tengsl í viðskiptalífinu. 4 Fönguleg og nálgast fertugt - myndir Claudia Schiffer (39) er enn gullfalleg og hefur engu gleymt þó nokkur ár séu liðin frá því hún var á hátindi ferils síns. 5 tröll tæklaði smástirni Brjóstabomban tila tequila komst í hann krappan á heimili sínu þegar hinn tröllvaxni NFL-leikmaður Shawn merriman reyndi að kyrkja hana á heimili hennar. 6 stórhættulegt bónorð Bandarísk kona brást heldur óheppilega við bónorði og féll fram af klettavegg þegar kærasti hennar bað hana um að giftast sér. 7 stefáni Karli hótað Stefáni karli Stefánssyni leikara hefur verið hótað því hann þótti of forvitinn um 25 ára skipskaða við Íslandsstrendur. Hann heldur þó ótrauður áfram og lætur ekki stöðva sig. mest lesið á DV.is umræða 9. september 2009 miðvikudagur 23 margrét HraFnsdóttIr athafnakona skrifar „Við megum ekki vera hrædd við okkur sjálf, sögu okkar og menningu.“ Fegurð Þeir sem lögðu leið sína á Helgafellið í veðurblíðunni í gær voru ekki sviknir enda skartaði náttúran sínu fegursta í þessari vin í eyðimörk krepputalsins. mynd/raKEl ósK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.