Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2009, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2009, Síða 25
Skipt um milliríkjadómara Dómaranefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur skipt út tveimur A-dómurum úr flokki milliríkjadómara - það er þeir sem fá verk- efni erlendis - og inn koma tveir nýir. Þeir Garðar Örn Hinriksson og Jóhannes Valgeirs- son dæma því ekki meira á erlendri grundu en þeim var kippt úr hópnum. Garðar hefur átt við mikil meiðsli að stríða og þá er Jóhannes að komast á aldur. Í þeirra stað voru teknir inn tveir af nýjustu A-dómurunum. Akureyringurinn Þóroddur Hjaltalín Jr. og Fylk- ismaðurinn Þorvaldur Árnason. Er dómaranefnd KSÍ að yngja upp í flokki milliríkjadóm- ara svo þeir hafi meiri möguleika á að ná sem lengst. Til þess að geta orðið FIFA-dómari verða menn að hafa starfað að minnsta kosti tvö ár í efstu deild. Stjórnarformaður enska úrvals- deildarliðsins Chelsea, Peter Keny- on, tjáði sig um bannið sem Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur sett á félagið varðandi kaup á leik- mönnum næstu tvo félagaskipta- glugga. Kenyon ræddi málið á fundi knattspyrnuliða í Evrópu þar sem hann sagði önnur lið sem alla jafna berjast við Chelsea um titilinn vart trúa banninu sem sett var á Chel- sea. „Hin stóru liðin einfaldlega trúa þessu ekki. Kakuta sjálfum brá alveg svakalega þegar honum voru sagð- ar fréttirnar,“ sagði Kenyon en Gael Kakuta, sem Chelsea á að hafa lokk- að til sín, rifti samningi sínum við franska liðið Lens. Var honum gert að greiað 680 þúsund pund en Chel- sea heldur minna fyrir vistaskiptin sem FIFA dæmdi ólögleg. Chelsea ætlar með málið fyr- ir íþróttadómstól Evrópu til að fá greitt úr þessu en Kenyon sagði á fundinum að Kakuta ætti mjög erf- itt með sig þessa dagana. Honum liði eins og hann hefði brugðist félaginu sem hann á þó ekki leik með í efstu deild. Enda ekki nema 18 ára gamall. Kenyon sagði fé- lagaskiptin ekki vera nálægt því að vera barnamansal, orðatiltæki sem forseti UEFA, Michel Platini, hefur kallað það þegar ungir leikmenn eru lokkaðir frá félögum sínum. tomas@dv.is Peter Kenyon, stjórnarformaður Chelsea, um kaupbannið: „Stóru liðin trúa þeSSu ekki“ rúrik í liði mánaðarinS Rúrik Gíslason sem sló í gegn á miðvikudagskvöldið með íslenska landsliðinu hefur verið valinn í lið ágústmánaðar í dönsku úrvalsdeild- inni. Rúrik yfirgaf 1. deildar félagið Viborg fyrir OB úr Óðinsvéum fyrir tímabilið og hefur átt draumabyrjun með liðinu. Norskt dagblað segir í umfjöllun sinni að Rúrik hafi nú þegar unnið hug og hjörtu stuðningsmanna OB. OB er sem stendur í 3.–4. sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði AGF. OB á tvo aðra leikmenn í liði mánaðarins. Rúrik leikur ekki með íslenska landsliðinu gegn Georgíu heldur ferðast hann með U21 árs liðinu til Norður-Írlands og leikur þar gegn heimamönnum. kína verður Stór golfþjóð Einn besti kylfingur allra tíma og sá sem hefur unnið flest risamót allra eða átján, Bandaríkjamaðurinn Jack Nicklaus, segir ekki einn mann eiga eftir að láta mest að sér kveða á næstum árum í golfinu heldur eina þjóð. Hann segir Kína eiga eftir að koma gífurlega sterka inn fyrst golf getur orðið ólympíugrein árið 2016. „Með allan þennan mannfjölda í Kína og hvernig þeir nálgast íþróttina myndi ekkert koma mér á óvart ef fimm af tíu efstu á heimslistanum eftir svona tuttugu ár væru Kínverjar. Þeir ætla að byggja 1.400 velli á næstu fimm árum verði golf ólympíugrein. Þetta er auðvitað frábært og það besta sem mun koma fyrir íþróttina er að hún verði samþykkt inn á ólympíuleikana,“ seg- ir Jack Nicklaus. megum ekki vera hræddir Skoska landsliðið í knattspyrnu leikur lokaleik sinn gegn Hollandi í kvöld og þarf sigur ætli það sér að eiga möguleika á umspilssæti. Liðin eru með Íslandi í níunda riðli þar sem Holland er fyrir löngu búið að rústa riðlinum án þess að missa svo mikið sem eitt stig. „Þetta er einn mest spennandi leikur míns ferils. Það er ekkert hægt að gera nema hlakka til hans,“ segir George Burley þjálfari Skotlands. „Leikirnir verða hreinlega ekkert stærri. Ég veit ekki hvernig Hollendingarnir koma inn í leikinn en ég get ekki verið að spá í það. Við verðum bara að hugsa um okkur en fyrst og fremst megum við ekki vera hræddir,“ segir George Burley. UMSJÓN: TÓMAS ÞÓR ÞÓRðARSON, tomas@dv.is Sport 9. september 2009 miðvikudagur 25 Gael Kakuta Verður Chelsea ansi dýr. mynd Getty ImaGes Úrslitaleikur Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu fer fram á fimmtudagskvöldið. Þar mæt- ir besta lið heims, Þýskaland, firnasterku liði Englands sem á góðan möguleika á að rjúfa einokun Þýskalands á titlinum. Þær þýsku hafa unnið Evrópukeppnina fimm sinnum í röð en England ekki farið í úrslitaleik frá því lokakeppnin var fyrst haldin árið 1984. Á fimmtudagskvöldið verður úr því skorið hvaða lið hampar Evrópu- meistaratitli kvenna í knattspyrnu. Langsigurstranglegasta lið móts- ins, Þýskaland, mætir þar Englandi en fyrir mótið höfðu margir spáð því alla leið. Gengi liðanna á Evrópumót- um til þessa hefur verið ólíkt. Þýska- land hefur unnið síðustu fimm mót og sex af síðustu sjö. Yfirburðir þýskra hafa verið algjörir. Mikil spenna ríkir hjá enskum fyrir leikinn en þetta er fyrsti úrslitaleikur á Evrópumóti sem England kemst í frá því mótið var fyrst haldið árið 1984. Bæði lið lentu í kröppum dansi í undanúrslitum keppninnar. Englend- ingar voru fyrri til að komast í úrslit þegar þeir lögðu spútniklið Hollands að velli, 2-1, eftir framlengingu og mark á lokamínútum hennar. Þjóð- verjar lentu snemma undir gegn Nor- egi en höfðu sigur, 3-1, með þremur mörkum í seinni hálfleik. Bæði Þýska- land og Noregur léku með Íslandi í riðli á mótinu og hafði Þýskaland einng sigur, 4-0, þegar það mætti Nor- egi í riðlakeppninni. Þýskar líta betur út Þýsku stelpurnar hafa sýnt mun sterk- ari leik á mótinu til þessa og þykja því eins og fyrir mótið mun sigurstrang- legri. Þýskaland var í dauðariðlinum með Frakklandi, Noregi og Íslandi en kláraði hann með þrjá sigra af þremur mögulegum og efsta sætið. England aftur á móti rétt skreið upp úr sínum riðli í þriðja sæti með einn sigur, eitt jafntefli og eitt tap. Í átta liða úrslit- um mótsins marði svo England sig- ur á heimastúlkum í Finnlandi, 3-2, á meðan Þýskaland hafði tiltölulega þægilegan sigur á Ítölum, 2-1. Þýskaland hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk á öllu mótinu en aftur á móti skorað fimmtán stykki. Leið Eng- lendinga í úrslitaleikinn hefur verið brösóttari en þegar að úrslitaleiknum kemur skiptir fyrra gengi í mótinu að sjálfsögðu engu máli. einokun Þýskalands Eins og áður segir hefur England að- eins einu sinni farið í úrslit á loka- keppni EM. Það var þegar leikið var heima og heiman í úrslitum og tapaði England þá gegn Svíþjóð í vítaspyrnu- keppni. Næsta mót var haldið þremur árum seinna í Noregi þar sem heima- stúlkur unnu. Þýskaland komst inn á hvorugt mótið. Gengi þýskra hefur verið aðeins betra síðan þá. Þýskaland hefur nefnilega unnið sex af síðustu sjö keppnum frá fyrsta sigrinum árið 1989 en leikið var á tveggja ára fresti milli 1989 og 1997. Vinni Þýskaland í Finnlandi verður það fimmti titill þess í röð á EM kvenna og sá sjöundi á átta mótum. Yfirburðir í meira lagi. tÓmas ÞÓR ÞÓRÐaRsOn blaðamaður skrifar: tomas@dv.is fimm Sinnum í röð hj þýSkum? Kelly smith Besti leikmaður Englands vill væntanlega setja sitt mark á úrslitaleikinn. mynd aFP Bestar Fagna þýsku stelpurnar fimmta Evrópu- titlinum í röð?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.